Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 + MóAurbróður okkar, NÚMI EIRÍKSSON, lézt að Ási, Hverageröi 30. marz. Fyrir hönd annarra vandamanna, Stefanía Karels Sigurbjörg Albertsdóttir. + ÓLAFUR ÁRNASON, sjómaður, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 3. apríl kl. 13.30. Petra og Pétur Auóunsaon. t Bróöir minn, mágur og frændi okkar, ARTHUR H. ÍSAKSSON, bHreiðaetjóri, Laugateigi 6, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarslofnanlr. Lillý Kristjánsson, Guömundur Kristjánsson, Karl Harry Sigurösson, Helga Kristfn Möller, Ari Guðmundsson, Friöur Siguröardóttir, Kristjana Guómundsdóttir, Guörún Guömundsdóttir, Guömundur Ebeneser Hallsteinsson. Eiginkona mín JÓRUNN TYNES Drápuhlíó 8 sem andaöist aö heimili okkar aö morgni skírdags verður jarösundin fré Fossvogskirkju mánudaginn 3. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Jón Sigtryggsson Eiginmaöur minn, VILHJÁLMUR HÓLMAR VILHJÁLMSSON, flugmaóur og söngvari, Álfaskeiði 125, Hafnartirði sem lést af slysförum aöfaranótt þriöjudagsins 28. marz s.l. í Luxemborg, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 4. apríl kl. 3 e.h. Fyrir hönd barna, annarra ættingja og vina, Póra Guómundsdóttir. t Eiginkona mín RÓSA JÓNSDÓTTIR, Nesvegi 83, sem andaöist aö kvöldi páskadags s.l„ veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. apríl kl. 3 eftir hádegi. Sigurpáll Þorsteinsson börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. ' t Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Langholtsvegi 32, sem lézt laugardaginn 25. marz á Landakotsspítala, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Líknarsjóö vangeflnna. Árni Grímsson, Andrea B. Árnadóttir, Eysteinn borsteinsson, Sigurður B. Árnason, Valgerður Jakobsdóttir, börn og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURDAR HALLDÓRSSONAR fyrrverandi verkstjóra Mávahlíð 17 Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Borgarspítalans deild A-7 fyrir góöa umönnun og hjúkrun. Jóna Sigurðardóttir, Elín Sigurðardóttir, Magnús Bergsteinsson, Halldór Sigurösson, Ingibjörg Marteinsdóttir, Erlendur Sigurðsson, Klara Sigurðardóttir, Oddgeir Sigurðsson, Sigríður Björnsdóttir, Margrót Sigurðardóttír, Þór Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhannes ívar Guð- mundsson — Minning Mánudaginn 3. apríl verður jarðsettur á Flateyri Jóhannes Ivar Guðmundsson. Jóhannes var fæddur í Mosdal, Önundarfirði, 6. apríl 1908 og lést á Flateyri 27. mars s.l., 10 dögum fyrir sjötugsafmæli sitt. Foreldrar Jóhannesar Ivars voru hjónin Jónína Kristjánsdóttir og Guðmundur Jóhannesson sem bjuggu í Mosdal ásamt fjórum börnum þeirra sem upp komust, þeim Ragnheiði, Guðmundi, Þór- unni og Jóhannesi ívari. í Mosdal var þá tvíbýli. Jóhannes ívar var barn að aldri, þegar faðir hans lést. Skömmu síðar flutti ekkjan til Flateyrar og byggði þar hús með sonum sínum þeim Guðmundi og Jóhannesi Ivari. I því húsi bjó hún og sonur hennar Guðmundur til dauðadags og þá stofnaði Jóhannes ívar sitt fyrsta heimili þegar hann kvænt- ist konu sinni, Sigríði Magnúsdótt- ur frá Flateyri. Hjúskapur þeirra Sigríðar og Jóhannesar hafði staðið nærfellt í 50 ár þegar hann lést. Voru það mikil hamingjuár þeim hjónum. Mótaðist líf þeirra af umhyggju heimilis og barna á þann hátt sm best má verða. Syrgja börn þeirra, fimm að tölu, nú ástkæran föður og barna- börnin góðan afa. Börn Sigríðar og Jóhannesar eru Bjarney, gift Guðmundi Haralds- syni, Grindavík; Kári, tæknifræð- ingur og starfsmaður F.A.O. í Lima, kvæntur Öldu Bjarnadóttur; Guðfinna, gift Heiðari Georgssyni, Keflavík; Gíslína, gift Guðfinni Sigurvinssyni, Keflavík, og Kristján, sveitarstjóri á Flateyri, kvæntur Sólveigu Kjartansdóttur. Jóhannes hóf ungur að starfa við það sem til féll í litlu sjávarþorpi, en fljótlega hóf hann akstur eigin vörubifreiða og þjón- aði byggðarlaginu og sveitinni á þann hátt á mörgum sviðum. Var m.a. um að ræða mjólkurflutninga með tilheyrandi þjónustu við bændur og búalið og „boddyflutn- inga“ með fólk á gleðistundu. Öllu skilaði Jóhannes heilu í höfn, enda þekktur af samviskusemi og lip- urð. A veturna stundaði Jóhannes sjómennsku og þá lengstum með Guðmundi Valger Jóhannessyni. Fyrir nær aldarfjórðungi hóf Jóhannes störf í hraðfrystihúsi á Flateyri, og starfaði hann þar samfellt til dánarstundar. Atti Jóhannes ætíð besta trúnað og vinfengi forráðamanna frystihúss- ins á þessum árum. Var honum jafnan fengin gæsla þeirra verk- efna, þar sem mest þurfti sam- viskusemi og áreiðanleika. Var starfið oft erfitt og vinnudagurinn langur hin síðari ár, sjálfsagt lengri en heilsan leyfði. Starfið var Jóhannesi allt og aldrei kvartaði hann né skoraðist undan störfum. í Önundarfirði fæddist hann og á Flateyri átti hann allan sinn starfsaldur. Starfi var lokið á annan dag páska. Ók Jóhannes samstarfs- manni sínum heim og augnabliki síðar var hann látinn við það hús sem þeir bræður byggðu með móður sinni. Samstarfsmenn Jóhannesar ív- ars færa honum alúðarþakkir fyrir samveruna og samstarfið. Ekkj- unni og afkomendum þeirra hjóna eru færðar innilegustu samúðar- kveðjur. J.G.S. Minning: Jórunn Tynes Sigtruggsson Fædd 28. febr. 1913 Dáin 23. marz 1978. Þessar fáu línur eiga að vera kveðja frá ættingjunum í Noregi og mér, sem þetta rita. Það væri ekki í hennar anda eða að hennar skapi að viðhafa neina orðamælgi né mærð — það vitum við öll, sem hana þekktum. Hrein og bein var hún og blátt áfram. Þegar ég við heimkomu mína frá Israel fyrir nokkrum dögum heyrði að Lóa, eins og vinir og vandamenn ætíð hafa kallað hana, væri látin, fannst mér eins og ský hefði dregið fyrir sólu. Þegar fundum okkar fyrst bar saman, var hún 15 en ég 16 ára. Mér fannst, sem ég aldrei hefði séð fallegri né glæsilegri stúlku, þar að auki stafaði frá henni hlýja og gáskafull glettni, sem heillaði þá, er kynntust henni. Hún og maðurinn minn voru bræðrabörn, við urðum því ná- tengdar og þótti alltaf vænt hvorri t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, GEIRS H. ZOÉGA forstjóra Kleifarvegi 8, R. fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 4. apríl kl. 13.30. Anna Zoóga Tómaa og Jóhanna Zoóga og börn. t Móöir okkar og tengdarnóöir BRYNHILDUR AXFJÖRÐ Hafnaratraati 81A Akurayri sem andaöist 25. marz veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju miövikudaginn 5. apríl klukkan 13.30. Guórún Siguróardóttir, Siglúa Axfjóró Snorraaon Stainunn Snorradóttir, Bragi Kriatjánaaon. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför mannsins míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, MAGNÚSAR MAGNUSSONAR Grindavík Helga Áamundadóttir Áata Magnúadóttir Júlíus Siguröaaon. Þórhallur Eínaraaon barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö viö andlát og jaröarför LOFTS LOFTSSONAR bónda á Sandlœk Eiginkona, börn og tengdabörn. um aðra. Hún var ákaflega kær fólkinu sínu í Noregi, og á hverju sumri, þegar ég var þar á ferð, var spurt um Lóu og rifjað upp þetta eða hitt, sem hún hafði sagt eða gert. Hún var öllum vinsæl, sem kynntust henni. Eftir að föðursystkini hennar létust, hafði hún minna samband við ættingjana, nema í gegnum mig. Lóa tók að erfðum glæsileik móður sinnar, Indíönu, sem kölluð var hin fagra og kímnigáfu föðurs síns, en hana áttu þau systkini Ole Tynes, Andreas tengdapabbi, Onkel Lars og tante Johanne í ríkum mæli. Það var því alltaf glatt á hjalla, þar sem þau voru. Svo var og um Lóu, hún var ætíð hrókur alls fagnðar. Það eru því margir, sem eiga um hana góðar og hugljúfar minningar — minningar, sem ylja allt inn að hjartarótum. Lóa var ekki heilsuhraust, oft lá hún sjúk og stundum þungt haldin á sjúkrahúsum, en kjarkurinn, lífsgleðin og skapið héldu henni uppi og léttu henni erfiðið. Hún lærði að lifa með heilsubrestina og bera sig vel, en oft var hún örugglega verr haldin en hún virtist vera. Við sem eftir sitjum verðum að læra að lifa með þá vitund, að Lóa er horfin af sjónarsviðinu. En minningin um góða, fallega og skemmtilega konu lifir og lýsir Framhald á bls. 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.