Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 ,^4tvinmilíf hef- ur gjörbreytzt síðustu 4 árin” „IBÚUM hefur fjölsað nokkuð hér undanfarin ár. Fyrir 4 árum voru íbúar á Hofsósi 250—260 talsins, en nú eru þeir 300. Ástæðan fyrir fólksfjölg- uninni er meiri og betri at- vinna en lengi hafði verið hér,“ sagði Gísli Kristjánsson oddviti á Ilofsósi og um leið fram- kvæmdastjóri hraðfrystihúss- ins þar. „Eftir að togarafiskur fór að bcrast hingað í ríkum mæli, — en við fáum ‘/i af afla þriggja toKara hér í Skagafirði, — þá Ketur vart heitið að vinnudag- ur hafi fallið niður í frystihús- inu. bá eru gerðir út fjórir 12 tonna bátar héðan og þrír þessara báta komu hingað á síðasta ári, og að því er ég bezt veit var rekstrarafkoma þess- ara báta allsæmileg á s.I. ári. Tólf tonna bátarnir voru á netum í fyrravor og fyrrasumar, en róðrar með net voru óþekkt fyrirbrigði hér fram að því. Ástæðan fyrir sæmilegum afla bátanna í net á þessum árstíma tel ég að sé sú, að hin mikla friðun fyrir Norðurlandi sé nú farin að bera árangur. Þá má geta þess að þrír þessara báta eru nú byrjaðir róðra með þorskanet, en enn sem komið er hefur afli verið frekar tregur." — Hvernig standa hafnar- málin hér á Hofsósi með vax- andi útgerð? Höfnin stendur aukinni báta- útgerð fyrir þrifum „Málið lítur einfaldlega þann- ig út, að það er höfnin, sem stendur aukinni bátaútgerð fyr- ir þrifum. I raun er þessi höfn ekki annað en sumarhöfn. Það sem þarf að gera til að hún segir Gísli Kristjáns- son oddviti á Hofsósi batni er að dýpka hana, en víða er mjög grunnt við höfnina og eins þarf að ganga betur frá ytri varnargarðinum, frá honum hefur aldrei verið gengið endan- lega. Ef þetta tvennt yrði gert, þá eigum við von á að ókyrrðin, sem oft er í höfninni, minnkaði mikið. Auðvitað lifum við í þeirri von, að bætt verði úr hafnar- málunum, öllu er lofað, en reynslan er sú, að ávallt er öllu frestað til næsta árs; sá leikur hefur verið leikinn nokkuð lengi. 40 — 50 manns vinna í frystihúsinu „í frystihúsinu hjá okkur vinna nú 40—50 manns að jafnaði. Um reksturinn er það að segja að hann gekk allþokka- lega á s.l. ári, en við eigum nú við sömu erfiðleika að etja og önnur hús,“ segir Gísli. Á síðustu árum hefur verið unnið að endurbyggja frystihús- ið á Hofsósi frá grunni, enn- fremur hefur verið bætt við vélum og öðrum búnaði, en engu að síður hefur tekist að halda uppi fullri vinnu í húsinu. Er áætlað að breytingum á frysti- húsinu ljúki í maílok. „Við þessar breytingar á húsinu aukast afköstin og vinnuaðstaða verður allt önnur. Upphaflega var frystihúsið ekk- ert annað en 6—7 smáhýsi og voru þau aldrei hugsuð sem frystihús. Þegar ráðist var í endurbyggingu frystihússins var það tekið til bragðs að byggja bókstaflega utan um þessi smáhús og síðan hafa þau verið rifin smátt og smátt innan úr nýja húsinu, þannig að eftir stöndum við með nýtt hús.“ — Hvaða annar atvinnu- rekstur er á Hofsósi? „Það ber kannski fyrst að nefna, fyrirtækið Stuðlaberg, sem er í eign Fjólmundar Karlssonar. Stuðlaberg fram- leiðir hljóðkúta fyrir bifreiðar, og gengur rekstur þessa fyrir- tækis vel. Húsnæði þess var stækkað mikið á s.l. ári og vinna nú 10 manns hjá fyrirtækinu. Þá er saumastofa í Hofsósi, sem rekin er af Heklu og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þarna vinna 8 konur að staðaldri. Þá má geta þess að á s.l. ári var sett hér á laggirnar nýtt bifreiðaverk- stæði.“ — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir hreppsfélagsins? 4 íbúðir byggðar á vegum hreppsins „Við tókum í notkun á sl. ári fyrstu 4 íbúðirnar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins. Um þessar mundir erum við að athuga með áframhaldandi byggingar svipaðra húsa. Nú, þá er hitunarkostnaður húsa ofar- lega á baugi hjá okkur, og um Um gatnagerð er það að segja, að sveitarfélagið hefur ekki haft bolmagn til að ráðast í varan- lega gatnagerð, og veit ég ekki hvort það verður á næstunni. Hluti skólans tekinn í notkun Nýr skóli hefur verið lengi í byggingu, og hluti hans hefur þegar verið tekinn í notkun. Enn á eftir að byggja íþróttahús og mötuneyti, en lokið er við byggingu 4 kennaraíbúða. Skól- inn hér á Hofsósi er rekinn í sameiningu af sveitarfélögunum hér í kring og er börnum ekið daglega í og úr skólann. Fjöldi nemenda í vetur er nokkuð á annað hundrað." Þá sagði Gísli, að heilsugæzla væri í viðunandi horfi. Héraðshjúkrunarkona byggi á Hofsósi og læknir frá Sauðárkróki kæmi einu sinni í viku. Þegar um alvarleg sjúk- dómstilfelli væri að ræða leitaði fólk siðan á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Félagslíf í miklum blóma Ennfremur gat hann þess að félagsheimili staðarins, Höfða- borg, sem lengi hefði verið í smíðum, hefði verið vígt fyrir 5 Kennsla í sjóvinnu heíur verið tekin upp í unglingaskólanum á Hofsósi og nýtur vinsælda. Hér er ungur piltur að riða troll. þessar mundir er verið að kanna möguleika á uppsetningu fjar- varmaveitu og eiga niðurstöður að liggja fyrir, eftir tvo mánuði eða svo. Það eru Orkustofnun og RARIK sem hafa athugað möguleikann á varmaveitunni, og það sem helzt kemur til greina, er mér sagt, er kyndi- stöð, sem síðan yrði hituð upp jöfnum höndum með olíu og afgangsrafmagni. Þá má og geta þess að hér í nánd hafa verið gerðar athuganir með heitt vatn, en ekki hefur verið borað árum og væri félagslíf með miklum blóma, enda góð aðstaða til slíks í félagsheimilinu. „Hér eru öll félög starfandi, sem nöfnum tjáir að nefna, verkalýðsfélag, leikfélag, ung- mennafélag, Lionsklúbbur og kvenfélag svo eitthvað sé nefnt. Leikfélagið er t.d. að æfa leikrit, sem væntanlega verður sýnt síðast í maí. Þá starfar söngfé- lagið Harpan af miklum krafti, og það er ekki fjarri lagi að segja, að hér séu allir í ein- hverju félagsstarfi," sagði Gísli að lokum. — Þ.Ó. Milli 40 og 50 manns hafa fasta atvinnu í frystihúsinu á Hofsósi. Pakkhúsið, elzta hús á landinu, stendur í fjörukambinum á Hofsósi og er það nú í vörzlu Þjóðminjasafnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.