Morgunblaðið - 08.04.1978, Side 24

Morgunblaðið - 08.04.1978, Side 24
Stöðugt er byggt í Breiðholtinu. Framkvæmdir eru hafnar í Mjóddinni og í baksýn eru einbýlis- rað- og fjölbýlishús í Skógum og Seljum. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur. Skoðanakönnun meðal Breióholtsbúa: Umferðartengmg hverf isins helzta gagnrýnisefnið „bað var í raun áberandi, hvað fólk sýndi mikinn skilning á því að í uppbygg- ingu svo stórs hverfis, sem Breiðholter. er ekki hægt að gera allt í einu. Þannig má segja, að fólk hafi kvartað lítið, nema þá helzt yfir samgöngu- málunum, en hinsvegar komu ýmsar gagnlegar ábendingar fram í svörunum. Margir tóku það reyndar fram, að þeir vissu til þess, að það sem þeir bentu á, væri á döfinni, en þó voru þeir fleiri, sem ekki virtust vita mikið um það sem framundan er, þannig að það er greinilega þörf á því að borgaryfirvöld kynni Breiðholtsbúum betur fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfinu,“ sagði Erlendur Kristjánsson, formaður Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna í Breiðholti, er við ræddum við hann, en bór efndi á dögunum til skoðanakönnunar mcðal íbúa Breiðholts. Aðalspurningin fjallaði um það, hvað fólk teldi mest aðkall- andi í Breiðholti og einnig var spurt, hvað fólk vildi tjá sig um að öðru leyti; samgöngumál, heilbrigðismál, aðstöðu fyrir börn, nánasta umhverfi sitt, félagsstarfsemi, skóla og hvort vantaði fleiri verzlanir (hvar og hverjar), pósthús, matstofur, löggæzlu, slökkviliðið o.fl. „Af því sem almennt snertir hverfið i heild,“ sagði Erlendur, „má nefna, að fólk nefndi mjög þörfina á heilsugæzlustöðvum. I því sambandi má nefna, að nú er tilbúin fullkomin heilsu- gæzlustöð fyrir 6—8000 manns í 500 fermetra húsnæði að Aspar- felli 12, þar sem ætlunin er að verði vísir að slysadeild. Þá á stór og mikil heilsugæzlustöð að rísa í Mjóddinni og er veitt til hennar fé á fjárlögum þessa árs. Varðandi aðstöðu fyrir börn benti fólk almennt á að það vantaði fleiri dagvistunarrými og einnig komu margar ábend- ingar um starfsvelli. Varðandi skólanan kom það greinilega fram, að fólk lagði mikla áherzlu á hagkvæmni í skólabýggingunum og vísuðu margir til þess fyrirkomulags, sem er í Hólabrekkuskóla og Ölduselsskóla að þar eru lausar kennslustofur, sem eru hentug Erlendur Kristjánsson lausn til að taka toppana, þannig að ekki standi tómt eftir vandað og dýrt húsnæði, þegar nemendum fer aftur fækkandi, eins og reynslan er í sumum öðrum borgarhverfum. I svörum sínum ræddu menn mikið nauðsynina á fullorðinsfræðslu og bent var á þá leið að stofna öldungadeild við Fjölbrauta- skólann. Þá kom það líka sterkt fram, að Breiðholtsbúar vilja mjög almennt fá slökkvistöð og lög- reglustöð í hverfið. Lögreglustöð er fyrirhuguð, en slökkvistöð ekki, en ég hef þá trú, að hreyfing komist á það mál úr þessu. Einnig var almennt nefnt að það vantaði skautasvell í Breið- holt og kvikmyndahús, en meðal lóða í Mjóddinni var einni úthlutað undir kvikmyndahús, til Edda-film. Hins vegar minntist enginn á þörf á skemmtistað fyrir fullorðna í Breiðholti, þannig að sennilega vilja Breiðholtsbúar öldurhúsa- starfsemi annars staðar í borg- inni en í sínu hverfi. Loks má nefna, að mjög margir komu inn á kirkjumál. Virtust flestir þeirrar skoðunar að smíða eigi eina stóra og veglega kirkju í hverfinu, en síðan hafi hver söfnuður sitt safnaöarheimiii fyrir félags- starf og kapellu til smærri kirkjulegra athafna." — Ilvað með atvinnumálin? „Þar skiptust menn nokkuð í tvo hópa; sumir vildu fá léttan iðnað inn í hverfið, en aðrir þvertóku fyrir slíka starfsemi. Ég er þó á því, að fyrrnefndi hópurinn sé nokkru stærri, en allir tóku það fram, aö iðnaður- inn yrði að vera hreinlegur og nefndu margir bílaverkstæði sem dæmi um óæskileg fyrir- tæki í hverfinu.“ — Hvað með séróskir íbúanna? „íbúar Breiðholts I nefndu margir betri tengingu milli hverfishlutanna með göngustíg- um og einnig nefndu þeir til sundlaug og íþróttaaðstöðu. Vegna þess síðarnefnda er rétt að taka fram, að í syðri Mjóddinni, fyrir neðan Alaska, á að rísa mikil íþróttamiðstöð, þar sem meðal annars verður sundlaug. Ibúar í Breiðholti III minntust margir á heilsugæzlu- stöð, sem ég hef nefnt hér að framan, og á sundlaug, en á þessu ári verður einmitt tekin í notkun 25 metra laug við Fellaskóla. Þá komu margir íbúar Breið- holts III inn á betri tengingu við Breiðholt I, þar sem eru meðal annars pósthús og apótek og margir nefndu, að þeir vildu fá slíkar stofnanir einnig í sinn hverfishluta. Það var svo að vonum áber- andi meðal íbúa í nýjasta hlutanum, Breiðholti II, hvað fólk lagði ríka áherzlu á um- hverfismálin. Margir þar nefndu til útivistarsvæði með trjám og tjörnum og einnig var mikið spurt um svæðið fyrir neðan Alaska, en þar á að rísa mikil íþróttamiðstöð, eins og ég nefndi áðan.“ — Ilvað með verzlanir? „Helzt var það, að fólk benti á að ýmsar sérverzlanir vantaði og komu ýmsar ábendingar fram í þeim efnum; En í það heila tekið held ég að fólk hafi talið vel að því búið með brýnustu nauðsynjar.“ — En samgöngumálin? „í svörum Breiðholtsbúa kom lítil sem engin gagnrýni fram á þjónustu Strætisvagna Reykja- víkur. Hins vegar kom fram mikil og almenn gagnrýni á það, að aðeins ein akstursleið liggur að og frá hverfinu. Bæði lengir þetta ferðir fólks óþarfiega mikið og einnig skapazt mjög oft hreint vandræðaástand, þeg- ar mikil umferð er. Fólk spurði mikið um fyrirhugaða hrað- braut um Fossvogsdalinn og af svörum fólks var greinilegt að það unir illa við það fyrirkomu- lag, sem nú er á samgöngukerf- inu, hvað þetta snertir." — Ilvað hyggist þið gera með niðurstöður þessarar skoðana- könnunar? „Við munum kynna borgar- fulltrúum efni þeirra og einnig ætlum við að efna til funda með Breiðholtsbúum um málefni hverfisins og fá á þessa fundi borgarfulltrúa og embættis- menn borgarinnar til að sitja fyrir svörum og gefa upplýsing- ar um það sem á döfinni er.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.