Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 19 JÖKULL JAKOBS- SON— MLNNING Kom. fyll þitt Klas! Lát velta á vorsins eld þinn VetrarsnjáAa ytirbótarfeld! Sjá. Tíminn. það er fuyl. sem flýsur hratt. hann flýgur máske úr auiísyn þeir í kveld! (Magnús Ásgeirsson. IJr „Rubáiyát") Seint í nóvember mánuöi s.l. var nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson frumflutt í Menntaskólanum á ísafirði. Þaö heitir: „í öruggri borg.“ Það var ekki fært upp með sviðsbúnaði, búningum og öðru tilheyrandi. í stað ljóskastara var notazt við tvo leslampa, sem teknir voru traustataki úr einu heima- vistarherberginu. Jökull fór sjálf- ur með helzta karlhlutverkið. Það var gamall draumur, sem rættist þarna í fyrsta sinn, sagði hann. Það var húsfyllir. Og þrátt fyrir frumstæðan sviðsbúnað blandaðist egnum áhorfanda hugur um, að við höfðum orðið vitni að meiri háttar listviðburði. Þetta var tragikom- edia. Ekki sakaði að aðalleikarinn kunni að fara með texta ekki síður en höfundur að leggja honum orð í munn. Þegar báðir fóru á kostum fóru hláturhviður um salinn. Þetta verk lýsti höfundi sínum vel. Sjálf hugmyndin að verkinu var einföld, eins og allar snjallar hugmyndir. Söguþráðurinn var fínkembdur af óbrigðulli fagkunn- áttu. Samtölin voru listileg. Orða- leikirnir yddaðir. Húmorinn fín- legur — og frumlegur. Efnið var hápólitískt. En það var hvergi sett upp í formúlu handa einfeldning- um. Aldrei tók hann sér klysju í munn. Hvergi var boðið upp á billega lausn. Þetta var meistara- verk. Ég vissi að Jökull átti í farangrinum annað leikrit, sem hann hafði verið með í smíðum frá unga aldri. Það var „Sonur skóar- ans og dóttir bakarans", sem Þjóðleikhúsið flytur á listahátið í vor. Dóttir Jökuls sagði mér að þetta væri bezta verk, sem faðir hennar hefði skrifað. Tvö leikrit, hvert öðru betra, á einu og sama árinu. Það sýnir, hvers við máttum vænta að Jökli í framtíðinni. Það hefur margur maðurinn kvatt með minni glæsibrag. Erindi Jökuls vestur á firði á s.l. hausti var að semjá kvikmynda- Forseti Súdans í Sýrlandi 5. maí Reuter JAAÉAR Nimeiri Súdansforseti fór frá Alexandríu í Egyptalandi í dag áleiðis til Sýrlands, þar sem hann mun eiga fundi með Hafez A1 Assad Sýrlandsforseta og mun fyrst og fremst fyrir Súdansforseta vaka að reyna að jafna hinn djúpstæða ágreining og heift sem er af hálfu Sýrlendinga í garð Egypta og þá umfram allt Anwars Sadats forseta og öfugt vegna frum- kvæðis hans til lausnar deilumál- um í Miðausturlöndum. Nimeiri hefur frá upphafi mjög eindregið stutt Sadat og hefur hann undanfarna tvo daga setið á löngum fundum með Sadat og rætt má'.ið. Nimeiri sagði fréttamönn- um að hann byggist við að hægt yrði að halda fund æðstu manna helztu Arabaríkjanna innan átta vikna, ef ferð hans um Sýrland, Egyptaland og fleiri ríki tækist svo sem hann stefndi að. Súdansforseti er sem stendur forseti Arababandalagsins en aðild að því eiga 22 lönd. Sadat hefur látið í ljós ánægju sína með fyrirætlun Súdansfor- seta og kkveðst binda við hana góðar vonir. Nimeiri forseti sagði í dag að það myndi að nokkru ráðast af því hvernig fundum hans og Assads miðaði í Damaskus hvert hann færi aðþeirri ferð lokinni. handrit um líf og kjör vestfirzkra sjómanna, í samvinnu við ungan kvikmyndagerðarmann, ísfirzkan, sem nemur fræði sín í Múnchen. Auk þess grunar mig að hann hafi viijað vera samvistum við dætur sínar tvær, sem hér voru búsettar, og stóðu hjarta hans nærri. Sumir hefðu látið sér nægja að bregða sér einn túr með skuttog- ara með hljóðnema innan klæða. Ekki svo Jökull. Hann réri á rækju alla haustvertíðina með Jóni B. á Gunnvöru, 10 tonna trillu, og sleppti aldrei róðri. Það var gaman að virða þá fyrir sér í laumi: Gamla manninn og hafið og háseta hans, skáldið. Þeim þótti gott að þegja saman, sagði hann mér síðar. Þessu verki lauk Jökull líka með handbragði meistarans. Ég hlakka til að sjá þá mynd á tjaldi alveg eins og heimsóknir sjómannsins að loknum róðri voru mér til- hlökkunarefni í skammdeginu. Ég hafði veður af því að skáldið hafði áður siglt krappan sjó um dagana. I fari hans mátti kenna þann næma veikleika fyrir lífinu, sem opnar þér dyr lífsháskans. Þar hafði Jökull oft knúð dyra, en jafnan reynzt maður til að ryðja krána og leita útgöngu, stundum kannski við illan leik. því að í honum fann ég líka þann karl- mannlega þrótt, sem til þarf að bræða brotasilfur þvílíkrar lífs- reynslu á afli sínum og halda henni til skila í heilsteyptu listaverki. Þess vegna er hann aðdáunarverður. ísafirði, 3. maí 1978. Jón Baldvin Hannibalsson Er ég kom hingað til Reykja- víkur fyrir aldarfjórðungi til að setjast hér að, utanbæjarmaður- inn og öllu ókunnugur, varð Jökull Jakobsson leiðsögumaður minn. Á nokkrum vikum kynntist ég öllum og öllu, jafnt yst sem innst, síðari tímar hafa þar litlu við bætt. Allt varð mér ógleymanlegt, einkum jafnaldrarnir, sem þá voru ekki enn orðnir frægir, hvað svo sem síðar varð. Er ég hugsa til þeirra i i nú er engu líkara en Jökull hafi dregið þá upp og lýst þeim og lagt þeim til orð og æði. Þeir eru partur af þeirri Reykjavík, sem hann sýndi mér, karakterar á sviði, sem þá var mér nýtt. Löngu síðar varð mér Ijóst, að Jökuli var líka utanbæjarmaður, sem gefið var gleggra auga og næmara skyn en okkur hinum, og það sem mest var um vert, gáfa til að sýna það frá réttu horni og í réttu ljósi, sem hann sá og skynjaði. Þó leiöir skildu hélt hann áfram að kynna mér fólkið í bænum og sýna mér hvernig það bar þjáningar sínar og gleði. Þessa naut ég með öllum öðrum. Fyrir það þakka ég nú þó of seint sé. Jón Bjarman. t Systir mín, INGVELDUR BJARNMUNDSDOTTIR, Lauganesvegi 114, lést í Landspítálanum föstudaginn 5. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar. Helga Bjarnmundsdóttir. 0 / _ M i Alklæoning á þök„k»ft og veggi-úti og inni A/KLÆÐNING HENTAR ALLS STAÐAR! í A/KLÆONINGU hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut, til að gera uppsetningu einfalda og spara þér tíma og peninga. Framleiddir hafa verið ýmsir auka- hlutir svo sem, gluggakarmar, mænir, vindskeiðar o.fl. sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga. A/KLÆÐNING er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök. Margar gerðir og fjöldi lita. Leitið upplýsinga. Sendið teikningar og við gefum verðtilboð. Möguleikar A/KLÆÐNINGAR eru fleiri en yður grunar. FULLKOMIN KLÆÐNING TIL SfÐASTA NAGLA. ■ y i ' / $ | u INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.