Morgunblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
Stefán Pétursson útgerðarmaður:
Erlendir gestir;
7.667 fyrstu
3 mánuðina
ÞRJÚ þúsund tvö hundruð níutíu
<>K þrír útlendingar komu til
landsins i marzmánuði. en í marz
í fyrra heimsóttu okkur 2.958
útiendingar.
Flestir erlendu gestanna voru
Bandaríkjamenn; 1267. V-Þjóð-
verjar voru næstflestir 447, Svíar
393, Danir voru 295, Bretar 226,
Norðmenn 207, Irar 96 og Finnar
50, en alls heimsóttu okkur menn
frá 44 þjóðlöndum.
Frá áramótum til marzloka
komu 7.667 útlendingar hingað til
lands, en fyrstu þrjá mánuði
síðasta árs voru erlendu gestirnir
7.511 talsins.
Benedikt
Jónasson
hraðskák-
meLstari ísL
HRAÐSKÁKMÓT íslands
var haldið í fyrrakvöld í
Reykjavík. Keppendur voru
54 og voru tefldar 9 umferðir
eftir Monradkerfi og tefldi
hver skákmaður 18 skákir.
Urslit urðu þessi:
1. Benedikt Jónasson, 14 V2
v.
2. Kristján Guðmundsson
13 v.
3. Ómar Jónsson 12 V2 v.
Þegar farið var að stunda
loðnuveiðar norður í hafi í svart-
asta skammdeginu, áttum við
nánast engin skip til þeirra veiða.
Verksmiðjurnar voru illa undir-
búnar vegna margra ára erfið-
leika, en voru þó betur í stakk
búnar að taka á móti loðnu til
bræðslu, heldur en sá skipafloti,
sem til var til loðnuveiða N.A. af
Horni. Þarna er sennilega storma-
samara en annars staðar kringum
landið og meiri hætta af hafís og
einnig ein mesta ísingarhætta,
sem þekkist. Jafnhliða þessu er
geysilegt álag á sjómennina, sem
þessar veiðar stunda. Þess vegna
verða sjómenn að hafa góð laun,
en það hafa þeir ekki, nema á
stórum og vel útbúnum skipum.
Síðastliðin 2 ár hefur loðnuflotinn
mikið verið endurbyggður og hefur
það kostað mikið fé, en eins og ég
hef áður bent á, er þetta alger
nauðsyn og vona ég, að þetta
fjármagn eigi eftir að skila sér
aftur.
Eins og oft vill verða eru skiptar
skoðanir um hvernig skipta beri
andvirði verðmæti loðnuafurða
milli verksmiðja og skipa, og fyrri
hluta vertíðar, eða til 15. febrúar,
var mikil óánægja meðal sjó-
manna og útgerðarmanna með
verðlagningu á loðnu. Af þeim
hluta, sern' skipin fá fer nálægt
helmingur til sjómanna. En um
eitt ættu allir aðilar að geta orðið
sammála, það er að fá sem mest
til skiptanna.
I vetur hefur mikið verið rætt
um leiguna á Norglobal og honum
fundið margt til foráttu. Sérstak-
lega hafa verksmiðjueigendur ver-
ið leigunni andvígir. Mörg verka-
lýðsfélög og jafnvel bæjarstjórnir
hafa sent mótmæli, en þessir
aðilar hugsa ekki út í það, hvað
sjómönnum og útgerð er skipið
mikils virði. Þetta skip liggur sem
næst loðnumiðunum hverju sinni
og það er greitt fullt verð fyrir það
hráefni, sem það tekur á móti.
Margir hafa áhyggjur af lélegri
nýtingú. Það er þeirra mál, sem
skipið leigja. Margir tala um að
leysa vandann með flutningaskipi,
en þeir hinir sömu tala aldrei um
hver á að greiða þann flutnings-
kostnað. Flutningur á loðnu í
flutningaskipum hefði ég haldið að
væri það síðasta, sem ætti að gera
vegna kostnaðar og rýrnunar á
hráefni.
Það eru sjálfsagt til mörg
flutningaskip innlend, sem fengust
til loðnuflutninga, en allir sem um
þessi mál ræða og rita, ættu að
vita hver kostnaður er því sam-
fara, því ekkert flutningaskip
hefur þann útbúnað í lest, sem til
þarf til loðnuflutninga. Ef útbúa
ætti skip til loðnuflutninga í
líkingu við það, sem nauðsynlegt
er talið við veiðiskipin, mundi það
kosta, samkvæmt mati stjórnskip-
aðrar nefndar, eitt hundrað millj-
ónir króna og ef um leiguskip er
að ræða, er þessu tjaldað aðeins til
einnar nætur, því þetta yrði að
rífa úr skipunum að loðnuvertíð
lokinni. Ef flutningaskip yrði
notað, þá yrði það að liggja í
landvari. Þá yrði fyrst að dæla
loðnunni úr veiðiskipinu í flutn-
ingaskip. Það gæti tekið nokkurn
tíma að fá nægilegt magn í
flutningaskipið, sem síðan yrði að
sigla með farminn í einn til tvo
sólarhringa. Þá þarf í þriðja skipti
að dæla loðnunni í land og geta
menn þá ímyndað sér hvað rýrnun
er orðin mikil. Ef nota ætti þessi
flutningaskip, þá yrðu þau að hafa
aðstöðu um borð til að vigta
loðnuna úr veiðiskipunum', því
ekkert veiðiskip tæki á sig rýrnun-
ina. Talað hefur verið um flutn-
inga með tankskipi og er það
sennilega betra, en við eigum
ekkert tankskip og yrði að leigja
það erlendis frá. Það myndi þurfa
að greiðast í erlendum gjaldeyri,
ekki síður en leigan á Norglóbal.
Það sem af er þessari loðnuvertíð
hefur ekki verið þörf á nokkru
flutningaskipi.
Ég hef heyrt á þingmönnum í
Norðurlandskjördæmi eystra, að
loðnu hefði átt að flytja norður í
Krossanesverksmiðjuna og þing-
mönnum úr Suðvesturlandskjör-
dæmi og Reykjavík að loðnu hefði
átt að flytja til Suðvesturlandsins
og Reykjavíkur. Ef þessir menn
telja þörf á þessum flutningum í
atvinnubótaskyni, þá fæ ég ekki
séð, að loðnusjómenn og útvegs-
menn eigi að bera kostnað af
þessum flutningum.
Nú hefur heyrzt, að búið sé að
samþykkja að byggja loðnuverk-
smiðjy á Skagaströnd, og færð
fram sem rök, að fyrir 30 árum var
þarna byggð síldarverksmiðja eða
um það bil, sem síldin var að
hverfa. Var hún lítið notuð og að
sögn búið að selja flest nýtilegt úr
henni, en eftir mun vera eldþurrk-
ari. Það er sú gerð af þurrkurum,
sem ekki eru settir í nýjar
verksmiðjur, heldur er farið að
nota gufuþurrkara, sem að sögn
gefa mun betri mjölnýtingu.
Þarna er gamall gufuketill, sem ég
hef heyrt kunnáttumenn telja
ónothæfa. Öll löndunartæki eru
ónýt, ásamt löndunarbryggju.
Þarna var stórt mjölhús, sem búið
er að taka til annarra afnota. Eftir
er verksmiðjuhúsið, sem ekki er
leggjandi mikið upp úr. Þarna eru
engin hafnarskilyrði fyrir stór og
hlaðin loðnuskip og allir skipstjór-
ar leggja upp úr því að komast í
góðar hafnir. Höfnin yrði að mestu
greidd úr ríkissjóði og þar er víst
af nógu að taka. Menn tala um að
Skagaströnd liggi vel við loðnu-
miðunum. Þetta er að mínu mati
fjarstæða. Það er rétt, að seinni
hluta sumars og á haustin er
kannski eitthvað styttra til Skaga-
strandar en Siglufjarðar, en það er
ekkert sem réttlætir að þar sé
byggð loðnuverksmiðja. Eins og
flestum er kunnugt fer loðnan að
ganga austur um áramót og
fjarlægist þá Skagaströnd, og það
sem af er þessari loðnuvertíð,
hefði lítil sem engin loðna verið
komin til Skagastrandar á þessari
vertíð.
Byggi síldarverksmiðjurnar á
Skagaströnd, þarf að byggja allt
upp að nýju í sambandi við
móttöku á loðnu, ef af þessari
vitleysu verður, verksmiðjustjóra,
verkstjóralið, skrifstofustórhýsi
með harðviðarinnréttingum með
tilheyrandi vélakosti. Svo er ég að
lesa í blöðunum núna, að næg
atvinna sé á Skagaströnd, þrátt
fyrir bilun á togaranum, og þar af
leiðandi ekkert vinnuafl að fá,
nema taka fólkið úr annarri
atvinnu, sem menn eru búnir að
byggja upp á staðnum, en eins og
reynslan hefur sýnt, er þessi
verkamannavinna mikið betur
greidd en önnur vinna, en jafn-
framt ótryggasta atvinna, sem
hægt er að byggja á. Það sýnig
Stefán Pétursson
o g
bygging síldarverksmiðjunnar á
Skagaströnd á sínum tíma, og á
Þórshöfn og mörgum fleiri stöð-
um. Ég álít, að viðskiptamenn
síldarverksm. eigi nokkurn rétt á
því, að rekstrarhagfr. verksmiðj-
unnar sýni fram á hvað verksmiðj-
an á Skagaströnd yrði mikið
dýrari í rekstri en annars staðar.
Þá er ekki reiknað með hvað þeir
reikna brotajárnið á staðnum.
Eins hvað kostar að reka þessa
verksmiðju miðað við að reka
sams konar verksmiðju á stað, sem
ríkisyerksmiðja er fyrir.
Eins og menn ættu að .vita, fer
verðlaghing loðnunnar fram á
þann hátt, að verksmiðjurnar
leggja fram sína reikninga og út-
frá því er verðið reiknað, eftir því
hvað verksmiðjurnar eru vel rekn-
ar og hvað góð nýting næst á mjöli
og lýsi. Ríkisverksmiðjurnar eru
stærstu loðnukaupendur og voru
stærstu síldarkaupendur á sínum
tíma. Þangað hafa því augu allra
sjómanna og útgerðarmanna
mænt í sambandi við verðlagningu
á síld og loðnu og virðist því miður
nokkur misbrestur á nýtingu hjá
þeim á undanförnum árum. í
skýrslu Loðnunefndar frá þessum
tíma er mjölnýting á Siglufirði
15.4% eða aðeins betri en hjá
Norglobal. Hins vegar hjá ríkis-
vérksmiðjunni á Reyðarfirði varð
mjölnýting á sama tíma 17.3% og
ég er ekki í neinum vafa um að
þessi lélega mjölnýting á Siglu-
firði hefur dregið hráefnisverðið
mikið niður á þessari vertíð. Ef
Loðnuveiðar
loðnuvinnsla
Sigurgeir
Sigurðsson
bæjarstjóri,
Seltjarnarnesi:
—
99
Silfurskeiðarnar tvær
99
ísland er lítið samfélag, sem
til skamms tíma hafði aöeins
eitt vandamál — en það vanda-
mál var stórt — það þurfti að
sjá ört fjölgandi landsmönnum
fyrir mat.
Þannig má segja að ástandið
hafi verið þegar sú kynslóð, sem
ég tilheyri, ,man fyrst eftir sér
um 1940.
Enginn má taka þennan for-
mála minn svo að ég óski slíkra
tíma á ný en eftir á að hyggja
held ég að flestir væru fúsir til
að viðurkenna að betur hefði
farið ef þróunin hefði verið
örlítið hægari til þessa dags.
Ein eða tvær
silfurskeiðar
I skeinmtilegu og opinskáu
viðtali nýlega sagðist viðmæl-
anda blaðs svo frá að hann hefði
fæðst með „tvær silfurskeiðar í
munni“ og má það tíðindum
sæta að menn viðurkenni svo
opinskátt að þeir hafi tekið við
blómlegu búi.
íslensk flugliðastétt fæddist
svo sannarlega ekki með tvær
„silfurskeiðar í munni“.
Hún hóf feril sinn við hinar
frumstæðustu aðstæður einmitt
á þeim tíma sem til var vitnað
og mátti oft ekki miklu muna að
atvinnugreinin liði undir lok.
Með dugnaði og hörku urðu til
tvö sterk fyrirtæki að íslensku
mati, Loftleiðir og Flugfélag
Islands, sem við getum í dag líkt
við „silfurskeiðarnar tvær“.
Hverjir hagnast?
Hagnast hluthafar Flugleiða
svo mjög að eftirsóknarvert sé
að eignast hlut í Félaginu? Það
held ég ekki og met það af
reynslu smáhluthafa. Hverjir
sitja þá uppi með „silfurskeið-
arnar í munni“?
Því er auðsvarað — það er
fólkið sem nú kastar á milli sín
þessu samvaxna „óskabarní",
sem hlýtur að deyja drottni
(starfsfólki) sínu innan skamms
með sama áframhaldi.
Framhaldið
Frá sjónarhóli hins almenna
hluthafa virðist ekki margra
kosta völ um framtíð félagsins.
Endurteknar stöðvanir hljóta að
leiða félagið til falls (sbr. 40—50
m. kr. tap 4.-5. apríl), spurn-
ingin er bara hvenær.
Gefist félagið upp í barátt-
unni er um að ræða ríkisrekstur
á samgöngum til landsins eða
jafnvel líklegra að erlend félög
legðu undir sig flug að og frá
landinu og væri þá þessi grein
íslenskrar atvinnusögu verulega
skert.
Að lokum
Það er vonandi að skynsemin
ráði ferðinni í framtíðinni hvað
varðar rekstraröryggi sam-
gangna til og frá landinu svo og
þá markaði er unnir hafa verið
með mikilli vinnu og tilkostnaði.
Tekjur starfsfólks við flug-
rekstur hljóta að vera mjög
góðar, þar sem tugir sækja um
hvert laust starf.
Það væri öllum hlutaðeigandi
hollt að minnast hins gamla
spakmælis „að enginn veit hvað
átt hefur, fyrr en misst hefur“.