Morgunblaðið - 08.04.1978, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
Úr skógræktarstöðinni í Skorradai.
ræktarinnar í Skorradal verið í stuttu
máli."
„Hvenær tókst þú við skógar-
varðarstöðunni í Skorradal og í
hverju er starf þitt fólgið?"
„Ég byrjaði að starfa í Skorradal
árið 1959. Áður hafði Daníel
Kristjánsson á Hreðavatni stjórnað
þar framkvæmdum. Skógarvarða-
starfið er nokkuð fjölþætt. Þar má
nefna stjórnun á skógræktarfram-
kvæmdum og daglegum rekstri,
áætlanagerðir og reikningsskil,
launagreiðslur og afurðasölu.
Skógræktarstörfin eru fjölbreytt.
Fyrst má nefna þegar landið er tekiö
til skógræktar. Þá þarf fyrst að girða
það. Giröingar þurfa svo alltaf
töluvert viðhald á hverju vori.
Ef gróðursetja á í kjarrlendi þarf
fyrst að grisja fyrir gróðursetningu.
Grisjun er þannig hagaö að stæðileg-
ustu trén eru látin standa en
kræklurnar felldar. Þetta þarf helzt
að gera 1—2 árum áður en gróður-
sett er í svæðið. Þessi fyrsta grisjun
er unnin í tímavinnu eða ákvæðis-
vinnu. Næst er að gróðursetja
barrplöntur í landiö. í framhaldi af
þessu mætti geta þess að okkur
skógræktarmönnum er stundum
legið á hálsi fyrir þessa aðferð við
grisjun og plöntun í kjarrlendi.
Getum við litið á skógrækt
sem arðbœra atvinnugrein ?
Viðhorf manna til ræktunar og
verndar hvers kyns náttúruauðlinda
á landí sem í sjó hefur mjög breytzt
til batnaðar með peirri kynslóð sem
nú lifir. Þessi mál eru ofarlega á
baugi hvarvetna um heim og
mönnum er Ijóst að í pessum
málum verða allir aö halda vöku
sinni. En mönnum er líka Ijóst að
jafnvægi og skynsamlegar ráö-
stafanir sem á rökum eru reistar
verða að ríkja. Ekki má hlúa svo að
einum pætti ræktunar til dæmis að
gengið sé á annan.
Áhugi fyrir skógrækt fer almennt
vaxandi hér á landi hin síöustu ár
og er enda ekki nema eðlileg
afleiðing ötuls brautryðjendastarfs
fremstu manna okkar á pví sviði.
Þeir tala ekki lengur fyrir daufum
eyrum. En pað er um skógrækt að
segja að árangur af slíku starfi
gefur ekki af sér í aöra hönd fyrr en
aö nokkrum tíma liðnum og á
tímum hraðans getur farið svo að
menn skorti polinmæði.
Mönnum hér á landi er ekki tamt
að hugsa sér skógrækt sem at-
vinnugrein, enda varla fyrr en á
síöustu árum að hægt er að tala um
hana sem slíka. Nytjar ræktaðs
lands hafa fram til pessa nær
eingöngu miðast viö hinn hefð-
bundna búskap fjár- og nautpen-
ings, enda má segja að landslög
varðandi ræktun og nytjar míðist
nær eingöngu við hann.
En nú eru tilraunir við skógrækt
svo langt komnar að mál er að
islendingar fari að gera sér Ijósan
pennan möguleika.
Ágúst Árnasori, skógarvörður,
annast framkvæmdir á vegum Skóg-
ræktar ríkisins í Skorradal og undir
hans handleiðslu hefur farið þar fram
mikið og merkilegt starf í sögu
skógræktar í þessum landshluta.
Vissulega eru allir landsmenn
sammála um að skógur prýðir landið,
ver það uppblæstri og veitir skjól
mönnum og málleysingjum. En hvað
um skógrækt sem arðbæra atvinnu-
grein? Við báðum Ágúst að svara
þeirri spurningu.
„Vissulega er svo komið að líta
megi á skógrækt sem arðbæra
atvinnugrein, enda sést þaö æ betur
með hverju ári af starfseminni í
Skorradal. Því til sönnunar er bezt að
nefna nokkrar tölur varðandi jóla-
tréssölu hjá okkur. Áriö 1967 voru
höggvin og seld 88 jólatré úr
Skorradal. Þeim hefur síðan farið
árlega fjölgandi og árið 1977 voru
þau 3414 og heildsöluverð af þeim
8,7 milljónir brúttó. Heimatekjur að
meðtöldum seldum hnausplöntum
urðu þannig 11,1 milljón brúttó árið
1977. Elztu jólatrén sem tekin voru til
sölu voru gróðursett 1952 en þau
yngstu 1964. Hæð þeirra er þá frá
einum metra en heildsöluverð pr. stk.
1840.00 krónur, og upp í 5—6 metra
eða svokölluð útijólatré sem kosta í
heildsölu 32 þúsund krónur. Eftir
tegundum skiptust þessi tré þannig
árið 1977: Rauðgreni 2677 stk.,
stafafura 634 stk., sitkagreni 53 stk.
og hvítgreni 50.
Þessar tölur hljóta aö tala sínu
rnáli."
„Viltu segja okkur í stuttu máli
hvernig þróun skógræktarstarfsins
hefur verið í Skorradal?"
„Starfsemin hófst á Stálpastöðum
árið 1952. Síðan hafa verið gróður-
settar þar árlega frá 20 þúsund til
100 þúsund plöntur. Það er svolítið
mismunandi. Fer eftir því hvað mikið
er til af plöntum og hve mikið fé er
handbært. Undanfarin tvö ár hefur
stór hluti af framkvæmdafénu farið í
að byggja íveruhús fyrir vinnuflokk-
inn.
Árið 1958 var jörðin Hvammur
tekin á leigu til skógræktar og þar
hefur veriö aöalbækistöð starfs-
manna skógræktarinnar. Bakkakot
var tekið á leigu 1969 og árið 1959
keypti Skógrækt ríkisins skóglendið
Selsskóga úr landi Indriöastaöa. Áriö
1967 var Skógrækt ríkisins heimilað
aö taka hluta jarðarinnar
Stóru-Drageyrar til skógræktar og
loks keypti Skógrækt ríkisins jarðirn-
ar Sarp og hálfa jörðina Efstabæ árið
1970. Þannig hefur landnám skóg-
En raunin er sú að enda þótt þessi
birkisskógur sé bæði girtur og
grisjaður þá er vöxturinn svo hægur
og vaxtarformið þannig að slíkur
skógur gerir aldrei annað en veita
skjól. Hann er því verðlaus þar sem
fjalla á um skógrækt sem atvinnu-
grein. Þess vegna veljum við barr-
plöntur sem bæði eru hraðvaxta,
bæta landiö og skapa verðmæti. Þá
er þess einnig að geta þar sem
gróðursett er í kjarr, að barrplöntur
vaxa hægt fyrstu árin — Stubbaskot
vaxa hins vegar hratt og því hætta á
að þau vaxi barrplöntunum yfir höfuð
ef ekki er grisjað frá þeim. Þess
vegna þarf að fara aftur yfir reitinn
og grisja nú á 3—4 ára fresti frá
barrplöntunum. Sérstaklega er þetta
aðkallandi þar sem verið er að koma
upp jólatjám því stubbskotin vilja
lemja hliðarnar á þessum ungu
barrplöntum og greinahvirfingin
verður því óreglulegri.
Eftir 12—14 ár hafa svo þessar
plöntur náð hæfilegri jólatrésstærð
og þá er grisjaö meö tllliti til sölu. í
þessu sambandi má geta þess aö viö
erum stundum gagnrýndir fyrir það
að höggva svona ung tré. Því leyfið
þið þeim ekki að vaxa, er sagt. En
því er til að svara að hafi gróöursetn-
ing tekist vel þá hafa trén of lítið
vaxtarpláss er þau stækka og þess
vegna er brýn þörf á grisjun. Þar sem
hagkvæmt er að koma því við að
grisja út jólatré má gróðursetja um
Spjall
við
Ágúst
Árnason
skógarvörð
i
Skorradal
Ágúst Árnason við
grenitré, sem dafnað
hefur vel.
10.000 plöntur í ha. lands en við 40
ára aldur má reikna með innan við
1000 tré á ha.“
„Og nú spyr sá sem ekki veit: Því
er þá ekki gróðursett nógu gisið í
upphafi?"
„Þá kæmu til önnur vandamál, sem
taka verður tillit til," segir Ágúst.
„Trén þurfa bæði hæfilegt vaxtarrými
og skjól hvert af öðru í uppvextinum.
Ef gróðursett er mjög gisið með
viðarframleiðslu í huga þá verða
krónur tjánna of stórar og trén
grófgreinótt alveg niður að jörð.
Bolurinn veröur mjög breiður alveg
neðst en mjókkar ört upp. Þannig
vaxnir bolir eru verðlitlir. Ef gróður-
sett er gisið koma seinna tekjur af
skóginum. Hæfilega og rétt grisjaður
skógur er verðmætari en ógrisjaður.
í Skorradal erum við með reiti sem
ætlaöir eru einungis fyrir jólatrés-
rækt. Þar er gróðursett tiltölulega
þétt og úr þeim reitum notum við allt
til jólatréssölu sem er nógu fallegt.
Það er höggvið þegar það er
markaðshæft og við bætum í eyðurn-
ar jafnóðum.
Hins vegar eru svo aðrir reitir sem
Landgrunnslaganna frá 1948
minnzt á haf réttarrádstef nu
IIANS G. Andersen, for-
maður íslenzku sendi-
nefndarinnar á 7. fundi
hafréttarráðstefnunnar
í Genf, kvaddi sér hljóðs
í fyrrakvöld í upphafi
allsherjarfundar ráð-
stefnunnar og minntist
þess að 30 ár eru liðin
frá setningu íslenzkra
laga um vísindalega
verndun fiskimiða
landgrunnsins.
í frétt frá utanríkisráðuneyt-
inu segir, að Hans G. Andersen
hafi m.a. sagt:
„í dag eru þrjátíu ára afmæli
hinna íslensku laga um vísinda-
lega verndun fiskimiða land-
grunnsins sem sett voru hinn 5.
apríl 1948. Ég tel viðeigandi að
minnast þessa atburðar í
annálum hafréttarráðstefn-
unnar.
Lögin frá 1948 voru mjög
merk lagasetning og raunar
boðberi nýrra tíma á sínu sviði.
í fyrsta lagi greindu þau
milli landhelgi sem slíkrar og
lögsögu yfir lífrænum auðæftim
sjávar einnig utan landshelgi.
í öðru lagi var landhelgin
sem slíkt ekki færð út en
lögsaga yfir lífrænum auðæfum
utan landhelgi var færð út á
hafinu ofan landgrunnsins.
í þriðja lagi var lögö áhersla
á vísindalega verndun lífrænna
auðæfa sjávar bæði með lands-
lögum og alþjóðlegum ráðstöf-
unum.
HANS G. ANDERSEN
í fjórða lagi gerðu lögin ráð
fyrir að þau yrðu framkvæmd
í samræmi við þróun þjóðarétt-
ar. Með hliðsjón af því lagði
fulltrúi Islands í laganefnd
allsherjarnefndar Sameinuðu
þjóðanna árið 1949 til að hinni
nýstofnuðu þjóðréttarnefnd
Sameinuðu þjóðanna yrði falið
að rannsaka reglur hafréttar-
ins í heild. Sú rannsókn leiddi
síðan til hafréttarráðstefnanna
1958, 1960 og þeirrar sem nú
situr.
Það var á grundvelli land-
grunnslaganna frá 1948 sem
fiskveiðimörk íslands voru
færð út fyrst í fjórar mílur,
síðan tólf mílur, fimmtíu mílur
og loks í tvö hundruð mílur.
Vissulega voru lögin frá 1948
undanfari efnahagslögsöguhug-
taksins, sem nú hefur hlotið
alþjóðlega viðurkenningu."