Morgunblaðið - 08.04.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
Ingólfur Jónsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra:
Um 40.000 manns í þéttbýli
hafa framfæri af landbúnaði
sem varð á útfluttum búvörum. í
seinni tíð hefur þetta breyzt.
Verðbólga hefur verið hér um
árabil frá 30—50%, meðan verð-
breytingar í viðskiptalöndum okk-
ar hafa verið á sama tíma 3—8% .
Auk þess hafa ýmsar þjóðir, sem
kaupa íslenzkar búvörur, aukið
niðurgreiðslur, þannig að söluað-
staðan hefur á augljósan hátt
stórum versnað. Eðlilegt er, að
menn hugleiði á hvern hátt megi
úr þessu bæta. Auðvitað ber að
gera söluherferð og leita nýrra
markaða um leið og eldri markað-
ir, sem fyrir eru, verða betur
nýttir. Einnig ber að koma kjötinu
á markað í neytendaumbúðum, og
kynna besta kindakjöt í heimi enn
betur en gert hefur verið.
Hærra innanlands-
verð eða
útflutningsbætur
Árið 1960 voru sett lög til þess
að bæta aðstöðu landbúnaðarins.
Heimilað var að greiða 10% af
heildarverðmæti búvörufram-
leiðslunnar til þess að bæta
bændum þann halla, sem yrði af
útfluttum búvörum. Þetta var
nýmæli í lögum og hefur síðan
reynzt bændum bezta haldreipi.
Áður höfðu bændur heimild til
þess að hækka búvöruverð á
innlendum markaði í því skyni að
ná upp þeim halla, sem mátti ætla
að yrði af útfluttum búvörum. En
það væri bændum lítils virði. Og
óhugsandi að varan seldist innan-
lands á því verði, sem hefði þurft
að setja á hana til þess að unnt
væri að bæta bændum það tap,
sem yrði á útflutningi.
Frá því í ársbyrjun 1960 hafa lög
um útflutningsbætur verið í gildi.
Bændur gera sér fulla grein fyrir
því, að lögin hafi verið þeim sá
bjarghringur, sem þeir mega ekki
missa. í leiðara í Tímanum
snemma á þessum vetri var því
haldið fram, að offramleiðslu á
búvörum, sem nú er rætt um,
mætti rekja til fyrrnefndra laga.
NÝLEGA fóru fram í neðri deild Alþingis fróðlegar umræður um
málefni landbúnaðar í tilefni umdeilds frv. þingmanna
Alþýðuflokks um framleiðsluráð landbúnaðarins. Hér fer á eftir
innlegg Ingólfs Jónssonar, fyrrv. landbúnaðarráðherra, í þær
umræður, en fáir þekkja málefni landbúnaðar eða þýðingu þeirrar
atvinnugreinar fyrir þjóðarbúskapinn betur en hann.
Frumvarp,
sem stefnir í
öfuga átt
Meginatriði frumvarpsins eru að
skerða greiðslur til landbúnaðar-
ins vegna halla á útfluttum
búvörum. Gert er ráð fyrir að
skerðingin verði gerð í áföngum,
róttækum og stórum, þar sem
iækkun á tekjum bænda yrði með
þessum hætti 1 milljarður kr. á
fyrsta ári, ef frumvarpið verður
samþykkt. 1. flutningsmaður
frumvarpsins, hv. þm. Sighvatur
Björgvinsson, hefur notað langan
tíma til þess að ræða frumvarpið
og sýna fram á ágæti þess.
Það er gott og nauðsynlegt að
taka vandamál atvinnuveganna til
umræðu og reyna að finna lausn á
vandanum.
Frumvarp það, sem hér er til
umræðu, stefnir í öfuga átt. Það
mun gera hlut landbúnaðarins
miklu lakari en nú, ef að lögum
verður, um leið og það mun ganga
í berhögg við þjóðarhagsmuni.
Landbúnaðurinn á við ýmsa
örðugleika að glíma ekki síður en
aðrir atvinnuvegir þjóðarinnar.
Löggjöf sem snertir landbúnaðinn
og reglur, sem unnið hefur verið
eftir, getur þarfnast endurskoðun-
ar og breytinga vegna breyttra
tíma og breyttra aðstæðna. En ef
breytinga er þörf, þarf að gera þær
með heildaryfirsýn yfir málin og
sannfæringu fyrir því, að það sem
gert er megi verða til bóta.
Heimaverðbólga
höfuðorsök afsetn-
ingarvanda erlendis
Árið 1977 var gjöfult og gott að
flestu leyti. Sjávarafli var mikill
og verð á útfluttum vörum mjög
hátt. Tíðarfar var yfirleitt gott um
land allt og heyfertgur var mikill
og víðast hvar góður á s.l. sumri.
Skepnuhöld voru í betra lagi og
afurðir mikíar á árinu. Þrátt fyrir
þetta kvarta menn látlaust undan
erfiðum tímurn, taprekstri og
fjárskorti, sem atvinnuvegirnir
eigi við að glíma. Fyrr á árum var
afkoma atvinnuveganna og al-
mennings talin vera góð, ef
aflabrögð voru hagstæð og skepnu-
höld, tíðarfar og heyskapur í betra
lagi. En nú virðist þetta ekki
nægilegt, vegna þess að verðbólg-
an með stöðugt vaxandi kostnaði
grefur undan öryggi og hagsmun-
um atvinnuveganna og almennings
í landinu. Góðærið nýtist ekki,
meðan verðbólgan geisar og smýg-
ur inn í flestar greinar þjóðfélags-
ins. Vegna góðæris hefur verið
nokkur aukning á búvörufram-
leiðslunni. Aukningin er þó lítil.
Kindakjötsframleiðslan hefur
staðið hér um bil í stað síðustu
árin og mjólkurframleiðslan auk-
izt um ca. 6% tvö síðustu ár. Sala
innanlands hefur ekki aukizt eins
og búast hefði mátt við, heldur
orðið nokkur samdráttur í innan-
landssölu og markaður erlendis
hefur versnað mikið vegna mikilla
verðhækkana hér á landi og
kostnaður langt umfram það, sem
gerist í markaðslöndunum. Meðan
verðhækkunum var haldið innan
hæfilegra marka og verðbreyting-
ar hér á landi voru ekki langt frá
því sem gerðist í nágrannalöndun-
um, náðu endarnir saman. Þá var
tiltölulega gott verð á dilkakjöti í
Noregi og Svíþjóð. Þá nægðu
lögleyfðar útflutningsbætur til
þess að greiða að fullu þann halla,
Ég held, að nefndur leiðari hafi
verið merktur ÞÞ. Menn deila um
það hvort ástæða sé til að hafa
miklar áhyggjur af því, sem nú er
nefnt offramleiðsla. En ályktun
leiðarahöfundar Tímans er að því
leyti rétt, að lög um útflutnings-
bætur hafa komið í veg fyrir, að
búvöruframleiðslan færi stórum
minnkandi. Það er mat glöggra
manna, að nú væri mikill búvöru-
skortur, ef lög um útflutningsbæt-
ur hefðu ekki verið í gildi.
Bændum hefði fækkað miklu
meira en raun ber vitni á þessum
árum. Ekki hefði verið ráðist í
umfangsmiklar ræktunarfram-
kvæmdir, eins og sérstaklega var
gert á árunum 1960—1971. Þá
hefði draumur þeirra, sem vilja
flytja inn erlendar búvörur, rætzt.
Á eyju norður við íshaf getur verið
stutt á milli mikillar framleiðslu í
landbúnaði og of lítillar fram-
leiðslu. Ekki eru mörg ár síðan
hafís var við Vestfirði, fyrir öllu
Norðurlandi og suður með Aust-
fjörðum. Þá var kuldi og kal í
túnum og í bithögum. Þau ár dró
mikið úr framleiðslunni, en það
sem bjargaði var sú mikla ræktun,
sem hafði verið gerð á flestum
ábýlisjörðum í landinu. ALLIR
vona, að landsins forni fjandi komi
ekki að landi eða nærri landi. En
heimskulegt væri nú það að gera
sér ekki grein fyrir hættunni. I
gegnum árin og aldirnar hafa
skipst á góð ár og vond ár. Is, kuldi
Ingólfur Jónsson
og eldgos hafa reynt á þolrif
fólksins í landi okkar. Fámenn
þjóð og fátæk átti ekki til næsta
máls og leið hungur og skort á
flestum sviðum. Tímarnir hafa
breytzt, þannig að nú mun vera
hægara að afla fanga og vinna bug
á erfiðleikum, sem kunna að sækja
þjóðina heim. En eigi að síður
getur verið slæmt og hættulegt að
gera sér á engan hátt grein fyrir
því hvar á hnettinum við erum.
Verðbólgan
höfuðorsök
vanda land-
búnaðarins
Atvinnutækifæri
í þéttbýli og
búvöruframleiðsla
Það er of mikið gert úr því sem
kallað er offramleiðsla. Tíðarfar
hefur reynzt óstöðugt hér á landi,
þótt ekki komi ís, kal eða eldgos,
getur versnandi og kólnandi tíðar-
far haft mikil áhrif á búvörufram-
leiðsluna. Þeim fækkar stöðugt,
sem vinna að framleiðslu á búvör-
um og eru nú aðeins um 7% af
þjóðinni. Talið er, að yfir 40
þúsund Islendinga í kaupstöðum
og öðru þéttbýli hafi lífsframfæri
við að vinna úr landbúnaðarvörum
og við ýmis þjónustustörf tengd
landbúnaði. Utflutningsverðmæti
iðnaðarvara úr ull og skinnum fer
vaxandi eins og kunnugt er og gefa
þjóðinni drjúgar tekjur í erlendum
gjaldeyri. Talið er, að um 8% af
gjaldeyristekjum þjóðarinnar
komi fyrir útfluttar búvörur
unnar og óunnar. Það er
ekki þjóðhagsiega rétt að draga
saman seglin í landbúnaði. Þótt
benda megi á ýmsar veilur, margt
sem betur mætti fara í fram-
kvæmd mála, má það ekki verða til
þess að menn leggi árar í bát og
gefist upp. Það er bændum ekki að
skapi að draga saman og minnka
framleiðsluna. Bændur vilja ekki
Fjósverk
gefast upp þótt á móti blási um
sinn. Þótt verðbólgan geri þeim
erfitt fyrir og útflutningsbæturn-
ar hrökkvi ekki til þess að unnt sé
að greiða fullt verð fyrir fram-
leiðsluna, eins og áður frá því að
lög um útflutningsbætur voru sett.
Bændur eru taldir vera lægst
launaða stétt landsins. Kjör
bænda eru mjög misjöfn eftir því
hvernig aðstaðan er. Þeir bændur,
sem höfðu verið langt komnir með
að byggja og rækta í lok viðreisn-
artímabilsins frá 1959—1971, eru
yfirleitt vel settir. Þeir skulda lítið
miðað við eignir og framleiðslu.
Aðrir sem voru komnir vel á veg
1971 komast margir sæmilega af,
þótt þeir hafi lent í verðhækkun-
um með einhvern hluta fam-
kvæmdanna. En þriðji hlutinn er
verst settur, þeir sem hafa lent í
verðbólgunni með mestan hluta
framkvæmdanna og við að koma
upp bústofni. Lánskjör hafa versn-
að og vaxtakostnaður þeirra, sem
í framkvæmdunum standa, er
mjög þungur baggi á flestum.
Kjör
bændastéttarinnar
Tekjur bænda eru mjög misjafn-
ar vegna aðstöðumunar, og einnig
fyrir það, hversu mikill munur er
á afurðamagni á jafnstórum bú-
um. Það hefur alltaf verið erfitt
fyrir bændur að ná sambærilegum
tekjum og viðmiðunarstéttirnar
hafa, iðnaðarmenn og verkamenn.
Það er auðvitað alveg vonlaust, ef
útflutningsbætur reynast of litlar
og ekki næst fullt yerð fyrir
afurðir meðalbúsins. Á árunum
1960—1971 voru útflutningsbætur
nálægt 10% af verðmæti land-
búnaðarframleiðslunnar og nægði
því til þess að tryggja bændum
umsamið verð sexmanna nefndar.
1973—1974 nægðu útflutningsbæt-
ur ekki til þess að mæta halla af
útflutningi og báru bændur þann
kostnað. Verðlagsárið 1976—1977
vantaði nokkuð á, að fullt verð
næðist og báru bændur einnig
þann halla.
Útlitið er mjög slæmt á yfir-
standandi verðlagsári og talið að
vanta muni allt að 2 milljarða
króna til þess að fullt verð náist
fyrir afurðinar. Úr þessu verður að
bæta á einhvern hátt, bændur rísa
ekki undir svo gífurlegu tapi.
Bezt útkoma varð hjá bændum
á árunum 1964—1965. Þá var
tekjuhlutfall bænda samanborið
við þær stéttir, sem tekjur þeirra
miðast við, 83.1% og 86.2% síðara
árið. Síðan hefur tekjuhlutfallið
alltaf verið undir 80%, varð 1973
79.5% og hefur farið lækkandi
síðan. Þegar útflutningsbætur
nægja ekki til greiðslu hallans á
útfluttum búvörum, telja margir
vera besta ráðið að minnka
framleiðsluna og miða hana sem
mest við innanlandsnotkun. Gjöld
ríkissjóðs vegna útflutningsbóta
eru sízt hærri nú en þau voru á
viðreisnarárunum, sé miðað við
útgjaldahlið fjárlaga á þeim tíma
og nú. Margir munu hafa gleymt
því, að útgjöld fjárlaga fyrir árið
1971, síðasta fjárlagaár viðreisn-
arstjórnar, var aðeins 11 milljarð-
ar kr., en fyrir árið 1978, 140
milljarðar. Verðlagsárið
1970—1971 voru greiddar útflutn-
ingsbætur að upphæð kr. 397 þus.
687 kr. Gert er ráð fyrir, að
yfirstandandi verðlagsári verði
útflutningsbætur 3000 millj. kr.,
sem er hlutfallslega talsvert lægra
en árið 1971, miðað við útgjöld
fjárlaga. Það er engin ástæða til
þess nú að skerða kjör bænda með
því að minnka útflutningsbætur á