Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 13 Birgir ísL Gunnarsson, borgarstjóri; Oft heyrist því fleygt, að grundvallarstefnur í stjórnmál- um skipti litlu máli í meðferð sveitarstjórnarmála. Ágrein- ingsmálin séu fá og það sem mestu máli skipti sé að fá duglega og góða menn til starfa í sveitarstjórnum, en það sé ekki aðalatriðið úr hvaða stjórn- málaflokki þeir séu. Þetta er mikill misskilningur. Lífsskoðanir manna og grund- vallarstefnur í stjórnmálum eru mjög mikilvægar í meðferð sveitarstjórnarmála. Enginn vafi er á því, að sjálfstæðis- stefnan, sem leggur megin- áherzlu á framtak og frumkvæði einstaklingsins, á einn mestan þátt í þeirri öru þróun og uppbyggingu, sem orðið hefur í Reykjavík. Með því að örva borgarbúa til framtaks, bæði á sviði atvinnumála og hvers konar félagsmála, hefur verið leyst úr læðingi afl, sem hefur skilað sér til góðra verka í þágu allra borgarbúa. Ákvarðanir borgarstjórnar t.d. í skipulags- málum hafa mótast af þessum grundvallarstkoðunum okkar sjálfstæðismanna. Hins vegar er það merkilegt að athuga, að mjög sjaldan hefur verið verulegur ágreining- ur í borgarstjórn um þessi meginstefnumið. Jafnvel borg- arfulltrúar Alþýðubandalagsins hafa til skamms tíma greitt atkvæði með þeim meginákvörð- unum, sem teknar hafa verið í skipulagsmálum. Þannig greiddu borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins atkvæði með aðal- skipulagi Reykjavíkur, sem samþykkt var í borgarstjórn 1965. Þó byggði það skipulag á þeim meginsjónarmiðuín, að einkaeignarréttur væri áfram alls ráðandi í byggingu íbúðar- húsnæðis og að greiða ætti fyrir umferð einkabílsins. Nú hefur Alþýðubandalagið breytt um stefnu og baráttuað- ferðir í borgarstjórn. Nú er megináherzla lögð á sósíalisma, bæði í atvinnumálum og skipu- lagsmálum. Um þau mál er grundvallar ágreiningur nú í borgarstjórn milli sjálfstæðis- manna og Alþýðubandalags- manna. Tillögur Alþýðubanda- lagsins í atvinnumálum og afstaða þeirra til atvinnumála- tillagnanna, sem ég flutti í borgarstjórn, mótast af furðu- legum fjandskap gegn atvinnu- rekstri einstaklinga og félags- samtaka þeirra í borginni. Á engan hátt má styðja eða styrkja framtak einstaklinga, jafnvel ekki á óbeinan hátt, að mati Alþýðubandalagsins. Allar aðgerðir borgarinnar eiga að beinast að því að reyra atvinnu- lífið í fjötra sósíalisma og skrifstofumennsku. I skipulagsmálum hefur Al- þýðubandalagið einnig algjöra sérstöðu. í öllum meginþáttum Aðalskipulagsins hafa þeir uppi sérskoðanir. Að því er aðal- gatnakerfið snertir er einkabíll- inn þeim þyrnir í augum; þeir vilja með óbeinum aðgérðum hefta notkun hans og eru þeirrar óraunsæju trúar, að öll umferðarvandamál megi leysa með almenningsvögnum. Þeir vilja ekki undirbúa ný byggða- hverfi innan borgarmarka Reykjavikur, heldur vilja vísa Reykvíkingum á að byggja i Kópavogi eða Garðabæ og vilja koma því í framkvæmd með einhverjum óljósum hugmynd- um um að aukið samstarf þessara sveitarfélaga. Þeir eru jafnframt á móti endurnýjun eldri hverfa, vilja ekki auka athafna- og atvinnumöguleika í gömlu hverfunum, og öll þeirra stefna í þeim málum er stefna stöðnunar og hægfara dauða þessara hverfa. Yfir vötnunum svífur óraunsæ skipulagsróman- tík nýútskrifaðra arkitekta, sem hafa numið sina speki í útlönd- um. Um stefnu hinna minnihluta- flokkanna, þ.e. Framsóknar- og Alþýðuflokksins, er það að segja, að þeir hafa ýmist greitt atkvæði með stefnu okkar sjálf- stæðismanna eða reynt að móta eigin stefnu, sem oftast hefur hvorki verið fugl né fiskur. En hvernig stendur á þessu? Hvers vegna hafa grundvallar- línur stjórnmálanna nú skýrst svo mjög í borgarstjórn? Hvers vegna hefur Alþýðubandalagið svo mjög breytt um stefnu? Því skal ég reyna að svara. Alþýðu- bandalagið hefur lengst af verið flokkur, sem reynt hefur að standa báðum fótum í verka- lýðshreyfingunni. Innan Al- þýðubandalagsins höfðu verka- lýðsleiðtogar flokksins lengst af þau Völd, sem þeir vildu. For- ystumenn flokksins í borgar- stjórn voru menn, sem litu raunsæjum augum á viðfangs- efni líðandi stundar. Maður eins og t.d. Guðmundur Vigfússon sem um langt árabil leiddi Alþýðubandalagið í borgar- stjórn, stóð báöum fótum á jörðinni. Hann skildi, að það var ekki skynsamlegt að hefja bar- áttu gegn einkaframtakinu í Reykjavik, né þeirri megin- stefnu, sem fylgt var í skipu- lagsmálum. Sama má t.d. segja um Alþýðubandalagsmennina á Neskaupstað, en hvergi er fé- lagsform einkaatvinnureksturs- ins haft í meiri heiðri en þar. Nú er öldin önnur í Alþýðu- bandalaginu. Nú fer grimmileg valdabarátta fram innan þess. Nýmenntamennirnir hafa náð undirtökum. Tengslin við verka- lýðshreyfinguna og hið daglega líf fólksins í landinu hefur rofnað. Að vísu eru verkalýðs- mennirnir nú að gera einhverja tilraun til að rétta hlut sinn, sbr. framboðserfiðleikana til Alþingis, en þess sér ekki stað í borgarstjórn. Þar ráða ný- menntamennirnir. Jafnvel þeir forystumenn Alþýðubandalags- ins í borgarstjórn, sem vegna uppruna síns ættu aö hafa tengsl við hina raunsæju verka- lýðsmenn, hafa glatað þeim tengslum. Þeir hafa gefist upp fyrir ágangi nýmenntamann- anna og láta þá ráða ferðinni. Þessi dans í Alþýðubandalaginu hefur speglast í borgarstjórn í annars konar pólitískum átökum, en þar hafa lengi átt sér stað. I þeim átökum hafa borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins verið ráðvilltir. Þessi átök í borgarstjórn hafa þó leitt í ljós, að grundvallarágreiningur er innb.vröis meðal minnihluta- flokkanna. Sameiginlega keppa þeir örugglega að meirihluta, þó að herbragðið sé nú það að láta sem Sjálfstæðisflokkurinn sé öruggur. Ljóst er þó af framan- sögðu, að þegar tii lengdar lætur verður hver höndin uppi á móti annarri. Eitt er og víst. I hinum nýja meirihluta, sem Alþýðubanda- lag, Framsókn og Alþýðuflokkur keppa að, þar ætlar Alþýðu- bandalagið sér alla forystu. Þeir eru nú stærsti minnihlutaflokk- urinn og allt bendir til, að svo verði áfram. Kommúnistar munu því ætla sér næsta borg- arstjóra í Reykjavík, og þeir ætla sér að koma á sósíalisma í sem flestum greinum, þar sem borgarstjórn getur haft áhrif. Margt bendir til, að þeim myndi takast það. Frekja þeirra og ofstæki er slíkt, að ekkert er líklegra, en að hinir prúðu en ráðvilltu borgarfulltrúar Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks létu undan til að halda friðinn og til að láta fólk halda a.m.k. fyrst í stað, að þessir þrír flokkar gætu í raun unnið saman. Hætt er þó við, að allt glutraðist niður á miðri leið og innbyrðis barátta og ágreining- ur sæi dagsins ljós, áður en langt um liði. Reykvíkingar þurfa nú næstu vikur, þegar herlúðrar verða blásnir í baráttunni um borgar- stjórn, að hugleiða, hvað tæki við, ef sjálfstæðismenn misstu meirihluta í borgarstjórn. I kosningum getur allt gerzt og því fer fjarri, að sjálfstæðis- menn séu öruggir með að halda meirihluta sínum i borgar- stjórninni. En hvað tekur þá við? Hugsið um það, Reykvík- ingar. Hvad tæki við?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.