Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRIL 1978
SLONGUEGG
BERGMANS
HÁSKÓLABÍÓ, slöngu-
EGGIÐ („The Serpent's
Egg“) Þýzk- bandarísk,
gerð árið 1977 í Bavaria
Studios. Miinchen. Leik-
stjórii Ingmar Bergman.
Framl. Dino De
Laurentiis. Myndataka.
Sven Nykvist.
I nýjustu mynd Ingmar
Bergmans,
SLÖNGUEGGIÐ, sem ger-
ist í Berlín milli þriðja og
ellefta nóvember 1923,
ryðst hópur ungra storm-
sveitarmanna inn á
kabarettsýningu og eigand-
inn sem er af gyðingaætt-
um, er niðurlægður og
margbarinn í andlitið. Aðal
sögupersónan, Abel Rosen-
berg, (David Carradine),
sem er bandarískur fjöl-
leikahússlistamaður, hverf-
ur á brott úr næturklúbbn-
um og heldur upp í herbergi
sitt á gisthúsi, sem hann
deilir með bróðir sínum
sem jafnframt er félagi
hans í fjölleikahúsinu; þeir
eru svifrárfimleikamenn.
Þegar upp í herbergið kem-
ur finnur hann bróðir sinn
sitjandi uppi í rúminu,
hann hafði skotið sig í
munnin og allt er löðrandi
í blóði.
Annað fólk sem býr eða
starfar í umhverfi Abels,
týnir tölunni og lögreglu-
Yfirleitt, þegar við förum á
Bergmanmynd, þá gerum
við ráð fyrir að hann sé að
„leysa úr“ einhverju per-
sónulegu og við virðum það
og meðtökum lausu endana
og ringulreiðina.
í SLÖNGUEGGINU,
þrátt fyrir að efnið sé
næsta ásækið, þá finnum
við ekki þá ákefð eða kvöl
sem gerir okkur fært að fá
tilfinningu fyrir gjörðum
þeirra Abels og Manuelu.
Hin trygga Manuela Liv
Ullmanns, hin einfalda,
trúaða gleðikona, er runnin
undan rifjum Dostoevskis,
hreinræktuð Sonia. Eftir
fráfall bróðurins verður
Abel að hætta á svifránni
og fær þá starf á skjala-
safni sem gæti verið hugar-
fóstur Kafka. Þetta sjúkra-
húss-skjalasafn er sem
völdunarhús og það þarf að
Tyltíja Abel til klefans þar
sem hann vinnur við að
færa skjöl úr gráum möpp-
um yfir í gular; yfirmaður
hans segir honum að skjöl-
in hafi að geyma „skýrslur
um ólýsanlegar þjáningar
manna“. Velflest í mynd-
inni virðist vera fengið
annars staðar frá (úr
JOYLESS STREET Pabst;
CABARET Bob Posse; jafn-
vel ÞÖGN Bergmans sjálfs,
osfrv); allt er óeðlilegt,
hinum ískalda, kvalalosta-
fulla mennta- og vísinda-
manni, og einu sinni enn —
án þess að það sé útskýrt
nánar — þá er óvinurinn,
dr. Vergerus, leikinn af
Heinz Bennent. (Gunnar
Björnstrand var dr.
Vergerus í ANSIKTET,
Erland Josephson var arkí-
tektinn Vergerus í EN
PASSION; Max Von Sydow
var dr. Vergerus í THE
TOUCH). Þessi nýjasti
Vergerus, sem Abel kynnt-
ist þegar þeir voru drengir,
var kattakvalari þá, en er
núna orðinn yfirmaður eins
konar sjúkrahúss þar sem
hann stjórnar m.a. hinum
ægilegustu tilraunum á
mannlegum verum. Þar
ræður hann Abel til starfa
í skjalasafninu en Manuelu
í þvottahúsið. Eins útvegar
hann þeim íbúð sem er
tengd sjúkrahúsinu og þar
getur hann fylgst með
öllum gjörðum þeirra.
Vergerus er persónugerv-
ingur allra hinna gler-
eygðu, brjáluðu vísinda-
manna hryllingsmyhdanna
jafnframt því sem hann er
hin bláeygða og Ijóshærða
ímynd nasismans.
Liv Ullmann er í aðstöðu
sem margar stallsystur
hennar telja hana öfunds-
verða af: hver önnur nýtur
Úr nýjustu mynd Bergmans, SLÖNGUEGGIÐ.
fulltrúinn, sem hefur með
málið að gera (Gert Fröbe)
sýnir honum fjölda líka
sem eru illa leikin og með
blóðstorkin höfuð. Abel ber
höfði lítilsiglds skriffinns
utan í járnrimla, og þegar
vörður ræðst á hann lendir
höfuð árásarmannsins
undir lyftu og blóðið spýtist
framan í Abel. Abel grípur
sí og æ um höfuð sitt í
örvæntingu og Manuela
(Liv Ullmann) fyrrverandi
eiginkona hins fráfallna
bróðir hans hjálpar honum
við að halda því á lofti. Er
við horfum á
SLÖNGUEGGIÐ þá læðist
fljótlega að okkur sá
grunur að það sé ekki allt
með felldu í höfðinu á
Ingmar Bergman.
Leikararnir gera þetta af
engri sýnilegri ástæðu ann-
arri en þeirri að Bergman
hefur skipað þeim það. Af
því að hann er Bergman,
trúðu þau honum. Og af því
hann er Bergman, þá vilj-
um við gjarnan trúa líka.
En það er okkur um megn.
ófullnægjandi, tilfinninga-
snautt.
SLÖNGUEGGIÐ er
fyrsta mynd Bergmans eft-
ir landflóttann, sú dýrasta
sem hann hefur gert og er
með ensku tali. Og þrátt
fyrir að hún hafi verið
tekin af kvikmyndatöku-
manninum Sven Nykvist,
sem hefur myndað allflest-
ar af síðari myndum Berg-
mans, þá líkist hún ekki
Bergman-mynd. Takan er
ekki nýtt til þess að ná
fram tilfinningum persón-
anna með sem mestum
skýrleika og andlit Liv
Ullmanns hefur ekki að
geyma þetta ljómandi, yfir-
náttúrlega viðmót sem
maður tengir við Bergman.
Kvikmyndatakan er reikul,
óvenjuleg, draumkennd
skot af borginni að nóttu,
trufluð af rykkjóttum
hreyfingum myndavélar-
innar og titrandi súmmi.
Efnislega séð, þá er Berg-
man að fást við gamalkunn-
ar persónur; hinn lífi-
þrungna mann gagnvart
þess að fá hvert stórhlut-
verkið fært upp í hendurn-
ar af einum mesta leik-
stjóra okkar tíma? En
gjaldið fyrir þennann for-
gangsrétt hefur verið að
hún hefur orðið að tjá sig
í myndunum eins og Berg-
man hefur krafist. Og á
undanförnum árum hafa
hlutverkin, sem hann hefur
skrifað henni til handa,
verið grunnfærin, ofuráköf
og kvíðafull. Hlakkar fólk
jafn mikið til að sjá næsta
leikafrek Liv Ullmanns eins
og t.d. Jane Fonda eða
Genevieve Bujold? Það er
vafasamt, það er einhver
óþreytandi alvörugefni í
kringum hana. Hún er
stórkostleg, leiðinleg leik-
kona. Og, svikin af hlut-
verki sínu í SLÖNGUEGG-
INU, er hún ekkert stór-
kostleg. Hún er sífellt á
þönum, hreyfingar hennar
eru taugaveiklunarlegar og
smjaðurslegar.
Sem Abel er David
Carradine það eina sem
mann langar til að fylgjast
með í myndinni. Bergman
virðist skapa hann úr ólík-
um pörtum; utangarðs-
manninum af Gyðingaætt,
einstæðingi, brottrækum
landleysingja (líkt og Berg-
man er sjálfur). Hann
vantar meiri fyllingu og
þéttari bakgrunn. Granni
gulleyrnalokkurinn sem
hann ber gæti verið tákn
fyrir manngerð hans:
sjáanleg en óútskýranleg.
Abel Rosenberg hefur að-
eins eiginleika David
Carradines til að bera:
ótaminn, niðurbældan
kraft, fallega mótað, veðrað
og gætið andlit með poka
undir augum, mjúkar og
liðugar hreyfingar inn-
brotsþjófsins. Hann hefur
verið drukkinn á hverju
kvöldi síðan hann yfirgaf
fjölleikahúsið, hvers vegna
vitum við ekki, nema að
tímarnir hafa verið erfiðir.
Víða koma fram í mynd-
inni hálf-symbólsk undir-
stöðuatriði. Enginn vafi
leikur á því að eitthvað er
meint með sambandi þeirra
Abels og mágkonu hans. I
glingurslegu, skerandi
atriði,- borgar Abel þeldökk-
um Bandaríkjamanni fé
fyrir að fá að fylgjast með
því er hann leggst með
vændiskonu. Svo virðist
sem vænst sé að okkur
skiljist að Abel sé að kvelja
sig með því að eggja mann
úr öðrum minnihlutahóp til
að upphefja sjálfan sig. En
Bergman virðist hafa aðrar
hugmyndir hér líka.
Svertinginn berst en getur
ekki og hlýtur ekkert að
launum annað en niður-
læginguna. Þettá er álíka
groddi og ef Bergman hefði
sagt: „Hlutirnir voru virki-
lega slæmir í Berlín ‘23.“
Og ef spurt er: „Hversu
slærnir?" Þá hefði hann
svarað: „Þeir voru svo
slæmir að jafnvel negri gat
ekki náð honum upp.“
í SLÖNGUEGGINU
koma fram karakterar
(eins og hinn sýrópsradd-
aði, ljósfælni húsráðandi
Manuelu) og samtalskaflar
(„Geturðu ímyndað þér
hvers konar tilraunir eiga
sér stað undir yfirumsjón
Vergerusar? Undarlegar
mjög undarlegar." „Undar-
legar?“), sem virðast vera
skopstælingar á hryllings-
myndum. Aðrir hlutar, likt
og hið ólæsilega bréf sem
bróðir Abels skyldi eftir
sig, virðast skopstælingar á
Bergman, eða endur-
tekningar (þegar Manuela
fer til kirkju að tala við
prestinn, af því að Guð
hefur ekki haft afskipti af
hlutunum upp á síðkastið,
og „óttinn er meiri en ég fái
afborið hann“). Presturinn,
sem er Bandaríkjamaður í
heimsókn, leikinn af James
Whitmore, leysir vandamál
hennar með því að útskýra
fyrir henni eins blíðlega og
honum er unnt, að það sé
enginn Guð til.
Þá koma og fyrir ýmsir
undarlegir hlutir, líkt og er
lögreglufulltrúinn minnist
á starfsfélaga sinn, Lohm-
ann, sem er að vinna að
máli sem sé geðveikislegt
— bersýnileg tilbending á
myndina M, sem Fritz Lang
gerði árið 1931, þar sem
Lohmann lögreglufulltrúi
var að leita uppi telpna-
morðingja. Þá virðist Berg-
man ekki gera sér neina
vellu útaf smá tímamis-
ræmi: árið 1923 er Vergerus
önnum kafinn við að gera
talmyndir af tilraunadýr-
um sínum.
Við heyrum örvæntingar-
óp Bergmans: sál mannsins
er í hyldýpi. Þar sem hann
hefur losað sig við guð þá
kennir hann botnlausu
ranglæti mannsins um allt
það sem miður fer. Hvernig
getur listamaðurinn sem
kvikmyndaði TÖFRA-
FLAUTUNA, lagt sig niður
við slíkar harmatölur?
Hann virðist einnig hafa
glatað allri skynjun fyrir
hlutföllum sem hann sjálf-
ur segir að stafi af nýlokn-
um útistöðum hans við
sænsk skattayfirvöld.
(Hvers konar myndir skyldi
hann bera okkur á borðið ef
hann lenti í raunverulegum
erfiðleikum?)
Þegar okkur er tjáð í endi
myndarinnar, að Abel „sást
aldrei aftur“, þá getur það
verið kveifarleg leið Berg-
mans til að segja að sem
útlagi hafi hann glatað
framtíðinni. Vergerus,
haldandi uppi spegli til að
horfa á sjálfan sig deyja, er
eigin skoðun kvikmynda-
leikstjóra á sínum eigin
endalokum, sem væru mun
sæmanlegri ef þau væru
sett upp sem gamanleikur.
* NÝJA BÍÓ *
on wheels.”
N.Y. Daily News
BILL
COSBY
RAQUEL
WELCH
HARVEY
KEITEL
/ -\AÓrí fji
... A PETER YATES J TOM MANKIEWICZ PRODUCTION
ALI.EN GARFIELO • DICK BUTKUS • L. Q. JONES • BRUCE DAVISON .,0LARRY HAGMAN
JOSEPH R. BARBERA PETER YATES.“ TOM MANKIEWICZ PETER YATES
STEPHEN MANES.rioTOM MANKIEWICZ /Cfl
MBICOBOS.SOIM'IS PANAVISION* COtOB BT Dl LO.t* I jgW
----—... . TOM MANKlÉWICZ
soono tbac« *•
ÍSLENSKUR TEXTI
NÝJA BÍÓt „Grallarar á
ncyðarvakt“ („Mothcr,
Jugs and Speed")
Það er of mikill tví-
skinnungur yfir þessari
mynd til að hún í rauninni
geti talist marktæk. Leik-
stjórinn, Peter Yates, sem á
að baki ærið sundurleitar
myndir eins og BULLITT,
JÖHN AND MARY, FOR
PETE‘S SAKE, og nú síðast
hina vinsælu THE DEEP,
veit auðsjáanlega ekki í
hvorn fótinn hann á að
stíga. Myndin rambar á
drungalegum mörkum
kaldhæðnislegrar ádeilu og
lélegrar fyndni. Útkoman
verður því frekar ósmekk-
leg, glompótt gamansemi.
Til bóta má nefna Bill
Cosby og Allen Garfield,
sem standa sig vel í hlut-
verkum sínum; klipping
FrankP. Kellers (JAWS)er
fagmannleg og tónlistin
fellur oft vel að hrynjanda
myndarinnar.