Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 Skákþingi (slands lauk á annan í páskum og heíur þátttaka aldrci verið jaín mikil sem ber vott um mikla grósku í skáklistinni. Hér í þessum þáttum heíur að undanförnu verið brugðið upp svipmyndum úr landsliðsflokki og verður því haldið áfram í pessum þætti. Verður stiklað á því athyglisverðasta úr síðustu umferðunum, en væntanlega gefst tækifæri til að segja frá keppni í öðrum flokkum á Skákþinginu síðar. Helgi Ólalsson átti mikla möguleika á Því að hreppa íslandsmeistara- titilinn í skák í síðustu umferðinni í landsliðsflokki. Helgi tefldi pá við Margeir Pétursson. Skák peirra tefldist eins og skák Margeirs og Larsens á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti, sem Margeir vann. Helgi reyndi að bæta taflmennsku Larsens en Margeir lumaði á óvæntum leik og vann. Helgi parf pví að heyja einvígi við Hauk Angantýsson um meistaratitilinn. Mikil þátttaka og skemmtileg keppni á Skák- þingi Islands í 8. umferð áttust þeir við Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson og kom upp eftirfar- andi staða eftir 22. leik svarts: Framhaldið varð: 23. RxfG — gxfG. 24. Dg4 - Kh8. 25. Dh4?? (Hér bregzt hvítum bogalistin. Honum stóð til boða vinnings- leikur, sem sé: 25. Dg5! og svörtum eru allar bjargir bann- aðar. Ef t.d. 25. ... e5 26. Bxe5! — fxe5, 27. Dxe5 og svartur er glataður. Ef 25.... De7, 26. Bxf6 - Rxf6, 27. Hxd6 - Dxf6, 28. Dxf6 — Kg8, 29. Hc4 og hvítur á að vinna). 25.... e5, 26. Ba3? (Hér missir hvítur þráðinn því ennþá gat hvítur haldið press- unni áfram með t.d. 26. De4 en hvítur á sér einskis ills von og kemur ekki auga á hinn óvænta leik svarts:) 26. ... Rf4!!, 27. gxf4 (Hvítur á ekki annars úrkosta, þar eð svartur hótaði máti með Dg2) 27. ... Hg8, 28. Dg3 (Hvítur neyðist til að láta af hendi drottninguna því ef 28. Kfl? - Da6, 29. Kel - Hgl mát. Eða 29. Hc4 — Hxdl og svartur vinnur) 28. ... Hxdl, 29. Hxdl - exí4!, 30. Dxg8 - Kxg8, 31. Bc5 - h5, 32. Hd4 - f3. 33. bl - Dc8, 34. Kfl - Da6. 35. Kgl - De6, 36. Gefið Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON í 10. umferð áttust þeir við Ásgeir Þ. Árnason og Þórir Ólafsson og tefldu líflega skák. Ásgeir, (bróðir Jóns L.) náði nú mun slakari árangri heldur en í fyrra en þá hafnaði hann í 3. sæti. í þessari skák sýnir þó Ásgeir hvað í honum býr og tekur hina gamalkunnu kempu í kennslustund svo minnir á hina góðu gömlu daga Morphys. Ilvítt. Ásgeir Þ. Árnason Svart. Þórir Ólafsson Göring-bragð 1. e4 - e5. 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - exd4, 4. c3! (Hið svokallaða Göring-bragð sem ekki minni menn en sjálfur fyrrverandi heimsmeistari Aljekín, beitti oft á tíðum og síðar meir hinn þekkti sovézki stórmeistari Stein, sem tefldi gjarnan á tvaer hættur) 4. ... dxc3, 5. Bc4! (Hvítur fórnar hér öðru peði sem svartur afræður þó að hafna þar eð hvítur fengi geysifallega sóknarstöðu eftir 5. ... cxb2, 6. Bxb2 en sú staða kemur einnig upp í mótteknu norrænu bragði ) 5.... d6, 6. 0-0 - Be7, 7. Db3 - Ra5?, (Til greina kom 7. ... Be6) 8. Bxf7 - Kf8 9. Dxc3 - Kxf7, 10. Dxa5 (Hvítur hefur fengið bæði peðin til baka og hefur tekizt að eyðileggja hrókunarréttinn hjá svörtum og stendur því til muna betur að vígi) 11. Da4 — Rf6, 12. Rc3 - Rd7, (Erfitt er að benda á gott framhald fyrir svartan en 12. ... h6 hefði varla getað reynst verr og þannig reyna að finna kóngnum skjól á h7. Ef þá t.d. 13. e5 - Rg4) 13. Dc4 - Ke8,14. Bf4 - Hf8,15. Bg3 - Rc5, 16. Rd4 - BÍ6,17. b4 - b5 18. Rcxb5 — cxb5, 19. Rxb5 — Be6, 20. Dc2 — Bxal? (Svartur er of gírugur í hin „veraldlegu" gæði. Affarasælla sýnist vera 20. ... Rc7 og fórna í bili skiptamun á a8 og freista þess að koma kóngnum í skjól yfir á g8. Svarta staðan hrynur nú eins og spilaborg) 21. Rxd6 — Ke7. 22. Dxc5 - Hf6, 23. e5 - IIh6, 24. Hxal og svartur féll á tíma saddur lífdaga. Björn Sigurjónsson tefldi allra manna frumlegast í lands- liðsflokki en hafði frekar rýra uppskeru. Fyrstu leikirnir í eftirfarandi tveimur skákum gefa örlitla vísbendingu um þetta: 11. umferð Hvítti Jóhann Hjartarson Svarti Björn Sigurjónsson Frönsk vörn. I. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 — Bb4, 4. e5 — f5!? (Svo til undantekningarlaust er leikið 4. ... c5 til þess að grafa undan peðunum á d4 og e5. Leikur Björns er ekki rökréttur en hefur hins vegar þann stóra kost að vera óvæntur og ekki tekinn upp úr neinum fræðibókum og kom því Jóhanni í opna skjöldu) 5. exf6 - Rxf6, 6. Rf3 - c5, 7. Bb5 - Rc6, 8. 0-0 — 04), 9. Re2 — cxd4,10. Rexd4 — Dc7, II. c3 - Bd6, 12. h3 - e5! 13. Rc2 - e4, 14. Rfd4 - Re5,15. Re3 - DÍ7, 16. Ref5 - Rf3! og svartur vann í 54. leik. Úr 10. umferði Hvítti Björn Sigurjónsson Svarti Jón L. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. b4!? - cxb4 3. d4 - Rf6?, 4. Bd3 - e6, 5. a3 - Rc6, 6. Re2 - d5, 7. e5 - Rd7, 8. (H) — Be7 og keppendur sættust á jafntefli í 38. leik. Björn beitir í 2. leik svokölluðu vængbragði í Sikileyjarvörn sem hefur þann megintilgang að hraða liðsskipaninni í Staðinn fyrir peðsfórnina. Miklu sterk- ara framhald fyrir svartan í 3. leik er d5! Þessi tvö dæmi sýna að hægt er að koma á óvart með nýjum og frumlegum leikjum og bókalærdómur er ekki einhlítur í skáklistinni. I 11. og síðustu umferðinni réðust úrslit um endanlega röð efstu mannanna. Helgi Ólafs- son, sem hafði leitt allt mótið hafði 8 vinninga fyrir síðustu umferð en Haukur Ángantýsson einungis 7,5 vinninga. Síðustu skákir þeirra Hauks og Helga bera vott um mikilvægi þeirra og þá spennu sem þeir báðir eru í. Við sjáum nú báðar þessar skákir með örfáum athugasemd- um. Hvítti Haukur Angantýsson Svarti Jóhann Örn Sigurjóns- son Enski lcikurinn 1. c4 - e6, 2. g3 - d5, 3. Bg2 - Rf6, 4. Rf3 - Be7, 5. 0-0 - 0-0, 6. b3 (Haukur velur hæg- fara leið en trausta. Hvassara framhald er einfaldlega 6. d4) 6. ... Rbd7 (Svartur hefur heldur ekki áhuga á að tefla hvasst, en 6. ... c5 virðist þó liggja í loftinu) 7. Bb2 — c6, 8. d3 - b6, 9. Rbd2 - Bb7, 10. e3 (Taflmennskan hjá hvítum ber öll vott um mikla varfærni og herfræðileg klókindi sem eru í því fólgin að gera sem allra minnst en sjá hverju andstæð- ingurinn leikur. Slíkt getur heppnast móti veikari andstæð- ingi en getur reynst öriagaríkt á móti þeim sterkari) 10. ... Rc5, 11. Re5 - Rfd7, 12. Rdf3 - Bf6,13. b4 - Rxe5,14. Rxe5 - Ra6, 15. Db3? - Dd6 (Nú vinnur svartur peð og hvítur tekur því það ráð að flækja taflið) 16. c5 — bxc5, 17. bxc5 — Rxc5 18. Da3 — Bxe5, 19. Bxe5 — Dxe5, 20. Dxc5 — Ba6, 21. Da3? (Betra virðist 21. d4 og síðan Hfcl með þrýstingi á c-peð svarts) 21. ... Bb5, 22. Hfcl — IIfc8, 23. Bfl - Dc7. 24. Hc5 — Hab8, 25. Dc3 - De7, 26. a4 — Bc4! (Skemmtilegur milli- leikur sem tekur valdið af hróknum á c5. Eflaust hafa keppendur verið hér í tímaþröng ef að vanda lætur en báðir eru þeir Haukur og Jóhann snjallir undir slíkum kringumstæðum. Með síðasta leik sínum fær svartur nú mjög hættulega sóknarstöðu) LandsliAsflokkur. (16.—27. mars) 27. Ha5 - Hb3, 28. Dc2 - Df6! (Hótar 29. ... Hb2 og síðan Dxf2) 29. Ha2 — Hc3 (Hótar að vinna skiptamun með Bxa2. Hvítur tekur nú það ráð að fórna drottningunni fyrir H og B) 30. dxc4?! — Hxc2, 31. Hxc2 — Dd8? (Miklu betri leikur og sennilega vinningsleikur er 31. ... d4!. Ef t.d. 32. Hxa7 — dxe3, 33. fxe3 — De5! Eftir textaleik- inn fær hvítur mótspil sem dugir honum til jafnteflis) 32. Hxa7 — Ha8, 33. Hxa8 — Dxa8, 34. cxd5 — exd5, 35. a5 Jafntefli. Eftirfarandi skák er fyrir marga hluti athyglisverð. I fyrsta lagi var þetta önnur af úrslitaskákum mótsins og jafn- tefli hefði nægt Helga til sigurs í mótinu eins og fyrr segir. En jafnframt því var skákin hin athyglisvarðasta frá skákfræði- legu sjónarmiði vegna þess að Helgi hyggst endurbæta tafl- mennsku Larsens úr síðasta Reykjavíkurmóti eftir ósigur Larsens á móti Margeiri. Fyrstu 16 leikirnir eru nákvæm eftir- líking frá þeirri skák en í sínum 17. leik kemur Margeir með nýjung. Sú endurbót kemur Helga í opna skjöldu og Margeir fær fljótlega yfirburðastöðu. Margeir hefur nýlega gert skýr- ingar við skák sína við Larsen og geta lesendur stuðst við þær skýringar við fyrstu leikina. Hvítti Margeir Pétursson Svarti Helgi Ólafsson Enski leikurinn 1. c4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. g3 - d5, 4. Bg2 - Bc7, 5. 04) - 0-0, 6. d l - Rbd7, 7. Dc2 - c6, 8. Hdl — b5, 9. cxb5 — cxb5, 10. Dc6 - Hb8, 11. Bf4 - Hb6. 12. Dcl - Re8, 13. Rbd2 - Bb7.14. Rb3 - IIc6,15. Dd2 - b4. 16. Hacl - Db6, 17. Re5! (Nýjung Margeirs. í þessari stöðu lék Margeir 17. Rel á móti Larsen og eflaust hefur Helgi viljað endurbæta taflmennsku Larsens frá þeim leik, en það verður Margeir sem kemur fyrr með nýjungina. Mjög athyglis- vert og lærdómsríkt og sýnir hversu gagnrýnir og athugulir þessir ungu og efnilegu skák- menn eru) 17.... Rxe5,18. dxe5 (Áhrifaríkt í þessari stöðu vegna þess hve svarti riddarinn á e8 hefur nú lítið rými.) 18. ... Da6 (Menn svarts eru illa skipulagðir, en þessi leikur bætir ekki úr því) 19. Be3 — Dxa2, 20. Rc5 (Riddarinn er nú kominn á fyrirheitna reitinn c5 til þess að hrekja enn einn af svörti mönnunum upp í borð) 20. ... Bc8, 21. Rd3 - Da4, 22. Hal - Db5, 23. Hxa7 - Hc7, 24. Hdal - Hxa7, 25. Hxa7 - Bd7, 26. Dcl - f6, 27. Rc5 — Bxc5, 28. Dxc5 — fxe5, 29. Bh3 - DcG, 30. DxcG - Bxc6, 31. Bxe6 - Kh8, 32. Bc5 - Hf6, 33. He7 - Rc7, 34. Bc8 - Rb5, 35. Hxe5 - b3, 36. He3 - Rd6, 37. Bxd6 - Hxd6, 38. Hxb3 - g5, 39. Hb6 Gefið. Margeir teflir lokin á þessari skák mjög sannfærandi og gefur Helga aldrei hinn minnsta möguleika á að smjúga úr greipum sínum. Þeir Haukur og Helgi verða nú að heyja 4 skáka einvígi um titilinn og verður það örugglega hin fróðlegasta keppni og erfitt um að spá hvor þar ber sigur úr býtum. Skákþinx fslands 1978 Nafn l. 2. 3. 1. r». 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Vinn. Röð 1. IIoIkí Olafsson T.H ■ í i 1 'h í i 'h 'h 'h 0 i 8 1-2 2. Jóhann ö. SÍKurjónsson T.H. 0 ■ i 'k i 0 'h 0 i 'h 'h i 6 5-7 3. Björn SÍKurjónsson T.K. 0 0 ■ 1 0 0 0 'h 'h 0 0 0 CM n-i2 1. Sigurður Jónsson T.K. 0 'h 0 ■ 'h 1 0 0 0 0 'h 0 2'h 11-12 5. Ásgeir Þór Árnason T.H. ■ I 0 í 'k m 1 0 'h 0 1 0 'h 5 8 6. bórir Olafsson T.R. 0 1 i 0 0 ■ 'h 0 1 0 0 'h 4 10 7. BjörKvin Víglundsson S..M. 0 'h í 1 i 'h u 1 0 0 'h 'h 6 5-7 8. Jón L. Árnason T.R. 1 Vi 1 'h 1 0 ■ 1 ll 'h >/2 ~5551 4 9. Jóhann Hjartarson T.R. '2 0 0 1 1 0 1 0 ■ ‘h 1 1 fi 5-7 10. Haukur An«antýsson T.R. '2 '/2 1 1 0 1 1 1 u 1 •h 8 1-2 11. MarKeir Pítursson T.ll. 1 'h 1 'h 1 1 'h 0 (1 ■ 1 7 i 12. Bragi Halldórsson s.M 0 0 1 1 'h 'h 'h 'h 0 'h 0 ■ 4 'h 9 SkákþinK íslands 1978. Áskorendaflokkur. (16.—27. mars). Nafn 1. 2. 3. 1. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Vinn. Röð 1. Jón I>orvarÓarson T.R. ■ i <h 1 'h 'h 0 1 •h 0 'h '/2 b 4-6 2. Július Friðjónsson T.K. 0 ■ 1 1 0 'h 0 ‘h ‘h 'h 1 i 6 4-6 3. Porsteinn Þorsteinsson T.K. 'h 0 * 0 '/2 'h n 'h 1 k 1 0 4 9-10 4. Gísli SÍKurkarlsson S.K. 0 0 i ■ 'h 0 í 'h fS Vi 0 1 3 'h 11 5. Hannes Ólafsson S.S. 'h 1 'h 'h u 'h í 1 0 0 'h •h 6 4-6 6. SÍKurður Ilerlufsen S.ll. 'h 'h 'h 1 'h ■ 'h 1 'h í 0 1 7 3 7. Biörn Karlsson T.V. 1 I 1 0 0 'h m 'h 0 0 'h 1 5 ‘h 7 8. ArnKrímur Gunnhallsson s.,\. 0 'h 'h 'h 0 0 'h ■ 0 0 'h 'h 3 12 9. ömar Jónsson T.K 'h 'h 0 1 1 'h 1 1 * 0 1 1 7 'h 2 10. Haraldur Haraldsson s.M. 1 'h 1 'h 1 0 1 1 1 ■ 'h 1 8 'h 1 11. Gunnar Finnsson S.Al' 'h 0 0 1 'h 1 'h 'h 0 ‘h m 'h 5 8 12. SÍRurður Ólafsson S.VK. 'h 0 1 1 'h 0 0 'h 0 0 ‘h ■ 4 9-10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.