Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 29 banka að kaupa þessa afurðavíxla og þá verður að binda fé á móti, alveg eins og viðskiptabankarnir eru háðir því við útlán hvað þeir fá af innlánum. Eitt ráðið til að fjármagna endurkaupin er að taka hluta af sparifé viðskiptabank- anna. En einnig gæti maður hugsað sér þessa bindiskyldu, sem tæki til þess að takmarka útlán. — Á Seðlabankinn að hafa þessa lánastarfsemi með hönd- um? — Öll sjálfkrafa útlán eru ein af skýringunum á því að peninga- málastefnan hefur ekki getað verið eins virk og æskilegt væri. — Ertu þá þeirrar skoðunar, að það beri að afnema þessi sjálívirku útlán? — Ég held, að það sé erfitt með stuttum fyrirvara. Það er eðlilegt sjónarmið atvinnuveganna, ef þeir eiga að missa af þessum lánum, verði þeir að fá annað í staðinn. — En af hverju sjá viðskipta- bankarnir ekki um þessa útlána- starfsemi? — Seðlabankinn hefur stundum sagt, að lækka mætti bindiskyld- una, en þá yrðu viðskiptabankarn- ir sjálfir að annast þessi útlán. Ég álít, að það ætti að afnema þetta fyrirkomulag með öllu. Þessi útlán eiga algjörlega að vera í höndum viðskiptabankanna og bindiskyld- unni á eingöngu að beita til þess að hafa áhrif á almenna útlána- stefnu bankanna. — Ilvers vegna hefur okkur gengið svo erfiðlega að byggja upp verðjöfnunarsjóði, sem þú minntist á í upphafi? — Þeir aðilar, sem um þessi mál hafa fjallað hafa ekki haft nægi- legan skilning á nauðsyn þessara sjóða, segir Olafur Björnsson prófessor. Það er mannlegt, þegar afli hefur aukizt eða verðlag farið hækkandi, að menn vilji fá sinn hlut af því og aðrir vilja samræm- ingu við þá, sem slíkan tekjuauka hafa fengið. Þegar þessum kröfum hefur verið fullnægt er ekki nægilega mikið afgangs til þess að leggja í þessa sjóði. Það þarf meiri skilning á nauðsyn þess én hingað til hefur verið fyrir hendi. Ég held, að allir hafi verið ósammála um það fyrir 2 árum, að verðjöfnunarkerfið væri orðið óeðlilega flókið og til bóta að stokka það upp. Ég held, að fyrirkomulagið sé ekki aðalatriðið heldur hitt, að hægt sé að safna nægilegum sjóðum til þess að standa undir áföllum. — Þú sagðir fyrr í þessu samtali. Ólafur. að þú teldir. að kjarasamningar og kröfur verka- lýðssamtaka a*ttu ekki jafn mik- inn þátt í verðbólguþróuninni og margir vildu vera láta. Nú var verðbólgan komin niður í 2fi% á miðju ári 1977. Þá voru gerðir kjarasamningar. sem að flestra dómi leiddu til aukinnar verð- bólgu. Ert þú ósammála því mati á þeim samningum? — Ég tel ekki vafa á því, að samningar 1977 hafi verið óraun- hæfir. Þar átti að taka of stórt stökk í einu. En ég held, að ein af grundvallarástæðunum til átaka milli ríkisvalds og launþegasam- taka sem alltaf eiga sér stað sé sú, að stjórnvöld vilja halda meiru af óskiptu hjá sér til fjárfestinga á vegum opinberra aðila og annarra heldur en svarar til þeirra fórna, sem launþegasamtökin eru tilbúin til að taka á sig. Það verða átök um skiptingu kökunnar milli neyzlu og fjárfestingar. Megnið af þeirri fjárfestingu, sem við höfum ráðizt í er nytsöm í sjálfu sér, en hún verður að vera í samræmi við það, sem fólk vill á sig leggja. Ef koma á til móts við kröfur um bætt kjör eða aukna neyzlu svokallaðs láglaunafólks verða þau verðmæti, sem til þess ganga að koma einhvers staðar frá. Þau geta komið með þrennum hætti. I fyrsta lagi, ef þjóðarframleiðslan hefur vaxið, þá er hægt að ráðstafa þeim vexti til láglauna- fólks. I öðru lagi er hugsanlegt að fjármagna lífskjarabætur með auknum halla á utanríkisviðskipt- um og í þriðja lagi er hægt að fjármagna lífskjarabata með minni fjárfestingu. Allir voru sammála um, að skuldasöfnun erlendis væri óæskileg og þess vegna hljóta kjarasammningarnir að verða á kostnað fjárfestingar. Ég get tekið undir það með verkalýðsforystunni, að ýmiss konar fjárfesting er ónauðsynleg. En við verðum að hafa hugfast, að verðbólgufjárfesting verður ekki stöðvuð nema með því að stöðva verðbólguna. Hún fylgir verðbólg- unni eins og skugginn húsbónda sínum. En ef skera á fjárfestingu verulega niður, fer ekki hjá því að það geti rýrt atvinnuöryggi mjög verulega. — Þau verðmæti, sem ganga til kjarabóta verða eins og áður sagði, að koma einhvers staðar frá. En mér hefur virzt skilningur verka- lýðsforystunnar á nauðsyn minnk- andi fjárfestingar vera að aukast, a.m.k. hjá hinum skynsamari verkalýðsleiðtogum. En það sem setur þessu takmörk er bæði verðbólgufjárfestingin og hitt, að ef það er gert skyndilega mundi það skapa hættu á atvinnuleysi. — Ég er í sjálfu sér ekki að segja, að sú stefna að leggja mikið í fjárfestingu sé óæskileg. Hér er margt ógert og það þarf að búa í haginn fyrir ungu kynslóðina. En það verður að vera samræmi milli fjárfestingarinnar og vilja fólks- ins til að axla þær byrðar, sem fjárfestingin leggur því á herðar. Það þarf ekki alltaf að vera, að sjónarmið forystunnar séu í sam- ræmi við vilja hins óbreytta meðlims í verkalýðshre.vfingunni. En í þessu sambandi held ég, að verkalýðsforystan hafi hina óbreyttu meðlimi á bak við sig. — En er það ekki mótsagna- kennt hjá verkalýðshreyfingunni að vilja hæði niðurskurð á fjár- festingu. fulla atvinnu og enga skerðingu samneyzlu? — Það er auðvitað af og frá. Helzt vill maður bæði geta borðað kökuna og átt hana til góða. En það er nú einu sinni þannig, að slíkt er ekki hægt. Þegar fólk vill fá meira til ráðstöfunar en aukning þjóðar- tekna nemur og menn vilja ekki aukna skuldasöfnun, stöndum við frammi fyrir því, að kjarabætur geta ekki komið til nema á kostnað fjárfestingar og þá er spurningin, hverju á að fórna. — Ilvað viltu segja um þróun efnahagsmála á þessu kjörtíma- bili? — Þegar deilt er um þetta á hinum pólitíska vettvangi og sagt er, að allt hafi verið ómögulegt, þegar pólitískir andstæðingar voru við völd og nú sé skárra, er gott að hafa í huga, að þegar borin er saman hin almenna stefna í peningamálum, fjárfestingarmál- um og launamálum held ég, að ekki sé mikill munur á Viðreisnar- stjórn, vinstri stjórn og þessari stjórn. Það sem er sameiginlegt þessum stjórnum er mikilvægara en það sem skilur þær í sundur. Mesta afrek Viðreisnarstjórnar- innar var, hvernig henni tókst að koma þjóðarfleytunni í gegnum brimið á árunum 1967—69. Vinstri stjórnin átti því láni að fagna, að viðskiptakjörin fóru batnandi og 1973 var mikið veltiár, eins og öllum er kunnugt. Vandræðin komu 1974, og þá réð vinstri stjórnin ekki við neitt og það var sá arfur sem núverandi ríkisstjórn tók að sér að leysa. Ég tel, að verulegur árangur hafi orðið af því, sem stjórnin hefur gert, en ástæðan f.vrir þvi, að verðbólgan hefur verið svo mikil er hin geysilega verðhækkun 1974, sem skapaði verðbólguöldu, sem ekki er hjörnuð enn. Við þetta bætist, að þessari stjórn hefur ekki gengið mikið betur en öðrum að ná tökum á peningamálum og þriðja atriðið eru þeir óraunhæfu kjarasamning- ar, sem gerðir voru 1977. — Ilvað telur þú mikilva'gast að gera i efnahagsmálum á næstunni? — Sú ríkisstjórn, sem nú situr, og það á við um allar íslenzkar ríkisstjórnir, er ekki almáttug i efnahagsmálum, kannski sem bet- ur fer. Ég tel, að það sem mestu máli skiptir sé meira samræmi í beitingu hinna mismunandi hag- stjórnartækja. Það sem ráðið hefur úrslitum eru peningamálin allt frá stríðslokum. Það virðist vera auðvelt að ræða við stjórn- málamenn, atvinnurekendur og forystumenn launþegasamtakanna um gengismál, launamál, fjármál hins opinbera, en peningamálin og samhengi þeirra við aðra þætti efnahagsmála er erfiðara að koma inn hjá fólki og jafnvel þótt menn skilji það finnst þeim ómögulegt að gera tillögur um skynsamlega skipan mála. I nágrannalöndum okkar er meira samræmi þarna á milli, og vera má, að það eigi einhvern þátt í því að atvinnuleysi hefur verið meira þar en hér. Ég tel að það sé hægt að samræma skynsamlega stefnu í peningamál- um og atvinnuöryggi, en skilyrðið er, að allir aðilar hafi einhvern skilning á þeim málum. — Telur þú. að við eigum enn að halda áfram að hækka vexti eða taka fremur upp verðtrygg- ingu fjárskuldhindinga? — Ég held að það sé óraunhæft að ætla að hækka nafnvexti verulega frá því sem nú er. En verðtrygging þýðir hækkun á raunvöxtum frá því sem nú er. Ég tel að hugmyhdin um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga hafi ekki verið skoðuð eins vel og æskilegt væri. Ef hægt væri jafnframt að lækka nafnvexti, mundi sú leið eiga meiri skilningi að fagna. — Er einhver efnislegur mun- ur á því að hafa háa vexti eða verðtryggingu? — Reiknað í raunvöxtum er munurinn ekki svo mikill. Ég þekki ekki neina þá hagfræðinga, sem taka undir það sjónarmið, að háir vextir ýti undir verðbólgu. Það sjónarmið er andstætt því, sem allir hagfræðingar eru sam- mála um, óháð stjórnmálaskoðun- um. Vextir af rekstrarlánum eru tiltölulega lítill þáttur í kostnaði fyrirtækja og vega ekki á móti áhrifum vaxta á eftirspurnina. — Ilverjir eru meginkostir verðtryggingar? — Hinn kunni hagfræðingur Milton Friedman telur skynsam- legustu stefnuna í verðbólgumál- um vera að verðtryggja allt, bæði kaup og fjárskuldbindingar. Ef það væri gert, mundi margt breytast. Ef enginn græðir lengur á verðbólgunni, er það þá ekki bezta leiðin til þess að valdaaðilar í þjóðfélaginu muni einn góðan veðurdag sameinast um að gera það sem þarf til þess að stöðva verðbólguna? Mér finnst það mikil spurning, hvort Friedman hafi ekki alveg rétt fyrir sér að þessu leyti hvað sem annars má um skoðanir hans segaa. — Ma*Iir þú þá með verðtrygg- ingu? — Frá sjónarmiði hagfræðinn- ar ættu mismunandi leiðir til að hækka raunvexti að koma út á eitt, en stjórnmálalega séð ætti að vera meiri möguleiki á að ná samstöðu um verðtrvggingu en háa vexti. — Ilvað viltu segja um ástand- ið í efnahagsmálum nú? — Ég álít, að það hafi verið skynsamleg ráðstöfun, þegar verð- bólgunefndin var sett á stofn, þótt menn hafi ekki vænzt þess, að samstaða tækist innan hennar. Hefði það átt að vera nokkur trygging fyrir því, að umræður yrðu málefnalegri en ella. Það hefur valdið mér miklum von- brigðum, að þrátt fvrir þessa nefndarskipan hafa umræður sjaldan verið minna málefnalegar en nú. Allir nefndarmenn voru sammála um, að ekki yrði hjá því komizt að gera eitthvað. Fulltrúar stjórnarandstæðinga og verkalýðs gerðu ákveðnar tillögur um úr- ræði. Hvers vegna voru þær tillögur ekki brotnar til mergjar og það lagt fyrir, hvernig það hefði komið út, ef sú leið hefði verið farin? Þeirra tillögur höfðu þann kost, að þá þurfti ekki að breyta Framhald á hls. 31 Þýskaland Austurríki Sviss Hópferð 15. ágúst. íslenzkur fararstjórj USA Florida Jersey sólskinseyjan í Ermasundi Hópferö 9. júní íslenzkur fararstjóri Hagstæðustu Kaup- mannahafnar- ferðirnar. Fjölskyldu-fargjöld. Skipuleggjum einstaklings- og hópferðir hvert sem er. almenn feröapjónusta Iðnaöarmannahúsinu Hallveigarstíg 1, símar 28388 og 28580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.