Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
3
Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Menntaskólanum við
Hamrahlíð sunnudag kl. 17.
Tónleikar Kammer-
sveitar Reykjavíkur
Kammersveit Reykjavíkur
heldur tónleika í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð sunnudaginn
9. apríl og hefjast þeir kl. 17. Á
efnisskránni verða verk eftir
sænsku tónskáldin Ingvar Lind-
holm, Miklós Maros, Sven-Davíð
Sandström, Eskil Hemberg og
Sven-Erik Báck. Þá verður
einnig frumfluttur strengja-
kvartett eftir John Speight, en
hann hefur stundað tónlistar-
kennslu hérlendis undanfarin
ár.
Einsöngvari á tónleikunum
verður söngkonan Ilona Maros.
Hún lærði í Búdapest og Stokk-
hólmi og hefur sungið í Svíþjóð og
víðar um lönd og inn á nokkrar
plötur. Er hún einkum þekkt fyrir
túlkun sína á samtímatónlist.
Hún hefur áður komið hingað til
lands, er hún söng með Sinfóníu-
hljómsveit íslands á kammertón-
leikum á „Norrænum músíkdög-
um“ 1976.
Stjórnandi tónleikanna vérður
Miklós Maros. Hann nam tón-
smíðar í Búdapest og Stokkhólmi,
m.a. hjá Ingvar Lindholm.
Hann starfar nú í Stokkhólmi
að tónsmíðum, hljómsveitar-
stjórn, leggur stund á raftónlist
og er kennari við tónlistarháskól-
ann í Stokkhólmi. Ingvar Lind-
holm var prófessor í tónsmíðum
við tónlistarháskólann í Stokk-
hólmi og er ásamt Sven-Erik
Báck eitt helzta tónskáld Svía,
segir í frétt frá Kammersveit
Reykjavíkur. Sven-Erik Báck er
skólatjóri og á tónleikunum er
flutt eftir hann verkið Decet.
Sven-David Sandström er eitt af
yngri tónskáldum Svía og svo-er
einnig um Eskil Hemberg sem
starfar nú sem skipuleggjandi og
stjórnandi háskólakórsins í
Stokkhólmi. Hann er nú formaður
sænska tónskáldafélagsins.
Oxulþimgatakmarkanir
á velflestum vegum
10 tonn ennþá leyfð á aðalleið Reykjavik-
Hornafjörður
„VORIÐ er farið að segja heldur
betur til sín í vegunum og við
höfum orðið að setja 7 tonna
öxulþungahámark á vegi víðast
hvar, nema á norðanverðum
Til sólarlanda
í vesturátt
ÞOTA frá Air Bahama kom við á
Keflavíkurflugvelli í gær til þess að
taka 71 íslenzkan hópferöafarþega
til Bahma og Florida, en 40 fóru til
Bahamá og 31 til Florida í fyrstu
hópferð Flugleiða á þessar slóðir.
Er hér um tilraun að ræða, að sögn
Sveins Sæmundssonar maðafull-
trúa, til þess að gefa íslendingum
kost á aö kynnast möguleikum
sólarstranda í vesturátt.
Vestfjörðum og Norðausturlandi.
Þó er hámarksþungi enn 10 tonn
á aðalleiðinni milli Reykjavíkur
og Hornaf jarðar og á vegunum til
Þorlákshafnar, Eyrarbakka og
Stokkseyrar, en annars staðar
eru takmarkanir komnar á,“
sagði Hjörleifur Ólafsson hjá
vegaeftirlitinu í samtali við Mbl.
í gær.
Varðandi færð vegna snjóa sagði
Hjörleifur, að „það, sem á annað
borð er fært á þessum árstíma
vegna snjóa, er fært“. Breiðdals-
heiði og Botnsheiði lokuðust þó
aftur í gær vegna snjókomu, en í
gær var unnið fjórða daginn í röð
að mokstri á Fjarðarheiði og stóðu
vonir til að hún yrði fær í
gærkvöldi.
Færeysku loðnuskipin
fóru fram yfir kvótann
FÆREYSKA blaðið Dimmalætt-
ing skýrir frá því fyrir skömmu,
að heildarafli færeysku loðnubát-
anna á íslandsmiðum hafi numið
36.305 lestum á vertíðinni, en
skipin höfðu heimild til að veiða
35.000 lestir upphaflega, þannig
að Færeyingar fóru 1300 tonn
yfir markið.
Það voru 12 færeysk loðnuskip,
sem stunduðu loðnuveiðar við
ísland í vetur. Fóru skipin alls 60
ferðir á íslandsmið og meðalafli í
veiðiferð hefur því verið 600 lestir.
Af færeysku skipunum fiskaði
Krúnborg mest eða 5.601 lest,
Christian í Grjótinum fékk 4.573
lestir, Jupiter 4.034 en önnur skip
voru undir 3000 lestum.
Samningafund-
ir við flugmenn
SAMNINGAFUNDIR eru í gangi
um þessar mundir hjá Flugleiðum
og flugmönnum. Flugmenn Loft-
leiða og Flugleiðir voru á fundi í
fyrradag og næsti fundur hefur
verið boðaður n.k. mánudag, en
þann dag verður einnig samninga-
fundur hjá Flugleiðum og Félagi
íslenzkra atvinnuflugmanna.
„Sameining starfsaldurs-
lista eina lausnin á óvióun-
andi deilumáli flugmanna”
— segir Björn Guðmundsson form. Félags ísl. atvinnuflugmanna
MORGUNBLAÐIÐ hafði
Guðmundsson flugstjóra,
atvinnuflugmanna, og in
félagsmanna FÍA vegna þei
síðustu daga um kjaramál
Flugleiða.
Björn kvað flugmönnum hafa
orðið það ljóst þegar Loftleiðir
og Flugfélag Islands voru sam-
einuð árið 1973, að það hlyti að
koma til þess að sameiningin
yrði algjör og þar með að
starfsaldurslistar flugmanna
yrðu sameinaðir. „Það varð
ósamkomulag í stéttarfélagi
flugmanna á þessum tíma og er
enn,“ sagði Björn, „og undirrót-
in tengist sameiningu félaganna
vegna þess að ekki var gengið
endanlega frá málum flug-
manna. Þau voru látin liggja á
millli hluta. Ennþá eru það
aðeins flugmenn sem eru starfs-
menn sitt hvors flugfélagsins.
Þetta hlýtur hins vegar að verða
einn pakki hvort sem mönnum
líkar betur eða verr, en eðli-
legast hefði verið að ganga frá
þessum málum strax.
Þróun málsins hefur tekið þá
stefnu að á föstudaginn fyrir s.l.
Pálmasunnudag ákvað stjórn
Flugleiða að hafa forgang um
þessa sameiningu og um það er
ekkert nema gott að segja. Það
þýðir þó ekki endilega, að við
séum sammála öllum hugmynd-
um Flugleiða, en styðjum að
stuðlað verði að því að flugmenn
verði sameinaðir í eina heild og
á einn starfsaldurslista. Flug-
leiðir hafa stungið upp á því að
útlendur sérfræðingur úr röðum
flugmanna verði fenginn til þess
að aðstoða við lausn þessa máls
og þá hugmynd styðjum við af
heilum hug.
Þá er rétt að taka fram að ég
er Flugleiðum 100% sammála
um erfiðleikana á Norður-Atl-
antshafsfluginu, nema hvað ég
lít þá þróun heldur dekkri
augum en Flugleiðamenn og tel
hana mjög varasama. Sú þróun
ætti að brýna menn til þess að
taka heldur betur samari
í gær samband við Björn
formann Félags íslenzkra
nti hann álits á afstöðu
rra umræðna sem orðið hafa
og félagsmál flugmanna og
höndum ef það á að halda þeim
hlut og sessi sem Flugleiðir hafa
haslað sér á þessari flugleið.
Fargjaldaþróunin er einnig
mjög hættuleg og alvarleg fyrir
vesturflug Flugleiða, en hins
vegar er ég ákaflega bjartsýnn
á flugið milli íslands og annarra
Evrópulanda, sérstaklega hóp-
farþegaflugið. Það er þó alls
ekki skoðun mín að þetta sé allt
að fara til fjandans, en hitt er
ljóst að við verðum að halda vel
á spöðunum til þess að tapa ekki
stöðunni í þessu flugi með
harðnandi samkeppni.
Varðandi þá deilu sem komin
er upp á yfirborðið síðustu daga
finnst okkur tilefnislaust að
draga okkur inn í hana, því við
eigum engan hiut að máli.
Hitt er svo, að þegar dregur
til kjarasamninga er það viðtek-
in venja hjá forstjórum Flug-
leiða að setja á sig geislabaug og
tíunda hvað við höfum í laun.
Við viljum hins vegar vekja
athygli á því í sambandi við
upplýsingar Flugleiða um
sundrungu innan flugmanna-
stéttarinnar, að vandamálið er
ekki aðeins sundrung flug-
manna, heldur einnig annars
starfsfólks, því það er ekki
eðlilegur félagsgrundvöllur inn-
an starfsliðs Flugleiða og einnig
eru mjög skiptar skoðanir í
grundvallaratriðum hjá sjálfum
stjórnendum Flugleiða.
Varðandi ýmis atriði sem
nefnd hafa verið í okkar kröfum
er rétt að undirstrika að kröfur
um meira orlof byggjast á því að
við fáum sama sumarorlof og
aðrir landsmenn. Það verður
einnig að hafa í huga að starf
flugstjóra og flugmanna krefst
mikillar árvekni í starfi og
mikillar snerpu. Því viljum við
styttingu á vinnutíma að við
teljum vinnudaginn of langan.
Við viljum einnig í framhaldi
af því að forstjórar Flugleiða
hafa birt launasamning okkar,
spyrja hvað þessir herrar hafa
í laun, forstjórarnir og fram-
kvæmdastjórarnir til dæmis.
Geta þeir ekki tjáð þjóðinni það
án þess að draga undan og
fróðlegt væri að sjá súlurit á
samanburði launa þeirra og
Dagsbrunarmanna.
Björn kvað forráðamönnum
Flugleiða verða tíðrætt um
slæmt samstarf milli flugmanna
Loftleiða og flugmanna Flug-
félags íslands en undirrótina
væri m.a. að rekja til þess, að
Loftleiðaflugmenn hefðu magn-
að draug og sumir forystumenn
Loftleiða hefðu kynt yndir í
þeim efnum.
Björn sagði að flugmenn FIA
vildu undirstrika að uppsagnir
og ráðningar flugmanna Loft-
leiða og Flugfélags íslands væru
í höndum vinnuveitandans og
því væri ómögulegt að beina
þeim orðrómi að flugmönnum
FÍA, að þeir hefðu eitthvað að
segja í þeim efnum.
Björn kvað það hafa komið
fram hjá flugmönnum Loftleiða
að þeir væru andsnúnir því að
færa til menn í starfi eins og
verið væri að gera með flug-
menn á Fokkerum yfir á DC-8.
„Þetta er mjög furðuleg af-
staða,“ sagði Björn, „og við
sjáum ekki á hvaða grundvelli
þeir geta verið andsnúnir þessu
fyrirkomulagi að fá til liðs í
fluginu flugmenn sem hafa
hlotið hörðustu þjálfun í flugi
sem unnt er að fá, íslenzkt veður
og íslenzkar aðstæður.
Þá er rétt að geta þess að
umræddum 10 flugmönnum
Loftleiða var sagt upp á sínum
tíma árið 1973 vegna þess að
fækkað varí vélakosti Loftleiða
um eina vél og samdráttur varð
í vesturfluginu og hins ber
einnig að geta að allir þessir 10
flugmenn eru nú aftur í starfi
hjá Loftleiðum.
Framhald á bls. 28
Fáskrúðsfjörður:
Frystihúsin hafa ekki
undan að vinna allan afi-
ann sem kemur á land
Fáskrúðsfirði, 6. apríl.
Mikill afli hefur borizt á iand á
Fáskrúðsfirði undanfarið. í gær
og í dag landaði Ljósafell SU 150
lestum og var meginhluti aflans
þorskur. Á mánudag og þriðju-
dag var landað úr Hoffelli SU 75
lestum og var aflanum úr togar-
unum landað hjá Hraðfrystihúsi
Fáskrúðsf jarðar. Fjórtán tonnum
af þessum afla var ekið til
Breiðdalsvíkur og einum bflfarmi
var ekið til Borgaríjarðar eystri,
en þangað er um 160 km leið.
Frá áramótum hefur Ljósafell
landað 749 lestum og Hoffell 716.
Þrír netabátar eru nú gerðir út frá
Fáskrúðsfirði og leggja upp hjá
Pólarsíld. Þorri landaði í dag 38
lestum. í gær var Sólborg hér inni
með 44 lestir. Guðmundur Krist-
inn, sem áður var á loðnu, er nú
kominn á net og hefur landað einu
sinni. Frá upphafi vertíðar hefur
Þorri fengið 305 lestir og Sólborg
295 lestir.
Þrír 12 lesta bátar hafa róið með
línu undanfarið og fiskað mikið af
steinbít í fjarðarmynninu. Hafa
þeir komið með inn allt að 2,5 tonn
úr róðri, en aðeins er róið með
10—12 bjóð. Einn bátanna leggur
upp hjá Pólarsíld, en hinir tveir
hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarð-
ar. Róðrar þeirra hafa nú verið
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur, að tillögu Hafrannsókna-
stofnunarinnar. gefið út reglu-
gerð um lágmarksmöskvastærð
loðnunóta og skal möskvastærðin
vera minnst 64 mm, og að því er
segir í fréttatilkynningu frá
ráðuneytinu, svari það tii 64
umferða á alin eins og yfirleitt sé
miðað við.
Reglugerð þessi er sett til þess
að hindra að þróun hér á landi
verði sú sama og í Noregi, en þar
er nú algeng möskvastærð á
sumarveiðum 15—16 mm. Slíkur
riðill er það smár, að jafnan
veiðist mikið af smáloðnu á 2. ári.
Sú lágmarksmöskvastærð, sem
hér er ákveðin, er í samræmi við
stöðvaðir, sökum þess að frysti-
húsið hefur ekki annað að vinna
allan þann fisk sem hingað berst
nú á land.
þær möskvastærðir, sem eru
notaðar hér, segir í tilkynningu
ráðuneytisins. I tillögum Haf-
rannsóknastofnunarinnar segir að
þessi möskvastærð leiði til þess að
langmestur hluti þeirrar loðnu,
sem er 12 mm að lengd eða minni,
smjúgi riðilinn og veiðist ekki.
Prófkjörið
í Garðabæ
í KYNNINGU á frambjóðendum
við prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Garðabæ í blaðinu í gær misritað-
ist aldur Margrétar G. Thorlacius.
Hún er 37 ára.
Reglugerð sett um lág-
mark möskvastærð