Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 2. APRIL 1978 SÍMAR 28810 24460 bilaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 iR car rental LOFTLEIDIR T2 2 1190 2 H 38 Sæluvika Skagfirð- inga hefst um helgina SauAárkróki 31. marz. SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst að þessu sinni sunnudaginn 2. april með guðsþjónustu í kirkj- unni, prestur séra Sigfús Jón Arnason. l>ann dag verður kvik- myndasýning og gagnfræðaskóla- skemmtun og um kvöldið sýnir Leikfélag Sauðárkróks gaman- leikinn Hjónaleikir eftir hinn þekkta gamanleikahöfund Philip King. Hérlendis mun King vera þekktastur íyrir aðild sína að gamanleikjunum um tengda- mömmu. sem sýndir hafa verið við mikla aðsókn víða um land. Hjónaleikir er þýtt af Torfeyju Steinsdóttur, leikstjóri er Jón Ormar Ormsson og leikmyndir eru eftir Jónas Þór Pálsson. Þess skal og getið áður en lengra er haldið að á laugardagskvöld verður nokkurs konar forskot á sæluna, en þá frumsýnir Ung- mennafélagið Tindastóll gaman- leikinn Sláturhúsið hraðar hendur eftir Hilmi Jóhannesson, sem einnig er leikstjóri. Hraðar hendur var fyrst leikið í Borgarnesi fyrir 10 árum, einnig var það sett upp á Akureyri og leikflokkur Emilíu fór með það í leikför um land allt við miklar vinsældir. í leikritinu er fjallað í tali og tónum um skipulag, kerfi, slátrun og fleiri menningarþætti nútíma þjóðfé- lags. Um höfundinn mætti nota ummæli eins af þingmönnum okkar: „Hilmir er hreinræktaður Þingeyingur og verður því vart lengra komist í ættgöfgi. Hann dvaldi 8 ár með Borgfirðingum og ekki getur betri skóla ef menn vilja þroska andann. Nú hefur hann verið sex ár í Skagafirði, en allir vita að Skagfirðingar eru skemmtilegasti þjóðflokkur á Is- landi." Þessi leikur verður sýndur seinni hluta vikunnar. Gagnfræðaskólinn býður upp á fjölbreytt skemmtiefni með leik- þáttum og söng. Kirkjukvöld verður á mánudag og þriðjudag. Kirkjukór Sauðárkróks syngur undir stjórn Jóns Björnssonar, Kári Jónsson flytur ræðu, .ein- söngvari verður Hjálmtýr Hjálm- týsson og Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri leikur á orgel. Málverkasýning verður í safna- húsinu alla daga vikunnar á verkum Ómars Skúlasonar og Magnúsar Kjartanssonar. Á laug- ardagskvöld flytur Hannes Pét- ursson skáld erindi. Auk þessa sem hér hefur verið talið verður margt fleira til skemmtunar, svo sem kvikmyndasýningar og dans- leikir verða að sjálfsögðu öll kvöld vikunnar. — • — Jón. Utvarp Reykjavlk SUNNUD4GUR 2. apríl MORGUNNINN 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vfgslubiskup flytur ritning- arorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Útdráttur úr forustugr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. Werner Miiller og hljóm- sveit hans leika lög eftir Leroy Anderson. (10.10 Veðurfregnir. Frétt- ir). 9.00 Morguntónleikar. a. Flautukonsert nr. 1 í G-dúr eftir Pergolesi. Jcan- Pierre Rampal og Kammer- sveitin í Stuttgart leika, Karl Miinchinger stjórnar. b. „Ich habe genug“ kantata nr. 82 eftir Bach. Gérard Souzay syngur, hljómsveit undir stjórn Geraints Jones leikur með. c. Sinfónía nr. 4 í B-dúr eftir Beethoven. Fflarmoníu- sveitin í Berlín leikur, Her- bert von Karajan stj. d. Píanókonsert í a-moll op. 16 eftir Grieg. Géza Anda og Fflharmoníusveitin í Berlín leika, Rafael Kubelik stjórn- ar. 11.00 Messa í Minjakirkjunni á Akureyri (Hljóðrituð 19. marz). Prestur, Séra Bolli Gústavsson í Laufási. Organ- leikari, Gígja Kjartansdótt- ir. Kirkjukór Svalbarðs- kirkju syngur. Fimm hljóð- færaleikarar aðstoða. 12.15 Ilagskráin. Tónlcikar. SÍÐDEGIÐ___________________ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Seta f óskiptu búi. Guðrún Erlendsdóttir lektor flytur hádegiserindi. 14.00 Óperettukynning, „Káta ekkjan" eftir Franz Lehár. Flytjcndur, Elizabcth Ilarwood, Teresa Stratas, Donald Grobc, Werner Hollweg, Zoltan Kelemen, René Kollo. Werner Krenn, kór Þýzku óperunnar í Berlín og Fflharmoníusveit Berlínar, Herbert von Karajan stjórnar. — Guðmundur Jónsson kynnir. 15.20 Kærleikur og mannleg samskipti. Hljóðritun frá kirkjukvöldi Bræðrafélags Dómkirkjunn- ar á skírdagskvöld. Hilmar Helgason formaður Samtaka áhugamanna um áfengismál flytur ræðu og séra Hjalti Guðmundsson lokaorð og bæn. Síðast syngja kirkju- gestir sálmvers. Organleik- ari, Sigurður ísólfsson. 16.00 Divertimento fyrir tvö horn og strengi eftir Joseph Haydn. Kammcrsveit sinfóníuhljómsveitarinnar í Vancouver leikur. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Ileimsókn í Þingvallabæ. Geir Vilhjálmsson sálfræð- ingur ræðir við séra Eirík J. Eiríksson prófast. (Áður útv. í september s.l.). 17.10 Barnalög frá ýmsum löndum. Hilde Gucden syng- ur. Hljómsveit Alþýðuóper unnar í Vín leikur með, George Fischer stj. 17.30 Útvarpssaga barnanna, „Refurinn og fuglarnir við fjörðinn" dýrasaga eftir Ingólf Kristjánsson. Kristján Jónsson les. 17.50 Harmonfkulög, John Molinari leikur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. KVÖLDIÐ______________________ 19.25 Byggjum fyrir alla. Gylfi Guðjónsson arkitekt flytur erindi um bæjaskipulag og hönnun íbúða með tilliti til fatlaðra. 19.50 Tónleikar. a. Þættir úr ballettsvítunni „Hnotubrjótnum" eftir Tsjaíkovský. Sinfóni'uhljóm- sveitin í Malmö leikur, Janos Fiirst stjórnar. b. Slavneskir dansar eftir Dvorák. Sinfóníuhljómsveit útvarpsins í MUnchen leik- ur, Rafael Kuhelik stjórnar. 20.30 Útvarpssagan, „Pfla- grímurinn" eftir Par Lager- kvist. Gunnar Stefánsson les þýðingu sína (13). 21.00 Sembalkonsert í B-dúr eftir Johann Albrechtsberg- cr. Janos Sebestyen og Ung- verska kammersveitin leika, Vilmos Tatrai stjórnar. 21.20 Dulræn fyrjrbæri í ís- lcnzkum frásögnum, IV, Merkir draumar. Ævar R. Kvaran flytur erindi. 21.55 íslandsmótið í hand- knattleik. 1. dcild. Hermann Gunnarsson lýsir síðari hálf- lcik í keppni Víkings og Ilauka, sem fram fer í Laugardalshöll. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur vinsæl tónverk. Stjórnandi, André Previn. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. /MNNUD4GUR 3. aprfl MORGUNNINN______________ 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kj. 7.15 og 9.05, Valdimar Örnólfsson lcikfimiskennari og Magnús Pétursson píanóleikari. Fréttir kl. 7.30. (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55, Séra Garðar Þorsteinsson flytir (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.15, Steinunn Bjarman byrjar að lesa „Jerutti bjargar Tuma og Tinnu", sögu eftir Cecil Bödker í eigin þýðingu. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. íslenzkt mál kl. 10.25, Endurtekinn þáttur dr. Jak- obs Benediktssonar. Tónleikar kl. 10.45. Samtímatónlist kl. 11.00, Atli Heimir Sveinsson kynn- ir 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna, Tónlcikar. 14.30 Miðdegissagan, „Reynt að gleyma" eftir Alene Corliss. Axel Thorsteinsson Iýkur lestri þýðingar sinnar (13). 15.00 Miðdegistónleikar, Is- lensk tónlist. a) Tríó í a-moll, fyrir fiðlu. selló og píanó eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Rut Ingólfsdóttir, Páll Gröndal og Guðrún Kristinsdóttir leika. b) Lög eftir Þorvald Blönd- al, Magnús Á. Árnason o.fl. Ragnheiður Guðmundsdótt- ir syngur, Guðmundur Jóns- son leikur á pfanó. c) „Four Better or Worse" tónverk fyrir flautu, klarín- ettu, selló og pínaó eftir Þorkel Sigúrbjörnsson. Robert Aitken, Gunnar Egilsson, Hafliði Hallgríms- son og höfundurinn leika. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfrcgnir). 16.20 Popphorn Þorgeir Ást- valdsson kynnir. 17.30 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifsson sér um tímann. 17.45 Ungir pennar Guðrún Þ. Stephensen les bréf og rit- gerðir frá börnum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ_____________________ 19.35 Daglcgt mál. Gísli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40Um daginn og veginn Þorvarður Júlíusson bóndi á Söndum í Miðfirði talar. 20.00 Lög unga fólksins Rafn Ragnarsson kynnir. 20.50 Gögn og gæði Magnús Bjarnfreðsson stjórnar þætti um atvinnumál. 21.50 Fantasía fyrir pianó og hljómsveit op. 11 eftir Gabri- el Fauré, Pierre Barbizet og 'Sinfóníuhljómsveit útvarps- ins í Strassborg leika, Roger Albin stjórnar. 22.05 Kvöldsagan, „Dagur er upp kominn" eftir Jón Helgason Sveinn Skorri Höskuldsson les (5). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldtónlcikar frá sænska útvarpinu. Sinfóníu- hljómsveit útvarpsins leik- ur. Einleikari, Frans Helmerson. Stjórnandi, Her bert Blomstedt. a. Sellókonsert í D-dúr eftir Joseph Heydn. b. „Úgluspegill", sinfónískt ljóð eftir Richard Strauss. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDbGUR 4. aprfl MORGUNNINN ~~~ 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 9.15, Steinunn Bjarman les þýðingu sína á sögunni „Jerutti bjargar Tuma og Tinnu" eftir Cecil Bödker (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25, Valborg Benediktsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00, Murray Perahia leikur á píanó Fantasiestiike op. 12 eftir Schumann/ Jascha Heifetz og Brooks Smith leika Fiðlusónötu nr. 9 í A-dúr „Kreutzersónötuna" op. 47 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ___________________ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna, Tónleikar. 14.20 „Góð íþrótt gulli getri", — lokaþáttur. Gunnar Kristjánsson stjórn- ar umræðum um íþrótta- kennaramenntun. 15.00 Miðdegistónleikar a. Earl Wild og hljómsveitin „Symphony of the Air “ leika píanókonsert í F-dúr eftir Menotti, Jorge Mester stjórnar. b. Illjómsvcitin Fflharmónía í Lundúnum leikur „Tham- ar“, sínfónískt ljóð eftir Balakíreff, Lovro von Matacic stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli harnatíminn Gísli Ásgeirsson sér um tímann. 17.50 Að tafli Guðmundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ_____________________ 19.35 Um vciðimál. Árni ísaks- son fiskifræðingur talar um laxamerkingar og framfarir í fiskrækt. 20.00 Píanótónlist Garrik Ohlsson leikur Pólonesur eftir Frédéric Chopin. 20.30 Utvarpssagan, „Pfla- grímurinn“ eftir Par Lager- kvist Gunnar Stefánsson les þýðingu sína (14). 21.00 Kvöldvaka, a. Einsöngur, Jón Sigur- björnsson syngur íslenzk lög Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. Er Gestur spaki Oddleifs- son höfundur Gísla sögu Súrssonar? Erindi eftir Eirík Björnsson lækni í Hafnarfirði, — fyrri hluti. Baldur Pálmason les. c. Vísur á víð og dreif. Stcinþór Þórðarson bóndi á Ilala kveður og les. d. Haldið til haga Grímur M. Helgason forstöðumaður flytur þáttinn. e. Kórsöngur, Karlakórinn Ileimir í Skagafirði syngur Söngstjóri, Arni Ingi- mundarson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Ilarmóníkulög Nils Flacke leikur. 23.00 Á hljóðbergi „A Delicate Balance“, leikrit eftir Ed- ward Albee, — fyrri hluti. Mað aðalhlutverk fara Katharine Ilcpburn, Paul Schofield. Kate Reid, Joseph Cotton og Betsy Blair. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Skyndihappdrætti FEF FÉLAG einstæðra foreldra hefur hleypt af stokkunum skyndihappdrætti og verður dregið pann 1. júní n.k. Meðal vinninga má nefna tvö Toshiba-litasjónvörp, tvær steró-samstæöur af Toshiba-gerð og átta vasatölvuvinninga. Hver miði kostar 500 krónur og rennur ágóöi rakleitt í Húsbyggingasjóö Félags einstæðra foreldra og veröur varið til aö reka endahnút á húseign félagsins í Skerjafiröi sem notaö veröur sem neyöar- og bráðabirgðahúsnæði fyrir einstæöa foreldra og börn þeirra. Þeir sem óska eftir aö taka miöa í sölu eða kaupa miöa skulu snúa sér til skrifstofu FEF í Traöarkotssundi 6, s. 11822. (Fréttatilkynning frá FEF).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.