Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 37 Iminningu Svöfu Þórleifsdóttur Fregnin um andlát Svöfu Þór- leifsdóttur hefði ekki þurft að koma vinum hennar mjög á óvart. Hún hafði legið rúmföst undan- farnar vikur og þeim var ljóst að hverju dró. Ævin var líka orðin löng, 91 ár og nokkrum mánuðum betur. — Þó að orðtakið segi: Ungur má en gamall skal, mun það oftast svo, að umskiptin miklu, sem við nefnum dauða, komi eftirlifendum nokkuð í opna skjöldu ef í hlut eiga vinir og vandamenn. Að venjulegum skiln- ingi getur undirritaður ekki talist í hópi vandamanna Svöfu Þórleifs- dóttur. En atvik höguðu því svo, að ég var kennari við skóla hennar á Akranesi um árabil (1925—1933) og héldust með okkur góð kynni upp frá því. Svafa fluttist til Akraness árið 1919 frá Bíldudal eftir sex ára skólastíórastarf þar. — Heldur var fátití á þeim-tímum að konur skipuðu skólastjórastöður, a.m.k. við hina fjölmennari skóla í kaupstöðum og sjávarþorpum, þótti jafnvel mörgum hin mesta fjarstæða að fela þeim yfirboðara- störf á opinberum vettvangi. Vorið 1920 auglýsti fræðslu- málastjóri allar kennara- og skólastjórastöður á landinu lausar til umsóknar með sama umsóknar- fresti í öllum skólahéruðum. Mun sú ráðstöfun hafa staðið í sam- bandi við ný launalög, sem gengu í gildi um þetta leyti. Svafa sótti því aftur um stöðuna. Að auglýstum fresti liðnum hélt skólanefndin með sér fund til að kanna umsóknir. Svafa var eini umsækjandinn um skólastjóra- stöðuna. Kom henni því nokkuð á óvart þegar hún frétti strax eftir fundinn, að þar hefði orðið ágrein- ingur um umsókn hennar. Einn nefndarmanna lagði til, að mælt yrði með henni. Annar stakk upp á, að nefndin reyndi að fá tiltekinn kennara norður í landi til þess að taka að sér skólastjórnina. — Lauk fundi með því, að meiri hluti skólanefndar samþykkti að senda þessum manni skeyti og bjóða honum stöðuna. Að þessum upp- lýsingum fengnum vatt Svafa sér á fund formanns skólanefndar og sótti umsóknina. Þessi gangur mála síaðist út og mun hafa vakið nokkra undrun þorpsbúa, áem ekki vissu til að neitt hefði farið úrskeiðis í störf- um skólastjóra. Sjálf hafði hún ekki orðið vör óánægju og „öll hennar samskipti við kennara og skólanefnd, foreldra og börn geng- ið snurðulaust". Daginn eftir fundinn átti vin- kona Svöfu viðtal við skólanefnd- armann, sem stóð að meiri- hluta-samþykktinni pg spurði hann hvort eitthvað hefði verið athugavert við skólastjórn Svöfu veturinn áður. „Nei,“ svaraði hann. „Ég held að hún sé fæddur stjórnandi. — En okkur finnst það bara viðkunnanlegra, að skóla- stjórinn sé karlmaður.“ Framanritað sagði Svafa mér sjálf. Auk þess hefur hún rakið atburðarásins í tímariti Kven- félagasambands íslands (4. hefti 1970). Að vísu talar hún þar ekki í „fyrstu persónu", en kunnugum dylst ekki við hvern er átt. Þetta hreinskilna svar skólanefndar- mannsins talar sínu máli og hefur trúlega orðið Svöfu nokkur hvatn- ingarauki þá og síðar í þjóðkunn- um störfum hennar í samtökum kvenna í baráttu fyrir jafnrétti til menntunar og starfa. Um skólastjórastöðuna er það annars að segja, að fyrir tilstuðlan vissra aðila féllst hún á að skila umsókninni aftur. Lauk svo þessu máli með því, að hún var skipuð í stöðuna. Því starfi gegndi hún til ársins 1944. Á þeim aldarfjórðungi átti hún ríkan þátt í þróun félags- og menningarmála staðarins og valdist þá oft til forustustarfa. Hjá henni fóru saman sívakandi á.hugi á mannbótamálum, glögg- skyggni á meginatriði, markviss málafylgja og síðast en ekki síst frábær starfsvilji. Málflutningur hennar á mannafundum var rökvis og skýr, og ef í odda skarst, munu fáir hafa sótt gull í greipar hennar á þeim vettvangi. — Fyrir gat það komið, að einhverjum þætti hún ráðrík. En ef að var hugað, reyndist þáð ráðríki góðrar ættar. Því að það var borið uppi af hiklausum og einlægum umbóta- vilja til að stuðla að heill sam- ferðafólksins og fegra mannlifi. — Ekki verður þess freistað að telja hér upp öll þau trúnaðarstörf, sem Svöfu voru falin á Akranesi, auk aðalstarfsins við barnaskólann. Nefni aðeins forgöngu hennar að stofnun unglingaskóla og iðnskóla, en þeim veitti hún síðan forstöðu um margra ára skeið. Ótalin eru félög, nefndir og ýmis samtök, sem allt talar sínu máli um það traust, er hún eignaðist í hugum sam- borgara sinna. Eins og áður var sagt var ég átta ár kennari við barnaskóla Akra- ness og hefði styttri tími en það nægt til að staðfesta þá skoðun skólanefndarmannsins, að Svafa væri „fæddur stjórnandi". Hún hélt uppi aga án ofstjórnar eða tíðra predikana. Bæri svo til, að nemendur gerðust tilþrifagjarnir og fasmiklir úr hófi fram, datt allt i dúnalogn þegar skólastjóri kom á vettvang og renndi fránum augum yfir athafnasvæðið. En bak við þann stranga svip vottaði kannski fyrir skilningsríku brosi. Og það kunnu nú svona ólátabelgir að meta. — Ég segi stundum, bæði í gamni og alvöru, að fyrsta veturinn minn á Akranesi hafi ég hlotið eldskirn mína sem kennari. Þó að ég hefði kennt tvo vetur í fámennri sveit vestur við Djúp, hafði ég lítið komist í kast við agavandamál, sem nú velgdu mér stundum undir uggum. Þá var gott að eiga skilningsríkan og hollráð- an yfirmann. Þegar Svafa tók við stjórn barnaskóla Akraness árið 1919 var lögboðin skólaskylda miðuð við 10 ára aldur, og gert ráð fyrir að börn kæmu læs í skólann. Víða vildi verða misbrestur á því. Fljótlega kom Svafa á fót hjálpar- og lestrarkennslu fyrir þessi börn (innan 10 ára). Til þess starfa réð hún unga bóndadóttur nýflutta í bæinn með foreldrum sínum, en hafði nýlokið gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla. Samvinna þeirra tókst með ágætum og varð upphaf gagnkvæms trúnaðar og ævilangrar vináttu. Svafa hvatti vinkonu sína mjög til að afla sér fullra kennararéttinda og sækja um inngöngu í kennaraskólann. Gagnfræðaprófið mundi trúlega duga henni til að komast í 2. bekk. Seint á hausti 1921 kom ég gangandi norðan úr Skagafirði til Reykjavíkur. Framundan var ann- ar veturinn minn í Kennaraskól- anum. Við skólasetningu sá ég að ný stúlka var komin í hóp bekkjarsystkinanna frá í fyrra. Þarna sáumst við Málfríður í fyrsta sinn. Og nánari kynni leiddu til samfylgdar, sem varaði meir en hálfa öld. — Á efri árum ræddum við oft og fitjuðum upp fyrstu kynni og þá gifturíku fararheill, sem okkur gafst á langri samleið. Þá var Málfríður vön að segja: Ef hún Svafa hefði ekki drifið í því, að ég færi í Kennaraskólann, hefðum við lík- legast aldrei sést.“ Og það er hverju orði sannara. Og hitt er jafnsatt, að þá afskiptasemi Svöfu Þórleifsdóttur fékk ég aldrei, né fæ nokkurn tíma fullþakkað. — Þegar Svafa lét af skóla- stjórastarfinu á Akranesi eftir 25 ár, fluttist hún til Reykjavíkur. Ekki settist hún þar í helgan stein, en gerðist mikilvirk og vinsæl í samtökum kvenna. Var m.a. for- maður Kvenfélagasambands ís- lands um skeið og ritstjóri Hús- freyjunnar í mörg ár, allt til áttræðisaldurs. Eftir það dvaldist hún lengst af á Elliheimilinu Grund, hafði fótavist og hélt andlegri reisn fram á 92. aldursár. Þar heimsóttum við Málfríður hana oft. Enn var minnið trútt, hugsunin skýr og gamalkunn leiftur vöktu í augunum þegar hugðarmál hennar bar á góma. Og söm var hugarhlýjan og grunnt á glettnu brosi ef þær vinkonurnar rifjuðu upp skopleg atvik frá löngu liðnum árum. — Nú hafa þær báðar hlýtt kallinu þar sem enginn „kaupir sig frí“. En við, sem enn bíðum þeirra boða, dirfumst að vona, að á landi lifenda eigi þær nú fegnisfund. Ég og mitt fólk sendum vinum og vandamönnum Svöfu Þórleifs- dóttur hugheilar samúðarkveðjur. Frímann Jónasson. Þakkarkveðja Svafa Þórleifsdóttir frá Skinna- stað, fyrrv. skólastjóri barnaskól- ans á Akranesi, andaðist í Borgar- spítalanum þann 7. mars síðastlið- inn á 92. aldursári. Svafa fæddist á Skinr.astað 20. okt. 1886. Foreldrar hennar voru hjónin Sesselja Þórðardóttir frá Mosfelli í Moslellssveit og Þórleif- ur Jónsson, prestur á Skinnastað, og ólst Svafa upp í foreldrahúsum. Skömmu eftir fermingu fór Svafa á mjólkurskóla, sem starfaði á Hvanneyri, og árið eftir í gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði (1904) og þar á eftir var hún nemandi við kvennaskól- ann á Blönduósi í nokkra mánuði. Af framanrituðu er ljóst, að Svafa hefur notið margþættrar menntunar eftir "fermingu — miðað við það er þá gerðist — enda var hún fengin til þess að annast heimiliskennslu á ýmsum stöðum í átthögum sínum og víðar, bæði áður og eftir að fræðslulögin, sem sett voru árið 1907, komu til framkvæmda. Kynni Svöfu Þórleifsdóttur af skólum í uppvexti hennar og kennslustörfum urðu henni hvatn- ing til þess að fara í Kennaraskóla Islands, þegar hann tók til starfa 1908 og lauk hún þar kennaraprófi vorið 1910. Um þessar mundir má telja, að auk fastra skóla í kaupstöðum og þorpum hafi verið komið á farkennslu eða eftirlits- kennslu víða í sveitum landsins. Þetta þótti mikil framför frá því, sem gerðist um skólahald í sveit- um — og víðar — um síðustu aldamót. Og Svafa Þórleifsdóttir var ekki í vafa um það að loknu kennara- prófi, hvar hún ætlaði að hasla sér starfssvið. Fyrstu 3 árin kenndi hún börnum og unglingum í átthögum sínum í Öxarfirði, en haustið 1913 varð hún skólastjóri við barnaskólann á Bíldudal og gegndi því starfi í 6 ár, eða þar til hún varð skólastjóri við barna- skólann á Akranesi haustið 1919 og gegndi þeirri stöðu þar til hún lét af skólastjórn að eigin ósk haustið 1944 til þess m.a. að taka að sér framkvæmdastjórn Menn- ingar- og minningarsjóðs kvenna, Kvenfélágasambands íslands, barnaverndarmál, sumardvalir barna ofl. ofl.„ sem aðrir kunna betri skil á en undirritaður. Þess skal getið hér, að auk skólastjórnar og starfa Svöfu í þágu barnaskólans á Akranesi, hafði hún á hendi um árabil stjórn unglinga- og iðnskóla á Akranesi, sem síðar þróuðust upp i að verða sjálfstæður gagnfræðaskóli og sjálfstæður iðnskóli. Undirritaður kynntist Svöfu Þórleifsdóttur skólastjóra haustið 1930, þegar ég gerðist starfsmaður í skrifstofu fræðslumálastjóra í Arnarhvoli. Þá var Svafa um 44 ára og hafði verið skólastjóri barnaskólans á Akranesi í 11 ár. Hér var um röskleikamanneskju að ræða, að hverju sem hún gekk, ráðholl, stjórnsöm og velvirk var hún og þóttu ráð hennar og leiðbeiningar gefast vel, hvort heldur í hlut áttu nemendur, kennarar eða annað starfsfólk viðkomandi skóla. Það sagði mér einu sinni fyrrverandi nemandi Svöfu, að hún væri snareygð eins og örn, en þegar einhver ætti bágt, þá geislaði mildi úr andliti skóla- stjórans. Við Svafa Þórleifsdóttir spjöll- uðum margt um skólamál þau 14 ár, sem við áttum erindi á Akranes eða Arnarhvol í Reykjavík. Einna minnisstæðastar eru mér frásagn- ir hennar af námsárum hennar og kennarareynslu og þá einkum fyrsta þriðjung þessarar aldar. Viðhorf nemenda var annað þá, en síðar varð. Hið sama mátti segja um kennarana og aðstöðu þeirra. Svafa sagðist eiginlega ekki hafa áttað sig á því, hvernig og hvenær sér hafi dottið í hug að taka að sér skólastjórastöðu við fastan barna- skóla. Það hlyti að vera karl- mannsverk en ekki kvenna að hafa slík störf á hendi. En hún sagðist hafa áttað sig á „þessum ósköpum" og menn hafi verið sér ráðhollir og skilningsgóðir. Svafa Þórleifsdóttir greindi mér einu sinni frá því, að hún hafi orðið hálffeimin, þegar nokkrir „mektarmenn“ úr hópi barnakenn- ara, sem beittu sér fyrir því um 1920, að barnakennarar á öllu Islandi stofnuðu með sér félag eða samtök, er borið gæti heitið Samband íslenskra barnakennara, fóru þess á leit við hana að hún gæfi kost á sér í stjórn umrædds sambands barnakennara. Svafa var ófús til þess að takast slíkt starf að sér, en áhugi hennar fyrir málum í þágu barna og málflutn- ingur kennaranna eyddi feimni minni sagði hún og árangurinn varð víst sá, að ég var kosin í fyrstu stjórn Sambands íslenskra barnakennara (S.ÍB.) 17. júní 1921 ásamt þeim Bjarna Bjarnasyni , Hafnarfirði (form.), Hallgrími Jónssyni, Rvík (ritari), Sigurði Jónssyni, Rvík (gjaldk.), Hervaldi Björnssyni, Borgarnesi, Guðmundi Jónssyni, Rvík, og Steingrími Arasyni, Rvík. Þarna var um vel valinn og áhugasaman hóp íslenskra barna- kennara að ræða, sem aðstöðu gátu haft til stjórnarfunda í Reykjavík og nágrenni. Svafa Þórleifsdóttir sagðist hafa haft ánægju og lærdóm af því að starfa með þessum ágætu mönnum, en annríki í þágu skólanna á Akra- nesi og fleiri málum í þágu uppeldis- og menningarmála þar og víðar torvelduðu Svöfu fundar- sóknir í Reykjavík á starfstíma Framhald á bls. 33. DOLSKI Til afgreiðslu strax. aÍV Er hann góður þægilegur Kraftmikill Sparneytinn W Hann er allt þetta og mikið meira. Pólski Fíatinn hefur nú verið seldur á islandi í nokkur ár með góöum árangri. Sem dæmi um þaö sem fylgir meö í kaupunum þegar þú kaupir Pólska Fíatinn má nefna: Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum, radial dekk, tvöföld framljós með stillingu, læst bensínlok, bakkljós, teppi horn í horn, öryggisgler, 2ja hraða miðstöð, 2ja hraða rúöupurrkur, rafmagnsrúðusprauta, kveikjari, Ijós í farangursgeymslu, 2ja hólfa karprator, synkromeseraður gírkassi, hituð afturrúða, hallanleg sætisbök, höfuðpúðar o.fl. laglega unninn og pægílegur. Ótrúlega lágt verð. Fólksbíll kr. 1.720.000. — Til öryrkja 1.290.000- Station kr. 1.840.000.- Til öryrkja 1.420.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.