Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 21 Jlann hefur tvisvar verið barinn illilega, og er talið að það hafi verið að undirlagi KGB“ (SJA: Undir ráðstjórn) SVEFNLEYSI UMSÁTURSÁSTAND. Hvítur bóndi með vopnið við rúmstokkinn. RODESÍA Hvað nú, hvíti maður? Nú virðist ljóst, að blökkumenn muni koma til valda í Rhódesíu innan skamms. Það þykir mörgum hvítum mönnum þar í landi ískyggilegt tilhugsunar, að ekki sé meira sagt. Vænta þeir sér einskis góðs af blökkumönnum. Ófáir hafa flúið land; menn fóru að tínast burt fyrir þremur árum, og tólf þúsund flúðu í fyrra. Skoðanir hvítra manna um framtíðarhorfurnar eru reyndar nokkuð skiptar. Margir draga í efa, að þeim sé nokkur hætta búin, a.m.k. ekki ef hinir hófsamari leiðtogar blökkumanna komist til valda. En eins og fréttir bera með sér eru blökkumenn skiptir i fylkingar og meðal þeirra komm- únistar, og öllum hvítum mönnum hrýs hugur við því að þeir nái völdunum. Er eftirfarandi saga til skýring- ar því, og hefur hún gengið manna á meðal í Salisbury undanfarið: Maður spyr tölvu: „Hverjir verða við völd í Rhódesíu eftir 10 ár?“ Tölvan fer að „hugsa" og hugsar stíft; með tilheyrandi urri, suði og ljósablikki. Svo svarar hún: „Hvít- ir menn“. Spyrjandanum léttir ákaflega. En svo, dettur honum í hug, að gaman væri að fá að vita ýmislegt fleira fyrir og hann spyr: „Hvað mun franskbrauð kosta eftir 10 ár?“ Tölvan fer að reikna, og það gengur á með klikkklikki og burri góða stund, en loks heyrist klíngklang og svarið kemur: „10 rúblur" ... - LES PAYNE. Hœttu að œðrast,þá sofnarðu — kannski Allir heimilislæknar munu kann- ast við það, að margir sem til þeirra leita við aðskiljanlegum meinum kvarta að auki um svefnleysi. Til dæmis að nefna ko í ljós í könnun, sem fram fór í Vestur-Þýzkalandi, að 31% 7700 manna, er leitað höfðu til heimilislækna um ráð við ýmsum kvillum, þjáðust af svefnleysi — eða sögðust þjást af svefnleysi. Svefnleysi er ekki sjúkdómur í sjálfu sér, heldur er það einkenni. Það getur átt sér margvíslegar orsakir — hávaða, veðrabreytingar, taugakvilla eða hvaðeina þar á milli. Það er mönnum mikil nauðsyn að sofa nóg og vel; langvarandi svefn- leysi getur rænt þá bæði heilsu og allri lífsgleði. Menn eru þá síþreytt- ir, þungir á sér og framtakslitlir, linir til vinnu, lystarlitlir og þung- lyndir. Bætir þetta náttúrlega ekki svefnfarir þeirra, og kemur oft þar, að þeim finnst þeir alls ekki sofa neitt. Er algengt, að menn staðhæfi það við lækni, að þeir hafi ekki sofið hænublund, hvað þá meira, dögum saman, jafnvel í viku eða hálfan mánuð og virðast sannfærðir um þetta. Það hefur þó komið á daginn í rannsóknum, að þetta er sjaldnast rétt með farið; mennirnir hafa oft sofið nokkurn veginn eðlilegan svefntíma. Hins vegar vakna þeir e.t.v. nokkrum sinnum á nóttu, sofna jafnan fljótlega aftur en hættir til að ýkja vökustundirnar án þess að gera sér það ljóst. Það er og algengt, að gamalt fólk kvarti um svefnleysi. Það sefur skemur en það svaf áður og unir því illa. En þetta er alveg eðlilegt. Svefnþörf manna fer smám saman minnkandi með aldrinum. Reifabörn þurfa mörg að sofa 15 klukkustundir eða lengur á sólarhring, börn á skólaaldri svo sem 10 stundir að meðaltali, en áttræður maður þarf varla meira en sex tíma svefn. Þetta eru auðvitað aðeins jafnaðartölur; svefnþörf manna er nokkuð misjöfn. Mörg og sundurleit ráð hafa verið Framhald á bls. 35 GLÆPUR & REFSING Maðurinn sem myrti á „réttum tíma“ PATRICK Wayne Kearney heilir maður og er mestur fjöldamorð- ingi sem komizt hefur upp um í Bandarikjunum á síðustu óratug- um. Kearney myrti hvorki fleiri né færri en 32 kynvillta unga menn í Kaliforníu, pann fyrsta fyrir prem- ur árum en hinn síðasta um mitt sumar í fyrra. Hann hlaut viður- nefnið „ruslapokamoröinginn“, vegna pess að hann tróð líkum fornarlamba sinna alltaf í plast poka ætlaða undir rusl og fleygði peim hér og par meðfram vegum; og stóð mönnum mikii ógn af honum. En í fyrra haust nóðist hann, og munu pá flestir hafa talíö víst, að hann yröi líflátinn í gasklefa. Það verður pó ekki, og fær hann aö halda lífi. Hann myrti semsagt á „réttum tíma“. Pannig er nefnilega, að lög um dauðarefs- ingu höfðu verið numin úr gildi í Kal%forníu áður en Kearney framdi fyrsta morðið — og tóku ekki gilrti aftur fyrr en rétt eftir að hann framdi pað síðasta. i desember síðast liðnum var Karney fundinn sekur um aö hafa myrt prjá unga menn í Riverside skammt austur af Los Angeles og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir. Fyrir nokkrum vikum játaði hann svo á sig átján morð önnur. Hlaut hann viðbótardóm fyrir pau. Það er ekki ótítt í Bandaríkjunum, að stórglæpamenn séu dæmdir til meira en hundrað ára fangelsis- vistar. Er pað til pess ætlað, að peir verði örugglega aldrei náðað- ir. Pess vegna var Kearney dæmd- ur aftur; yfirvöld vildu búa svo um hnútana, að honum yrði áreiðan- lega aldrei sleppt út. Hæstaréttar- dómarinn sem dæmdi hann í seinna skiptið komst svo að oröi: „Það er einlæg von mín, að pessi maður verði aldrei nokkurn tíma látinn laus. Ég get raunar varla kallað hann mennskan, svo við- bjóðslegir eru glæpirnir sem hann framdi . . .“ Kearney var fáorður í réttar- höldunum og virtist hann gera sér heldur litla grein fyrir ástæðum sínum til morðanna. Að vísu komst hann að peirri niðurstöðu í samtali við geðlækni í fangelsinu, að „peir sem ég drap minntu mig á menn, sem neyddu mig til aö hafa mök við sig pegar ég var strákur. Svo fannst mér tilhugsun- in um pað að meiða og drepa kynæsandi, en pegar til kom Framhald á bls. 39. Loftárásir eþíópskra flugvéla? Nalrobi, 31. marz. Reuter. SÓMALÍUSTJÓRN staðhæfði síð- degis að eþíópskar orrustuvélar hefðu gert loftárás á þorp sem er 17 km innan landamæra Sómalfu. Ságði útvarpið í Mogadishu frá þessu og sagði að þar hefðu verið á ferðinni tvær vélar af MIG-21 gerð sem eru sovézkar. Ilefði loftárásin vcrið gerð á þorpið Kalabaid. I fréttum útvarpsins var þó ekkert minnzt á manntjón eða skemmdir sem hefðu orðið. Engin staðfesting hefur fengist á þessu en utanríkisráðuneyti Eþíópíu hefur alveg nýverið sagt að Sómalíustjórn væri nær að gæta sín og myndi verða gripið til viðeigandi ráðstafana ef skæru- liðaiðju Sómalíu yrði ekki hætt í Suður- og Austur-Eþíópíu. HÉRERHÚN! salkura Sakura er nafnið á þessari frábæru litfilmu, sem gefur þér ótal nýja möguleika (sem þú hefur ekki kynnst áður). Sakuracolor er fram- leidd af Konishiroku-verksmiðj- unum í Japan, sem einnig standa á bak við hinar viðurkenndu Konica ljósmyndavélar. 24 myndir á rúllu. Það er alveg óþarfi að örvænta þegar búið er að taka 20 myndir. Filman er alls ekki búin, þú átt 4 myndir eftir, því Sakura gefur þér meira. Það eru 24 myndir á hverri Sakura- color filrnu í stað 20 hjá öðrum. Og fyrir sama verð. 400% ljósnæmari. Hún er 4 sinnum ljósnæmari en venjuleg litfilma. Þú getur tekið myndir innanhúss án flass, og sólarlagsmyndirnar verða leikur einn. Og auðvitað hentar hún einnig við allar venjulegar aðstæður. Þessi fdma er bylting. Hún gefur þér þúsund nýja möguleika. Tímaritin Amaterfotographer og Foto & Smalfilm dæma þessa filmu þá bestu á markaðinum í dag. Sakuracolor er finkornuð. Ekki aðeins er hún Ijósnæm. Hún er líka sérstak- lega fínkornuð. Myndgæðin eru frábær, og gefa möguleika á stórum stækkunum. Suðurlandsbraut 20. Hafnarstræti 17, Reykjavík Sími 82733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.