Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 7 eftir séra Jón Auðuns HUG- VEKJA Postulasagan segir frá mönnum, sem undrun lostnir stóöu og horföu til himins. Vikurnar frá páskamorgni höföu þeir lifað líkt og á landamær- um draums og vöku, og þó haföi þá vissulega ekki veriö aö dreyma. Einu sinni enn var hann sýnileg- ur hjá þeim, en þá gerðist þaö, aö „Ský nam hann burt frá augum þeirra", en samstundis stóöu hjá þeim tveir menn í hvítum klæöum og segja viö þá: „... Þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuö hann fara til himins". Allt líf lýtur sínum lög- málum. Birtingar hins upprisna Krists áttu sitt afmælda skeiö, því aö Paradís er áfangi sálarinn- ar á leiö hennar til hærri heima. Ekki svo aö kristur hætti þá aö vera stríöandi söfnuöi sínum á jöröu nálægur, er hann hvarf frá landamæraheimi efnis og anda til æöri heimkynna, sem á máli Ritningarinnar heitir Himinn, eða Himna- ríki. Vissan um daglega návist hans varö þeim hvati þess dæmalausa hugrekkis, sem þeir sýndu í þeirri baráttu, sem beið þeirra. En þáttaskil í lífi hins upprisna Krists veröa meö svokallaðri „himna- för“ hans. Að öörum kosti er uppstigningardagurinn markleysa. Jesú misskildu orö hans. Því liggur nærri aö líta svo á, aö sitt hvaö af ummæl- um Ntestam., sem boöa endurkomu hans, sé bein- línis mistúikun á oröum, sem hnigu aö upprisunni, þegar hann kom aftur til lærisveinanna og annarra þeirra, sem vottar uröu aö birtingum hans. En hvað sem um þaö kann aö vera er hitt víst, aö í kristinni boðun og bókmenntum fer ekki lítið fyrir þeirri hugmynd, aö Kristur muni aftur koma til jarðar, og sú koma hans oftast sett í samband við heimsendi og dómsdag. Fyrir þeim hugmyndum fer raunar minna nú en tíöast var áður fyrr, og þær hafa verið túlkaðar á ýmsa lund. Bernhard Shaw hefur af ööru oröið frægari en því, aö rita það, sem sérlega þarflegt þykir kirkju og kristindómi. Þó var hinn heimsfrægi háöfugl al- vörumaður mikill, en lífsal- vöru sinni valdi hann form aö sínu höföi, eins og fram kemur ekki sízt í hinum mikla harmleik hans um meyna frá Orleans, Jó- hönnu frá Arc. Stórkostlegur er hinn stutti eftirleikur, sem fer fram í svefnhúsi Frakka- konungs. Þá eru liöin 25 ár frá því, er hiö saklausa undrabarn haföi verið Ef hann kæmi aftur Orö „hvítklæddu mann- anna" um, aö Jesús muni koma aftur meö sama hætti og lærisveinarnir sáu hann stíga upp, hafa orðið hvati endurkomu- vona kristinna manna. Sú saga er löng og aö mestu bundin hinum kristnu hug- myndum um heimsslit, heimsendi. Eölilegast er aö hugsa sér, aö ýms ummæli, bæöi Jesú sjálfs og annarra, um endur- komu hans til jaröarinnar muni mistúlkun á upprisu hans. Þannig kom hann aftur, samkvæmt einróma vitnisburöi guðspjallanna, sýnilegur, heyranlegur og áþreifanlegur. Guöspjöll, og guöspjall Jóhannesar ekki sízt, sýna þrásinnis, hve jafnvel lærisveinar brennt á báli fyrir galdra og trúvillu! Mærin birtist konungi Frakklands í svefni, og þar mætast þeir lífs og liönir, sem átt höföu voðasök á dauöa meyjar- innar. En nú er margt orðið breytt: Kirkjan, sem brenndi hana á báli, er búin aö gera hana aö dýrðlingi, og hópurinn all- ur í svefnhúsi Frakkakon- ungs keppist viö aö sýna henni lotningu, sem hún undrast stórlega og átti ekki von á. í fögnuði sínum yfir þessum óvæntu viötökum býöst hún til aö koma til jarðarinnar aftur og fullkomna þaö verk, sem henni haföi með glæpsamlegu ofbeldi og svikum verið meinað aö Ijúka viö. Til þess er hún fús í fögnuöi sínum, þegar hún sér alla hina fornu féndur og bööla veita sér lotningu. Þá færast skyndilega dimmir skuggar yfir sviðiö, og allir þessir menn, höfö- ingjar ríkis og kirkju, sem meö hástemmdu lofi höföu tignað hana fáum augnablikum fyrr, fjar- lægjast hljóölega. Hver af öðrum hverfa þeir inn í skuggana, sem leika um sviðið. Enginn þeirra vildi veita henni fylgd ef hún kæmi til jarðar aftur. Hitt var auðvelt, aö dá hana og tigna sem dýrðling á himn- um! Áreiðanlega vakir ekki þaö eitt fyrir Bernhard Shaw meö þessum snjöllu leikslokum, aö fella harö- an dóm yfir þeim valds- mönnum ríkis og kirkju, sem drýgöu hinn dökka glæp á meynni frá Orleans, sem þannig dó á bálinu í Rouen 30. maí 1431, aö út úr logunum heyröist síðast, að hún hrópaði hátt nafnið, sem henni var kærast: Jesús! Bernhard Shaw var eng- inn stríðsmaður kristni og kirkju, en meö þessum frægu leikslokum vill hann vafalaust kenna samtíö sinni og komandi kynslóö- um að spyrja: Hvernig yröi Jesú tekiö í kristnum heimi, ef hann kæmi hing- aö aftur? Myndu allir þeir, sem í oröi tigna hann og meö knéfalli veita honum fúslega lotningu, veröa komu hans fegnir? Hvernig yröi honum tek- iö í kirkjunni, sem ber nafn hans en hefur meö kenn- ingum, kreddum og prjáli þokast langt frá leiðum hans? Hvernig yröi honum tekið í herbúðum stjórn- málamannanna, sem ósparir eru á yfirlýsingar um fylgi við hann, en láta samt sem þeir sjái ekki hróplegt ranglæti á mörg- um sviöum og ótal athafn- ir í lögum og stjórnsýslu, sem eru í æpandi ósam- ræmi viö orð hans og boðskap? Hvernig yröi honum tekiö af þeim, sem utan vébanda kristins samfélags kjósa sér stööu? Er það alveg víst, aö verst yrði honum tekiö þar? Spurðir vakna hér þúsundfalt fleiri en svarað veröur. Hvítasunnukappreiöar veröa haldnar eins og venjulega II. hvítasunnu- dag. Keppnisgreinar eru sem hér segir: 250 m skeiö, 250 m, 350 m, og 800 m stökk og 800 m brokk. Gæöingakeppni í A og B flokkum og skrásetning fyrir unglingadeildina. Lokaskráning fer fram mánudaginn 8. maí á skrifstofu félagsins, frá kl. 13—18. Sími 30178. Ath. Gæöingar veröa dæmdir laugardaginn 13. maí kl- 14—17. Hestamannafélagið Fákur. Námskeið fyrir gæðingadómara Landsamband Hestamannafélaga hefur ákveöiö aö halda dómaranámskeiö fyrir þá gæðingadóm- ara er áöur hafa lokið prófi í þeirri grein. Gert er ráö fyrir aö hér veröi eingöngu um aö ræöa upprifjun fyrir þá sem hafa dómararéttindi cg hefst náskeiöiö í félagsheimili Fáks laugardaginn 13. maí kl. 10.00 f.h. Námskeiöiö stendur í tvo daga og þátttöku ber aö tilkynna í síma 30178 og veröa þar veittar nánari upplýsingar. Stjórn Landsambands Hestamannafélaga. NÝJUNG! VATNSN UDDTÆKIÐ FRÁ GROHE ER BYLTING Þaö er eins og aö hafa sérstakan nuddara i baöherberginu heima hjá sér, slfk eru áhrif vatnsnuddtækisins frá Grohe. Frábær uppfinning sem er oröin geysivinsæl erlendis. TilvaliÖ fyrir þá sem þjást af vöövabólgu, gigt og þess háttar. Hægt er aö mýkja og heröa bununa aö vild, nuddtækiö gefur 19-24 lítra meö 8.500 slögum á minútu. Já, þaö er ekkert jafn ferskt og gott vatnsnudd. En munið aö þaö er betra aö hafa „orginal" og þaö er GROHE. Grohe er brautryöjandi og leiöandi fyrirtæki, á sviöi blöndunartækja. RR BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 4. SfMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.