Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
29
Kerlingin 1 hönd-
um Leikfélags
V estmannaeyja
Leikfélag Vestmannaeyja,
frumsýnir í kvöld leikritið Ertu
nú ánægð kerling, en leikritið
byggist upp á fjórum þáttum
eftir Lars Levi Larslatius og
einum þætti eftir Svövu Jakobs-
dóttur. Tónlistin í leikritinu er
eftir G.E. Dander, Megas og
Sigurð Rúnar Jónsson. Leikstjóri
er Guðrún Alfreðsdóttir og söng-
stjóri Sigurður Rúnar Jónsson.
Leikmynd gerði Magnús Magnús-
son.
Ertu nú ánægð kerling er þriðja
verkefni Leikfélags Vestmanna-
eyja í vetur og verkefni nr. 99 frá
upphafi en mikil gróska er nú í
leikstarfsemi í Vestmannaeyjum.
Auk þessa þriggja sýninga LV í
vetur hafa Eyjamenn fengið í
heimsókn Leikbrúðuland, Alþýðu-
leikhúsið og Þjóðleikhúsið.
í Kerlingunni eru II kvenhlut-
verk og tvö karlhlutverk. Margt
nýtt fólk tekur nú þátt í leikstarf-
seminni í Vestmannaeyjum, ungt
og áður óþekkt leiklistarfólk. I
sýningunni leikur tríó tónlistina
og er tríóið skipað Sigurði Rúnari
Jónssyni, Ævari Kvaran og Sig-
urði Þórarinssyni.
Næstu sýningar á Kerlingunni í
Eyjum verða á sunnudag kl. 8.30
og á briðjudag á sama tíma.
Leikarar og leikstjóri og sviðsmenn Leikfélags Vestmannaeyja í
Kerlingunni.
Þorsteinn Sigurðsson, formaður Kiwanisklúbbsins Elliða, afhendir Pétri
Sigurðssyni, formanni Sjómannadagsráðs, hina góðu gjöf Kiwanis-
manna.
Kiwanismenn færa
Hrafnistu góða gjöf
HRAFNISTU í Hafnarfirði barst
nýverið góð gjöf frá Kiwanis-
klúbbnum Elliða í Reykjavík. Var
þar um að ræða annars vegar
hreyfanlegt tæki til súrefnisgjaf-
ar í neyðartilfellum og hins vegar
hitakassa til notkuhar í heilsu-
rækt heimilisins, en það eru
sérstaklega gerðir kassar fyrir
púða sem lagðir eru m.a. yið
liðamót sem þurfa hreyfingu og
liðkun undir handieiðsiu og með
Hefur einhver
fundið ljósbrúna
skjalatösku?
SKÖMMU fyrir hádegi í gær
varð ung kona fyrir því óláni að
gleyma ljósbrúnni „hard-back“
skjalatösku fyri utan Klappar-
stíg 9. Hún var að sækja þangað
barnið sitt og lagði töskuna frá
sér á gangstéttinni en gleymdi
henni óvart. Konan er við
háskólanám og f töskunni voru
ritgerðir og annað efni, sem
konan hafði lagt margra mán-
aða vinnu í. Það eru tilmæli
lögreglunnar að skilvís finnandi
hjálp sjúkraþjálfara eða nudd-
ara.
Einnig hefur Hrafnistu borizt
fjöldi annarrra góðra gjafa að
undanförnu, m.a. færði Kvenfélag-
ið Hrund í Hafnarfirði heimilinu
prjónavél og Sjálfstæðisfélagið
Vorboðinn færði því saumavél. Þá
færði Oliver Steinn bóksali heimil-
inu nýverið fjölda nýrra bóka til
minningar um föður sinn og
bróður.
komi töskunni á lögreglustöðina
eða hringi í konuna í síma
16241.
Merkjasala
ljósmæðra
HIN árlegi merkjasölu-
dagur Ljósmæðrafélags
Reykjavíkur verður á
morgun, sunnudag. Merkin
verða afhent sölubörnum á
tveimur stöðum í bænum,
í Langholtsskóla og Álfta-
/ mýrarskóla.
Þorbjörg Þórðardóttir sýnir tauþrykk, sem hugsað er í gluggatjöld, áklæði, púða og fleira í þeim
dúr. Mynstrin hefur Þorbjörg kallað „Laufórar“.
Fjölbreytt sýning
T extílfélagsins
ÞESSA dagana stendur yfir í
Norræna húsinu sýning 17
félaga í Textílfélaginu. Sýning
þessi er hin fjölbreyttasta og
þar getur að líta tauþrykk,
fatahönnun, vélavefnað,
almennan vefnað og myndvefn-
að. Má segja að sýningin sé
hvort tveggja í senn, listsýning
og listiðnaðarsýning. Mbl.
ræddi við þrjár listakonur, sem
sýna á sýningunni, Ásgerði
Búadóttur, Salóme Fannberg
og Þorbjörgu Þórðardóttur, og
bað þær að segja lítillega frá
félaginu og sýningunni.
Textílfélagið var stofnað í
október 1974, en þetta er fyrsta
íslenzka samsýning þess. Árin
1976 til 1977 tóku fimm félagar
Textílfélagsins þátt í farand-
sýningunni „Nordisk textil-
triennale" (Norræn vefjalist),
sem sett var upp á Kjarvalsstöð-
um.
Alls er 21 félagi í félaginu og
allt konur. Skilyrði fyrir inn-
göngu í félagið er að hafa lokið
textíl-námi frá viðurkenndum
listaskólum og listiðnaðarskól-
um. Skal samanlagður námstími
í textílgreinum hafa verið þrjú
ár. Sjálfsmenntun kemur einnig
til greina.
Orðið textíl er dregið af
latneska orðinu „texere“ og
þýðir nánast fléttun. Ekkert
sambærilegt orð er til í íslenzku,
en orðið vefjalist hefur oft verið
notað yfir þessa listgrein.
„Þegar búið er f landi eins og íslandi, fer ekki hjá þvf að maður verði fyrir áhrifum af náttúrunni.
Eg túlka þau áhrif sem ég verð fyrir í vefinn á óhlutbundinn hátt, ... eldinn — umbrotin — ísinn
— og alls staðar rýkur upp úr jörðinni,“ sagði Ásgerður Búadóttir.
Tilgangur sýningarinnar er að
sýna það nýjasta sem félags-
menn eru að fást við. Myndvefn-
aður er ríkjandi á sýningunni og
þar er unnið með mismunandi
aðferðum og efnum og túlkunar-
mátinn ólíkur. Tauþrykkið er ný
listgrein og hefur ekki oft sézt
hér á sýningum. Fatahönnunin
ér einnig nýjung á sýningunni í
því formi sem hún er þar. Hafa
tveir textíl-hönnuðir haft sam-
vinnu um fatahönnunina og bjó
annar til efnið en hinn gerði
sniðið.
Sýningu Textílfélagsins lýkur
á mánudagskvöld en hún er opin
frá 14 til 22 alla daga.
„Ég get ekki flokkað list mfna. Ég er mikið með þrívíddarmyndir
og þang og söl nota ég mikið í verkum mínum. Mér finnst gaman
að þessu, ég tíni þau niðri í fjöru og ég veit ekki um neina aðra
sem notar þang í verk sín,“ sagði Salóme Fannberg. „Ég var
svolftið hrædd við að sýna þetta, en ég held að fólki hafi líkað
verkin vel. Ég lærði á Spáni, en ég sé engin spánsk áhrif í
myndunum. Tæknina lærir maður auðvitað í sínum skóla en
viðfangsefnið er alltaf íslenzkt."