Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 39 — Minning Jórunn Framhald af bls. 36. upp, þegar ský dregur fyrir sólu. Lóa var einkabarn foreldra sinna, frú Indíönu og Ole Tynes á Siglufirði. Hún ólst upp í foreldra- húsum við mikið ástríki, ekki síst móðurömmu sinnar, Jórunnar. Hún giftist fyrir rúmum 42 árum Jóni Sigtryggssyni, tann- lækni, síðar prófessor við Háskóla íslands. Þau eignuðust 5 börn, 4 syni og 1 dóttur. Barnabörnin eru 5. Það fer ekki hjá því, að við lát hennar verður tómarúm, sem ekki er hægt að fylla. Sárast kemur það niður á fjölskyldu hennar, eigin- manni, börnum og barnabörnum, en þetta er leiðin okkar allra, og einhver verður að fara fyrst. „Milli lífs og hels, Ijóss og myrkurs fálmar allt dauðlegt að dyrum Guðs“, segir séra Matthías. Það eru orð að sönnu, en með Guðs hjálp og góðra manna komumst við öll á leiðarenda. Eftirlifandi ástvinum vottum við dýpstu samúð og biðjum þeim blessunar Drottins. Henni þökkum við samfylgdina og biessum minn- ingu hennar. Farðu í friði — friður Guðs þig blessi. Hrefna Tynes. — Glæpur og refsing Framhald af bls. 21 fannst mér samt ekkert varið í pað“. Eins og áður sagði er Kearney mestur fjöldamorðingi, sem kom- izt hefur upp um í Bandaríkjunum á undan förnum árum. En nokkrir aðrir voru nærri jafnstórhöggir og hann. Fyrir sjö árum, 1971, var verktaki nokkur, Corona að nafni, handtekinn vegna gruns um morð, og játaði hann á sig hvorki fleiri né færri en tuttugu og fimm. Voru pað allt klæðskiptíngar, transvestítar, og hafði Corona framið morðin af kynferðisástæð- um eins og Kearney. Sama máli gegndi um fjöldamorðin, sem framin voru í Texas tveimur árum síðar, 1973; par voru að verki nokkrir kynvillingar og myrtu peir tuttugu og sjö pilta. — REUTER. — Minning Ólafur Framhald af bls. 27 öðrum, vera reglusamur í lífi og starfi, vera sannorður, orðheldinn og orðvar, vera hreinskilinn og einarður, vera traustur og góður vinur vina sinna. Hann var höfðingi í lund og fús að rétta hjálparhönd og gleðja og vel gætti hann þess að láta ekki sinn hlut eftir liggja í einu eða neinu. Hann kappkostaði ávallt að vera fremur veitandi en þiggjandi og farsæld fylgdi honum í lífi og starfi. Ólafur var einn þeirra manna, sem var lærdómsríkt og gott að hafa kynnst. Hann var góð fyrir- mynd. Honum fylgdi traust og öryggi. Við greinum e.t.v. ekki spor hans á lífsleiðinni frá annarra slóð eða greinum handtök hans. En við vitum af þeim og njótum þeirra. Hann var einn hinna traustu þjóðfélagsþegna, sem yfirlætis- laust byggðu upp og juku á framfarahraða 20. aldarinnar. Og eins og hann komst sjálfur úr fátækt til bjargálna átti hann svo sannarlega drjúgan þátt í því að koma þjóðinni í heild úr fátæktar- baslinu til þess velferðarþjóðfé- lags, sem við nú búum við. Honum sé heiður og þökk og blessun fylgi minningu hans. Með innilegum samúðarkveðjum til aðstandenda allra. frettir HonyWood Nýjustu fréttir frá Hollywood herma að Siggi hafi verið þar einn að flækjast. Eftir því sem næst verður komist fór hann út um tólfleyt- ið í fylgd mcð ungri ofboðslega fallegri stúlku. sem við því miður kunnum ekki deili á. Má því búast við að hjónaband Sigga sé í upplausn og nú fari að draga til tíðinda. Muhamed Ali ætlar nú að þræla sér út í kvikmyndaleik á næstunni. Myndin sem á að heita Jean Lafitte Brown. er í fullri lengd og verður tekin upp í Kenya. Það var Við sáum það i' Dagblaðinu um daginn að Bítlarnir hinir einu sönnu ætli nú að koma saman í maí, næstkomandi. í því tilefni. ætlum við að snúa nokkrum gömlum góðum Bítlaplötum í kvöld. greinilegt að fólk skemmti sér vel í Hollywood um síðustu helgi org allir kunnu vel að meta sjónvarpstækin, sem nú hafa verið sett upp. Ekki voru þó allir. sem tóku eftir því, menn geta nú gamnað sér við annað en að glápa á sjónvarp. í dag verður opið kl. 12—2.30 og frá kl. 19.00 í kvöld. HOLLY-ANNA Þriðjudagskvöld Megas verður sérstakur • Lengi getur gott batnað • Nú á 450 kg. burðaröxli • Nú á sverum blöðru-hjólbörðum • Til afgreiðslu strax m Greiðsluskilmálar BENCO, Bolhotti 4, Reykjavík, sími 91-21945 Opiö kl. 8—1 Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Jóhann Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson, Kristján Guðmundsson, Pétur Hjaltested, Pétur Kristjánsson. Ljósamaöur: Gísli Sveinn Loftsson. Þessi frábæra hljómsveit mun skemmta gestum Klúbbsins fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Diskótek ekki aðeins brautryðjendur heldur ávallt í fremstu röð. íslenskir plötusnúðar. Þursaflokkurinn Bgill Ólafsson,, Rúnar Vilbergsson, Þóröur Árnason, Ásgeir Oskarsson, Tómas Tómasson. Gestum Klúbbsins gefst loksins tækifæri til að heyra í Þursaflokknum í kvöld kl. 9 stundvíslega. Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri Tfskusýning — Verdlistinn Sýnd veröur nýjasta vor- og sumartízkan. Athugiö snyrtilegur klæönaöur. Páll V. Daníelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.