Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 93. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Moro-málið: Leitin hert 22 handteknir Róm 6. maí — AP. LÖGREGLAN í Róm handtók í morgun 22 menn í einni umfangsmestu leit, sem fram hefur farið að ræningjum Aldo Moros og hugsanlegum vitorðsmönnum þeirra. Enn sem komið er verst lögreglan allra fregna af því hvort handtökurnar hafi borið árangur, en líf Moros er nú talið hanga á bláþræði eftir síðustu yfirlýsingar Rauðu herdeildarinnar um að nú verði af töku hans ekki lengur slegið á frest.. Blöð í Róm telja sig hafa heimildir fyrir því að fjölskyldu Moros hafi borizt bréf, sem hafi að geyma hinztu kveðju hans. Fangelsislæknir í bænum Novara á Norður-ítalíu særöist í morgun alvarlega í skotárás. Árásarmaðurinn komst undan í bifreið, en enn hafa hryðjúverka- samtök ekki lýst ábyrgð vegna árásarinnar á hehdur sér. Auk skyndileitar öryggislögregl- unnar í Róm, voru öryggisráðstaf- anir hertar víða í landinu í framhaldi af ítrekuðum yfirlýsing- um Rauðu herdeildarinnar um aftöku Moros, og víðtæk leit fór fram á mörgum stöðum. Meðal annars var leitað í sumarhúsi Moros, um 100 kílómetra suður af Róm, en skömmu áður höfðu að minnsta kosti þrír óþekktir aðilar haft símasamband við lögregluna og sagt að lík Moros væri falið þar í nágrenninu. Upphringingum af þessu tagi hefur fjölgað stórlega síðan um miðja vikuna, en lögregl- an telur að þar sé í langflestum tilvikum um að ræða fólk, sem engin tengsl hefur við mannræn- ingjana. Vestur-þýzka lögreglan hefur staðfest, að í gær hafi verið leitað í litlu gistihúsi í Bonn, eftir að orðsending barst um að Rauðu herdeildirnar hefðu Moro þar í haldi. Ekkert kom fram við þessa leit, sem setja mætti í samband við málið. Hörkubardag- ar í Beirút Heirút — fi. maí — AP HARDIR .skotbardagar milli kristinna manna og múhamcðs- trúarmanna urðu í Beirút í nótt, og skarst sýrlenzka gæzluliðið í leikinn. Þegar nokkuð var farið að draga úr hörku átakanna í morgun lágu fjórir menn í valnum og að minnsta kosti 25 voru alvarlega særðir. Þetta er í annað skiptið á mánuði sem meiríháttar bardagar verða í Beirút. Ekki er ljóst hvort kristnir menn eða múhameðstrú- armenn áttu upptökin að þessu sinni, en í fréttasendingu útvarps- stöðvar kristinna manna sagði að kviknað hefði í níu fjölbýlishúsum í suðausturhluta borgarinnar í skotárásum. Þúsundir fjölskyldna yfirgáfu íbúðir sínar og höfðust fjölmargir borgarbúar við í loftvarnabyrgjum þar til draga tók úr bardögum. Þeir Hua Kuo-leng formaður kínverska kommúnista- flokksins og Kim ll-Sung forseti Norður-Kóreu héldu áfram viðræðum sínum í Pyongyang á laugardags- morgun. Lítíð hefur verið látið uppi um víðræðurnar, annað en að Þær séu vinsamlegar og að leiðtogarnir hafi upplýst hvor annan um frábæran árangur sósíalísku byltingarinnar og uppbyggingu sósíalísks Þjóðfélags í löndum sínum. Þá segir Hshinhua-frétta- stofan kínverska frá Því, að Þeir Hua og Kom hafi komið sér saman um að auka tengsl ríkjanna, rækta vináttu Þeirra og samvinnu í hagsmunamálum beggja. Mynd Þessi var tekin skömmu eftir komu Hua formanns til höfuðborgar N-Kóreu í fyrradag. Suður-Afríka hót- ar frekari árásum Búizt við fordæmingu öryggisráðs SÞ á árásum á stöðvar SWAPO Pretóríu— Sameinuðu þiöðunum fi. maí — AP — Reuter. SUÐURAf ríkust jórn hótaði í dag að halda áfram hcrnaðaraðgerð- um gegn skæruliðahreyfingum blökkumanna ef lát yrði ekki á árásum þeirra á landamærum Namibiu og Angólu. Fastlega er búizt við því. að síðar í dag samþykki öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að fordæma árásir SAfríkumanna á bæki- stöðvar SWAPOhreyfingarinnar í Angólu. auk þess sem búizt er við að ráðinu verði falið að undirbúa refsiaðgerðir gegn stjórn Suður-Afríku ef slfkar árásir endurtaki sig. Stjórn Angóla krafðist þessa skyndi- fundar öryggisráðsins. sem óvænt var boðið til seint í gærkvöldi. og studdu samtök Afríkuríkja þá kró'fu. Stjórn Angóla ber Suð- ur-Afríkumb'nnum það á brýn að þeir séu nú að fjölga í liði sínu í Angóla. í stað þess að flytja brott árásarliðið. eins og þeir láti í veðri vaka. Næsta öruggt er talið að 10 fki af þeini 15, sem sæti eiga í öryggisráðinut greiöi atkvæði með því að fordæma stjórn Suð- ur-Afríku, en hins vegar lítur út fyrir að Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar, Vestur-Þjóðverjar og Kanadamenn sitji hjá í ljósi þess frumkvæðis sem þeir hafa haft um lausn Namibíu-málsins að undan- fðrnu. Áreiðanlegar heimildir hjá Sameinuðu þjóðunum telja þó ekki loku fyrir það skotið að ríkin fimm samþykki fordæmingarályktunina í von um aö þaö verði til að blíðka forvígismenn SWAPO og greiða fyrir samkomulagi um þau atriði áætlunarinnar um lausn Nami- bíu-málsins, sem þjóðernissinnar Framhald á bls. 31 Dayan til Norður- landa og Bretlands Jerúsalem 6. maí Reuter MOSHE Dayan, utanríkisráð- herra ísraels, leggur á sunnu- lNýttlyf IIIIM. byitíngu í barátt- raini gegn of háum blóðþrýstingi Boston — 6. maí — AP. I nýútkomnu tölublaði hins þekkta bandaríska læknatíma- rits The New England Journal of Medicine er sagt frá nýju lyfi. sem talið er að muni valda byltingu í baráttunni gegn of mikluni blóðþrýstingi. Rannsóknir á áhrifum lyfsins. sem Kallað er SQ-14224, hafa staðið yfir við Bostonháskóla að undanförnu. cn ekki cr búizt við því að lylið verði komið á almcnnan markað fyrr en eftir um það bil tvö' ár. Meðal annars hefur lyfið þann eiginleika að það dregur úr blóðþrýstingi, sem er svo mikill að hingað til hafa önnur lyf eða læknisráð ekki dugað, en rannsóknir benda einnig ein- dregið til þess að aukaverkanir af völdum lyfsins séu engar. Bendir ýmislegt til þess að lyfið muni leysa af hólmi flest meðul, sem hingað til hafa verið notuð til þess aö lækka blóðþrýsting. Yfirmaður hjartasjúkdóma- deildar Boston-háskóla, Aram Chobanian, segir að SQ-14225 sé án nokkurs vafa merkilegasta framlagið í þes'sari viðureign síðan „vatnstöflur" svokalllaðar komu fram á sjónarsviðið, og dugðu þær vel þegar um var að ræða væg tilfelli of mikils blóðþrýstings. Síðar hafa lyf eins og Reserpine og Propranol verið notuð í auknum mæli gegn sjúkdómnum, en bæði hafa þau áhrif á taugakerfið og orsaka í mörgum tilvikum þunglyndi og doða, auk þess sem þau eru Framhald á bls. 31 dagsmorgun upp í ferð til Bretlands og fjögurra Norðurlanda. Tilgangur hans með ferðinni er sá að gera stjórnum þessara ríkja grein fyrir framvindu mála í Mið- austur-löndum og hugmynd- um sínum um að koma á nýjum friðarviðræðum við Egypta. Dayan kemur fyrst til Lundúna þar sem hann ræðir við Callaghan forsætisráðherra og David Owen utanríkisráðherra, en þaðan fer hann til Noregs, Svíþjóðar, Dan- merkur og Finnlands. Vaxandi andstöðu í garð ísraels- stjórnar hefur orðið vart að undanförnu, þar sem margir telja að ósveigjanleiki Begins forsætisráðherra hafi orðið til þess að sigla friðarviðræðum í strzand, og er talið að Dayan numi leggja á það megináherzlu að afla ísraelsmönnum samúðar í ferðinni, sem taka mun 10 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.