Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 37 Kammer- tónleikar Reykjavíkur Ensemble er eftirteknarvert fyrirbæri í sam- félagi, þar sem svona athafna- semi á sér hvorki stað né stund. Þörfin og áhuginn er þarna yfirsterkari hagsmunum og hef- ur oft verið stofnað til slíkrar starfsemi, er framan af hefur verið blómleg en síðar lognast út af, er þátttakendur þreyttust á að fórna tíma sínum, oft á tíðum með vanþakklæti sem eina afrakstur erfiðis síns, Reykja- víkur Ensemble undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur hef- ur nú í nokkur ár staðið fyrir frábærum flutningi, bæði hér heima og erlendis við mjög góðar undirtektir. Það liggur við að þessi athafnasemi Guðnýjar hafi verið talin óæskileg, unnin á kostnað annarra starfa henn- ar og valdið ósætti milli hennar og „forstandsmanna" þeirrar almenningseignar, sem Sinfóníuhljómsveit íslands heit- ir. Rekstur Sinfóníuhljómsveit- Tónllst eftir JON ÁSGEIRSSON ai íslands og starfsaðstaða hljóðfæraleikara eru mál sem aldrei hafa verið rædd af hreinskilni og meira að segja er svo um hnútana búið, þegar lagt er í það ævintýri að lögbinda slíka starfsemi, að þeir sem eiga lífsafkomu sína undir þessum lögum, eru ekki spurðir álits og jafnvel sagt, þegar þreifað var eftir, að um trúnaðarmál væri að ræða, sem mun nú vera nýmæli nema þegar um er að ræða skyndiráðstafanir. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa tónlistarmenn ekki sætt sig við þessa „núll-stöðu“ og reynt á eigin spýtur að standa undir fjölbreyttari tónflutningi, sem ævinlega hefur þurft að miðast við þann tíma sem afgangs fellur, er störfum við hljóm- sveitina og kennslu hefur verið sinnt. Tónlistarmenn telja ekki eftir að vinna fyrir kaupi sínu og þegar gaumgæfilega er at- hugað, þá kemur upp sú staða, að bæði útlendir og innlendir tónlistarmenn eru beinlínis hraktir héðan og ekkert gert til að hamla gegn flótta þeirra úr störfum hérlendis. Rekstrarform Sinfóníuljóm- sveitarinnar er rígbundið svo og fjöldi starfsmanna að starfsem- in er nálægt því að vera eins og þrælasláttur, þar sem enginn má falla úr. Erlendis starfar fjöldi góðra ísl. tónlistarmanna sem óreynt er, hvort fáanlegir séu til starfa. hérlendis, ef mögulegt væri að finna annan starfsgrundvöll, eins og til dæmis að starfsskylda þeirra væri að miklu leyti bundin við einleik eða flutning kammertón- listar með hámarkssetu í hljóm- sveitinni sjálfri og reynt að koma á skiptum fyrir erlenda flytjendur. Þannig mætti lengi leita úrlausna á erfiðu vanda- máli í að manna sveitina og standa svo að flutningi tónlist- ar, að eitthvað væri til að stæra sig af. Þann stutta tíma sem Reykjavíkur Ensemple hefur starfað hafa mannaskipti orðið á lágfiðlu og celloleikurum og eins og málin standa nú, eru líkur á að cellóleikarinn Nina G. Flyer sé á förum til Norður- landa. Flyer er mjög góður kammermúsikant og í samstarfi með Guðnýju hefur hún staðið fyrir frábærum flutningi, svo eitthvað sé nefnt t.d. Duo fyrir fiðlu og cello eftir Kodaly og nú síðast á tónleikum Kammer- -músikklúbbsins. Fluttir voru kvartetter eftir Mozart, Bartok og Schumann. Reykjavíkur Ensemble skipa auk Guðnýjar og Nínu Flyer, Mark Reddman, sem leikur á lágfiðlu og Ásdís Stross, sem leikur aðra fiðlu. í heild voru tónleikar mjög góðir. Fyrir undirritaðan var Mozart ekki besti hluti tónleikanna og má vera að sérvizka og mótaður smekkur valdi meir um þá afstöðu en gagnvart seinni verkefnunum. Andstæður í blæ og „karakter" hefðu mátt vera meiri, t.d. vantaði allan alvar- leik í Andante kaflann. Flutningur sjötta kvartettsins eftir Bela Bartok er viðburður bæði vegna verksins og hversu flutningurinn var frábær. Tónleikum lauk með hressi- legum flutningi á Kvartett op. 41, nr. 1 eftir Schumann. Það skiptir ekki máli að ræða sérstaklega um einstaka þætti í flutningi þessara verka, því í heild voru tónleikarnir svo glæsilegir, að með stolti er hægt að segja, að á íslandi starfi alvöru strengjakvartett. Jón Ásgeirsson. Leikhópur Menntaskólans í Kópavogi. Drukkin manneskja Menntaskólinn í Kópavogii PÚNTILA BÓNDI OG Matti VINNUMAÐUR eftir Bertolt Brecht. Leikritið þýddi Þorsteinn Þor- steinsson. Prólogus og lokaorð þýddi Þorgeir Þorgeirsson. Plómusöng þýddi Guðmundur Sigurðsson. Leikstjórii Sólveig Halldórs- dóttir. I leikskrá er gerð grein fyrir verkefnavali leiklistarklúbbs Menntaskólans í Kópavogi: „Er við völdum leikritið til sýningar höfðum við hliðsjón af því að allir sem óskuðu fengju að vera með og einnig að leikmyndin gæti verið sem einföldust í sniðum. Ekki reyndist um auð- ugan garð að gresja hvað leikrit snerti, sem hentaði okkur, en á endanum varð Púntila og Matti fyrir valinu. Tvær breytingar höfum við gert frá upphaflegu þýðingunni. Sögumanni hefur verið bætt inn í og eins hefur leikritið verið stytt". Þeir sem til þekkja vita að Púntila og Matti er viðamikið verk. Engu að síður hentar það áhugaleikflokkum. Mér er til dæmis minnisstæð sýning Skagaleikflokksins á því. Menntaskólanemar í Kópavogi hafa að mínu viti valið skyn- samlega leið í flutningi verksins, þ.e.a.s. að stytta það og hafa sýninguna sem einfaldasta, leik- mynd og fleira. Þetta mikla verk verður að vísu nokkuð flatt með þessu móti, en ofgerir engum, hvorki leikurum né áhorfendum. Þeir síðarnefndu njóta verksins með því hugarfari að hér sé skólafólk að gera metnaðarfulla tilraun og þegar á heildina er litið tekst hún ágætlega sem slík. Vitanlega kemst Brecht ekki til skila með fullgildum hætti, en boðskapur hans er hér kominn. Púntila bóndi talar mikið um manneskju, en verður ekki sjálfur manneskja fyrr en hann er orðinn drukkinn. Vinnumaðurinn Matti er aftur á móti sú manneskja sem stendur sig vel andspænis gerviheimi stórbænda og embættismanna. Alþýðufólkið i leiknum er manneskjulegt vegna þess að Lelkllst eftir JOHANN HJÁLMARSSON það reynir ekki að vera annað en það sjálft. Púntila bóndi og Matti vinnu- maður mun vera frumraun Sólveigar Halldórsdóttur sem leikstjóra, en hún hefur vakið athygli fyrir leik, fyrst í Nem- endaleikhúsinu síðan í verkum eins og Fröken Júlía alveg óð og Snædrottningunni. Um leikinn má segja að hann var hvorki betri né verri en efni stóðu til. Þorsteinn Hallgríms- son átti góða spretti í hlutverki Púntila. Daði Harðarson var ekki atkvæðamikill Matti, en traustvekjandi. Þórdís Krist- leifsdóttir kom vel fyrir í hlutverki Evu. Ríkharður Frið- riksson (prófastur, eymdarlegur verkamaður, þjónn) og Arnór Snorrason (sendiráðsfulltrúi, kúadoktor) túlkuðu hinar af- káralegu hliðar skemmtilega. Ásthildur E. Bernharðsdóttir sýndi í senn leikgleði og öryggi. Sjöfn Heiða Steinsson sómdi sér vel í hlutverkum sínum. Sama má reyndar segja um aðra leikendur sem allir reyndu að gera sitt besta, en ónefndir eru Anna B. Sveinsdóttir, Karl Garðarsson, Regína Ásvalds- dóttir og Vilmar Pétursson. Jóhann M. Jóhannsson lék á harmoniku. Bertolt Brecht hefur verið óspart leikinn í skólum landsins á þessu ári, en 10. febrúar sl. voru liðin áttatíu ár frá fæðingu hans. Brecht lést 1956. LEIÐRÉTTING í umsögn um sýningu Leik- listarfélags Menntaskólans við Hamrahlíð á Túskildingsóperu Brechts hefur orðið nafnarugl- ingur sem beðið er velvirðingar á. Sagt er að Aldís Baldvinsdótt- ir flytji afburðavel söng Sjóræn- ingja-Jennýar. Þetta getur ekki staðist vegna þess^að það er Hólmfríður Jónsdóttir sem syngur þennan kunna söng í hlutverki Pollýar. Lofið gildir semsagt um Hólmfríði þó að Aldís sé að sjálfsögðu alls góðs makleg. Bridgefélag Kópavogs Barometer tvímennings- keppni félagsins var haldið áfram sl. fimmtudag. Bezta árangri kvöldsins náðui Sigurður Vilhjálmsson — Runólfur Pálsson 79 Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson 77 Vilhjálmur Jónsson — Borgþór Pétursson 74 Bjarni Pétursson — Sævin Bjarnason 66 Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Páll Sigurjónsson 63 Nú hafa verið spilaðar 17 umferðir og hafa Jón Páll og Guðbrandur örugga forystu með 253 stig. Staða efstu para er annars þessii Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson 203 Óli Már Guðmundsson — Ásmundur Pálsson 140 Friðjón Margeirsson — Valdimar Sveinsson 133 Bjarni Pétursson — Sævin Bjarnason 130 Keppninni verður fram haldið nk. fimmtudag. Bridgefélag Breiðholts Nýlega lauk aðalsveitakeppni félagsins og urðu úrslit þessi: Sveit Eiðs Guðjohnsens 157 (Kristinn Helgason, Guðlaug- ur Karlsson, Óskar Þráinsson) Sveit Hreins Hjartarsonar 144 (Cyrus Hjartarson, Sigurður Ámundason, Bragi Bjarnason, Guðmundur Aronsson) Sveit Sigurbjörns Ármannssonar 143 Sveit Heimis Tryggvasonar 114 Um páska, þ.e. þriðjudagana fyrir og eftir páska var spilaður páskatvímenningur og urðu úr- slit þessi: A rðiill — 16 pöri Kristján Blöndal — Valgarð Blöndal 261 Tryggvi Gíslason — Sveinn Sigurgeirsson 257 Brldge Úmsjón ARNÓR RAGNARSSON Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 251 Björn Brynjólfsson — Sigurður Þorvaldsson 245 Meðalskor 210 B-riðill — 8 pöri Gísli Tryggvason — Guðlaugur Nielsen 111 Lárus Jónsson — Sigríður Jónsdóttir 103 Hreinn Hreinsson — Sigurður Haraldsson 88 Meðalskor 84 C-riðill — 12 pöri Guðmundur Pálsson — Guðbjörg Jónsdóttir 195 Sveinn Sigurgeirsson — Þórhallur Þorsteinsson 192 Jón Stefánsson — Óskar Þráinsson 191 Sigríður Rögnvaldsdóttir — VigfúS Pálsson 186 Meðalskor 165 Sigurvegarar í páska- tvímenningnum urðu þvíi Sveinn Sigurgeirsson 59,42% Óskar Þráinsson 58,55% Næsta keppni félagsins verð- ur barometer og er keppnin öllum opin. í fyrra varð met- þátttaka í keppninni og urðu þá sigurvegarar Sigríður Rögn- valdsdóttir og Vigfús Pálsson. Spilað er á þriðjudögum í húsi Kjöts og fisks, Seljahverfi, og hefst spilamennska stundvís- lega klukkan 20. Barðstrendinga- félagið í Reykjavfk Sveitakeppni félagsins er lok- ið með sigri sveitar Ragnars Þorsteinssonar, en spilaðar voru 8 umferðir. Úrslit 8. umferðar: Sveit Sigurðar Kristjánssonar vann sveit Gísla Benjá- mínssonar með 20 gegn -4 st. Sveit Baldurs Guðmundssonar vann sveit Guðmundar Guðveigssonar með 19 gegn 1 st. Sveit Ragnars Þörsteinssonar vann sveit Ágústu Jóns- I dóttur með 20 gegn + 5 st. Sveit Guðbjartar Egilssonar vann sveit Sigurðar ísaks- 1 sonar með 13 gegn 7 st. Lokastaðani Sveit stig. Ragnars Þorsteinssonar 107 Helga Einarssonar 97 Baldurs Guðmundssonar 89 Sigurðar Kristjánssonar 88 Svo endum við vetrarstarfið mánudagana 17. og 24. apríl með tveggja kvölda einmennings- keppni. Tilkynnið þátttöku sem fyrst í símum 81904 (Sigurður) og 41806 (Ragnar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.