Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 31 — Mestu mistök Framhald af bls. 29. kjarasamningum. En fólkið hefir ekki feiigiö að sjá nákvæmlega, hvernig þetta dæmi hefði komið út. Ég tel, að út úr því dæmi hefði komið stórum minna atvinnurö- yggi. En mér finnst, að það gleymist, að allir voru sammála um, að eitthvað þurfti að gera. En hvers vegna er fólki ekki sýnt það, hvernig aðrar leiðir hefðu komið út? Við slíkan samanburð kæmi mér ekki á óvart, ef spilin hefðu verið lögð á borðið, að munurinn á þessum leiðum þýddi bitamun, en ekki fjær frá sjónarmiði launþegá og mér þykir líklegt, að sú leið, sem ríkisstjórnin fór, hafi verið skásti kosturinn. En þetta hefi ég aðeins á tilfinningunni, það átti að gera gleggri samanburð á þeim tillögum, sem lagðar voru fram í verðbólugnefndinni en gert var. — Dr. Nal Oum Framhald af bls. 21 menn. Og hvað trúarbrögð snertir, þá er öll „aftur- halds“-trú bönnuð. Og öll trú er talin afturhaldssöm nema marxismi. Búddatrú, sem verið hefur undirstaðan í kambódísku samfélagi hingað til, er útþurrk- uð, pagóðurnar gerðar að vöru- húsum. Söfnin hafa verið rænd, Búddastytturnar brotnar og trúarlegar bókmenntir brennd- ar. Jafnframt hafa allar vest- rænar bókmenntir verið eyði- lagðar eða eru notaðar til að vefja upp sígarettur fyrir her- mennina. Síðustu þrír munkarn- ir, sem ég sá, voru látnir varpa af sér gulu skikkjunum og skipað að fara að vinna á ökrunum. Þúsund ára kmera- menning er þannig glötuð. — Þá hefur peningakerfinu ekki einu verið varpað fyrir borð, heldur líka geysimiklum verðmætum af ýmsu tagi. Öll tæki, sem minna á fyrri menn- ingu, svo sem eldhústæki, bílar, ritvélar, fornmunir o.s.frv. hef- ur verið eyðilagt. Allt í þeim eina tilgangi að byrja að nýju með tómar hendur. Það eina sem máli skiptir núna er að framleiða hrísgrjón. Enginn fæst lengur við að selja eða kaupa. — Kambódía er algerlega einangruð frá áhrifum að utan, sagði læknirinn dr. Nal Oum undir lok samtalsins. Dregið hefur úr þreki þjóðarinnar vegna erfiðrar vinnu og skorts á lyfjum og hvíld, og fólkið mun hrynja niður, nema eitthvað komi til. Kambódía er enn í Sameinuðu þjóðunum, og yfir- völdin þar eru vitandi vits að brjóta mannréttindasáttmálann með .því að neita íbúunum um frummannréttindi. Og öll þessi brot gegn mannréttindum eru framin í þeim eina tilgangi að „móta“ nýjar manneskjur í það form, sem hinum háu herrum við völdin hentar. - E.Pá. — Aukin tíðni Framhald af bls. 48 um það hvort ekki væri æskilegt að brjóstmynda allar konur á aldrinum 35 ára og éldri annað hvert ár, en það er einmitt hjá konum eldri en 35 ára sern tíðni brjóstkrabbameins er mest. Hér er það auðvitað fjárskortur, sem hamlar framgangi mála eins og svo oft áður, sagði Guðmundur. Þá nefndi Guðmundur Jóhannesson, að hann væri nýkominn af ráðstefnu í Toronto í Kanada þar sem gildi hóprannsókna ýmiss konar var mikið til umræðu. Þar kom fram að menn voru almennt sammála um að brjóstamyndataka kvenna 50 ára og eldri væri æskileg og líkur taldar á því að einnig væri æskilegt að fara alveg niður í 35 ára gamlar konur, en ekki er talið æskilegt að brjóstmynda konur yngri, þar sem tíðni krabbameins hjá þeim er óveruleg. Þá gerðu menn sér vonir um að mjög umfangsmiklar rannsóknir sem nú fara fram í Bandaríkjunum geti fljótlega gefið örugg svör við gildi þessara rannsókna með brjóstmyndatökum. Að lokum sagði Guðmundur Jóhannesson að mjög ánægju- legt þróun hefði orðið í sam- bandi við tíðni legkrabbameins þar sem tilfellum hefði fækkað geysilega hin seinni ár og á s.l. ári hefðu aðeins komið 3 tilfelli á móti 36 tilfellum árið 1969. Þær rannsóknir hefðu algerlega sannað gildi sitt og nú væri svo komið, að jafnvel væru hug- myndir uppi um að draga úr þeint og nýta þann starfskraft til að fara inn á einhverjar nýjar brautir. ísland og Finn- land væru einu löndin í heimin- um sem hafa getað sýnt fram á svo góðan árangur hin seinni ár. — Nýtt lyf Framhald af bls. 1. gjörn á að sljóvga kvnhvöt. Nýja lyfið hefur meðal annars þann kost að það virðist ehgin áhrif hafa á taugakerfið. Verkanir þess eru í stuttu máli þær að það hindrar framleiðslu líkamans á efni, sem þrengir æðaveggina, en örvar aftur á móti hormóna, sem stuðla að víkkun æðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.