Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Akureyrar Minningarmót um Halldór Helgason var síðasta keppni félaKsins á þessu starfsári, en mótinu lauk sl. þriðjudag. 12 sveitir mættu til leiks og var spilað með Board a match fyrirkomulagi. Landsbankinn á Akureyri gaf verðlaunin tii mótsins. Þetta er í annað sinn sem keppnin fer fram og sigraði sveit Páls Pálssonar að þessu sinni, en sveitin sigraði einnig keppni þessa í fyrra. Með Páli eru í sveitinni: Frímann Frímannsson, Magnús Aðal- björnsson, Gunnlaugur Guðmundsson og Soffía Guðmundsdóttir. Keppnin var mjög jöfn og skemmtileg eins og eftirfarandi úrslit bera mér sér: Páll Pálsson 190 Ingimundur Árnason 189 Angantýr Jóhannsson 182 Alfreð Pálsson 181 Páll H. Jónsson 165 Gylfi Þórhallsson 156 Sigurður Víglundsson 147 Arnar Daníelsson 140 Meðalárangur 168 Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson en hann hefir stjórnað keppnum félagsins í vetur sem undanfarin ár. Bridgefélag kvenna: Eftir tvær umferðir í hrað- sveitakeppni félagsins, eru nú eftirtaldar sveitir efstar: Hugborg Hjartardóttir 1.224 Gunnþórunn Erlingsdóttir 1.204 Bjarni Jónsson 1.136 Þóra B. Ólafsdóttir 1.135 Guðrún Einarsdóttir 1.117 Sigríður Jónsdóttir 1.112 Sigríður Ingibergsdóttir 1.106 Meðalskor> 1.080 stig. Næsta umferð verður spiluð í Domus Medica, mánudaginn 8. nfaí n.k., og hefst keppnin kl. 20 stundvíslega. Samsýning í Galerie SÚM Ólafur Mixa formaður Rauða kross íslands: Um þessar mundir sýna fjórir framúrstefnumenn verk sín í Galerie SÚM. að Vatnsstíg 3 (bakhús). Eru þetta þeir Birgir Andrésson. Kees Visser. Kristján G. Harðarson og Ólafur Lárusson. Allt eru þetta ungir menn, er þræða fast hefðbundnar leiðir skjalfestrar •nýlistar á norðanverðu megin- landinu og munu lærðir í fræðum líkt og Performans, Happening, Events o.fl. — gjörníngum, uppákomum, atburðum ... Við þetta er m.a. unnið með ljósmynda- og kvikmyndavélum, myndsegulböndum (video- stereo), segulböndum o.fl. — o.fl. — Þá eru gerðar bækur, sem til alls annars eru ætlaðar en lestrar, og nefndar eru þá jafnvel skúlptúrvérk. Hér hefur sem sagt nútímatæknin haslað sér völl og brúnar fram í hágír. Það iætur að líkum, að hér eru frumstæð tæki líkt og litir og penslar forneskja einber, sem tímasóun er að víkja hugsun að, ' nema þá sem léttvægum hjálp- artækjum. Þyngdarpunktur sýningarinnar virðist hafa verið sá gjörníngur við opnun hennar, er Ólafur Lárusson málaði liti regnbogans á nokkrar stórar glerrúður er héngu í skipulegri röð niður úr loftinu — og braut með höfðinu (?) jafnóðum og hann hafði lokið við að mála þær, eina í einu, og með stóiskri ró, — og að lokum lágu glerbrotin ein á víð og dreif um gólfið á því afmarkaða svæði er gjörníngarnir fóru fram. Þeir er ekki urðu vitni að þessari athöfn fá því einungis að sjá marglit glerbrotin á gólffletinum auk frámunalega óskýrrar hreyfi- myndar á sjónvarpsskermi af athöfninni (í svart hvítu) — en sennilega heyrir það gjörníngunum til, að myndin er óskýr og illa tekin — slíkt ertir réttilega sjónkirtla og taugar áhugasamra skoðenda. Eðlilega væri til of mikils mælst, að Alþjóða rauði krossinn Hinn 8. ,maí n.k. eru 150 ár liðin frá fæðingu Henri Dunants stofnanda Rauða krossins. Sagt hefur verið, að ýmsar stórar uppgötvanir og hugmyndir verði til fyrir tilviljun, t.d. þegar Flemming uppgötvaði pennisy- línið. En þá á vissulega við, sem einnig er mælt, að slíkar tilvilj- anir hendi þann huga, sem er reiðubúinn, réttur maður á réttum stað verði fyrir þeim á réttum tíma; hugmynd eða einhver grunur hafi verið á kreiki í hugskoti viðkomandi sálar og fengið síðan í „tilviljun- inni“ skyndilegt tækifæri til að hendast upp á skilgreinanlegan veruleika hugljómunar og síðan athafna. I huga Dunant höfðu ýmsar mannúðarhugsjónir reikað um langa hríð áður en örlögin höguðu því þannig til, að hann varð sjónarvottur að einni mannskæðustu orrustu síðustu aldar við Solferino, heljarslóð, þar sem hann hratt í fram- kvæmd virkri aðstoð sjálfboða- liða úr nágranna þorpum við þær fjörutíu þusundir her- manna, sem lágu særðir eftir vopnaskiptin, og gilti þá einu úr hvorri vígsveit þeir komu. Þessar undanfarandi hug- m.vndir Dunants voru stórar í sniðum, og hafa sumar komist í framkvæmd. Hann hafði stofn- að félagsskap, sem varð rót að KFIJM/ KFUK hreyfingunni. Hann hafði hafið máls á hug- myndum um alþjóðadómstól og alþjóðaráð sem fjölluðu og leituðust við að leysa alþjóðleg ágreiningsmál á annan hátt en með villimennsku vopnaskaks og valdbeitingar. Við eigum í dag alþjóðadómstól og Samein- uðu þjóðirnar. Önnur hugmynd Dunants, sem ekki hefur séð dagsins ljós, er alþjóðabókasafn, stofnun, sem gerði aðgengileg og læsileg öllum jarðarbúum helstu verk heimsbókmenntanna. Kæmust þau til allra, snauðra sem ríkra, helst gefins. Slíkt væri líklegt til að hressa upp á skilning þjóða í milli, frá einu menningarsvæði til annars. En allar þessar víðfeðmu hugsjónir raungerðust í virkri aðstoð þorpsbúa í Italíu við hrjáð og særð fórnarlömb úr fjarlægum löndum, Austurríki og Frakklandi, undir kjörorði dagsins Tutti fratelli, allir eru bræður, sem einn hjálparlið- anna viðhafði í sífellu. Framhald þessa atburðar varð Rauði krossinn (RK). Al- þjóðaráð RK fékk því til leiðar komið, að 1864 undirrituðu 12 ríkisstjórnir fyrsta Genfarsátt- málann um vernd við særða og sjúka hermenn (í landi) og réttindi og hlutleysi hjálp- arsveita undir RK merkinu. Nú eru Genfarsáttmálarnir fjórir talsins og ná til verndar sjúkra og særðra hermanna á sjó, verndar striðsfanga og loks borgara í ófriði. Enn minnkar því miður ekki nauðsyn á slíku starfi. Víða um lönd eru „regl- urnar" ekki virtar, sjónarmið mannúðar og mannréttinda fót- um troðin. Víða er RK tilkallað- ur sem sá aðili sem nýtur hvað mests trausts vegna þess hlut- leysis, sem hann hefur gert að höfuðmarkmiði sínu og aflað sér oft við viðkvæmar aðstæður og vegna mannúðarstarfs þess, sem hann hefur sinnt við að bera á milli sáttarorð eða vinarkveðju eða færa saman aðskildar fjöl- skyldur o.s.frv. En nú eru mál jafnvel enn flóknari en fyrr. Línur eru óskýrari. Það er erfitt að staðsetja og henda reiður á hryðjuverkum, flóknum borgar- styrjöldum og ýmiss konar ofbeldisaðgerðum tímans. Er þetta starf í höndum Alþjóða- ráðs RK. Hin einstöku landsfélög, sem upphaflega skyldu taka að sér að hrinda þessu hjálparstarfi við stríðshrjáða í framkvæmd, hófu fljótt að færa út kvíarnar með starfsemi sína og takast á hendur annars konar hjálpar- starf hvert eftir ríkjandi að- stæðum og þörfum í sínum heimalöndum. Þessi félög stofn- uðu með sér Alþjóðasamband RK félaga 1919. Alþjóðasam- bandið sér um samstarf félag- anna, setur fram grundvallar- markmið og aðstoðar þau í starfi þeirra. Neyðarhjálp er sífellt viðfangsefni. Talið er, að aðstoðarbeiðni berist á 14 daga fresti. Stjórn framkvæmdar allrar neyðaraðstoðar er í hönd- um sambandsins og á sér stað um net tengsla milli landsfélag- anna. Á síðasta ári voru sam- þykktar ákveðnar reglur um þessi samskipti og um þær boðleiðir sem bæði beiðni og hjálp skuli berast. Er það markmið þessara reglna, að sú aðstoð sem veitt er til RK og vegna hans hvar sem er í nafni neyðarhjálpar komist raunveru- lega að fullu til skila, hún nýtist sem best og líka, að metið sé og beðið um það, sem raunverulega er brýnast. Við íslendingar höfum nýverið notið góðs af Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða aldraða konu, sem var hjálparvana er fellibylur gekk yfir Louisiana 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.