Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 33 minnar vegna hef ég ekki góða aðstöðu til að sinna bæjarmálum eins og ég hefði annars hug til. Mín aðaláhugamál fyrir bæinn eru uppbygging hafnarinnar, skipa- lyftan, að koma skolpi frá höfninni og önnur aðkallandi mál í bæ sem er í uppbyggingu eins og Vest- mannaeyjar. Sjálfstæðisflokknum óska ég góðs gengis í kosningun- um. Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, 34 ára. Makii María Vilhjálmsdóttir. Mörg verkefni bíða næstu bæj- arstjórnar í Vestmannaeyjum. Má þar nefna malbikun gatna, áfram- hald fjarhitunar með hraunvarma, bygging sorpeyðingarstöðvar, koma frárennslinu út fyrir Eiði og viðhald uppgræðslunnar. Dýpkun hafnarinnar er aðkallandi mál ásamt þiljum Norðurhafnarinnar og uppsetningu skipalyftu með nauðsynlegri aðstöðu. Meiri festa verður að ríkja í fjármálum, framkvæmdum og stjórnun bæjarins en verið hefur undanfarin ár. Ljóst er að röðun verkefna hlýtur að stjórnast af fjárhagsgetu bæjarsjóðs og stofn- ana hans á hverjum tíma. Hlut- verk bæjarstjórnar er að nýta þetta fjármagn sem bezt. Georg Þór Kristjánsson, verkstjóri, 28 ára. Makii Kristrún Harpa Rútsdótt- ir. Helztu áhugamál mín eru og hafa verið íþrótta- og æskulýðs- mál. í framtíðinni verðum við að hlúa vel að fólki svo það geti stundað sín áhugamál í tómstund- um þar á meðal íþróttir og annað útilíf. Ótrúlega mörg mál bíða úr- lausnar hér í bæ og allir vita að ekki er hægt að gera allt í einu en þó verða mörg verkefni að hafa forgang, það er að segja vegakefi og framkvæmdir við höfnina, svo sem hafskipabryggja, skólpið út fyrir Eiði, stórátak í dýpkun hafnarinnar og síðast en ekki sízt hin margumtalaða skipalyfta sem virðist hafa verið troðin undir ríkisbákninu. Guðni Grímsson, vélstjóri, 43 ára. Maki: Esther Valdimarsdóttir. Hraða verður eftir mætti upp- byggingu rafveitunnar sem mér hefur fundist dragast fram úr hófi. Einnig verður að vinna kappsamlega að uppbyggingu gatnakerfisins á næsta kjörtíma- bili. Hætta verður að sletta í holurnar, heldur láta fara fram varanlega viðgerð. Að sjálfsögðu er ég með öllum góðum málum sem ég tel vera byggðarlaginu til heilla. Að lokum er ég á móti þeirri stefnu núverandi meirihluta bæj- arstjórnar ið leita uppi alla hugsanlega skatta til að leggja á bæjarbúa, en tel að heldur skuli reynt að laða fólk að og gera Vestmannaeyjar aftur að þeim stað þar sem byggilegast er á Islandi. Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður, 35 ára. Maki: Ingigerður Eymundsdóttir. Ég hef mestan áhuga fyrir hafnarmálum, sjávarútvegi og fiskvinnslu, en þessir atvinnu- þættir eru lífsnauðsynleg skilyrði til búsetu í Vestmannaeyjum og eru verulega háðir störfum bæjar- yfirvalda hverju sinni. Samgöngumál Eyjanna þarf að tryggja enn betur en gert hefur verið og horfa í þeim efnum fram í tímann. Tryggja verður áfram- haldandi rekstur sjómannaskól- anna í Vestmannaeyjum, Stýri- mannaskólans og Vélskólans sem sérskóla með svipuðu sniði og verið hefur, en láta þá ekki hverfa inn í báknið. Ég gef mig í þetta prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna þess að ég hef áhuga fyrir mörgum bæjarmálefnum. Ég met einstakl- ingsframtakið mikils og Sjálf- stæðisflokkurinn er eini flokkur- inn sem metur það einhvers í stefnuskrá sinni. Gunnlaugur Axelsson, framkvæmdastjóri, 37 ára. Makit Fríða Dóra Jóhannsdóttir. Nokkur eru þau mál öðrum fremur, sem ég vil beita mér fyrir fái ég tækifæri til. Frárennsli bæjarins, en það fer í höfnina, er hið fyrsta. Koma þarf frárennslinu út fyrir Eiðið, eins og hefur verið stefna margra undan- farinna bæjarstjórna hér. I öðru lagi hef ég mikinn áhuga á hraunhitaveitunni, en halda verður áfram á því sviði sem unnt er. í þriðja lagi læt ég mig varða uppsetningu skipalyftu sem bæj- arsjóður hefur átt á hafnarbakk- anum í mörg ár. Vinna þarf að því að tryggja fjármagn til verksins svo lyftan haldi ekki áfram að ryðga á bryggjunni engum til gagns. Auk þessa vil ég taka fram, að ég vil beita mér fyrir öllum athyglisverðum málum sem eru bæjarbúum og Vestmannaeyja- kaupstað til hagsbóta. Sigurbjörg Axelsdóttir húsmóðir, 42 ára. Makii Axel Ó. Lárusson. Höfnin verður að hafa forgang sem lífæð bæjarins. Hraða þarf að koma skolpinu út fyrir Eiði og að skipalyfta verði að veruleika. Dýpkun hafnarinnar er mjög aðkallandi svo að fiskiskip af öllum stærðum geti athafnað sig hér hvenær sem er með góðu móti. Hitaveituframkvæmdum verður að hraða sem mest við negum og freista verður þess að fá nóg fjármagn til þeirra framkvæmda. Malbikun hófst loksins eftir níu ár og verður að halda því stórátaki vel áfram, svo að Vestmannaeyja- bær verði fremstur í gatnagerð eins og hann var þegar Sjálfstæð- ist’iokkurinn hafði hér meirihluta. Sorpeyðingarstöðin verður að komast upp hið allra fyrsta. Minnka þarf yfirbyggingu á bæjarkerfinu sem er óhugnanlega mikil og langt fyrir ofan sambæri- lega staði annars staðar á landinu. Framkvæma þarf þá bæjarsam- þykkt að flest verk á vegum bæjarins verði boðin út. Ohjákvæmilegt er að Vest- mannaeyjakaupstaður eigi ein- hverjar íbúðir til ráðstöfunar, en að eiga á annað hundrað íbúðir nær ekki nokkurri átt. Stefna ber að því að lækka þá tölu sem fyrst. RralsVÍK Dansleikur í kvöld hljómsveitin Oktopus leikur Aðeins rúllugjald Aldurstakmark 20 ár. Snyrtilegur klæðnaður. Hellubíó Geyspum í Austur Takmarkið enginn sneyptur út. Sætaferðir á Haukagleðina B.S.Í. Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Laugarvatni, Selfossi. (j^Látið draunúnn netast... TU sudurs meó SUNNU^ ^ VELKOMIN SUNNUHÁTÍÐ Hótel Sögu sunnudagskvöldið 9/4. Portúgölsk veisla ★ Hátíðin hefst með portúgalskri veislu kl. 7.30. ★ Matseðill Kr. 2.850- ★ Ferðakynning. Sagt frá Portúgal og þeim möguleikum sem landiö býöur upp á, sem nýr og spennandi ferðamannastaður. ★ Litkvikmyndasýning. Splunkuný og mjög góö kvikmynd frá Portúgal. ★ Tískusýning. Karon samtök sýningarfólks sýna þaö nýjasta úr tískuheiminum. ★ Ómar Ragnarsson skemmtir af sinni alkunnu snilld. ★ Stór-Bingó. 3 glæsilegar sólarlandaferðir dregnar út. ★ Dans. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuriði Sigurðar- dóttur. Húsið opnað kl. 19. Boróapantanir í síma 20221 eftir kl. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.