Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAI 1978 Jörð í Rangárvallasýslu Undirrituöum hefur veriö faliö aö selja mjög góöa bújörö í Rangárvallasýslu. Bústofn getur fylgt meö. Hugsanleg skipti á fasteign á Reykjavíkur- svæöinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Lögfræðistofa Árni Einarsson, Ólafur Thoroddsen. Laugavegi 178, Bolholtsmegin. Símar 82330 og 27210.“ m/s Hekla fer frá Reykjavík föstu- daginn 12. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörö, (Táknafjörö og Bíldudal um Patreks- fjörð), ísafjörð, Noröurfjörð, Siglufjörö og Akureyri. Mót- taka alla virka daga nema laugardag til 11. þ.m. London dömudeild auglýsir rýmingarsala í 3 daga Mánudag, priöjudag og miövikudag. Peysur Peysur Pils Blússur 8.490- 3.500- 6.900- 4.515- Nú 3.900. Nú 1.700. Nú 3.000. Nú 2.300. London Dömudeild Austurstræti — S. 14260. Einmitt iitunnn sem ég hafói hugsað mér!" „Nýtt Kópal er málning að mínu skapi. Nýja litakerfið gerir manni auðvelt að velja hvaða lit sem er, — og liturinn á litakortinu kemur eins út á veggnum. Það er verulega ánægjulegt að sjá hve nýtt Kópal uppfyllir allar óskir manns og kröfur. málning'f Nýtt Kópal þekur vel og er létt í málningu. Endingin á eftir að koma í Ijós, en ef hún er eftir öðru hjá Kópal, þá er ég ekki banginn!" — Byltingin í Kambódíu er alveg einstæð. Hún gekk svo fljótt fyrir sig, að hún eyddi á engum tíma öllu sem fyrir varð. Á fáum dögum missti landið 250 ár af þróun sinni og sögu. Byltingin lét eftir sig auðn. í landinu eru engir skólar lengur, engar borgir, engar bækur, engir peningar, ekkert. Þetta er róttæk og grimm bylting. Þetta eru orð kambódíska læknisins, dr. Nal Oum, sem var einn af flóttamönn- unum, er bar vitni um ástandið í Kambódíu við yfirheyrslurnar í Noregi 21. —23. apríl sl. Hann var aðstoðaryfir- læknir við Almenningssjúkrahúsið í höfuðborginni Phnom Penh og sérfræð- ingur í magasjúkdómum. Þaðan var hann rekinn út ásamt sjúklingunum 17. apríl 1975, er Rauðu kmerarnir tóku borgina. Síðan var hann og fluttur nauðungarflutningum á ýmsa staði í norðvesturhéraði landsins, en tókst að flýja frá Battambang til Thailands og komast til Frakklands í júlí 1976. Eftir urðu kona hans og þrjú börn, og hefur hann ekki heyrt frá þeim síðan. Kambódíumenn voru dregnir algerlega óundirbúnir inn í Indókínastríðið og allt stríðið voru þeir mjög illa upplýstir um hvað var að gerast, sagði lækn- irinn við fréttamann Mbl. — Aðeins fáir vissu nokkuð hvað þarna var um að vera. Þess vegna var síðar hægt að reka íbúana út úr borgunum, án nokkurs viðnáms, þegar Rauðu kmerarnir komu. Fólkið var bara glatt af því, að loksins var kominn friður og byssurnar þagnaðar. En friðurinn átti eftir að verða þjóðinni mannskæðari en nokkuð annað, sem yfir hana hafði dunið í 2000 ár. — Þegar Rauðu kmerarnir sigruðu, var úppgjöfin almenn og skilyrðislaus. Fyrri stjórn- endur lögðu allt sitt ? í hendur samlanda sinna í röðum andstæðinganna. En byltingar- menn höfðu aðeins eitt takmark. Rauðu kmerarnir höfðu löngu áður undirbúið sína leynilegu áætlun. Hefðu þeir látið hana uppi, hefði verið mun erfiðara að koma henni í framkvæmd. Oþarfi er að taka fram, að erfitt er að hafa vald á borg með 2.5 millj. íbúum. Því voru skjót viðbrögð nauðsynleg og algjör- um völdum varð að ná í skyndi. Til að útiloka hugsanlega and- stöðu af öllu tagi, varð að gera hverja menntaða eða upplýsta manneskju skaðlausa. Til að ná því marki, varð að tæma allar borgir, hratt og án undantekn- inga, hvað sem það kostaði. Og það verð borgaði fólkið. Mark- m'ð Rauðu kmeranna var að ge/a sögulega byltingu í einu skrefi í stað þess að taka mörg smá skref, eins og aðrar byiting- arstjórnir hafa gert. Hver sá maður, sem ekki hafði gengið í lið með Rauðu kmerunum í stríðinu, skyldi dæmdur óvinur fólksins og með hann skyldi farið sem hermann úr röðum andstæðinganna. • Allt skylti láta — þar- mcð konur og börn Aðeins þremur tímum eftir að Rauðu kmerarnir höfðu tekið Phnom Penh 17. apríl 1975, var hafist handa um að tæma borgina með hervaldi, blekking- um og lygum, því gefið var út að Bandaríkjamenn mundu varpa sprengjum á hana. 16—17 ára gamlir hermenn ráku íbúana í hópum út úr borgunum, sagt að það væri til þriggja daga. Mannmergðinni var ýtt af stað. Sumir voru gangandi, aðrir á reiðhjólum, sumir á uxakerrum og allir báru eins þungar byrðar með eigum sínum og þeir frekast gátu, eins og týndar sálir að reyna undankomu. Eg var vitni að þessum furðulegu atburðum, sem dundu yfir millj- ónir Kambódíumanna i Phnom Penh. Sérhver fjölskylda, sem ég hitti á hrakningunum, hafði verið skilin að og hundruð og þúsundir manna höfðu dáið úr hungri og illri aðbúð úti á vegunum. Þetta var í rauninni morð. Ég var hrakinn út úr sjúkrahúsinu í læknakyrtlinum ásamt hjúkrunarfólki. Mér var sagt, að séð yrði um sjúkling- ana, þegar ég var rekinn út, en síðan mætti ég þeim í mann- mergðinni, þekkti sjúkrahús- rúmin og suma þeirra sem ég hafði sjálfur annast, með sára- umbúðir eða blóðvatnsflöskur eftir uppskurði. Þetta var líkast martröð. Þeir, sem nýlega höfðu verið skornir upp, dóu af um- hirðuleysi. Þeir, sem voru alvar- lega særðir, fengu enga hjálp og hrundu niður. Þeir sem sárir voru, en gátu enn hreyft sig, sáust síðar liggjandi meðfram vegunum, dauðir á jörðinni eða á börum eða í rúmum. Barna- deildin úr sjúkrahúsinu varð að fjöldagröf, vegna þess að engum var leyft að sækja börnin og þau komust ekki sjálf. Konur, sem nýlega höfðu fætt, urðu líka að fara. I örvæntingu yfirgaf ég sjúkrahúsið síðdegis þennan dag. En dauðinn beið þeirra, sem neituðu að fara. í augum ungu hermannanna gilti aðeins eitt, að hlýða Angka, eins og æðstu yfirvöld kommúnistanna eru kölluð. Þeir vita auðvitað ekkert um Genfarsamningana um særða og sjúka. Og Angka kærði sig kollóttan. Ætli maður að skilja hegðun byltingarmannanna, verður að líta á hugmyndafræði og and- legt ástand leiðtoga þeirra. Þeir eru að sækjast eftir einstæðri byltingu, að horfið sé til fornrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.