Morgunblaðið - 28.04.1978, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRIL 1978
Talsmenn stjórnarandstöðunnar:
Hlynntir gjald-
miðilsbreytingu
MBL. hafði í Kær samband við
talsmonn stjórnarandstöðunn-
ar. Bcnedikt Gröndal formann
Alþýðuflokksins. Ragnar
Arnalds formann þingflokks
Alþýðuhandalagsins og
Magnús Torfa Ólafsson for-
mann Samtakanna ok spurði
Íiá álits á tillögum Seðlahanka
slands um gjaldmiðilsbreyt-
insiu. Benedikt Gröndal og
Magnús Torfi Ólafsson sögðust
báðir fylgjandi gjaldmiðils-,
breytingu en tóku fram að
fleiri ráðstafanir í efnahags-
málum væru forsenda þess að
gjaldmiðilsbreyting hefði
einhver jákvæð áhrif. Ragnar
Arnalds benti hins vegar í
svari sínu á aðra leið en þá sem
Seðlabankinn byggir tillögur
sínar á. það er að finna nýtt
hugtak vfir þúsund krónur, til
dæmis mörk. og taidi hann að
þannig gæti breytingin gengið
„eðlilega og þægilega fyrir
sig”.
Magnús Torfi gcrði tillög-
ur Seðlabankans að nýjum
seðlum og mynt að umtalsefni
og kvað scðlatillögurnar bein-
línis stælingu á vestur-þýzkum
mörkum. Svör þremenning-
anna fara hér á eftir.
„Ég gerði gjaldmiðilsbreyt-
ingu nú að umtalsefni í ára-
mótagrein minni og ég er enn
sömu skoðunar," sagði Benedikt
Gröndal, formaður Alþýðu-
flokksins. „Við venjulegar
aðstæður er gjaldmiðilsbreyt-
ingin sjálf ekki lækning á
efnahagsvanda og því verðum
við, áður en við^ grípum til
hennar, að ná valdi á verðbólg-
unni og geta minnkað hana
verulega. Það væri afleitt ef við
tækjum upp stærri_krónu sem
síðan minnkaði um 30—40% á
ári.
Ef við tækjum til hendinni og
næðum verðbólgunni niður, þá
finnst mér gjaldmiðilsbreyting
sjálfsögð ráðstöfun, sem myndi
hjálpa okkur til að endurheimta
virðingu fyrir gjaldmiðlinum og
verðskyn almennings en hvoru
tveggja hefur hrakað geysilega í
verðbólguþróun síðustu ára.“
o o o
„Ég hef nú ekki fjallað mikið
um þetta mál, en út af fyrir sig
finnst mér þessi breyting koma
vel til greina, ef hún kostar ekki
alltof mikið,“ sagði Ragnar
Arnalds, formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins. „Hins
vegar er ég alveg ósammála því
að þessi breyting sé líkleg til að
hafa einhver áhrif á efnahags-
lífið eða einhver djúptæk sálar-
leg áhrif á fólk. Slíkt finnst mér
yfirborðslegt hjal. llitt segir sig
sjálft að krónan eins og hún var
hugsuð er farin að verða óþægi-
leg sem mynteining og því væri
reynandi að breyta þessu.
Ég vil benda á í þessu
sambandi að það væri hægt að
láta slíka breytingu ganga yfir
á þann hátt að finna bara nýtt
heiti yfir eitt þúsund krónur;
við skulum segja að eitt þúsund
krónur yrðu nefndar ein mörk.
Þá væri áframhaldandi hægt að
nota krónur, ef menn vilja og
síðan myr.du þær hverfa út úr
myndinni með tíð og tíma,
þannig að ekki yrði nauðsynlegt
að gera breytinguna með brauki
og bramli. Það sem ég á við er
að ég held að það sé hægt að
innleiða nýtt hugtak til einföld-
unar þannig að breytingin gangi
eðlilega og þægilega fyrir sig.
Ég bendi á að í skýrslugerð alls
konar eru stærðir nú yfirleitt
gefnar upp í þúsundum króna
eða milljónum, þannig að ef
tækist að finna hentugt hugtak
yfir til dæmis þúsund krónur og
nota það þegar þarf, þá myndi
krónan hverfa á sama hátt og
aurarnir hafa horfið út úr
mvndinni."
o o o
„Ég hef þar sem þetta mál
hefur borið á gónia árum saman
haldið því fram að þessi breyt-
ing væri nauðsynlegur þáttur til
þess að menn reyndu að takast
á við verðbólgudrauginn með
áhrifaríkari hætti en hingað til
hefur yerið gert,“ sagði Magnús
Torfi Ólafsson, formaður Sam-
taka frjálslyndra og vinstri
manna.
„Ég tel,“ sagði Magnús „bæði
vegna eðli málsins og reynslu í
öðrum löndum að aukíð verð-
gildi myntar hafi veruleg sál-
ræn áhrif á viðhorf til peninga-
mála, meðferðar á peningum og
verðmætamat.
En mér finnst einnig jafnaug-
ljóst að þessi aðgerð ein sér
megnar einskis þó hún geti verið
áhrifarík samfara aðgerðum
sem beinast að því að ráðast að
rótum verðbólguvandans.
Hins vegar ef ég er spurður
um það hvernig mér lítist á þær
tillögur að nýjum seðlum og
mynt sem Seðlabankinn hefur
nú kynnt þá segi ég það, að mér
líst ágætlega á myntina en
seðlarnir finnast mér leiðinlega
sviplíkir þeim sem notaðir eru í
Vestur-Þýzkalandi, svo líkir að
beinlínis er um stælingu að
ræða og því tel ég að þar þurfi
að fitja upp á einhverju nýju.“
Sigurvegarar í sparakstrinum.
nr. 1 var sá til ha-gri. Illynur
Eggertsson nemandi í Iðnhraut
og annar varð Ellert Ingason
kennari sem er vinstra megin.
Tveir Fiat bílar
nr. 1 og 2 í spar-
aksturskeppni
Nýlega efndi Fjölbrautaskólinn
á Akranesi til sparaksturskeppni
og tók þátt í keppninni nemendur
og kennarar í skólanum, 16 talsins.
Fékk hver bíll 3 lítra af bensíni
í brúsa er tengdur var beint við vél
bílsins og var ekið frá Akranesi
inn Hvalfjörð og í átt til Reykja-
víkur.
Sá bill sem lengst komst á
þessum 3 lítrum af bensíni var af
gerðinni Fiat 127 árgerð 1973 og ók
hann 62,9 km sem þýðir 4,76 1.
eyðslu á hverja 100 km. í öðru sæti
varð einnig Fiat 127, árg. ‘78 en
hann ók 58,6 km og eyðir því 5,11
I.
Fyrstu 6 bílarnir óku allir 50 km
eða meira og var eyðsla þeirra frá
4,76 og upp í 6 1 á hverja 100 km.
íslenskir
kaupfélagsstjórar
1882-1977 V
Andréa Kristjánsson tók saman
Kaupfélags-
stjóratal
komið út
Komið er út rit með æviágripi
allra þéirra, sem verið hafa
kaupfélagsstjórar þeirra félaga,
sem verið hafa eða eru innan
vébanda Sambands íslenzkara
samvinnufélaga. Nefnist það „Is-
lenzkjr kaupfélagsstjórar
1882—1977“. Andrés Kristjánsson
tók ritið saman.
Kaupfélagsstjórar þeir, sem
taldir eru í ritinu eru alls 319 og
myndir eru af þeim öllum að
einum undanskildum, sem aldrei
hafði verið ljósmyndaður.
1 bókarlok er skrá yfir öll
kaupfélög innan SÍS og nöfn
kaupfélagsstjóra þeirra í réttri
tímaröð.
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri gefur bókina-út í sam-
vinnu við Félag kaupfélagsstjóra
og Samband ísl. samvinnufélaga.
Húsið opnað kl. 19.00
Kl. 19.30 Vorblótið
hefst
veizlufagnaði.
Matseðill: Brochette d‘agneau a la Genghis
Khan Verð aðeins kr. 2850.-
með glæsilegum
Tízku-
sýning,
Modelsamtökin sýna
nýjustu vor- og
sumartízkuna frá
Verðlistanum
Skemmtiatriði sýning frá
Dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar
Kynning
á snyrtingu
Okeypis
happdrætti
snyrtivörum
tvöfalt vinningsverömæti
3 umferöir, hver vinningur
Útsýnarferö fyrir 2
til sólarstrandar.
— Allir gestir sem koma fyrir
kl. 20.00 fá ókeypis happ-
drættismiöa — vinningur Út-
sýnarferö til sólarlanda.
Hinn þekkti snyrtisérfræðingur
Margarethe Ode sýnir meðferð og
notkun hinna heimsfrægu
Pierre Robert
JoneHellen
snyrtivara.
Model hennar verða fyrrverandi
fegurðardrottningar Útsýnar.
Allir veizlugestir frá ókeypis
snyrtivörusýnishorn.
Ljósmyndafyrirsætur Ut
sýnar 1978 valdar úr
glæsilegum hópi 30
feguröardísa.
Ragnar
Bjarnason
hljómsveit
ásamt
Þuríði
leika
fyrir
dansi
til kl. 1.
Munið aö panta borð snemma hjá yfirþjóni í síma
20221, eftirkl. 16.00.
Hjá Útsýn komast jafnan færri að en vilja.
Útsýnarkvöld eru skemmtanir í sérflokki, þar sem
fjöriö og stemmningin bregðast ekki.
Ferðaskrifstofan