Morgunblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 Nýtt uppboðsfyrirtæki Fyrir nokkrum vikum sendi nýtt fyrirtæki, Hlekkur sf., frá sér fyrstu uppboðsskrá sína yfir frímerkjaefni, og er það að langmestu leyti íslenzkt. Að þessu fyrirtæki standa fjórir ungir menn og þegar kunnir meðal frímerkjasafnara: Hálf- dan Helgason, Lórens Rafn, Sigfús Gunnarsson og Sigurður R. Pétursson. Þeir hafa áður komið við sögu í sambandi við frímerkjaviðskipti og fengið nokkra reynslu, þar eð þeir hafa um skeið rekið skiptiklúbbinn Keðjuna. Með þessu nýja fyrir- tæki, sem þeir hafa skírt hinu skemmtilega nafni Hlekkur, sem eðli málsins samkvæmt hlýtur að vera nátengt Keðj- unni, hyggjast þeir færa starf- semi sína inn á nýjan vettvang. í formálsorðum fyrir skránni segja þeir, að hið nýja fyrirtæki bjóði öllum frímerkjaáhuga- mönnum þjónustu sína og marki uppboðslisti þess tilgang fyrir- tækisins í aðalatriðum. Enn fremur segja þeir, að sjá megi af efni listans, að á boðstólum sé mjög gott úrval af frímerkjaefni frá mörgum eigendum og á lágmarksverði, sem allir venju- legir safnarar ráði við. Að endingu taka þeir svo fram, að það sé undir söfnurunum komið, hvort hér sé á ferðinni vísir að löngu og góðu samstarfi. Uppboð fyrirtækisins fer svo fram í ráðstefnusal Hótels Loftleiða laugardaginn 13. maí nk. óg hefst kl. 13.30. Þar sem uppboðsskráin birtist rúmum tveimur mánuðum, áður en uppboðið fer fram, hafa menn ágætan tíma til að lesa skrána og kynna sér þannig efnið. Sjálft verður það svo til sýnis laugar- daginn 6. maí kl. 14—17 í sal 1 að Hótel Esju og svo á uppboðs- stað sjálfan uppboðsdaginn kl. 10—11.30. Skrifleg boð þurfa að berast fyrir 8. maí. Þá hefur Hlekkur sf. auglýst næsta uppboð sitt 7. okt. í haust á sama stað. Ef menn hafa hug á að koma efni á framfæri, verður það að berast til fyrir- tækisins fyrir 1. júní nk. Ljóst er af því, sem hér hefur verið greint frá, að forráðamenn Hlekks sf. vilja hér brjóta blað í uppboðssögu íslenzkra frí- merkja — og er það vissulega vel. I fyrsta lagi senda þeir uppboðsskrá sína út með svo góðum fyrirvara, að enginn ætti þess vegna að þurfa að missa af því efni, sem upp verður boðið. I öðru lagi leiðir svo af því, að skráin getur borizt tímanlega til allra safnara úti á landi og eins til erlendra safnara, sem áhuga hafa á íslenzkum frímerkjum. Ég hygg líka, að það sé einmitt tilgangur þeirra félaga að geta á þann hátt haslað sér völl meðal erlendra uppboðsfyrir- tækja, sem hafa verið einráð með íslenzkt frímerkjaefni utan íslands. Ég fagna þessari stefnu, enda á hún að geta orðið öllum til hagsbóta — og þá ekki síður þeim eigendum frímerkja- efnis, sem oft hafa verið í hálfgerðum vandræðum með að losa sig við það efni, sem þeir hafa ekki áhuga á að eiga í söfnum sínum, og þá ekki sízt erlent efni. Vissulega hefur Félag frí- merkjasafnara um allmörg ár haldið frímerkjauppboð undir ágætri stjórn Sigurðar P. Gests- sonar og margt efnið skipt þar um eigendur. Hafa allir verið mjög ánægðir með þetta fram- tak F.F. Hinu verður svo aftur á móti ekki leynt, að þessi uppboð hafa að mestu verið bundin við innlendan markað og þá einkum fyrir það, hversu seint uppboðsskráin hefur oft komið út. En með stofnun þessa nýja fyrirtækis á að geta opnazt miklu stærri markaður en áður. Kæmi mér engan veginn á óvart, að áhugi erlendis frá mun meiri en forráðamenn HLEKKUR SF. DOOC FríierkiaiPPlil RAÐSTEFNUSAL HOTELS LOFTLEIÐA LAUGARDAGINN 13. MAi KL 13.30 Uppb«SMfni8 tr til sýnis laugardaginn 8. mai kl. 14 - 17 i sal 1 «8 Hótal Esju of uppboðs- dt»nn M. 18 - 1U0 é uppboðsstað. Skrifleg boö þurfa að hafa borist fyrir 8. maf 1978. Postal bids must hava reacbad bofor* 8. May 197». Naesta uppboC verður haldið á sama stað 7. októ- Hlekksins hafa gert sér vonir um. Þeir hafa einnig tjáð mér, að nú þegar séu skrifleg boð farin að berast fyrirtækinu, bæði utan af landi og eins frá útlöndum. Verður að mínum dómi næsta forvitnilegt að fylgjast með þessu fyrsta upp- boði Hlekksins — og ekki sízt'í ljósi boða erlendis frá. Tel ég líklegt, að við hér heima verðum að taka á honum stóra okkar til að geta hreppt sumt af því, sem á boðstólum er. En allt kemur það í ljós eftir rúman mánuð. Ég Frimerki eftir JÓN AÐAL STEIN JÓNSSON geri svo ráð fyrir, að fyrirtækið sendi frá sér niðurstöður upp- boðsins í maí með næstu upp- boðsskrá í haust. Sannleikurinn er sá, að það er mjög gagnlegt fyrir alla aðila að geta þannig fylgzt með markaðsverði á hverjum tíma. Ekki get ég neitað því, að ég hef heyrt því fleygt, að ýmsir félagar í F.F. séu hálfuggandi um framtíð uppboða F.F. við tilkomu hins nýja fyrirtækis. Hér hlýtur auðvitað tíminn einn að leiða í ljós, hvernig fer. Ég álít sjálfur, að hér sé engin hætta á ferðum — eða þurfi ekki að vera. Hitt leiðir eðlilega af sjálfu sér, að samkeppni hlýtur eitthvað að aukast um það efni, sem fáanlegt er, en það á einungis að verða öllum til hagsbóta, ef rétt er að staðið. Þá má og benda á það, að tveir af aðstandendum hins nýja fyrir- tækis eru um þessar mundir miklir áhrifamenn innan F.F., annar þeirra nýkjörinn formað- ur félagsins og hinn dugmikill í sjálfri uppboðsnefnd þess. Þessa menn báða tel ég mig þekkja svo vel, að ég fullyrði, að þeir vilji veg og hag Félags frímerkja- safnara sem mestan og líti svo á, að fyrirtæki þeirra eigi einungis að geta orðið uppboð- um F.F. til örvunar. Hér gæti t.d. uppboðsnefnd F.F. þegar lært það að koma uppboðsskrá sinni til muna fyrr út en hingað til hefur oft orðið raunin á. Ég hef blaðað í gegnum uppboðsskrá Hlekks sf. og lízt vel á hana. Frágangur allur er til fyrirmyndar og stendur engan veginn að baki sambæri- legum erlendum skrám, sem ég hef séð. Prentun mynda hefur tekizt vel og framsetning öll er ljós. Ég get ekki annáð en fagnað því íslenzka yfirbragði, sem á skránni er, en mér kæmi samt ekki á óvart, að auka þurfi smám saman skýringar á ensku vegna þeirra erlendu manna, sem skrána fá í hendur. Þá virðist mér lágmarksverði víð- ast stillt í hóf, en þar mun fyrirtækið að einhverju leyti bundið af mati seljenda. Verðlagning heilla bréfa og stinipla er alltaf vandkvæðum bundin, enda ræður hér sem oftast áhugi einstakra manna. Fróðlegt verður vissulega að sjá, hver niðurstaða verður af fyrsta uppboði hins nýja fyrirtækis í maí bæði í þessum efnum sem öðrum. Ég vil nota hér tækifær- ið og óska fyrirtækinu góðs gengis og vona jafnframt, að það komi íslenzkum söfnurum að sem mestum notum samhliða félagsuppboðum F.F. Að endingu vil ég benda söfnurum á, að uppboðsskrá Hlekks sf. fæst í Frímerkjahús- inu í Lækjargötu 6 A og Frímerkjamiðstöðinni á Skóla- vörðustíg 21 A, og er verði hennar stillt í hóf. Ný færeysk frímerki 13. þ.m. Póststjórn Færeyja hefur sent út tilkynningu um næstu frímerki sín, en þau koma út 13. þ.m. Eru það þrjú frímerki með myndum af þremur algengustu sjófuglum Færeyja og hinum mikilvægustu, þ.e. lunda, lang- víu og súlu. Þessi tilkynning er mjög vel og fallega úr garði gerð og merkin sýnd í litum. Gæti póststjórn okkar alveg að ósekju lært hér margt af frændum okkar í Færeyjum. Sérstök fyrstadagsumslög koma út á vegum póststjórnar- innar með mynd af fuglabjargi. Þá verður sérstimpill notaður á útgáfudaginn, og sýnir hann lunda á flugi. Umslögin og stimpilinn teiknar Lasse Sorensen. Hver sem er getur gerzt áskrifandi að frímerkjaútgáfu færeysku póststjómarinnar og þarf ekki annað en rita til hennar og biðja um þar til gert eyðublað. Utanáskriftin er: Postverk Foroya, Frimerkja- deildin, 3800 Tórshavn, Feroyar. F0ROYSKIR BJARGAFUGLAR Fyrstadagsumslag. — Beinar Framhald af bls. 1. Frakklandsforseti sagði frétta- mönnum að hið alvarlega ástand í efnahags- og gjaldeyrismálum kallaði á „mikið átak sem krefðist hugmyndaflugs og skipulagshæfi- leika". Hann sagði að bandalagið yrði að koma á laggirnar traustu gengiskerfi og kvaðst mundu skýra frá tillögum sínum í þessu efni á morgun. Giseard forseti og Helmut Schmidt kanzlari ræddu leiðir til að gera Vestur-Evrópu að einu traustu gjaldeyrissvæði þegar þeir hittust einslega nálægt París í marzlok. Embættismenn segja að þeir hafi náð samkomulagi í meginatriðum um réttu leiðina. Fyrir fundinum liggur bréf frá Roy Jenkins, forseta fram- kvæmdanefndar bandalagsins, þar sem hvatt er til öflugrar samstöðu til að binda enda á glundroðann í gjaldeyriskerfinu. Beinu kosningarnar til Evrópu- þingsins verða haldnar 7,—10. júní á næsta ári. Þingið sem situr í Luxemborg verður skipað 410 þingfulltrúum í stað 198 nú. Þjóðþing aðildarlandanna kjósa núverandi þingmenn. — Skotið Framhald af bls. 1. sínum að þekktum iðjuhöldi í Genúa og særðu hann skotsárum. Talið er öruggt, að mennirnir sem gerðu atlögu að honum tilheyri Rauðu herdeildinni. Maðurinn, Felice Schiaveti, sem er fimmtug- ur formaður félags iðnrekenda í Genúa og sjö barna faðir var fluttur á sjúkrahús og nokkru síðar var hringt til blaðs í Genúa og árásinni á hendur Schiavetti lýst á hendur Rauðu herdeildinni. — Sameining Framhald af bls. 3. Lfugmenn Loftleiða hafa haldið því fram að flugmenn Flugfélags íslands hafi tekið yfir flug á flugleiðum Loftleiða en þess skal getið, að engin fjölgun hefir orðið í starfsliði eða flugflota Flugfélags íslands síðan 1971. Að undanförnu hafa Loftleiðaflugmenn komið inn á rútur Flugfélags íslands eins og t.d. Frankfurt, sólarlandaflugið til Ítalíu, Grikklands, Malaga og fleiri staða, þannig að þeir hafa ekki farið með skarðan hlut frá borði á þeim vettvangi. Hitt er svo, að það er aðeins eitt ráð til þess að lækna þá tortryggni og sundrungu sem er innan stéttar flugmanna vegna þessara mála og það ráð er að sameina starfsaldurslista flug- manna í eitt skipti fyrir öll. Það munu ekki allir halda nákvæm- lega sömu röð í réttindum og þannig mun það bitna á sumum en koma öðrum betur til dæmis hvað snertir röð aðstoðarflug- manna til þess að verða flug- stjorar, en það miðast við hugsanlega möguleika í fram- tíðinni. Þessi sameining á ekki að hafa áhrif á laun manna í dag og brýn nauðsyn er til að leysa þetta óeðlilega deilupiál, þannig að sameiningin er eina lausnin þótt menn greini að sjálfsögðu á um framkvæmd málsins." — Þrír á móti Framhald af bls. 2 okkar og þá helzt reynsla Svía af milliölinu, sem ekki varð par góð og þeir hafa nú losað sig við aftur.“ XXX „Mér finnst það alveg fáránlegt, ef fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan á að verða um bjórinn," sagði Jónas Árnason, alþingismaður, en hann var fjarstaddur, þegar málið var afgreitt. „Þetta álit er dæmigert um það óhugnanlega gerviástand, sem þetta þjóðfélag okkar er komið í,“ sagði Jónas. „Það er líka alveg dæmigert um mat fjölmiðla á málum, að þegar Mbl. hringir í mig, þá er það vegna þessa líka málsins. Þessu bíður þjóðin spennt eftir, eða hvað? Spurningunni um það, hvort það fáist 2—3% sterk- ari bjór. Þetta fólk, sem andvaralaust hefur látið svíkja inn á sig aðild að hernaðarbandalagi, her og alls kyns samninga við erlenda aðila. Það hefur aldrei hvarflað að því, hvort það fái að greiða þjóðarat- kvæði um slík stórmál. En nú bíður það með öndina í hálsinum eftir því, hvort það fái að greiða þjóðaratkvæði um bjór. Og svo á að brambolta með þetta mál í sambandi við Alþingiskosn- ingar. Drottinn minn dýri! Hvílíkt ástand með einni þjóð. Það er ekki að því að spyrja, þegar bíður þjóðarsómi...“ XXX „I sjálfu sér finnst mér ekkert óeðlilegt að leggja bjórmálið undir þjóðaratkvæðagreiðslu, en það verður að gerast með miklu ákveðnari hætti en kemur fram í áliti meirihlutans," sagði Lárus Jónsson, sem var fjarstaddur, er málið var afgreitt. „Fólk verður þá að vita, hvað það er að kjósa um,“ sagði Lárus. „Á til dæmis að leyfa sölu áfengs bjórs í verzlunum, eða einungis í áfengissölunum og miða þá verðið við áfengisinnihald? Ég tel að það þurfi að setja þetta mun ákveðnar fram, þannig að það sé á hreinu, hvað fólk er að kjósa um.“ Spurningu Mbl. um það, hvort hann hefði tekið efnislega afstöðu til bjórsins, svaraði Lárus neit- andi. „Ég hef ekki alveg gert upp minn hug í þessu máli.“ — Eastern Framhald af bls. 21 flugfélagið Pan American samn- ing um kaup á 12 L-1011 breiðþot- um af Lockheed fyrir um 500 milljónir Bandaríkjadala. Frank Borman, fyrrverandi geimfari í Apollo-áætluninni ogstjórnarformaður Eastern Air- lines, sagði á fundi með frétta- mönnum að þessi vél væri „bezta vélin sem framleidd væri í dag“. Borman sagði að hún hentaði einstaklega vel á flugleiðum félagsins. Jafnframt sagði Borman að A-300 B vélin væri 30% sparneytn- ari en þriggja hreyfla Boeing-727 og um 20% hagkvæmari í rekstri en aðrar breiðþotur. — Norskir Framhald af bls. 1. sveitir S.Þ. hafi formlega tekið þar við. Hóta Palestínumenn að láta ekki af árásum fyrr en ísraelar hafi sig á braut af þessu land- svæði. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur látið í ljós nokkra óánægju með þá áætlun sem ísraelar hafa gert um brottflutning herja sinna. Að vísu væri hann feginn að undirbúning- ur væri hafinn en honum fyndist sem ekki væri á sannfærandi hátt að honum staðið og minnti á að samkvæmt samþykkt 425 skyldu ísraelar á braut með alla sína menn af líbönsku landi. ísraelar hafa jafnan sagt að þeir miði að því að vera farnir frá Suður-Lí- banon fyrir mánaðamótin, en hafa einnig slegið þann varnagla, að því aðeins hverfi þeir allir á braut að gæziuliðið hafi sýnt fram á, að það sé fært um að ábyrgjast að skæruliðar Palestínumanna fái ekki búið uum sig þarna á nýjan leik. — Brezhnev Framhald af bls. 21 til 22! apríl og munu viðræður þeirra snúast um hinar svonefndu „cruise" eldflaugar Bandaríkja- manna, en ágreiningur um þær þykir helzt standa í vegi fyrir SALT-samkomulagi, að sögn sér- fræðinga. — K. B. Andersen Framhald af bls. 48 kynna sér íslenzka fatafram- leiðslu. Á laugardagsmorgun fara gest- irnir til Vestmannaeyja og þaðan verður flogið til Egilsstaða. Danski utanríkisráðherrann ósk- aði sérstaklega eftir því að fá tækifæri til að heimsækja Aust- firði og munu þau hjónin fara til Reyðarfjarðar. Um kvöldið heldur danski utanríkisráðherrann hóf að Hótel Borg. Dönsku gestirnir 'halda utan aftur á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.