Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978
listamaðurinn væri viðstaddur
alla daga og hamaðist við að
brjóta glerplötur með kollinum
fyrir hvern og einn, er af
tilviljun rekst inn ...
Kristinn G. Harðarson sýnir
nokkrar ljósmyndir úr
náttúrunnar riki og er ein þeirra
græn í lit, þeirra hrifmest að
mínum dómi. Eg veit ekki,
hverju nafni ég á að nefna verk
Birgis Andréssonar, en það er
vel unnið. En best þykir mér
Hollendingurinn Kees Visser
koma frá þessari sýningu, enda
virðist hann gera sér gleggsta
grein fyrir því hvert hann er að
fara og hvar á vegi hann er
staddur.
Ég verð að lýsa mig einlægan
aðdáanda margvíslegra
uppátækja ungs fólks (á öllum
aldri) og vona staðfastlega, að
þau beri ávöxt í tímans rás —
en hér verður einnig lifandi
áhugi og þrotlaus vinna að koma
til — það er hið eina, er uppsker
árangur, — öll listasagan er
lifandi dæmi þess. Ahugi er
einnig skilyrði árangurs, —
jafnvel þótt menn eltist við
tízkudillur, er steinríkir gallerí-
eigendur og listapáfar lyfta
undir í eiginhagsmunaskyni og
auglýsa grimmt í alþjóðlegum
listtímaritum — því að svo
getur æxlast, að menn misskilji
hlutina, svo að úr verði nýtt og
ínarkvert afbrigði listar — slíkt
hefur komið fyrir! — Aðal-
atriðið er, að menn leggi ekki
árar í bát og láti sér nægja að
gerast lítilsigldir miðlarar
erlendra viðhorfa — hér þarf að
koma til viðbót og sennilega er
hér falin krómósóm listarinnar
— frumukjarninn.
I heild virðist sýningin frekar
dauf fyrir augað, — ekki hefur
verið haft fyrir því að tölusetja
eða merkja myndir, og
sýningarskrá er engin — hins
vegar var boðskort sýningar-
innar stórt og vandað og af
þeirri gerð, er augað gleður.
Bragi Asgeirsson.
þessu hjálparstarfi í Vest-
mannaeyjagosinu, þá er einkum
RK félög á Norðurlöndum söfn-
uðu miklum fjárhæðum til að
rétta okkur hjálparhönd yfir
hafið, „Hándslag til Island" hét
verkefnið.
Síðasta beiðnin sem RKÍ
barst var vegna flóða í Mosam-
bique. Aðrar nýlegar beiðnir
hafa m.a. borist vegna flótta-
fólks í Ogaden, jarðskjálfta í
Rúmeníu og fleira.
RKI hefur 'reynt að verða við
einhverjum þessara beiðna, en
ekki haft bolmagn til að sinna
öllum. Nú er unnið að því að efla
sérstaklega viðlagasjóð félags-
ins, Hjálparsjóð, til að geta
brugðist betur við, og þá auðvit-
að ekki síður innanlands.
Verður þessa fyrsta átaks getið
sérstaklega.
Önnur verkefni Alþjóðasam-
bands RK félaga eru blóðsöfn-
unarmál og skyndihjálp, sam-
ræming hennar og kennslukerfi.
Skipulag neyðarvarna og við-
bragðsstöðu gagnvart neyðar-
ástandi eru ofarlega á baugi.
Hefur nýlega verið gefin út
sérstök handbók um þau efni,
þar sem ýmislegt kemur fram,
er byggist á reynslu okkar. RKI
kostaði útgáfu þessarar bókar.
Alþjóðasambandið er að beina
athygli sinni æ meira að félags-
legu hjálparstarfi í ýmsum
myndum. Tekur það sérlega mið
af aðstæðum á hverjum stað.
Starf beinist í vaxandi mæli að
þessum málum.
Mikið er kvatt til aukins
unglingastarfs á vegum landsfé-
laga. Felst í því viss von um að
betur kunni að ganga að inn-
ræta mannfóllfi þá hugsun, sem
forðum skaut upp kollinum á
viðburðaríkum degi, Tutti frat-
el-li. Ungt fólk er virkjað til
starfs RK. Talið er, að um 40
milljónir manns sé RK fólk í
heimi, þar sem líklega helming-
ur fær ekki nægilega fæðu. Því
er sannarlega verk að vinna.
Henri Dunant gekk um með
stórar hugmyndir í koilinum, en
íbúar á Ogaden-eyðimörkinni í Eþíópíu.
Sólveig Eggerz
sýnir í Háhól
Henri Dunants
þær urðu að veruleika í raun-
verulegu starfi við að aðstoða
náungann. Starf RK byggist enn
fyrst og fremst á sjálfboðastarfi
aðstoð eins til annars. En um
leið er hlutverk RK stórt í
sniðum, alheimsmál. Vandamál
nútímans, vannæring, mengun,
þurrð náttúruauðlínda eru ekki
vandamál vanþróaðra ríkja eða
þróaðra eftir atvikum, heldur
haldast í hendur í vaxandi mæli.
Það er því í anda Dunants, að
RK starf, hvert á sínu sviði,
hver eining þess, taki mið af
slíkri alheimsstefnu og RK láti
þessi vandamál til sín taka nú
og í framtíð og þar sem hann er
megnugur utan þeirra hefða og
þeirra starfshátta sem hannhef-
ur tileinkað sér frá fyrstu tíð.
SOLVEIG Eggerz Pétursdóttir
sýnir vatnslftamyndir. krítar-
myndir og olíumyndir á rekavið
í Gallerí Háhól á Akureyri
dagana 6. til 15. maí. Sólveig er
fædd 1925 í Reykjavík. Ilún
stundaði listnám í Reykjavík og
London.
Nokkrar fyrri sýningar:
Reykjavík 1960, Akranes 1961,
Akureyri 1961, Reykjavík 1963,
Akureyri 1964, Hafnarfjörður
1964, Thorshavn í Færeyjum
1965, Reykjavík 1966, Vest-
mannaeyjum 1966, samsýning í
Reykjavík 1967, Hafnarfjörður
1968, Gallery M. í Kaupmanna-
höfn 1969, Kunst Anderer í
Hannover 1970, London Hilton
Art Gallery 1970, Nordic Art
Festival í Seattle 1971, Gallery to
í Stavanger 1971, Athenæum í
Kaupmannahöfn 1972, Slagelse
1972, Borgarnes 1973, Haus
Lauschan í Baden-Baden 1973,
Gallerie Gammel Strand í Kaup-
mannahöfn 1974 og samsýning í
Gallerie Gammel Strand 1977.
Sjónvarpið í Berlín lét gera 15
mínútna þátt í lit frá sýningunni
í Hannover 1970. Þættinum var
sjónvarpað frá Berlín ári síðar og
þótti góð landkynning fyrir
Island.
Sýningin í Baden-Baden
var einnig sýnd í sjónvarpi. í
Seattle var sýndur 25 mínútna
þáttur 1971. London BBC flutti
viðtal við Sólveigu 1970, sem var
svo endurtekið í sömu viku í
þættinum ,,„Woman‘s Hour“.
Á sýningunni í Gallerí Háhól
verða 18 vatnslitamyndir, 5
krítarmyndir og 29 olímyndir á
rekavið.
Sétlveig Eggerz við tvö verka sinna.
Sýning Ragnars Páls
Að Kjarvalsstöðum sýnir um
þessar mundir Ragnar Páll
Einarsson og mun sýningunni
ljúka í dag sunnudag. Ragnar
Páll er einn þeirra manna er
oftar en einu sinni hefur verið
„hafnað“ að sýna á þessum stað,
og reyndar einnig í sýningar-
sölum Norræna hússins. Slíkir
virðast hafa tamið sér að
auglýsa það fast í fjölmiðlum í
sambandi við sýningar annars
staðar og einhverra hluta vegna
hljóta þeir samúð almennings
með þeim hætti og fá jafnvel
aukna sölu verka sinna. Þá rekja
þeir einnig slælegar undirtektir
listrýna dagblaða til öfundar
vegna söluvelgengni og eru það
næsta fjarstæðar fullyrðingar.
Veit ég ekki t.d. dæmi þess að
starfandi listrýnar þessa blaðs
hafi þurft að kvarta yfir sölu-
tregðu mynda á sýnihgum um
langt árabil og málar þó hvorug-
ur þeirra eftir markaðslögmál-
inu. Slíkur framsláttur missir
því marks. — Nú vil ég ekki
veita einum manni þann vafa-
sama heiður að útskýra gaum-
gæfilega af hvaða ástæðum
myndum hans hafi verið hafnað
til sýninga í nefndum sýningar-
sölum, enda gæti slíkt talist
persónuleg ádeila. Hins vegar
langar mig til að varpa fram
þeirri áleitnu spurningu hvort
nokkrum komi til hugar að sjá
samsafn slíkra mynda á Lousi-
ana-safninu í Humlebæk? — í
Listahöll Malmöborgar? —
Kunstnerenes Hus í Ósló? —
Liljevalchs listahöllinni í Stokk-
hólmi? — eða Listahöll Helsing-
forsborgar? Hver einasti, er
þekkingu hefur á þessum hlut-
um, myndi svara hér hiklaust
neitandi, — en ef fyrir kemur að
•*>
Ragnar Páll við tvö verk sín að Kjarvalsstöðum.
Mynflllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
samsafn slíkra mynda er sýnt
þar, af einhverjum ástæðum,
bregður svo við að fólk mætir
ekki, einfaldlega vegna þess að
slíkar myndir eru til sýnis og
sölu í búðargluggum á hverju
götuhorni, og fólk fer því ekki að
borga dýran aðgang að
sýningarsölum til að sjá slíka
tegund listar — þá má geta þess
að stórverzlanir um allan heim
hafa slíka vöru á boðstólum í
sérstökum deildum. — Hér er,
sem sagt, um eðlismun að ræða
í þá veru, að þeir sem vinna
fyrir markaðslögmálið fyrst og
fremst, koma myndum sínum
yfirleitt frá sér líkt og aðrir þeir
er framleiða girnilegan neyzlu-
varning fyrir almenning. —
Sýningarhallir eru hins vegar
reknar sem útbreiðslustöðvar
þekkingar. — kynning og
miðlun listar. Bregðist
Kjarvalsstaðir slíkri sjálfsagðri
og viðtekinni grundvallarreglu,
bregst einnig hver sá sannur
myndlistarmaður eigin sam-
visku er þar sýndi eftir að
Listráð hefði vikið af leið.
Svo ég víki að myndunum á
sýningu Ragnars Páls þá hef ég
áður ritað um og krufið list hans
hér í blaðinu svo að óþarft væri
að endurtaka þau ummæli hér,
a.m.k. hvað málverkin áhrærir,
þau eru mjög svipuð þeim á
fyrri sýningum og sum þeirra
hefur hann sýnt áður. Þó virðist
mér sem hann hafi öðlast meiri
tilfinningu fyrir meðhöndlan
olíulitarins. Þá tel ég að vatns-
lita- og pastelmyndir Ragnars á
sýningunni veki áhuga. Hér
sjást þau átök við efniviðinn
sem sjaldnast er. að finna í
olíumálverkunum og vil ég í því
efni nefna mýndirnar nr. 50
„Bátar á þurru landi“ (vatnslit-
ir) og 73 „Kvöld í Borgarfirði
Eystra", 77 „Kvöld á Siglufirði“
og 78 „Nótt“ (vatnslitir).
Þetta eru að minni hyggju svo
miklu betri myndir en málverk-
in, að ég get vissulega óskað
eftir að sjá fleiri slík verk frá
hendi listamannsins. En að
sjálfsögðu ræður hver og einn
þeirri stefnu er hann tekur á
listasviði og verður þá einnig að
marka sér þann bás, og myndum
sínum þann markaðsramma, er
þeim hæfir.