Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRIL 1978 15 ann hótunum. Haldeman segist ekkert vita hvað sé hæft í þessu og bendir aðeins á að Colson hafi verið blíðkaður þegar hann varð að fara frá Hvíta húsinu með Moskvuferð og loforði um að hann yrði áfram í hópi þeirra manna sem Nixon leitaði helzt ráða hjá. 18 minútna eyðan Haldeman segist ekki lengur viss um hver hafi þurrkað út 18 mínúturnar á hljóðrituninni frá fyrsta fundinum sem Nixon hélt eftir Watergate-innbrotið 20. júní 1972, en telur sig vita ástæðuna, sem hafi verið sú að kaflinn, sem var þurrkaður út, kynni að hafa bendlað Nixon og Colson við málið. I Watergate-réttarhöldunum sagði Haldeman, að hann myndi ekkert eftir fundinum og hann ætti á hættu ákæru um meinsæri ef hann myndi allt í einu nú hvað gerðist, en hann siglir fram hjá þessu í bókinni með því að birta það sem Nixon „gæti hafa“ sagt honum. Samkvæmt þessu á Nixon að hafa sagt að hann hefði lagt fast að Colson í marga mánuði að finna eitt- hvað á 0,Brien. „Eg tek ekki í mál að FBI yfirheyri Colson ... Colson gæti talað um forsetann af hann brotnaði...“ á Nixon að hafa sagt. I opinberri rannsókn Water- gate-málsins sagði Rose Mary Woods, ritari Nixons, að hún kynni að hafa þurrkað út þessi orð fyrir slysni. Haldeman datt fyrst í hug að Nixon hefði ætlað að þurrka út allt sem væri á segulbandsspólunum um Watergate, en komizt að því að það gæti tekið tíu ár og hætt við það. í bókinni kveðst Haldeman varð furðu lostinn nokkrum dögum síðar þegar hann varaði samkvæmt skipun forsetans yfirmann CIA, Rich- ard Helms, við því að FBI væri með nefið ofan í málum, sem gætu „opnað Svínaflóa-málið upp á gátt“. Helms varð öskureiður og hrópaði að Svínaflóa-málið kæmi þessu máli ekkert við, en allt í einu samþykkti hann þá beiðni forsetans að CIA segði FBI að takmarka rannsóknina. Halde- man datt ekki í hug fyrr en síðar að það sem Helms óttað- ist í raun og veru var að ljóstrað yrði upp um tilraunir eftir Svínaflóaárásina til að ráða Fidel Castro af dögum og þann möguleika að Fidel Castro hefði gert út Lee Harvey Oswalds til að kála Kennedy. Það sem Nixon faldi Haldeman telur að Nixon hafi óttazt að innbrotið yrði rakið til hans um Colson, að vinur hans John Mitchell yrði bendlaður við málið og að rannsóknin mundi beinast frá Watergate til hljóðritananna, hlustunartækjanna og annars þess sem tilheyrði i Hvíta húsinu á þessum árum. Eitt af þessu var símahlerunartæki, sem Hvíta húsið lét koma fyrir til að fylgjast með dálka- höfundinum Joseph Kraft. John Ehrlichman hefur hingað til verið kennt um þetta, en Haldeman segir að skipunin hafi komið frá Nixon sjálfum. Nixon vildi heldur ekki hnýsni í samband sitt við Henry Kissinger. Kissinger háði harða baráttu gegn embættis- mönnum, sem láku fréttum til blaða, og þessi barátta hans skrifstofu geðlæknis Ellsbergs, og Ehrlichman var dæmdur fyrir að hafa stjórnað pípu- lagningamönnunum. Nixon sagði ekki eitt aukatekið orð Ehrlichman til varnar og Ehrlichman hefur ekki getað fyrirgefið honum það. Nixon iðurkenndi mörgum árum seinna að hann kynni að hafa komið aðgerðunum að stað og gaf þar með í skyn að sökinni hefði verið varpað á Ehrlich- man. „Ég var svo djöfull vondur út í Ellsberg þá“, segir Haldeman að Nixon hafi sagt í San Clemente síðla árs 1976. „Henry varð hoppandi vitlaus. Ég hef verið að hugsa um þetta og það getur verið að ég hafi fyrirskipað þetta innbrot". Hljóðritanirnar Hvers vegna kom Nixon fyrir leynilegu hljóðritunarkerfi, sem lagði fram sannanirnar sem urðu honum að falli? Haldeman segir að mörg for- dæmi hafi verið yfir þessari ráðabreytni. Hann segir að yfirmaður FBI, J. Edgar Hoov- er, hafi sagt Nixon ’skömmu eftir forsetakosningarnar 1968 að Lyndon B. Johnson forseti hefði komið fyrir tækjum til þess að fylgjast með fundum og símtölum í Hvíta húsinu og hljóðrita þau. „Hringdu ekki í skiptiborðið“, segir Haldeman að Hoover hafi sagt við sig. „Litlir menn sem þú þekkir ekki hlusta á þig“. Haldeman segir að þegar hann flutti inn í skrifstofu' sína við hliðina á skrifstofu Nixons hafi hann fundið óyggjandi sannanir um fjöldann allan af hlustunar- og hljóðritunartækjum. Nixon lét taka niður öll hlustunartæki í Hvíta húsinu 1969 og kom svo fyrir nýjum Colson eftir að hann játaði sig sekan í Ellsberg mál- inu 1974 Sovézkar herflaugari ætluðu Rússar að gera kjarnorku- árás á Kína? hann ekki viss um hver eigi sökina, aðallega vegna þess að Nixon talaði um „átján mínút- ur Rósu“ í símtali við hann. Yfirhylmingin Haldeman segir að Nixon hafi frá upphafi verið viðriðinn þagnarsamsæri Water- gate-málsins, mútugreiðslurn- ar og lygarnar, en segir að hvorki forsetinn né samstarfs- menn hans hafi í fyrstu talið þetta yfirhylmingu. Fyrstu viðbrögð Nixons við innbrotinu lýstu rósemi, sem Haldeman telur nú að hafi verið uppgerð. Kvöldið 20. júní hringdi hann í Haldemann til að skipuleggja upphaf yfirhylmingarinnar; fjár átti að afla handa inn- brotsmönnum úr sjóði, sem var ætlaður til að styrkja aðgerðir gegn Kúbu, og hann gaf í fyrsta skipti skyn hvernig fá mætti liðsinni CIA. Nixon notaði leyniorðið „Svínaflói" til að lýsa þessu og varð Nixon hvatning til að skipa FBI að hlera samtöl sautján embættismanna og fréttamanna frá árinu 1969 og ef til vill var þetta kveikjan að Ellsberg-innbrotinu. Haldeman segir að Nixon hafi tekið því með ró að Ellsberg birti leynileg skjöl landvarnarráðuneytisins þang- að til Kissinger sagði honum að það „sýndi að þér eruð aumingi herra forseti" og lýsti því hvers konar furðufugl Ellsberg væri: að hann hefði tekið inn eitur- lyf, væri kynferðislega af- brigðilegur og hefði skemmt sér við að skjóta á innfædda úr þyrlu yfir Víetnam. Nixon varð fokillur og skipaði Ehrlichman að koma á laggirnar einkalög- reglu, sem fékk viðurnefnið „pípulagningamennirnir". Og hann fól Colson að ófrægja Ellsberg með því að sýna hvers konar furðufugl hann væri. Aðstoðarmaður Colsons, Hunt, var viðriðinn þetta mál, sem leiddi til innbrotsins í tækjabúnaði tveimur árum síðar að sögn Haldemans. Haldeman segir að Nixon hafi haft af því áhyggjur að ýmsir gestir hans áttu það til að rangtúlka orð sín og eigin orð þegar út var komið. Enginn var eins slæmur með þetta og Kissinger að sögn Haldemans: I Hvíta húsinu var hann mesti „haukurinn" af öllum, en þegar út var komið var enginn eins mikil „dúfa“ og hann. Hann segir að Kissinger vilji að ekkert vitnist af segulbands- spólunum jafnvel nú og hann hafi átt þátt í því að neitað var að verða við þeim tilmælum Nixons að hann fengi spólurn- ar afhentar þegar hann hafði verið náðaðúr með því að ráðleggja Nixon að halda fram rétti sínu til að eyðileggja hljóðritanirnar. Bók Haldemans er ekki síðasta orðið um Watergate. En hún er ómissandi heimild um fall Nixons, Water- gate-spillinguna og skugga- hliðina á Nixon. Hárgreiðslumeistarar Áríðandi fundur veröur haldinn annaö kvöld ki. 8 aö Hótel Esju. Gestur fundarins veröur Jónas Sveinsson frá vinnuveitendasambandi íslands. Stjórn Hárgreiðslumeistarafélags íslands. Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir HÆKKIÐ BÍLINN UPP SVO AÐ HANN TAKI EKKI NIÐRI Á SNJÓHRYGGJUM OG HOL- ÓTTUM VEGUM. Bedfor 5 og 7 tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70—77 pugablöð aftan. Mercedes Bens 1413 augablöð og krókblöð. Mercedes Bens 332 og 1113 augablöð. Scania Vabis L55 og L56 augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76 augablöð og krókblöð. 2", 2V*“ og 2’/2" styrktarblöð í fólksbíla. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f., m SUIM FERMINGARGJÖF Sendum um allt land í póstkröffu. Hamraborg 3, Kópavogi. | Sími 42011. Vatnesvegi 14, Keflavík. Sími 92-3377.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.