Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 VERÖLD TENERIFE. Hátt í sjötta hundrað manns týndi lífinu þegar tvær Boeing 747 rákust þar á í flugtaki. Flugfélögin halda því oft fram, að flug sé öruggasti ferðamátinn. Og nokkuð er það, að áætlunarflug verður æ öruggara. Hafa aldrei orðið færri slys í áætlunarflugi en í fyrra, að því er segir í yfirliti um flugslys sem birtist í brezka tímaritinu Flight International í febrúar síðastliðnum. Alls fórust 440 farþegar í slysum í áætlunarflugi flugfélaga á árinu og var það einum færra en fæst hafði farizt áður, samkvæmt skýrslum flugmálayfirvalda og eftir því sem bezt er vitað. Þess er reyndar að geta hér, að þessi tala tekur ekki til flugslysa í Sovétríkj- unum. Mundi hún hækka nokkuð ef reiknað væri með slysum þar. Vitað er, að þrjú mikil flugslys, ef ekki fleiri, urðu í Sovétríkjunum í fyrra, og m.a. fórst Iljúsjín-18-vél með öllum sem í henni voru. Sovézk yfirvöld hafa engar tölur birt um mannskaðann, en talið er láta nærri, að einir 110 manns hafi verið um borð í vélinni. I fyrrnefndri grein í tímaritinu Flight er bent á það, að þar eð umferð í áætlunarflugi með far- þega aukist stöðugt en slysum fækki sé ótvírætt að öryggi aukist; það sé ljóst hvort sem reiknað sé með „farþegamílum", sem flognar voru, eða með fjölda flugtaka. Þrátt fyrir þetta létust 440 farþegar í áætlunarflugi á árinu Farþegum fjölgar — Slgsum fœkkar eins og áður sagði. Urðu þau banaslys með ýmsum hætti. Einn farþegi lézt um borð í „júmbó-þotu“, breiðþotu. Það vildi þannig til, að þrýstingur lækkaði skyndilega í flugfarrýminu. Var þetta eina banaslysið í breiðþotu- flugi í fyrra og telst varla mikið þar sem fleiri en 730 breiðþotur eru í umferð. Á Filippseyjum varð óhugnan- legt flugslys í mars í fyrra og munu varla dæmi til annars eins. Flugstjóri DC-3-vélar, sem var í leiguflugi, tók skyndilega æði, þreíf vélbyssu og skaut sjö manns áður en tókst að afvopna hann. Mesta flugslys á árinu var slysið á flugvellinum í Tenerife þá er tvær Boeing-747-vélar rákust á í flugtaki. Þar fórust hvorki fleiri né færri en 578 manns. (Vélarnar voru báðar í leiguflugi, en dánar- talan hér að framan tók einungis til áætlunarflugs flugfélaga). Annars er greinilegt af skýrsl- um, að flest slys í áætlunarflugi verða í flugránum. Mestur mann- skaði sem orðið hefur í flugráni til þessa varð í desember síðastliðn- um. Þá var Boeing-737-vél frá Malaysíu rænt. Sprenging varð í vélinni yfir Johoresundi, hún hrapaði og fórust allir sem um borð voru 93 manns. Segir í áðurnefndri grein í Flight Inter- national, að það sé ljóst, að „flugfélögin verði að fara að gera ráð fyrir flugránum rétt eins og þau gera ráð fyrir vélarbilunum og öðrum álíka óhöppum, sem fyrir kunna að koma“. - ANDREW WILSON. Misha litli og móðir hans ged- lœknirinn Marina Voikhanskaya er sovézkur geölæknir og starfaði í 13 ár í geðsjúkrahúsum í Leningrad, en fluttist úr landi fyrir premur árum og býr nú í Bretlandi. Marina átti mikinn bátt í bví á sínum tíma, að Vestur- landamönnum varð Ijóst hvernig sovézkir andófsmenn voru leiknir í geðsjúkrahúsum. Marina hafði hvað eftir annað orðið vitni að bví í sjúkrahúsinu bar sem hún starfaði, að andófsmenn voru „gerðir skaðlausir" með sterkum lyfjum og langvarandi pyntingum, andlegum sem líkamlegum. Þar kom, að hún bóttist ekki geta látið bessu ómótmælt lengur og sagði bað yfirmönnum sínum. En bað varð til bess eins, að KGB var tilkynnt um hana, og fór leyni- bjónustan bá að gera henni lífið leitt. Þegar kom fram á árið 1975 var henni orðið illa vært, og afréð hún að flytjast úr landi ásamt syni sínum, Misha, og móður sinni. En pá tóku yfirvöld til sinna ráða. Þannig var, að Marina haföi skiliö við mann sinn Ev- geni árið áöur. Þegar hún ákvað að flytjast úr landi varð hún að fá formlegt sambykki hans til Þess að sonur beirra mætti fara líka. Nefndi hún bað viö hann nokkru áður en hún ætlaði aö fara, og lofaði hann að gefa sambykki sitt. En nokkrum vikum fyrir brottförina kom babb í bátinn. KGB- menn höfðu sem sé komið að máli við Evgeni og fengiö hann til „samvinnu" viö sig. Var honum bröngvað til aö neita Marinu um sambykki sitt til að drengurinn færi úr landi, og síðar til bess að höföa mál á hendur henni (aö henni fjarverandi) og krefjast umráða- réttar yfir drengnum. Ef dæmt hefði verið í máli pessu og Evgeni fenginn umráðarétturinn værí nú með öllu vonlaust, að Misha fengi nokkurn tíma að fara úr landi. En málinu var frestað og var paö fyrst og fremst vegna ákafra mótmæla á Vesturlöndum. Málinu er Þó ekki lokið; yfirvöldin kunna að taka bað upp aftur hvenær sem er. Er bað Ijóst af pví, að Evgeni er látinn senda drengnum peninga og heimsækja hann endrum og eíns í skólann, par sem hann stundar nám. Evgeni hafði lítið kært sig um son sinn áður en KGB-menn vöktu upp föður ást hans með sínum sérstöku aðferö- um, hann hafði aldrei sent Misha peninga og pví síður heimsótt hann, enda mun drengnum svo lítið um föður sinn gefið að hann neitaði að tala við hann í skólanum. Misha býr nú hjá ömmu sinni. Hann hefur stöku sinnum fengið að tala við móöur sína í síma, og pau skrifast á. Misha er greindarpiltur, hneigður til stærðfræði og skákar, iðkar hokkí í tómstundum og yrkir Ijóð. Honum gengur vel í námi, en er ekki vel vært í skólanum — hann hefur t.d. tvisvar verið barinn illilega, og er talið aö Þaö hafi verið að undirlagi KGB. Útlend- ingar, sem hafa fengið að hitta hann að máli segja, að hann sé orðinn nokkuð taugaveikl- aður og virðist illa haldinn. Marina móðir hans er sovézkum yfir- völdum mikill Þyrnir í augum. Hafa Þau komizt svo að orði við móður hennar, ömmu Misha, að hún sé „fjandmaður ríkis- ins“. Marina hefur ekki legið á liði sínu frá pví, að hún kom vestur. Hún hefur verið óbreytandi að vekja athygli á örlögum andófsmanna í Sovétríkjunum; fyrir skömmu sat hún t.d. fjölbjóðlegt ping geðlækna, sem haldið var á Honolulu, og skýrði Þar frá meðferöinni sem andófsmenn eru beittir í geðsjúkrahúsum. Nú um miöjan febrúar átti Misha Voikhanskaya afmæli — varö ellefu ára. Af Því tilefni efndu ýmsir vinir og samherjar Marinu móður hans til mótmælastöðu viö sovézka sendiráð- ið í London. Það er búíð aö safna undirskriftum á bænaskrár, og bar á meðal „Bænaskrá barna til drottning- arinnar", par sem Elísabet Breta- drottning er beðin aö beita áhrifum sínum í málinu. Vitað er einnig, aö brezka ríkisstjórnin er að breifa fyrir sér um pað, aö Misha verði sleppt úr landi. En Kremlverjar daufheyrast enn. — ANDREW WILSON. 1 Rýmingarsala ét 30-50% afsláttur Kuldaúlpur fyrir börn og fullorðna Skiðajakkar -blússur -úlpur SPORTVAL ZETA NORD sklöaskór á kr. 7.800 (áöur kr. 9.800) stæröir 7.5-10 ! LAUGAVEGI 116 — SIMAR 14390 & 26690 mánud- þriöjud.-miövikud-fimmtud.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.