Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 Snœbjöm Jónsson fyrr- um bóksati — Minning Snæbjörn Jónsson, fyrrum bók- sali í Reykjavík, andaðist í Bromleý, Kent, Englandi, af völd- um hjartabilunar 9. marz s.l. Hann var fæddur 18. maí 1887 á Kalastöðum á Hvalfjarðar- strönd, og voru foreldrar hans Jón Þorsteinsson, bóndi þar, og kona hans, Sesselja Jónsdóttir. Snæ- björn lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1908. Nám stundaði hann um skeið í Central Labour College í Lundún- um (1912 og 1908) og dvaldist þar síðan við ýms störf allt til ársins 1919, fluttist svo heim og var starfsmaður í Stjórnarráði Islands 1920—1925. Snæbjörn var löggilt- ur dómtúlkur og skjalaþýðari (ensk) og vann mikið að slíkum störfum allan bóksalaferil sinn. Hann var heiðursfélagi í Félagi skjalaþýðara. Hann stofnaði bókaverzlun sína 1927 og nefndi hana Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. The English Bookshop, og rak hana um tuttugu ára skeið, unz hann seldi hana núverandi eigendum. Það var fvrir hvatningu merkra manna, Boga Th. Melsteðs sagn- fræðings og Sir Williams Craigie's, að hann réðst í að stofna bókaverzlunina. Réð þar miklu um áhugi þessara mætu manna á enskum bókmenntum og menn- ingu. Við stofnun fyrirtækisins gerðist Snæbjörn umboðsmaður Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn að beiðni Boga, en Sir William útvegaði honum umboð fyrir hið heimskunna útgáfufyrirtæki Ox- ford University Press. A dvalarár- um sínum á Englandi hafði Snæbjörn kynnst mörgum ágæt- um menntamönnum brezkum og áunnið sér traust þeirra, og vegna þessara kynna, hæfileika sinna og þekkingar hafði hann öll skilyrði til að reka bókaverzlun sína sem menningarfyrirtæki. Varð bóka- verzlunin fljótt landskunn og víða erlendis. Steinar Guðjónsson, forstöðu- maður Bókaverzlunar Snæbjarn- ar, á manna mestan þátt í, að verzlunin hefir í anda stofnandans ávallt verið rekin sem merkt menningar- og þjónustufyrirtæki og kvíarnar stöðugt færðar út. Snæbjörn ihófst snemma handa um útgáfu bóka, en hann taldi íslenzkri bókagerð í ýmsu áfátt, og bera bækur þær margar, sem hann gaf út, smekkvísi og vandvirkni vitni, svo sem hinar vönduðu útgáfur hans á ljóðmælum Gríms Thomsens og Númarímum Sigurð- ar Breiðfjörðs. Alkunn er sú samvinna, sem tókst með þeim Snæbirni og Hafsteini Guðmunds- syni á sviði bókagerðar, og auk þeirra tveggja, sem nefndar voru, ber að nefna útgáfur Hafsteins á síðari vísnakverum Snæbjarnar, en þær eru einnig til fyrirmyndar um smekkvísi og handbragð. Sam- starf þeirra Hafsteins og Snæ- bjarnar hóf^t áriö 1950 en þá gaf Bókaverzlun Snæbjarnar út Passíusálmana með orðalykli, sem þá var alger nýjung. + Móöir okkar og tengdamóöir, BJÖRG SIGURÐARDOTTIR Irá Gljúfri, Olfuai, andaöist 5. maí. Börn og fengdabörn. t JÚLÍUS INGIMARSSON, bifreiöastjóri, frá Akureyri, er lézt 30. apríl s.l. veröur jarösettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. maí kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna. Olga Elíasdóttir Ragnar Júlíusson. + JÓNÍNA ÓLADÓTTIR, frá Siglufiröi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 9. maí kl. 13.30. Kristín Jónsdóttír. Systir okkar, SVANDÍS SIGURDARDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 9. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Kristniboöiö í Konsó. Jóhannes Sigurðsson Anna Þ. Sigurðardóttir Stefán Sígurösson. + Minn ástkæri eiginmaöur, faöir okkar, sonur og bróöir, FINNBOGI GUDMUNDSSON, Þórufelli 18, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. mai kl. 13:30. Þeim. sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Fyrir hörid barna, systra og annara vandamanna, Auður Röonvaldsdóttir, Guömundur Finnbogason. Þegar getið er hins helzta, sem eftir Sn.J. liggur í bundnu og óbundnu máli, tel ég sjálfsagt að minnast þeirrar viðurkenningar, sem hann hlaut árið 1963 með útgáfu Menningarsjóðs á fyrsta greinasafni hans, en það var úrval greina, „Vörður og vinarkveðjur", sem Finnur Sigmundsson fyrrv. landsbókavörður valdi í samráöi við höfundinn. Formála bókarinn- ar ritaði Tómas Guðmundsson skáld. Kemst hann m.a. svo að orði: „Hér kemur til dyranna höfund- ur með sérstæðan persónuleik, sem hefir á langri ævi velt fyrir sér æðimörgum vandamálufti, og hvorki villir á sér heimildir né vílar fyrir sér að þræða óvenjuleg- ar slóðir, og segir sínar skoðanir hispurslaust. Og þó að bókin komi víða við, ætla ég að hún sé ekki hvað sízt fróðleg um höfund sinn. Hún ber tvímælalaust vitni um þá eiginleika, sem mestu hafa ráðið um skapgerð hans og skipti við samtíðina, hinn glaðvakandi og gagnrýna áhuga fyrir öllu, er betur mætti haga, en jafnframt um óbifandi tryggð við forna vini og fornar menningarerfðir. í því efni hygg ég Snæbjörn Jónsson næsta einstæðan ...“ I formálanum segir ennfremur, að „forlagið hafi stofnað til utgáfunnar í þakkar skyni vegna þess starfs, sem höfundurinn hefir lagt af mörkum til íslenzkrar bókagerðar og bókmenningar". í kjölfarið komu Misvindi (1964) Lokasjóður (1965) og Þagnarmál (1965). I safninu eru þýðingar á greinum eftir Sir William Craigie, W.P.Ker og Watson Kirkconnell og greinar eftir Sn.J. BSE gaf út safnið Vörður og vinarkveðjur, en Isafoldarprent- smiðja hinar. Enn eitt safn, Náttmál, er enn í handriti. Önnur rit, Nokkur smákvæði, eftir Thomas Hardy, Inter arma, innsýn og útsýn, Tvær rímur. Litið í Natanssögu, og Skáldaflotinn. Aukning og áritanir, Vísnakver. Formáli síra Benjamíns Kristjánssonar. Sólsetursljóð, þriðja vísnakver, Haugíé. Eldri kvæði lagfærð og aukið við nýjum. Þýðingar: Craigie: Kennslubók í ensku. Harraden: Skip, sem mætast á nóttu. Thomas Hardy: Afturkoma hertogans, Ættar- sögn, Hardyi Tess af D‘Urberville- ættinni I—II. Henderson: Ferðabók. Sveinn Björnssoni Recollections of an Icelandic statesman. Hardy: Heimkoma heimalningsins. Sagnakver, alþýðlegur fróðleik- ur í bundnu máli og óbundnu. Kvöldvaka. Misserisrit um bók- menntir og önnur menningarmál (1951 og 1952). Ritstj. Snæbjörn Jónsson. Um Bertel ó. Þorleifsson og eftir hann. Robert Burnsi (indvegisskáld Skota. Tveggja alda minning. The Icelandic Yearbook (1926, 1927 og 1928). A Primer of Modern Icelandic, kom út 9 sinnum, útg. Oxford Uni- versity Press. Þessi upptalning er ekki tæm- andi. Nokkurra bókanna verður nánara getið í stuttu máli. Snæbjörn gat sér orð að verð- leikum fyrir ást sína og kunnátcu á íslenzku máli, m.a. fyrir þýðing- ar á enskum skáldsögum, og unnu þær sér almenningshylli, eins og þýðingar hans á skáldsögu Beatrice Harraden, Skip, sem mætast á nóttu, sem kom út þrem sinnum, og skáldsögu Thomasar Hardy's, Tess of d‘Urberville, sem kom út tvívegis. A þessum höfund- um hafði Snæbjörn hið mesta dálæti. Sagnakverið ber vitni hinum mikla áhuga höfundarins fyrir alþýðlegum fróðleik, en þar og víðar miðlaði hann þjóð sinni af ósmárri auðlegð sinni, einnig í misserisritinu Kvöldvöku, auk fjölmargs annars, sem hann einnig miðlaði þjóð sinni af. Kaflans úr ævisögu Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenzka lýðveldis- ins, sem Snæbjörn þýddi á ensku (útg. ísafold), ber og að minnast. Einnig sérprentunarinnar á ágætri ri'.gerð, sem Snæbjörn birti í Vísi, um Robert Burns, og loks bókar hans um Bertel Ó. Þorleifs- son, sem er rituð af djúpri samúð og næmleik, til þess að gefa sem sannasta mynd af hinum unga Verðandi-manni og sviplegum örlögum hans. Það er ekki lítið að vöxtum, sem eftir Snæbjörn liggur í bundnu máli. I inngangsorðum bókarinnar + Þökkum innilega öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför litlu dóttur okkar og systur, ÖNNU MARÍU, Anna Einarsdóttir, Stefán S. Kristinsson. og systkini hinnar látnu. + Hugheilar þakkir til þeirra fjölmörgu víösvegar um land, sem heiöruðu minningu, SNORRA SIGFÚSSONAR, fyrrverandi námsstjóra, og sýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall hans og jaröarför. Fyrir hönd barna hans og annarra vandamanna. Bjarnveig Bjarnadóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, LÁRU ÞÓRHANNESDÓTTUR, Blönduholti, Kjós. Axal Jónsson Helgi Jónsson Herdís Jónsdóttir Þóra Jónadóttir Björg Jónsdóttir Guórún Gisladóttir Hrefna Gunnaradóttir Siguróur Brynjólfsson Haukur Bergmann David Wells barnabörn og barnabarnabörn. Á yztu nöl (Annað vísnakver) segir síra Benjamín Kristjánsson: „Oft hefir Snæbjörn Jónsson reynt að telja mér trú um, að hann sé ekki skáld, en aldrei hefir honum tekist að sannfæra mig um það. Verða hér færðar nokkrar ástæður fyrir minni skoðun, auk þess sem ljóðabækur hans vitna gegn hon- um.“ Vísa ég til þess, sem þessi kunni menntamaður hefir um þetta að segja, enda leyfir rúm ekki að rekja það nánara, en víst er vert að kynna sér það, sem inngangs- orðin fjalla um og ljóðin sjálf. Hér langar mig til þess, þar sem að kveðskap Snæbjarnar er vikið, að taka upp tilvitnun úr formála Sn.J. (sbr. Haugfé), ekki einvörð- ungu af því, að ég kom þar við sögu, heldur og vegna þess, að hún sýnir, að Sn.J. taldi sig ekki yfir það hafinn að endurskoða afstöðu sína, en það mun og ekki alveg að ástæðulausu hafa verið skoðun margra, að hann hvikaði aldrei frá því, sem hann hafði „bitið í sig“. I þriðja lagi er svo þess að geta að tilvitnunin fjallar um hið víð- kunna ljóð „Drink to me only with thine eyes“, eftir enska skáldið Ben Jonson (1573—1637). Þýðing Snæbjarnar á ljóðinu er birt í „Sólsetursljóðunum", þriðja vísna- kveri hans bls. 81, og bls. 86, kvæðið „Ég gaf þér — “, en sleppt lokaerindinu. Tilvitnunin úr for- málanum hljóðar svo: „Þegar Sólsetursljóð voru hrein- rituð til prentunar voru tekin aðeins tvö erindin af kvæðinu „Ég gaf þér“ (bls. 86, en sleppt þriðja erindinu sem ofauknu, til þess að halda samræmi við ensku fyrir- myndina). En rithöfundi þeim, er við útkomu bókarinnar skrifaði um hana í Tímann, og fyrir tilviljun þekkti kvæðið heilt, þótti því spillt með niðurfellingunni, og að fengnu leyfi mínu tók hann erindið upp í umsögn sína. Er því líklega rétt, að það geymist. Það hljóðar þannig: Svo fennir yfir öll mfn spor, ok allteins hverfa þín. þvf engum hlotnast eilff vor, oti eins ok drifhvítt ifn skal mjöllin hylja beKkja braut ok beKKja afmá nöfn> Svo eftir Kleði, eftir þraut sjást okkar hlutföli jöln.“ Eins og tilvitnunin ber með sér hafði höfundur ritfregnarinnar í Tímanum (þ.e. undirritaður) rætt þetta mál við Sn.J. og fengið leyfi hans til þess að birta stælinguna í umsögn minni, en áhugi minn byggðist ekki einvörðungu á, að ég hafði hrifist að kvæðinu og taldi, að það væri vel þess vert að varðveitast í upprunalegri heild, heldur og á því, að hún sannar hve þýðum tónum Sn.J. gat náð úr hörpu sinni, en hann var m.a. gagnrýndur fyrir að „kveða stirt". Um gildi skáldskapar hans má vafalaust deila, en í honum — ljóðum og stökum — er margt sem eykur kynni af honum sem mjög sérstæðum manni. Það er stundum sagt, að sviplitlir séu þeir skógar, þar sem hvert tré er öðru líkt, en Snæbjörn setti vissulega sinn svip á mörkina. Fyrir sérstök tilmæli mín er kvæðið „Ég gaf þér — “ birt í heild hér í blaðinu með þessari minning- argrein. Ég gaf þér — (Tilraun til að stæla Drink to me) Ék Kaf þér heita hjartað mitt, þú hæddir mfna Kjöf, en allt að einu það mun þitt unz það er kalt f gröl. Þér annað Kafat, sem ætla má að ei sé hálft né veilt, en annað trúrra, er af ok frá, mitt áttu Kjörvallt heilt. Á brott nú hverf éK lanjrt í lönK, éK leKK að morKni á haf ok eftir skii á ættarströnd það eitt, er þér éK K»f. Ek Kleymist þér — er Kleymdur nú — en Kleyma þér ei má, því hvar sem fer ég. þar fer þú, en þÍK éK einn mun sjá. Svo fennir yfir öll mfn spor. og allteins hverfa þfn, því enxum hlotnast eilfft vor. ok eins ok drifhvítt Ifn skal mjöllin hylja beKKÍa braut ok beKKja afmá nöfn< Svo eftir Kleði, eftir þraut sjást okkar hiutföll jöfn. Áhugamál Snæbjarnar Jónsson- ar, hins sívökula eljumanns, voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.