Morgunblaðið - 08.04.1978, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
Gamli bærinn að Kolsstöðum,
scm þar var áður en Sigurður
byggði nýtt hús á jörðinni.
í dag, 8. apríl, á níræðisafmæli
Sigurður Guðmundsson, fyrrum
bóndi á Kolsstöðum í Hvítársíðu.
A þessum heiðursdegi hans þykir
mér vel við eiga að fyrir almenn-
ingssjónir komi dálítill kafli úr
þeim skrifum sem hann hefur sett
saman á níræðisaldrinum. Allt of
fáir hafa lesið þessar greinar
Sigurðar, sem flestar hafa birst í
því ágæta Kaupfélagsriti í Borgar-
nesi, .sem Björn Jakobsson frá
Varmalæk ritstýrði lengi með
ágætum. Margir mættu öfunda
Sigurð á Kolsstöðum af því ágæta
vaidi sem hann hefur á íslensku
máli, en ekki síður af þeim hlýja
persónuleika og lifandi áhuga, sem
einkennir ritmennsku hans.
Foreldrar Sigurðar voru Guð-
mundur Sigurðsson bóndi á Kols-
stöðum af hinni kunnu Háafells-
ætt (föðurbróðir Jóns Helgasonar
prófessors) og Helga Hjálmars-
dóttir af Húsafellsætt. Til viðbót-
ar því sem Sigurður segir í grein
sinni frá lífsbaráttunni má geta
þess, að hann sjálfur var sá þriðji
af bræðrum sínum með sama
nafni, en báðir hinir eldri höfðu
dáið á barnsaldri. En alls komust
8 af 11 börnum Guðmundar og
Helgu til fullorðinsára. Sigurður
'tók við búi á Kolsstöðum af
foreldrum sínum. Kona hans er
Kristín Þorkelsdóttir úr Reykja-
vík, en börn þeirra hjóna eru 6, öll
hið mesta myndar- og kjarnafólk.
Þau hjónin dveljast nú á elliheim-
ilinu í Borgarnesi, og til þeirra
streyma nú hiýjar hugsanir frá
fjölmörgum samferðamönnum.
Þau hafa sannarlega verið héraði
sínu til sóma. Það er mikil gæfa
þeirra að við búi þeirra á Kolsstöð-
um hefur tekið Guðmundur sonur
þeirra, vinsæll afbragðsmaður, og
yfirleitt má segja, að hamingjan
hafi orðið þessum gömlu sveitung-
um mínum því hliðhollari sem
lengra hefur á ævina liðið. Og við,
sem enn teljumst ekki „aldraðir",
megum af þeim Iæra að verða því
ljúfari í lyndi sem árunum fjölgar
meira. Betri ellilífeyri er varla
hægt að fá. Innilegar hamingju-
óskir, Sigurður!
Páll Bergþórsson.
árlega heyjað, og í grasleysisárum
að mestu eða öllu leyti. Þangað var
ekki mjög langt til heyskapar, og
mátti fara að minnsta kosti 8—10
ferðir á dag á þeim vinnudegi, sem
þá var á hafður. Heyið var bundið
blautt og þurrkað heima á túni.
Flóinn var mjög fúinn. Varð því
sums staðar að bera sáturnar á
öxlunum nokkurn spöl, þar sem
ekki var mögulegt að koma hestum
að.
Ég veit ekki annað en að þeir
bændur, sem hér hafa búið, hafi
komizt sæmilega af efnalega og
ekki þurft að leita aðstoðar til
annarra sér og sínum til framfær-
is, þrátt fyrir mikla ómegð og
margt fólk í heimili. Heyleysi man
Sigurður Guðmundsson, Kolsstöðum:
Frá gömlum dögum
Sigurður Guðmundsson.
Frá gömlum
dögum
Þegar árunum fjölgar og starfs-
krafturinn fjarar út, gefst gott
næði á einverustundum að líta til
baka yfir hið liðna. Líklega verður
það svo fyrir flestum, að uppvaxt-
arárin verða skýrust í minningun-
um og geymast lengst.
Mér til dægrastyttingar hef ég
dundað við að hripa örlítið upp frá
gamalli tíð.
Fátt er mér minnisstæðara frá
því ég var krakki en heyra talað
um heyleysi og bjargarskort. Þó að
ég skildi ekki til fulls, hvað það
þýddi, þá mátti sjá það á svip
fullorðna fólksins, að eitthvað
alvarlegt var á ferðinni. — Sjálf-
sagt hafa þau ekki orðið öllum létt
sporin, sem stigin voru í hjálpar-
leit, þegar heyleysi bar að hönd-
um. — Ef sauðkindin féll, hvort
heidur var úr hor eða drepsótt, var
voði fyrir dyrum. Af kindinni voru
klæðin, sem skýldu fólkinu, unnin.
Einnig lagði hún til mjólk og kjöt,
sem þjóðin nærðist á. En heyja-
forðinn frá sumrinu nægði ekki
ætíð til að framfleyta þeim
bústofni, sem heimilin þurftu með,
þó að kröfurnar væru ekki aðrar
en þær að hafa til hnífs og skeiðar.
Var því oft freistast til að hafa
skepnur fleiri en heybirgðir þoldu
í von um góðan vetur og útbeit.
Brygðist það, var voðinn vís. Sem
betur fór, voru þeir fleiri, sem
aldrei treystu á góðan vetur og
þoldu harðindin. Og til þeirra var
leitað, þeg ar í nauðirnar rak.
Mér fór snemma að skiljast,
hversu mikils virði heyin voru.
Líklega eru það áhrif frá gömlum
tímum, að ég hef alltaf átt bágt
með að þola sóðalega meðferð á
þeim.
A þessum tíma þekktust ekki
önnur heyvinnutæki en orf og
hrífa, og fóru afköstin eftir orku
og lagni þeirra, sem með þeim
unnu. Fótstignir hverfisteinar
voru þá varla komnir í notkun, svo
frumstætt var flest í þá daga.
Kolsstaðir í Hvítársíðu, þar sem
ég er fæddur og uppalinn og hef
dvalizt mestan hluta ævinnar, var
kirkjujörð frá Gilsbakka. Henni
fylgdu þrjú kúgildi, sem kallað
var. Jörðina keypti faðir minn,
þegar gefin var laus sala á
kirkjujörðum, nokkru eftir alda-
mót. Kaupverðið man ég ekki. en
ég held, að á þeim kirkjujörðum,
sem þá voru seldar, hafi kaupverð
og greiðsla verið kaupendum mjög
hagstætt.
Sami ættliður hefur búið hér á
Kolsstöðum frá 1806 og til þess
dags, eða í 163 ár. Jörðin var talin
með minni býlum sveitarinnar og
bar ekki stór bú, meðan ræktun
var engin. Túnið gaf af sér um 100
hesta. Sumarið 1918 var töðufallið
tæpir 50 hestar. Helzt mun jörð-
inni hafa verið talið þetta til
gildis: allmikið skóglendi, en þar
var tekið hrís til eldiviðar; skjól-
samt fyrir skepnur bæði í hraun-
inu og hlíðunum, og frekar haga-
samt að vetrinum eftir því, sem
gerðist á fjallajörðúm.
Heyskapur var mjög tak-
markaður og reytingssamur, en
frekar heygott. Blautur floi liggur
hátt upp frá bænum. Þar var
ég ekki eftir. Hafi það komið fyrir,
hefur það verið fyrir mitt minni.
Á síðari búskaparárum föður míns
voru hér ætíð birgðir af heyjum.
III
Slátturinn var þá, eins og
raunar alltaf, sá árstími, sem
heita mátti að afkoman byggðist á.
Margt þurfti að standsetja, svo að
allt væri tilbúið, þegar sláttur
hæfist. Að vetrinum voru unnin
reipi, gjarðir, beizli og hnappheld-
ur, líka þurfti að smíða klyfbera,
hagldir, sylgjur o.fl. Þá var og
mjög áríðandi að yfirfara reiðinga.
Meiðsli á hestum, sem oft stöfuðu
af illa gerðum reiðingum, var ljótt
að sjá. Amboðin þ.e. hrífur og orf,
voru söguð úr völdum borðum. I
hrífuhausana þurfti að telgja
tinda úr brúnspæni. Heimasmíðair
ljábakkar, eins og annað, gátu enzt
ár eftir ár, þó a.ð blöðin eyddust.
Þau voru negld á bakkana með
hnoðnöglum.
Vinnudagurinn var æði langur,
að minnsta kosti myndi hann
þykja það nú á tímum. Allar
aðstæður og erfiðleikar, ekki sízt
til heyöflunar, eru svo fjarri því
fólki, sem nú er að verða fulltíða,
að varla er von að það geti sett sig
inn í það eða skilið til fulls.
Vafalaust hefur þessi langi vinnu-
tími orðið sumum ofraun, og
erfiðið orðið tiltölulega meira en
eftirtekjurnar.
Eins og þá var flest í pottinn
Hagstæðasta starfsár Búnaðarbankans:
Innlánsaukning 47,1 %
Aldrei skuld við Seðlabankann á árinu
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA staðfesti reikninga Búnaðarbanka
íslands fyrir árið 1977 hinn 6. apríl sl. Innlánsaukning á árinu nam
5.779 milljónum króna eða 47,1% en iánveitingar Stofnlánadeildar
landbúnaðarins námu rúmlega 2,1 milljarði og jukust um 41,8%.
Kemur þetta fram í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur
borizt frá Búnaðarbanka íslands og fer hún hér á eftir í heildi
INNGANGUR
Landbúnaðarráðherra, Halldór E.
Sigurðsson, staðfesti reikninga Bún-
aðarbanka íslands fyrjr árið 1977
hinn 6. apríl.
Liðið ár var Búnaðarbankanum
mjög hagstætt. Vöxtur innlána hefur
aldrei orðiö meiri á einu ári, lausa-
fjárstaðan batnaði enn að mun og
niðurstaða á rekstrarreikningi sýnir
góðan árangur.
INNLÁN
Innlán í árslok voru 18.055 millj. kr.
og jukust um 5.779 millj. kr. á árinu,
en það er 47,1%. Næst mesta
aukningin varð 1975 32,0%. Þess má
geta til samanburðar að innláns-
aukning er sú, að trú manna á
almennum sparnaði hefur aukist með
tilkomu hinna svonefndu vaxtaauka-
innlána, en það eru innlánsreikningar
bundnir til eins árs í senn með mun
hærri vaxtakjörum en önnur innláns-
form. Vaxtaaukainnlán voru í árslok
3.630 millj. kr., og varð aukning
þeirra 86% á árinu. Innstæöur á
bundnum reikningum námu 29% af
heildarinnlánum í bankanum og jókst
hlutdeild þeirra í fyrsta skipti í mörg
ár.
Búnaðarbankinn rekur nú 12 útibú
utan Reykjavíkur, auk fimm af-
greiðslustaða og fimm útibúa í
Reykjavík. Á Reykjavíkursvæðinu
námu innlán 10.193 millj. kr. í árslok
og varð ársaukning 50,8%, en utan
Reykjavíkur var innlánsstaöan um
áramót 7.862 millj. kr., en það er
42,5% aukning. Á undanförnum árum
hefur innlánsaukningin verið hlut-
fallslega meiri utan Reykjavíkur.
ÚTLÁN
Heildarútlán námu 16.311 millj. kr.
um áramót og höfðu aukist á árinu
um 5.046 millj., kr. eða 44,8%. Hér
eru meðtalin öll endurseld lán í
Seðlabanka, sem að mestu leyti eru
afurðalán landbúnaðarins, svo og
skuldabréfakaup bankans af Fram-
kvæmdasjóði, sem nemur 10% af
innlánsaukningu ársins. Þegar af-
urðalánin og skuldabréf Fram-
kvæmdasjóðs eru dregin frá heildar-
útlánum verða eftir 8.956 millj. kr.
með ársaukningu sem nemur 38,1%.
Afurðalánin eru langstærsti útlána-
flokkurinn eða 6.145 millj. kr. og hafa
aukist mun hraðar en önnur útlán hin
seinni ár. Á síöustu fimm árum hafa
þau sexfaldast á sama tíma og önnur
útlán ná því ekki að þrefaldast.
Er því Ijóst, að með sömu þróun
verður stöðugt minna eftir til lánveit-
inga í aðrar greinar en þær, sem
njóta afurðalána.
Sérstakur útlánaflokkur, vaxta-
aukalán, hefur verið tekinn upp, eftir
að stofnað var til innlánsreikninga
með vaxtaauka. Námu vaxtaaukalán-
in tæpum helmingi af vaxtaaukainn-
lánum, og þarf enn að auka þetta'
hlutfall til að styrkja rekstrarafkomu
bankans.
Útlán bankans til atvinnuveganna
námu 12.102 millj. kr. í árslok, 2.175
millj. kr. til einstaklinga og 2.034
millj. kr. til opinberra aöila. i fyrst
nefnda flokknum er hlutur landbún-
aðarins stærstur 6.585 millj. kr. Lán
Búnaðarbankahúsið á Hlemmi.
til iönaðar og byggingastarfsemi voru
1.878 millj. kr. til verzlunar 2.012
millj. kr. til sjávarútvegs 890 millj. kr.
og til samgangna, ferðamála og
ýmiss konar þjónustustarfsemi 737
millj. kr. Sést af þessari flokkun að
bankinn hefur mjög alhliða útlánsvið-
skiþti.
STAOAN VIO
SEDLABANKANN
Lausafjárstaða bankans batnaði til
muna á árinu, en hún kemur fram á
viðskiptareikningi bankans í Seðla-
bankanum. Innstæða á þessum
reikningi var í árslok 2.606 millj. kr.
og hafði aukist á árinu um 1.649 millj.
kr. Aldrei kom til yfirdráttar á
viðskiptareikningnum á árinu, en
sveiflur eru mjög miklar einkum í
sambandi viö afurðalánauppgjör.
Bindiskylda í Seðlabankanum er
nú 25% af innlánum og var á
bundnum reikningi í árslok 4.088
millj. kr.
Þriðji meginþátturinn í samskiptum
við Seðlabankann eru endurkaup
hans á afurðalánum landbúnaðar og
sjávarútvegs svo og rekstrarlán til
iðnaðarins. Námu endurkaupin í
árslok 5.091 millj. kr.
Þegar þessi þríþættu viðskipti við
Seðlabankann eru dregin saman
Framhald á hls. 39.