Morgunblaðið - 28.04.1978, Page 30

Morgunblaðið - 28.04.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 Víkingar slökuöu á er stórsigur blasti við gegn meisturunum VÍKINGAR höfðu mikla og óvænta yfirburði yfir Val framan af leik iiðanna í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi. Náðu VíkinKar sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum o)? leiddu 11.4 í leikhléi, en í seinni hálfieiknum tókst Vaismönnum að minnka muninn. þó ckki nægjanlega til að sigur Víkinga væri í hættu. 19.16 urðu úrslitin Víkingi í vil og liðið bætir því FII í úrslitum keppninnar — væntanlega um næstu helgi. Sigurinn í leiknum í gærkvöldi er mikil sárabót fyrir Víkinga eftir hrakfarirnar í úrslitum íslandsmótsins á dögunum. Valsmenn hafa hins vegar enn ekki náð einbeitingunni og kraftinum eftir þann leik, því fór sem fór í gær og þess vegna var liðið svo hætt komið á móti Þrótti í bikarkeppninni fyrr í vikunni. Fyrstu mínútur leiksins í gær á tæplega 20 mínútna kafla án var jafnt á komið með liðunum og þess að Valsliðinu tækist að svara staðan 2:2 eftir 8 mínútna leik. Þá fór Víkingsliðið í gang svo um munaði og liðið skoraði sjö mörk Knattspyrnudómarar kvöld í Muniö fundinn meö STOAKES Kennaraháskólanum kl. 20.30. Dómarar fjölmennið. K.D.S.I. áþökogvegginýrraoggamalla bjgginga. Nýja hússtálið er fáanlegt í ýmsum litum, lengdum og gerðum. Það er auðvelt að sníða, klippa og leggja. Hefur verið sett á allmörg hús hér á landi og líkar frábærlega vel. Komið — hringið — skrifið, við veitum allar nánari upplýsingar. Komið meö teikningar, viö reiknum út efnisþörf og gerum verötilboó. (nJa) PLANNJA yJ y Sænsk gæðavara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 fyrir sig. Staðan var orðin 9:2 fyrir Víking og Val virtust allar bjargir bannaðar. Víkingarnir voru ákveðnir í sókn og vörn, en Valsmönnum að sama skapi mis- lagðar hendur auk þess sem heppnin fylgdi liðinu engan veg- inn. Sjö marka munur var á liðunum í leikhléi, 11:4 fyrir Víking. Þorbjörn Jensson byrjaði seinni hálfleikinn á því að gera tvö lagleg mörk, en Víkingar skoruðu tvíveg- is. Þorbjörn skoraði aftur, en Olafur Jónsson gerði tvö horna- mörk fyrir Víking. Staðan 15:8 og rúmar 20 mínútur eftir af leikn- um. Er hér var komið sögu var leikurinn í rauninni unninn fyrir Víkinga og þeir slökuðu á. Vals- menn gengu á lagið og gerðu sex mörk á móti einu á næstu mínútum. Aðeins tveggja marka munur á liðunum og greinilega farið að fara um ýmsa eldri Víkinga. — Ég trúi því ekki að sagan endurtaki sig frá úrslita- leiknum í íslandsmótinu, sagði einn þeirra. En Víkingarnir voru ekki á því að láta mistökin frá því fyrir viku endurtaka sig. Hingað og ekki lengra, sögðu þeir og síðustu mínútur leiksins gerðu þeir 3 mörk gegn 2 og unnu 19:16. í lokin misstu Víkingar þó leikmenn út af í fjórar mínútur og bæði lið misnotuðu eitt vítakast. Víkingsliðið mætti mjög ákveðið til leiks að þessu sinni, enda höfðu þeir heitið því að ekkert yrði gefið eftir í leiknum. Þeir skyldu ná fram hefndum, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Kristján Sigmundsson varði sérlega vel í fyrri hálfleiknum og þá léku þeir hver öðrum betur, Viggó, Þorberg- ur og Páll. I seinni hálfleiknum fór liðið sér hægar enda sigurinn í Karl Benediktsson dregur ekki af sér er hann stjórnar sínum mönnum gegn Val, Magnús Guðmundsson fylgist með leiknum og hefur greinilega eitthvað til málanna að leggja. Þróttur sigraði Fylki 2:0 ÞRÓTTUR vann Fylki 2i0 í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Fyrra mark sitt skoruðu Þróttarar þegar á 3. minútu leiksins og var þar að verki Þorgeir Þorgeirsson. Síð- ara markið kom siðan ekki íyrr en 2 mínútur voru eftir af leiktímanum, en þá skoraði Páll Ólafsson. Heiðurinn af báðum þéssum mörkum Þróttara átti Sverrir Brynjólfsson. Þróttarar voru betri aðilinn í þessum leik, en með meiri grimmd hefði Fylkir átt að geta skorað í leiknum. en Árbæjarliðið hefur enn ekki skorað mark í mótinu. Staðan ( Reykjavikurmótinu er nú þessi, VfkinKur 4 3 0 1 9.3 7 KR 4 2 2 0 6.1 7 Valur 4 2 0 2 13.4 6 Þróttur 4 2 11 5.3 5 Fram 3 111 3.3 4 Fyikir 4 0 2 2 0.7 2 Ármann 4 1 0 3 2.17 2 MARKAHÆSTIR í MÓTINU, Guðmundur Þorbjörnsson, Val, 4 Ingi Björn Albertsson, Val, 4 Gunnar Örn Kristjánsson, Vík- ingi, 3 Páll Ólafsson, Þrótti, 3 Arnór Guðjohnsen, Víkingi, 2 Atli Eðvaldsson, Val, 2 Jóhann Torfason. Víkingi, 2 Sigurður Indriðason, KR, 2 Sverrir Herbertsson, KR. 2 augsýn. Björgvin, Arni og Ólafur léku allir vel. Valsliðið var hvorki fugl né fiskur framan af þessum leik, en í seinni hálfleiknum höfðu þeir allt að vinna, engu að tapa. Þorbjörn Jensson skoraði þá falleg mörk og var drjúgur í vörninni. Hann lék þarna sinn bezta leik á keppnis- tímabilinu og frammistaða hans var öðrum leikmönnum hvatning. Það dugði þó ekki til, forysta Víkinga var of mikil. Valsmenn geta þó vel unað við árangur sinn í vetur eftir dapra byrjun. íslands- meistaratitill og 3.-4. sæti í bikarkeppninni. Eins og áður sagði leika Víking- ur og FH til úrslita í bikarnufn að þessu sinni og er ætlunin að leikurinn fari fram um helgina. Verður þar eflaust um hörkuleik að ræða og þó margir álíti Víkingana sigurstranglegri er rétt að minnast þess að FH vann annan leik liðanna í íslandsmót- inu, en hinum lauk með jafntefli. Mörk Valsi Þorbjörn Jensson 5, Jón H. Karlsson 4 (3v), Gísli Blöndal 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Stefán Gunnarsson 1. Mörk Vikingsi Viggó Sigurðs- son 6 (lv), Þorbergur Aðalsteins- son 4, Björgvin Björgvinsson 3, Ólafur Jónsson 2, Árni Indriðason 1, Páll Björgvinsson 1, Sigurður Gunnarsson 1, Magnús Guðmundsson 1. Misheppnuð vítaköst. Brynjar Kvaran varði frá Sigurði Gunnars- syni og Jón Karlsson skaut fram- hjá. Brottvísanir aí leikvelli. Víkingarnir Skarphéðinn Óskars- son, Páll Björgvinsson, Magnús Guðmundsson og Þorbergur Aðal- steinsson í 2 mínútur hver. - áij. Hörkuleikir f Höllinni ÞRÍR MJÖG þýðingarmikiir leikir verða í handknattleik í Laugardalshiillinni í kvöld. Klukkan 19 leika Þróttur og FH í úrslitum 2. flokks karla og er þetta fyrsti leikurinn í úrslitakeppni þess aldurs- flokks. Klukkan 20 hefst síð- ari leikur Fram og FH í úrslitum 1. deildar kvenna. en Fram vann fyrri leik liðanna í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Síðasti leikur kvöldsins er sfðan á milli Fram og KR f 1. deild karla. Liðin leika tvo leiki um það hvort þeirra þarf að berjast við IIK um sæti í 1. deild næsta vetur. KR-ingar unnu fyrri leikinn með sex marka mun og ættu að sleppa frá fallharáttunni án frekari átaka. HOFÐINGLEG GJOF TIL ÍÞRÓTTAFÓLKS FÁI ÉG einhverju ráðið verður þessari aðstoð haldið áfram á næstu árum og von- andi í auknum mæli, sagði Björgvin Schram, umboðsmað- ur Adidas á íslandi, á fundi með íþróttafólki og forystu- mönnum þess í fyrradag. Björgvin hafði þá tiikynnt að hann og Adidas-fyrirtækið hefðu ákveðið að styrkja ís- lenzka fþróttamenn með þvf að sfnum frá Adidas og einnig knattspyrnudómarar. Áður höfðu félög og sérsambönd tekið við gjöfum frá fyrrnefnd- um aðilum. KKÍ og HSÍ til landsliðs og tveggja félagsliða, Knattspyrnusambandið fyrir landsliðið, íslandsmeistarar Akraness og bikarmeistarar Vals f knattspyrnu og íslands- meistarar Þróttar í blaki. afhenda þeim að gjöf íþrótta- vörur svo sem búninga, skó, töskur o.fl. að andvirði 4.5 milljónir króna á þessu ári. í kaffisamsæti á miðvikudag- inn fengu fþróttamenn í ýms- um greinum afhentar höfðing- legar gjafir. Afreksfólk í frjáls- um fþróttum, hadminton, golfi, lyftingum og fleiri íþrótta- greinum tók þá á móti gjöfum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.