Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 Verður Bjamaborg Mðlýst? Borgarstjórn Reykjavikur hefur sampykkt að friölýsa meö svo- nefndri B-friðun eöa utanhúss 10 gamlar og merkar húseignir, sem eru í eigu borgarinnar sjálfrar. Hafði umhverfismálaráö borgar- innar haft 11 gamlar byggingar borgarinnar til umsagnar meö tilliti til friðunar aö beiðni borgar- stjóra, og mælt meó B-friólýsingu á Þeim öllum, eftir að borgar- minjavörður haföi gert úttekt á þeim. Ellefta húsiö er Bjarnaborg, sem borgarráö hikaöi við og frestaði ákvörðun, en baó um frekari úttekt en gerð haföi verió á ástandi hússins. Sumum gömlum Reykvíkingum mun vafalaust finnast skörin vera farin aö færast upp í bekkinn, þegar lagt er til aö friöa gömlu Bjarnaborg, sem lengi var talin meö Selbúðum, Suðurpól og Norðurpól til fátækrahíbýla. En svo var ekki alltaf. Bjarnaborg var eitt voldug- asta stórhýsi höfuðstaöarins fyrstu ár aldarinnar. Þótti umhverfismála- ráöi borgarinnar ekki síöur ástæöa til aö vernda eitt eintak af fyrstu stóru fjölbýlishúsunum, sem byggö voru til aö leigja því fólki er streymdi úr sveitum, til að flytja á mölina og byggja upp Reykjavík, en villur og glæsihús efnafólks frá þeim tíma. Bjarnaborg er þannig nokkuó annars eðlis en hin húsin, sem friðlýst veröa, einstæö bygging og þáttur í sögu Skuggahverfisins og borgarinnar í heild. En það var einmitt á fyrsta áratug aldarinnar aö Reykvíkingum fjölgaöi hraðast, nálægt 6% á ári allt tímabilið 1893 —1914,sem svarar til tvöföld- unar á 11 —12 árum. „Ég sá Reykjavík kasta af sér moldarkofunum. Ég sá Bjarnaborg, voldugasta stórhýsi höfuöstaöarins fyrstu ár aldarinnar, rísa af grunni,“ segir Jón Bjarnason, sonur Bjarna Jónssonar, dannebrogsmanns, snikkara og árum saman fátækra- fulltrúa í Reykjavík, sem einmitt byggöi Bjarnaborg, í viðtali í bókinni „Viö sem byggöum þessa borg". „Bjarnaborg er járnvarið timbur- hús og skiptist í fimm hús, þrjú í miðbyggingu og eitt í hvorri þver- byggingu fyrir sig,“ segir í úttekt borgarminjavarðar. „Á miðri fram- hlið hússins eru svalir með útskuröi og byggingarnar hvor til sinnar handar eru eins. Þaö stendur við Vitatorg og nýtur framhlið þess sín vel, enda var torgið ráðgert þegar húsið var byggt. Þar sem húsið var ætlað hundrað manns og vatnsból voru fá, lét Bjarni grafa brunn austan við húsið. Þar var enn fremur geymsluskúr, hólfaður í tíu rúm, eitt fyrir hverja íbúð. í húsinu hefur alltaf búiö mikill fjöldi fólks. T.d. bjuggu þar 150 manns árið 1920, en eftir það hefur íbúum farið fækkandi, 1950 voru þeir 50 og 42 skv. manntali 1976." í umræðum kom það fram, að jafnframt því sem friðun yrði komiö á húsið að utan, þarf það mikillar viðgeröar. Gangar eru þröngir og einkum þarf að bæta snyrtiaðstööu og böð með þessum litlu íbúðum, og er það einkum kostnaðarsamt. Á útskurði framan á Bjarnaborg stendur ártalið 1902. Bjarni Jónsson, snikkari, sem húsið er kennt við, byggði það og hefur sjálfsagt teiknað það sjálfur. Um þetta segir Jón sonur hans í fyrrnefndu viðtali: „Það er of langt mál að telja upp öll hús, sem faðir minn byggði með sveinum sínum og nemendum, en þau báru nær öll annan svip en gömlu húsin og settu því algerlega nýjan svip á hinn verðandi höfuðstað. Hann teiknaði húsin sjálfur og sá um allt, frá því smæsta til hins stærsta. Man ég það, að mjög snemma fór ég að hjálpa honum með teikningarnar, enda lá ég yfir honum öllum stundum .. . Meðal húsanna, sem hann byggði, og stærsta stórvirkið var Bjarnaborg. Fékk hún fljótt það nafn og var kennd við hann. Ég er sannfærður um, að þó einhver réðist nú í það að reisa skýjakljúf hér í Reykjavík, þá mundi það ekki vekja meiri athygli heldur en bygging Bjarnaborgar árið 1902. Faðir minn mun hafa ráðist í þá byggiii gu 1901 og lokiö henni árið eftir. Það þótti miklum tíðindum sæta að byggja hús með 15 íbúðum. Það er að vísu ekki hátt í loftinu, en þá fór helmingi meira fyrir því en nokkru öðru húsi í Reykjavík. Faðir minn byggði Bjarnaborg fyrir eigin reikning, eins og líka mörg hús önnur og þá þau stærstu eins og Laugaveg 18 og Laugaveg 30. Eg man vel þegar faðir minn var að vinna að frum- teikningu Bjarnaborgar — og hann var ekki lengi að því. Ég held mér sé óhætt að segja, það það hafi verið fyrsta teikningin, sem ég hafi hjálpað honum dálítiö með, en þá var ég aðeins 13—14 ára gamall. Lóðin, sem húsið átti á standa á, var þá fyrir innan bæ, og ég man aö það var eitt áhyggjuefni föður míns, að langt yrði að sækja vatn í brunn. Hann gerði sér því lítið fyrir og lét grafa mikinn brunn, einn hinn mesta í bænum, hlaöa hann og fullgera á ótrúlega skömmum tíma og var þetta um langt árabil helzti brunnurinn fyrir íbúana í innan- verðu Skuggahverfi." Þessi forsjálni Bjarna átti eftir að koma sér vel, því íbúar Bjarnaborg- ar voru einu íbúar Skuggahverfis- ins, sem sluppu við taugaveikina, þegar taugaveikifaraldurinn var rekinn til vatnsins í Móakotslind 1906, eins og segir frá í bók Knuds Ziemens, „Úr borg í bæ“. En hann segir að svo stórt vatnsból sem Bjarnaborgarbrunnurinn hafi aldrei verið gert í Reykjavík fyrir eitt hús. „Margir menn unnu að bygging- unni," segir Jón Bjarnason, „undir stjórn föður míns. Fyrst hófst hann handa um að láta höggva svokall- aða álnarsteina upp í holti og láta draga þá á sleðum að vetrinum. Þeir voru notaðir í grunn hússins og eru þessir álnarsteinar undir því öllu. Að vetrinum voru allar hurðir og gluggar, og einnig ýmsar innréttingar, smíðaðar á verkstæð- inu í Grjóta, en á sumrin var svo unnið að því að reisa húsið. Efnið sjálft fékk hann að mestu úr gömlum húsum. Þá hafði verið ákveðið að rífa öll gömlu húsin. sem stóðu við Strandgötuna (Hafnar- stræti) allt frá núverandi Ingólfs- hvoli og að Búnaðarbankanum. Faðir minn keypti þessi hús til niðurrifs, en viðir í þeim voru mjög góðir, og notaöi hann þá í Bjarna- borg. Þannig fékk hann viði ódýrari en annars staðar hefðu verið til byggingarinnar." Bjarni færðist líklega of mikið í fang, var í útgerð og rak timbur- verzlun. Og Jón segir frá því að þegar hann var búinn að tapa fé Framháld á bls. 30 fundum hafa hvað eftir annað orðið tilefni til stefnumótunar og framkvæmda á vegum borgarinn- ar og mætti nefna fjölmörg dæmi um slíkt. Sýnir þetta bezt, hverja þýðingu lífrænt samband af þessu tagi milli borgarbúa og borgar- stjóra hefur. I þessum nánu tengslum felst meginstyrkur meirihlutans í borgarstjórn. Borgarbúar hafa með beinum og óbeinum hætti svo mikil áhrif á val manna í borgar- stjórn og stefnumótun borgar- stjórnar, að lengra verður tæpast komizt í þeim lýðræðislegu stjórn- arháttum, sem við Islendingar viljum halda í heiðri. Farsæll borgarstjóri Annan meginstyrk meirihluta sjálfstæðismanna í borgarmálum má nefna. Jafnan hefur tekizt vel til um val borgarstjóra. Birgir Isl. Gunnarsson er nú að ljúka fyrsta heila kjörtímabili sínu sem borgarstjóri. Engum getur lengur dulizt, að hann hefur haldið myndarlega á lofti því merki, sem hann tók við úr höndum Geirs Hallgrímssonar og fyrirrennara hans í borgarstjóraembætti, sem hver af öðrum hafa komið mjög við sögu borgarmála og þjóðmála á undanförnum áratugum. Borgar- stjóri hefur reynzt traustur og farsæll í starfi og nýtur vinsælda og hlýhugs meðal borgarbúa. Birgir Isl. Gunnarsson á að baki langan feril í borgarstjórn Reykja- víkur. Hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn, kornungur maður, 1962, og skipaði þá baráttusæti á lista sjálfstæðismanna. Hann var þá þegar kjörinn til starfa í borgarráði og á því að baki 16 ára starf í borgarstjórn. A þessum tíma hefur hann safnað mikilli reynslu og víðtækri þekkingu á málefnum borgarinnar og borgar- búa, þekkingu og reynslu, sem konia honum að góðu gagni nú í starfi horgarstjóra. Þessi trausta og örugga forysta, sent meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lýtur, er kjósendum í Reykjavík mikil trvgging. Þeir vita að hverju þeir ganga, þegar þeir kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn. Þeir þekkja störf borgarstjóra og borgarstjórnar- meirihlutans. Hins^ vegar hafa borgarbúar enga hugmynd um, hver taka mundi við forystu í málefnum borgarinnar, ef sjálf- stæöismenn misstu meirihluta sinn. Það væri allt eins líklegt, að borgarstjórarnir yrðu þrír, einn úr hverjum minnihlutaflokkanna, því að vafalaust mundu þeir eiga afar erfitt með að koma sér saman um borgarstjóraefni. Þegar þetta er haft í huga verður ljóst, að einn helzti styrkur sjálfstæðismanna í borgarstjórn er traustur og farsæll borgarstjóri. Sterk málefna- leg staða Sú baráttuaðferð minnihluta- flokkanna í borgarstjórn að telja borgarbúum trú um, að sjálf- stæðismenn séu öruggir um meiri- hluta sinn er kannski fyrst og fremst vísbending um, að þeir telja, að málefnaleg staða Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn sé svo sterk, að þeir muni skammt komast með málefnalega gagnrýni á störf borgarstjórnarmeiri- hlutans. Þetta er áreiðanlega rétt mat hjá minnihlutaflokkunum. Meirihluti sjálfstæðismanna hefur borið gæfu til að endurnýja málefnalegt starf sitt með þeim hætti, að vel hefur dugað. Á borgarstjóraárum Geirs Hall- grímssonar var mest áherzla lögð á skipulagsmál, varanlega gatna- gerð og hitaveituframkvæmdir. Á síðari árum hefur vaxandi áherzla verið lögð á margvíslega félags- lega þjónustu, ekki sízt við aldraöa og nú að undanförnu hefur borgar- stjórnarmeirihlutinn beint ath.vgli að atvinnuuppbyggingu í Reykja- vík. Miklu fjármagni hefur verið varið til atvinnuuppbyggingar í öðrum landshlutum, og telur enginn það eftir, en Reykvíkingar hljóta að gera sérstak átak til þess að halda sínum hlut. Einu gildir hvort litið er til atvinnumála, niálefna aldraðra, dagvistunar- mála, skipulagsmála, uppbygg- ingar nýrra hverfa eða annarrar þjónustustarfsemi við borgarbúa. I öllum þessum málaflokkum er vígstaða sjálfstæðismanna sterk. Auðvitað er ekki hægt að gera allt sem menn hafa áhuga á. Auðvitað verða fjölmörg málefni að sitja á hakanum og bíða betri tíma. Ábyrg fjármálastjórn hefur einmitt verið eitt aðalsmerki sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þess vegna er ekki gengið lengra en fjárhagurinn leyfir hverju sinni. Þegar á heildina er litið, lýð- ræðislegt val framhjóðenda, náið samband við borgarbúa, trausta og örugga forystu borgarstjóra, sterka málefnalega vígstöðu í borgarmálum, ætti Reykvíkingum ekki að veitast erfitt það val, sem þeir standa frammi fvrir eftir þrjár vikur. En aðalhættan er í því fólgin, einmitt vegna þessarar sterku vígstöðu sjálfstæðismanna, að margir kjósendur segi við sjálfa sig, að Sjálfstæðisflokkur- inn sé öruggur um að halda meirihluta sínum og sitji þess vegna heima eða sinni kosningun- um ekki að öðru leyti. Andvara- leysið er því hættulegasti and- stæðingur borgarstjórnarmeiri- hlutans og aö því þurfa stuðnings- menn hans aö vinna að vekja borgarbúa til umhugsunar um borgarmálefni og hvað við mundi taka, ef meirihlutinn tapaðist nú á næstu vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.