Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 15 Svanhvít og Reynir með börriin. þau Hauk og Ástu. „Aðalkosturinn við að búa í sveit er að maður er sjálfs síns herra” — segir Reynir Gíslason á Bæ í Hofshreppi ÞAÐ hefur færzt mjög í vöxt á síðari árum, að fólk úr þéttbýl- inu hefur tekið sig upp og flutzt í sveit og hafið búskap. Sumt af þessu fólki hefur áður verið í sveit og sótt í sveitasæluna á ný, en aðrir segjast vera að flýja borgarstressið. Á Bæ í Hofs- hreppi í Skagafirði búa ung hjón, Reynir Gíslason og Svan- hvít Gísladóttir, ásamt tveimur börnum sínum. Þau teljast til síðar nefnda hópsins, því bæði höfðu áður verið í sveit og reyndar er Reynir alinn þar upp. Þau Reynir og Svanhvít flutt- ust norður þann 1. apríl 1974, og komu þá frá Hveragerði, þar sem þau höfðu búið í nokkur ár og meðal annars byggt sér einbýlishús. Húsasmiður áður „Ég lærði húsasmíði í Hvera- gerði og vann þar. Annars hafði ég verið um tíma á sjónum, einar 3 vertíðir, og eitt sinn átti ég trillu á Hofsósi, en sú útgerð gekk illa,“ segir Reynir. „Árin sem við bjuggum í Hveragerði urðu víst átta, en þegar tækifærið bauðst var ákveðið að fara að búa, og ég sé alls ekki eftir skiptunum. Mín hugsun er líka sú, að ef mann langar til að gera eitthvað, þá er um að gera að láta það eftir sér,“ segir Reynir ennfremur. Þegar Svanhvít var spurð að hvernig hún hefði kunnað við skiptin, segir hún: „Að sjálf- sögðu voru þetta viss viðbrigði, en hér hefur mér aldrei leiðst. Ég saknaði kannski þess mest að við fórum hingað norður úr nýju einbýlishúsi." Bundinn yfir kúnum Þau Reynir og Svanhvít eru eingöngu með kúabúskap og því var ekki úr vegi að spyrja þau hvernig þau kynnu við það. „Þegar við komum hingað voru hér aðeins kýr. Fjárhús voru heldur ekki til, þannig að ekki var um mikið að velja. Við höfum alla tíð kunnað vel við kúabúskapinn, en hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar, að maður er geysilega bundinn yfir kún- um.“ — Hvað eruð þið með marga gripi í fjósi? „Þegar við fluttumst hingað keyptum við 28 nautgripi, en núna erum við með 40 mjólkandi kýr fyrir utan geldneyti, þannig að í fjósi eru nú um 65 hausar og þar við bætast kálfar. Við höfum stundað að kaupa fullvaxta kýr og komist upp í að kaupa 11 kýr í einu frá sama bæ og höfum við náð mjög góðum árangri með svona kaupum.“ — Hafið þið í huga að stækka búið enn? Væri gott að vera með um 35 kýr „Ég tel að búið megi ekki vera stærra en það er fyrir tvær manneskjur, og ég vildi frekar fækka gripum eitthvað, þ.e. niðurí svona 35, þegar maður er búinn að byggja upp stofninn, og þá að reyna að vera með einhverja kjötframleiðslu sam- hliða mjólkinni," segir Reynir. Þau Reynir og Svanhvít sögðu að félagslíf í Hofshreppi væri mjög gott, prýðis félagsheimili væri á Hofsósi, ennfremur leikfélag og söngfélag og kirkju- kór. Og væri mikið af skemmtunum yfir veturinn. Höfðavatn, sem liggur inn af Þórðarhöfða, nær svo til upp að bæjardyrunum á Bæ og þegar Reynir var spurður hvort hann nytjaði vatnið eitthvað, en þar er mikill silungur, sagði hann: „Við höfum ekki haft neinn tíma til að nytja vatnið enn, heyskap- urinn situr fyrir öllu. Annars er nú svo komið við vatnið að ósinn hefur lokast, en hugmyndin er að opna ósinn á ný í sumar. Aðalkosturinn við að búa í sveit er, að maður er sjálfs síns herra og ekki bundinn við hverja mínútu, og þó það sé oft erfitt að vera bóndi, þá er ánægjan miklu meiri ef árang- urinn er góður," segir Reynir. Selur fóður fyrir Bústólpa Auk þess að sinna bóndastörf- unum hefur Reynir tekið að sér að selja kjarnfóður fyrir fyrir- tækið Bústólpa á Akureyri og hann segir: „Það eru töluvert margir sem kaupa fóður frá okkur, enda verðið alla tíð mjög hagstætt, en fóðrinu er skipað á land á Hofsósi og síðan ekið hingað í skemmu, sem hefur verið byggð yfir fóðrið.“ Ilér er Ilaukur með bezta vininn. Happdrætti Lionsklúbbsins Fjölnis Vinningsnúmer Nr. 14.074 Sólarlandaferð með Sunnu á kr. 150.000.— Nr. 12.578 Sólarlandaferð með Sunnu á kr. 150.000.— Beygjuvélar 10—26 mm Plötuklippur 3—5 mm Lokkur 10 mm G.J. Fossberg Skúlagötu 63, sími 18560. VARAHLUTIR vorum ad fá frá: Mitsubishi í: Lancer og Galant t.d. stýrisenda, spildilkúlur, kúplingsbarka, kúplingar, stýrisupphengjur, dempara, vatnsdælur. Afltásamastað Laugavegi118-Simi22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.