Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 45
/ MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 2. APRÍL /1978 45 “B'W/s - ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI nokkuð hefur verið á dagskrá og verður bráðlega útrætt: • Erfitt um vik „Velvakandi góður: Nokkrar umræður hafa orðið um svonefnda spurningaþætti í sjónvarpi og útvarpi nú að undan- förnu. Deilt hefur m.a. verið á stjórn- anda sjónvarpsþáttarins fyrir skort á röggsemi. Sannleikurinn er nú raunar sá, að þarna er erfitt um vik, þar sem bjöllukerfið er annars vegar, og sá kemst oft fyrr að með svör við auðveldari spurningunum, sem handfljótari er. Hinn þátturinn er, að mínu viti, sýnu lakari. Þar ættu nú báðir aðilar að hafa jafna möguleika, — skyldi maður ætla, — þegar stjórnandinn hefur lokið af að koma frá sér mestu af orðaflóði sínu og „bröndurum". En í reynd virðast þeir litla möguleika hafa til sigurs, sem ekki eru „langskóla- gengnir", þ.e. þeir, sem ekki hafa lært hina mætu list, latínuna, eða önnur rómönsk mál. Nefna má þar sem dæmi spurningar um merk- ingu orðanna kosmos, Kanaríeyjar og Ekvador, og enn versnar svo málið, þegar t.a.m. var spurt um í hvaða sveitarfélagi væri að finna tekjuhæstu einstaklipga landsins, — og svarið var í sveitarfélagi annars keppandans. Þá keyrði nú hlutdrægnin — eða eigum við að kalla þetta klaufaskap — úr hófi. Með þökk fyrir birtinguna, Sigurjón Jónsson“. JÞessir hringdu . . . • Vita foreldrarnir? Frá Keflavík hringdi ungur drengur sem sagðist hafa orðið fyrir því oftar en einu sinni að stígvélum hans væri stolið. Kvað hann það að sjálfsögðu mjög slæmt, en líka hefði hann orðið fyrir því að öðru stígvélinu væri stolið, og hlyti það að benda til þess að lítið gagn væri að slíkum stuldi. „Hvernig stendur á því að foreldrar líða börnum sínum að stela stígvélum frá öðrum, og gera krakkarnir það vegna þess að þeirra eigin stígvél eru orðin ónýt?“ spurði drengurinn. Þessa spurningu geta foreldrar og aðrir hugleitt og vonandi fær drengur- inn að halda stígvéíum sínum framvegis. • Gott útvarp Hlustandi útvarps um pásk- ana vildi fá að nefna það að sér fyndist útvarpinu hafa tekizt vel upp með dagskrá sína um páskana hún hefði verið hæfilega blönduð tónlist, töluðu orði og leikritum og öllu mögulegu, þá sagði hann að verið hefði góðir umræðuþættir, t.d. er Árni Gunnarsson ræddi við biskup í þættinum Spurt í þaula, EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Al GI,YSIN(í.\ SÍMINN i:k. 22480 Snyrtlnámskeiö veröa haldin í snyrtistofu okkar á mánudag. Uppsýsingar veröa veittar í verzlun- inni og í síma 17445. sérverslun konunnar sími I7445j. isa Laugavegi 19 Reykjavik ^\'^nar 0t,i Gu“n> I ° .. ,, ">* I þar hefði verið drepið á athyglis- verð mál, sem vissulega væri þörf á að ræða meira um. Þessi hlustandi sagðist vilja að þessi skoðun sín kæmi skýrt fram, þar sem sér fyndist vera alltof mikið um skammir bæði í blöðum og öðrum fjölmiðlum og menn væru almennt alltof mikið upp- teknir af því neikvæða í þjóðlífinu. HÖGNI HREKKVÍSI MeN»ught Synd., Ine. Varlega ég var að bóna gólfið! S2F S\G€A V/öGÁ £ VLVtRAU REIKNIVÉL MEÐ LJÓSABORÐI OG STRIMLI Samlagning og frádráttur, margföldun og prósentu k deiling, reikningur, A Á A kvaðratrót, atriðisteljari, grand total. ÁRALÖNG REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN KJARAINI HE skrifstofuvólar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.