Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 23 Póker sig hafa það og urðu þeir auðheyrilega fyrir barðinu á slæmri hljóð- blöndun í fyrstu lögunum, sérstaklega hvað varðar sönginn. Þetta skánaði þó er á leið og náðu þeir upp góðri stemmningu undir lokin. Hljóðfæraskipan hljóm- sveitarinnar bíður upp á marga möguleika eins og reyndar kom fram í lögum þeirra, sem öll eru samin af þeim sjálfum. Þegar öllu er á botninn hvolft komu þeir sterkir út úr þessum hljóm- leikum. Þá var komið a að hetjun- um sjálfum, - Stranglers. Gengið var hreint til verks og keyrðu þeir á fullu í orðsins fyllstu merkingu hátt á aðra klukkustund með tilheyrandi sprikli og sviðslátum. Málm- kenndur bassatónn og ein- faldur hljómborðsleikur er einkennandi fyrir þessa hljómsveit og keimlíkar laga- smíðar þeirra runnu ein- hvern veginn saman í eitt. Margir áhorfendur kunnu hins vegar vel að meta þetta og tóku hressilega undir í lögunum „No more heroes" og „Grip on yourself". í lokin Annars munu vera ýmsir annmarkar á því að fá hingað frambærilega popp- listamenn. Til dæmis mátti sjá á aðgöngumiða hljómleik- anna sundurliðun á miða- verðinu. Kemur í ljós, að um helmingur þess fer til hins opinbera. Athyglisvert það. Stranglers léku hér á niður- settu verði, m.a. vegna eigin plötukynningar, og íslensku hljómsveitirnar sömdu um lágt kaup. Þess vegna var miðaverð ekki nema kr. 3000.-. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti það að vera á bilinu 6—8 þúsund var undirrituðum tjáð af forráða- mönnum hljómleikanna. Það er kannski ekki venja að fara mörgum orðum um löggæslu þegar fjallað er um svona mannamót, en það verður þó að segjast hér, að hún var til fyrirmyndar. Þrátt fyrir töluverða ölvun og örfáa óróaseggi, sem höfðu sig í frammi var henni stjórnað af rósemi og yfir- vegun. Framkoma lögreglu- manna, með bómull í eyrum, var í alla staði jákvæð og til fyrirmyndar. Hiti í kolunum upp við sviðið. innganginn. Þau yngstu fengu mest fyrir aurana sína og voru þeir klappaðir upp og léku þá 3 aukalög en heldur var farið að þynnast á öftustu bekkjum hússins enda margir komnir í hasar- inn upp á sviðið. Að mörgu leyti var hér um að ræða forvitnilega hljóm- leika og vel heppnaða þrátt fyrir ýmis skakkaföll í byrjun. Það er ekki á hverj- um degi sem svona lagað er á boðstólum hér — góð aðsókn ber vott um það. Hvort Stranglers eiga eftir að hafa áhrif á viðhorf íslenskra unglinga til ný- bylgju — eða ræflarokksins skal látið ósagt hér en vonandi verður þetta til þess að fleiri erlenda popplista- menn fýsi að gista ísland til hljómleika alds, því Stranglers og allt þeirra fylgdarlið voru himinlifandi yfir móttökum og aðbúnaði hér. Jg heí allt of míkið að gera” Slagbrandnr spjallar við Þóri Baldnrsson Þaö er ugglaust nær óparft að kynna Þóri Baldursson, en til öryggis er Þó ef til vill rétt aó minna menn á veru hans í Savannatrióinu hér fyrrum. Þórir hefur starfað i Þýzkalandi um nokkurra ára skeið og er búsettur Þar, en kemur Þó oft í stuttar heimsóknir hingað uppeft- ir. Hann var einmitt í einni slíkri heimsókn í liðinni viku og auðnað- ist Slagbrandi pá að ná tali af honum. — Geturóu sagt mér í stuttu máli hvað Það er sem pú hefur fengist viö eftir að Þú hélst utan? — „Þegar ég fór til Þýzkalands 1973 var ég ekkert viss um hvað ég ætlaði mér, annaö en það að reyna eitthvað fyrir mér á tónlistarsviðinu. Ég var mjðg hissa á því hve fljótt mér tókst að fá vinnu sem aðstoðarhljóð- færaleikari vió plötuupptökur. Ég fékkst við það í tvö ár og fór svo dálítiö að færa út kvíarnar, fór að fást við að útsetja og þess háttar. Þaö gekk Ijómandi vel og ég útsetti efni á plötur fyrir ýmsa þekkta hljómlistarmenn, þó þeir sem eru þekktir hérlendis séu kannski ekki margir. Þó má nefna plötu eins og t.d. Boney M, Donna Summer, Roberta Kelly og Marsha Hunt. en fyrir hana samdi ég einnig efni. Sfðan þróaöist þetta þannig eftir því sem ég komst í betri sambönd, að menn fóru aö fela mér að vera leikstjóri (produsent, producer) við plötuupp- tökur og það hef ég svo fengist við síðan; í tæpt ár.“ — í hverju ar starf Þitt sam leikstjóri fógið? — Leikstjórinn hefur yfirumsjón með gerö plötu og er mað samning við útgefandann á meðan. Hann er eiginlega nokkurs konar alis herjar verkstjóri og hlýtur svo sinn skerf af söluhagnaöi við viðkomandi plötu.* — Hvað er á döfinni hjá Þér núna í pessum efnum? — „Ég er á leiö til New York núna, til aö leikstýra plötum með tveimur bandarískum hljómsveitum. ..Metropolis'' og „First Choice". Ég leikstýrði lítiili plötu með Metropolis, þar sem hljómsveitin lék lag sem heitir „I Love New York", en þetta var á vegum New York-fylkis. Þetta lag varð allvinsælt í New York og því var ákveðió aö gefa út stóra plötu með hljómsveitinni sem flutti þaö, en sú plata er ekkl í neinum tengslum við New York-fylki. Svo bíður maður bara og vonar að einhver af þessum plötum sem maður hefur verið að gera slái í gegn, svo maður geti farið að taka sér frí og þurfi ekki að vinna svona margar plötur á ári. Hetst vildi ég ekki gera nema svona sex plötur á ári, en það sem af er þessu ári er ég búin aó gera fimm. Ég hef atlt of mikið að gera, en ef ein eða tvær af þessum plötum ganga vel, þá get ég sem sagt slakað pínu lítið á. Ég hef aldrei tíma til aö taka sumarfrí, ég kemst ekki hingaö heim nema nokkra daga í senn." — Hittirðu stundum gömlu félag- ana úr Savannatríóinu? — „Það er því miður allt of sjaldan, en við höldum þó stöðugu sambandi og við hittumst allir i fyrrasumar og hlustuðum á gömiu plöturnar og rifjuðum upp minningar frá þessum dögum. Ég vildi gjarnan koma hingað heim, en ég hef svo mikið að gera. Þegar ég er ekki í upptökum, þá er ég að undirbúa eitthvert verkefni, þannig að ég get ekki nema skroppið hingað og það heldur heimþránni við.“ —En nú varstu eitthvað að vinna héma núna, hvað er Þetta sem Þú varst að fást við? — „Það er plata með iögum eftir Jenna Jóns, sem hann Svavar Gests ætlar aö gefa út á næstunni. Það er mjög gaman að þessu fyrir mig, því fyrsta stóra platan, sem ég lék inn á, var einmitt fyrir Svavar og Einar Jútíusson, sem syngur lögin á plötunni er gamall skólabróður minn. Ég hef útsett iögln og svo spila ég sjálfur á plötunni. Ég vil gjarnan vera svolítið í þessu hérna líka og leikstýra fyrir íslendinga. Ég hef verið beðinn um það en því miður hef ég ekki haft tíma til þess." — Gerirðu eitthvað af Því að gera plötur undir eigin nafni? — „Já, þaö er núna nýkomin út plata, með lögum eftir mig þar sem ég spila með sænska gítarleikaran- um Mats Björklund og þessi plata hefur hlotið ágætar viðtökur. Við gerum vænatnlega aðra plötu saman seinna í sumar." — Hvers konar hjómlist Þykir Þér sjálfum skemmtilegust? — „Það er nú svo margt, en sennilega er heppilegast að nefna nokkur nöfn á hljómlistarmönnum sem ég hlutsta mikið á. Það eru þá t.d. jazzpopphljómsveitin „Earth, Wind and Fire" og fólk eins og Phoebie Snow, George Benson, Eric Gale. Ég hef líka mjög gaman aö Quincy Joneá og sömuleiöiö Fats karlinum Woller. Mann dreymir náttúrulega um aö komast í að leikstýra fyrir fólk af þessu tagi. Þaö er takmarkið." - SIB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.