Morgunblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRIL 1978 Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fer fram í dag og á morgun. Sextán eru í framboði og verður kosið í samkomuhúsi Vestmannaeyja. Stendur kjörfundur yfir kl. 11 —19 í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, kl. 10—22. Hér fara á eftir svör frambjóðenda við spurningunni um hver séu helztu verkefni bæjarstjórnar. Geir Jón Þórisson, lögregluþjónn, 25. ára. Makii Guórún Ingveldur Trausta- dóttir. Úr Reykjavík fluttist ég í janúar 1974 og eftir að hafa kynnst Vestmannaeyingum og Vest- mannaeyjum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálina til að vinna að bæjarmálum. Það er krafa okkar Vestmannaeyinga að í bæjarstjórn veljist hæfir menn og treysti ég á ykkur Vestmannaeyinga að taka þátt í prófkjörinu til að svo megi verða. Stefna mín í bæjarmálum er sú að unnið verði að þeim verkefnum sem mest eru aðkallandi, það er fegrun bæjarins, gatnagerð og hafnarmál. Vinnum að þvi að yngja upp bæjarstjórnina, kjósum yngsta manninn á listanum. Steingrímur Arnar, verkstjóri, 47 ára. Makii Eygló Einarsdóttir. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði sterkust áhrif á gang bæjar- málefna í Vestmannaeyjum lifðu Eyjarnar sitt blómaskeið. Þegar áhrifavald Sjálfstæðisflokksins dvínaði tók að halla undan fæti. Það er sannfæring mín að gæfa Vestmannaeyja og Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum fari saman. Eg trúi því að verulega aukin áhrif flokksins á nýjan leik boði nýtt blómaskeið í Vestmanna- eyjum. Þátttaka mín í þessu prófkjöri þýðir að ég vil gjarnan taka þátt í þeim átökum sem framundan eru. Verði ég kosinn í bæjarstjórn mun ég vinna að því að Vest- mannaeyjar og Vestmannaeyingar nái aftur þeim mæli virðingar og trausts meðal þjóðarinnar sem þeir nutu fyrr á árum og verð- skulda enn í dag. Ég vil taka þátt í störfum sem miða að þessu og eiga hlut að þeim gagngeru breytingum sem hljóta að verða á starfsháttum bæjaryfirvalda frá því sem nú er til að menn hafi árangur sem erfiði í þessum efnum. Ingibjörg Á. Johnsen, húsmóðir, 55 ára. Makii Bjarnhéðinn Eliasson. Starf mitt hefur töluvert verið meðal unga fólksins og með því er gott að vinna. Vinna ber að auknu bindindisstarfi. Hlut eldri borgara þarf að gera stærri. I okkar bæjarfélagi er af miklu að taka þar sem við stöndum að erfiðri enduruppbyggingu. Vinna ber að þeim bæjarmálum sem upp koma og brýnast þykir að fái afgreiðslu hverju sinni. Nýta ber fyrst og fremst verkkunnáttu þeirra manna, sem hafa reynslu og þekkingu í hverju máli. Við þurfum á ný að taka forystuna í þróun fiskiðnaðar og útgerðar á Islandi, við þurfum að vinna að því að þeir sem við fiskiðnað vinna, fái þau laun sem því fólki' réttilega ber, þar sem fiskiðnaður er sá atvinnuvegur okkar sem við byggj- um lífsafkomu okkar á. Ég vil hvetja bæjarbúa til að taka þátt í prófkjörinu, því skynsamlegast og sterkast er að menn gangi samein- aðir fram til þess að vinna að hinum fjölmörgu sameiginlegu baráttumálum okkar. Sigurður Jónsson, yfirkennari, 32. ára. Makii Ásta Arnmundsdóttir. Eitt brýnasta verkefni næstu bæjarstjórnar er að vinna að því í auknum mæli að skiiningur ráðamanna þjóðarinnar aukist á þeim vanda er steðjar að höfuðat- vinnuvegi Eyjanna, fiskvinnsl- unni. Tryggja verður að eitthvað raunhæft verði gert til úrbóta, framtíð byggðarlagsins byggist á því. Þótt mörgu sé lokið í uppbygg- ingarstarfinu eru fjölmörg brýn verkefni sem bíða úrlausnar næstu bæjarstjórnar. Stærstu fram- kvæmdamálin eru varanleg gatna- gerð, áframhaldandi framkvæmd- ir við hraunhitaveitu og uppbygg- ing skipalyftu. Af öðrum verkefn- um má nefna; kanna þarf rækilega á hvern hátt bæjarsjóður getur stuðlað að fjölbreyttara atvinnu- lífi í bænum, einkum með iðnað í huga er vel myndi henta fólki með skerta starfsorku. Á kjörtímabilinu hefur mikið verið gert til að bæta félagslega þjónustu. Næsta verkefni í þeim efnum er bygging nýs grunnskóla fyrir byggðina í Hamarshverfi. Nauðsynlegt er að staðið verði við þá samþykkt að bjóða út sem flest verkefni á vegum bæjarsjóðs. í flestum tilfellum leiðir það til sparnaðar og flýtir framkvæmd- um. Það er siður stjórnmálamanna að gefa út fyrir kosningar langan lista með kosningaloforðum. Ég treysti mér aðeins til að gefa eitt. Verði ég áfram valin til setu í bæjarstjórn mun ég í hverju máli hafa hagsmuni bæjarfélagsins í huga. Magnús Þór Jónasson, stöðvarstjóri, 30 ára. Makii Guðfinna Óskarsdóttir. I fyrsta lagi þarf að koma skipulagi og festu á fjármál kaupstaðarins, það vill segja að fjármunir bæjarbúa séu nýttir á sem skynsamlegastan hátt, ekki sóað til óþurftar eins og því miður hefur skeð á undanförnum árum. Minnka þarf yfirbygginguna og stjórnunarkostnaðinn, en auka framkvæmdir. Er ekki nokkur hemja að aðeins innan við 20% tekna bæjarins fari í verklegar framkvæmdir. Báknið burt í reynd. I öðru lagi þarf að leggja mikla áherzlu á mikilvægi hafnarinnar sem lífæð byggðarlagsins. Eru þar alltaf brýn verkefni til að leysa og má þar til nefna dýpkun hafnar- ionar, sem verður að hafa forgang. Éá þarf afkastamikið dýpkunar- skip til að hreinsa höfnina og sér í lagi innsiglinguna, verður það að gerast strax. Þá þarf að vinna áfram að framtíðarskipulagi hafn- arsvæðisins, koma upp skipalyft- unni, gera framtíðarhafskipa- bryggju og hreinsa og fegra hafnarsvæðið. í þriðja lagi verður að skapa fjölþættara atvinnulíf, á ég þar sérstaklega við að skapa eldri borgurunum vinnu við sitt hæfi svo að þetta fólk sem verður að hætta að vinna erfiðari störf geti fengið einhverja vinnu við sitt hæfi en verði ekki að flytja úr bænum vegna þessa eins og dæmi eru til um. Gísli Geir Guðlaugsson, vélvirki, 37 ára. Makii Guðlaug Arnþrúður Gunn- ólfsdóttir. Áhugamál mín varðandi bæjar- málin eru almenn og má þar telja hitaveitu, gatnagerð og þó sér í lagi þann aðstöðumun sem við Vestmannaeyingar höfum búið við í sambandi við skattamál, en þar hefur vinstri flokkunum tekist að nýta allar leyfilegar reglur út í yztu æsar hvað hámark snertir. Þar þarf að koma til breyting svo Eyjarnar verði aftur eftirsóttar til búsetu, því hér getur verið blómleg byggð sé rétt á málum haldið. Iðnaður er hér í öldudal og eru fjármálin erfiðust. Bæjarstjórnin getur og á að búa betur að þeirri atvinnugrein, með réttum aðgerð- um er hægt að bæta þar mikið um. Vestmannaeyingar — stuðlum að sigri D-listans með því verður málefnum okkar bezt borgið. Jón í. Sigurðsson, hafnsögumaður. 66 ára. Það er enginn málaflokkur, sem ég vil styðja meira en annan, ég vil aðeins segja það að ég vil vinna að öllum góðum málum sem eru til heilla fyrir okkur Vestmannaey- inga. Sigurður órn Karlsson, rennismiður. 30 ára. Makii Margrét Eiríksdóttir. Ég tel að stórbæta þurfi um- gengni og hreinlæti á hafnarsvæð- inu og í kringum atvinnufyrirtæki og fyrirtæki í eigu bæjarins. Bæta þarf aðstöðu fyrir eigendur smá- báta í höfninni til sjósetningar og viðhalds. Örva þarf atvinnulíf kaupstaðarins og gera það fjöl- þættara og hef ég þá í huga skipalyftuna. Ég tel að draga þurfi úr áhrifum embættismanna á stjórn kaup- staðarins eins og kostur er, en bæjarstjórn þarf að vera því beur vakandi fyrir verkefnum á vegum bæjarins. Bjarni Sighvatsson, kaupmaður, 29 ára. Makii Auróra Friðriksdóttir. Það er langt í frá að Vestmanna- eyjar hafi náð sér eftir gos. Mörgum áríðandi verkefnum hefur verið lokið og önnur vel á veg komin. En ennþá bíður fjöldi stórra verkefna úrlausnar er varða bæinn miklu. Sem dæmi má nefna hraunhitaveituna. Það er sam- eiginlegt áhugamál allra Eyja- manna að Vestmannaeyjar og mannlífið hér verði jafn blómlegt og fyrir gos. Ef Eyjabúar samein- ast um að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn til að stýra bænum þá mun það takast. Sigurgeir Ólafsson, stýrimaður, 52 ára. Makii Erla Eiríksdóttir. Ég vil taka fram er ég tek þátt í þessu prófkjöri að atvinnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.