Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 25 svo mörfí að undrum sætir og ekki síður hve miklu hann kom í verk, með ritgerðum sínum um alit, er hann taldi að þjóð sinni mætti verða til heilla, og miðlaði óspart í þeim mikilsverðum fróðleik um störf hinna ágætustu manna og baráttu á ýmsum sviðum, og eru þeirra meðal menn, er hann dáði manna mest, svo sem Björn Jónsson ritstjóri, Haraldur Níels- son prófessor, fyrir ræðusnilld hans og baráttu á sviði spiritism- ans, og veitti þessum mönnum alla þá liðveizlu, er hann mátti sem samherji, en um ævi og störf tugmargra annarra birti hann ritgerðir, af órofa tryggð og næmum skilningi, eins og greina- söfn hans bera glöggt vitni um. Hann batt órofa tryggð við fyrirtæki Bjarna Jónssonar, ísa- fold, þegar á samstarfsárunum við Björn, og síðar Isafoldarprent- smiðju h.f. og var tryggð hans vel metin. Þess ber að geta í framhaldi af því, sem áður var að vikið, að Snæbjörn sá um útgáfurnar af hinum kunnu og vinsælu ljóða- söfnum, Snótar, Svövu og Svan- hvítar, og ritaði formála fyrir þeim öllum, alla fróðlega sem vænta mátti. Ég vil geta þess hér sérstaklega, að Snæbjörn skrifaði mér iðulega á síðastliðnu ári, og raunar fyrr, að minnast bæri á verðugan hátt, að á s.l. ári voru 100 ár liðin frá því Svanhvít með ljóðaþýðingum föður míns og Matthíasar kom fyrst út, og þá helzt með hátíðarútgáfu. Var í öllu, sem hann skrifaði mér um þetta, óbein hvatning að leita hófanna hjá forráðamönnum ísa- foldar, og kynna þeim hugmynd- ina. Var henni tekið af skilningi og velvild og athuganir gerðar varð- andi framkvæmdir og komust enda á nokkurn rekspöl, en þrátt fyrir góðan vilja reyndist ókleift að ráðast í þetta á s.l. ári, eins og horfði og ástatt var síðari hluta ársins. Vonandi rætist nú þessi draumur Snæbjarnar heitins á þessu ári. Formáli Snæbjarnar að 3. útg. (1946) var gagnmerkur og fjallaði að sjálfsögðu um þýðingar skáldbræðranna, sem birtar voru í Svanhvít. Ég kynntist Snæbirni heitnum ekki að ráði um mörg ár, en nokkur kynni tókust með okkur á bóksalaferli hans, en ég var þá starfsmaður Vísis. Hann var þar þá alltíður gestur, og þá jafnan með grein, sem hann óskaði að fá birta, og voru þær ófáar greinarn- ar, sem Vísir birti fyrir hann. Hann skrifaði einnig og alltíðum í önnur blöð, Morgunblaðið, Alþýðu- blaðið og fleiri. Fylgdist ég allvel með öllu, sem frá hans hendi kom. Snæbjörn Jónsson var lengi mjög umdeildur maður og einkan- lega á bóksalatímabilinu, en það var tími ólgu, straumhvarfa, æsinga, þeir tímar er menn skipt'ust í harðsnúna flokka, gengu um götur klæddir einkennisskyrt- um, hópuðust saman til funda- halda, ræður haldnar á húsatröpp- um, vígorð hrópuð, sungnir bar- áttusöngvar, og ekki ótítt að æstir öfgamenn beittu andstæðinga Hkamlegu ofbeldi á götum úti. Snæbjörn Jónsson varð á þessum tíma fyrir aðkasti skilningslausra manna sakir vináttu sinnar í garð brezku þjóðarinnar, manna, sem engan skilning höfðu á því, að meginrót þessarar vináttu hans var, að hann hafði haft mikil kynni af brezkri menningu, og auk þess voru kynnin við fjölmarga menntamenn, sem búnir voru beztu kostum sinnar þjóðar, og vinveittir íslendingum, og ódeigur tók hann sér vopn í hönd værf á þessa vinaþjóð hans ráðist. Og vitanlega var hann í þessu allur sem öðru. Hann var þannig gerður. Hann hlífðist lítt við og var oft ósveigjanlegur í afstöðu sinni, hvassyrtur, en ávallt einarður í hverju máli, og féll mönnum misjafnt, og hlaut á stundum óvild, en svo voru hins vegar margir, sem kunnu að meta hreinskilni hans, og að hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Sjálfur sagði hann eitt sinn í einu bréfa sinna til mín: „Ég hefi aldrei kunnað að ljúga með þögninni." Það var einkum á síðari hluta þess rúma áratugar, sem Snæ- björn átti heima á Suður-Englandi (Portchester), sem vinátta okkar þróaðist og við skrifuðumst á tíðum. Mýmörg bréf hans frá þessum tíma eru mér dýrmæt, en í þeim miðlaði hann mér óspart af sinni miklu þekkingu á bókmennt- um, innlendum og erlendum, einkum enskum. Það gerði hann einnig í viðræðum, en flest síðari ár fyrrnefnds áratugar heimsótti ég hann og hans fólk í Portchester nær árlega og gafs^þá góður tími til viðræðna, því að ég var venjulega vikutíma hjá þessu vinafólki mínu og vel það stund- um. Þá kom einnig glöggt fram hver fróðleikssjór hann var og minnugur, eigi síður en í bréfum hans, og áhuginn lifandi, ekki aðeins fyrir því, sem gamalt var og gott og íslenzkt, en einnig fyrir þeim málum, sem á döfinni voru á þessum viðburðaríku árum, og fylgdist hann vel með gangi mála, heima og á Bretlandi. Frágang bréfa sinna vandaði hann jafnan. Seinustu bréf hans til mín voru skrifuð skömmu fyrir andlát hans og báru sem öll fyrni bréf hans vitni um áhuga hins sívökula manns fyrir menningarlegri fram- tíð þjóðar sinnar. I viðræðum gætti þess mjög, hversu sýnt Snæbirni var að varpa nýju ljósi á það, sem bar á góma, ávallt ræðinn og fræðandi. Skoðanir okkar runnu ekki alltaf í sama farvegi, en það spillti ekki vinskap okkar. Sitthvað gæti ég minnst á til sönnunar því, að Snæbjörn var mér snemma vinveittur löngu áður en vinátta okkar þróaðist í þá átt, sem síðar varð, og vil ég nefna um það eitt dæmi, sem er frá þeim tíma, er við vorum nágrannar í Vesturbænum, því honum get ég þakkað, að Sir William Craigie kom í heimsókn til mín á Sellands- stígnum, en hann var þá gestur á heimili Snæbjarnar, en í þeirri heimsókn hafði hann kynnst fyrst þýðingu föður míns á King Lear, leikriti Shakespeare's, lesið hana og talið frábæra. Þótti mér ekki lítill fengur í að heyra álit þess gagnmerka manns á þýðingunni. Sitthvað fleira bar á góma, m.a. drap Sir William einnig á Redd-Hannesarrímu, sem ég hafði gefið út (1924) og var svo vinsam- legur að segja mér álit sitt á henni bréflega síðar. Hér er því svo við að bæta, að Snæbjörn skrifaði fyrir mig grein til birtingar í Rökkri (Nýr flokkur II) og ræddi þar um þýðingar föður míns og Matthíasar og segir þar ýtarlega frá áliti föður míns á þýðingunni á King Lear. A árunum í Vesturbænum kynntist ég vel konu Snæbjarnar, Annie Florence, en hún og fyrri kona mín voru vinkonur. Annie Florence var ensk (f. 1893, d. 1933). Ég minnist hennar þakklátum huga. Börn Annie Florence og Snæbjarnar eru: Þorsteinn, flugmaður, Betty húsfreyja í Bromley, Bogi, skip- stjóri og Sigríður, langyngst systk- inanna, en hún missti kornung sína góðu nióður. Spor allra barnanna lágu, er fram liðu stundir, til lands móður þei’ ra, eftir að hafa þroskazt og mótazt af íslenzku uppeldi. Þorsteinn gerðist flugmaður og gat sér mikið orð, er hann var í brezka flughernum í fyrri heimsstyrjöld og hefir verið flugmaður síðan, hin síðari ár hjá Cargolux og heimili hans og fjölskyldu hans í Luxembourg. Betty giftist ung enskum manni, J. Lillies, en hann gerðist kaup- sýslumaður í síðari heimsstyrjöld. Bogi gerðist farmaður, stýrimaður og skipstjóri á kaupskipum, og hefir verið lengstum í siglingum og víða farið. Minnist ég hans frá árunum í Vesturbænum sem efni- legs drenghnokka, en leiðir okkar hafa ekki legið saman síðar, og mestu um það ráðið tilviljanir. Það er eitt af því marga, sem gott er að minnast, að hafa um nokkurt árabil séð þrjú hin elztú vaxa úr grasi um nokkurt árabil, en það var ekki að forlaganna vilja, að við Sigríður kynntumst ekki fyrr en ég kom til Portsmouth í fyrsta sinn, og hafa kannski Framhald á hls. 30 Minning—Finn- bogi Guðmundsson Fa’ddur 3. októbor 1930. Dáin 28. apríl 1978. Á morgun, mánudag, kl. 1.30 verður til moldar borinn Finnbogi Guðmundsson, Þórufelli 18, Rvk. Hann var sonur hjónanna Lilju Magnúsdóttur og Guðmundar Finnbogasonar, járnsmiðs, Grettisgötu 20B hér í borg. Finnbogi hafði starfað um ára- bil við bifvélavirkjun. Hann hafði lengi átt sér draum um að stofna eigið fyrirtæki. Fyrir u.þ.b. tveim- ur árum rættist þessi draumur, er hann ásamt tveimur starfsfélög- um stofnaði bifreiðaverkstæðið Lykil h.f. og var hann einmitt staddur á vinnústað er kallið kom svo snögglega. Hann hafði raunar ekki gengið heill til skógar seinustu árin og var nýlega kominn heim frá London, þar sem hann hafði gengist undir mikla skurðaðgerð. Allt virtist hafa gengið að óskum og batinn að koma eðlilega, þegar hann var burtu kvaddur. Það er svo erfitt að sætta sig við að fólk á besta aldri sé kallað burt og stöndum við sem eftir erum angdofa yfir þeirri tilhögun for- sjónarinnar. Én enginn má sköp- um renna. Finnbogi var tvíkvæntur. í fyrra hjónabandi eignaðist hann tvö börn, sem nú eru uppkomin. Með sinni konu sinni, Auði Rögnvaldsdóttur, átti hann einn son, sem aðeins er 9 ára gamall. Tveimur dætrum Auðar frá fyrra hjónabandi hennar var hann sem besti faðir. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti til Boga fyrir allar ánægjulegaar samverustundir. Hann var gott að þekkja og umgangast , því hann var drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu, enda átti hann ekki langt að sækja það. Þeim eiginleikum er allt hans fólk búið í ríkum mæli, og vona ég að á engan sé hallað þó ég vilji þar sérstaklega nefna móður hans, sem látin er fyrir fáum árum. Þar fór kona, sem gott var að hafa fengið tækifæri til að kynnast og vera samferða á lífsleiðinni. Hún var alveg sérstök manneskja, sem alltaf hafði eitthvað gott að segja, ef á einhvern var hallað. Blessuð sé minning hennar. Auður mín, við viljum með þessum fátæklegu línum votta þér og börnunum Öllum okkar innileg- ustu samúð og biðjum við guð að styrkja ykkur í þeirri miklu sorg, sem nú hefur kvatt dyra. Guðmundi og systrunum fimm, sem nú f.vlgja einkasyni og bróður til grafar, viljum við einnig votta innilega samúð. F. og J. Júlíus Ingimarsson Akureyri—Minning Júlíus Ingimarsson fæddist að Litla-Hóli í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 10. janúar 1903. Hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 30. apríl 1978. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu mánu- daginn 8. maí n.k. kl. 15. Foreldrar Júlíusar voru hjónin Sigurbjörg Jónsdóttir og Ingimar Hallgrímsson, bóndi á Litla-Hóli. Ingimar var einn af stofnendum Kaupfélags Eyfirðinga. Hann var einn stofnenda á lífi þegar minnst var fimmtíu ára afmælis kaupfé- lagsins. Þau hjónin áttu þrjár dætur sem allar eru á lífi. Þær eru: Sigrún, búsett í Reykjavík, gift Hans Jörgenssyni, skólastjóra, Birna, búsett á Akureyri, var gift norskum manni, Jóhannesi Væhle, sem látinn er fyrir all mörgum árum, Helga, búsett á Akureyri, var gift Svafari Helgasyni, verk- smiðjustjóra Smjörlíkisgerðar KEA. Svafar lést fyrir skömmu. Ingimar var tvíkvæntur. Hann eignaðist dóttur með fyrri konu sinni. Eiginkonan lést fyrir aldur fram. Þessi hálfsystir Júlíusar heitir Hrefna. Hún er á tíræðis- aldri og dvelur á Elliheimilinu Grund. Júlíus var í föðurgarði framund- ir tvítugsaldur. Árið 1922 innritað- ist hann í Bændaskólann á Hvann- eyri og brautskráðist þaðan vorið 1924. Að námi loknu sneri hann aftur heim að Litla-Hóli til foreldra sinna og starfaði við búreksturinn um nokkurra ára skeið. Um þessar mundir var bíla- og vélaöld að ganga í garð á íslandi. Eins og títt er með unga menn hreifst Júlíus af þessari nýju tækni. Árið 1928 festir hann kaup á vörubíl og tekur að sér mjólkur- flutninga fyrir bændur í Hrafna- gilshreppi. Mjólkina flutti hann til Akureyrar. Júlíus starfaði að þessum flutningum á annan ára- tug. Meðan á mjólkurflutningun- um stóð hafði Júlíus keypt sér fólksbíl og stundaði hann leigu- bílaakstur á Akureyri um árabil. Árið 1930 kvæntist Júlíus Jór- unni Guðmundsdóttur frá Urriða- koti í Garðahreppi. Þau hjónin eignuðust einn son, Ragnar, sjóla^ stjóra og borgarfulltrúa í Reykja- vík. Ragnar er giftur Jónu Guð- mundsdóttur, ættaðri úr Ólafs- firði. Ragnar og Jóna eiga fimm börn. Þá tóku þau Július og Jórunn til sín fósturbarn, Hildi Jónsdóttur. Dvaldi jhildur hjá þeim frá sjö ára aldri þar til hún giftist. Eiginmað- ur hennar er Jón Stefánsson, aðalbókari hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Júlíus og Jórunn slitu samvist- um árið 1954. Sama ár flyst hann búferlum til Keflavíkur og ræðst til starfa á Keflavíkurflugvelli og vann þar til æviloka. Fyrstu árin syðra, vann Júlíus hjá verktökum við ýmis störf. Snemma árs 1957 hóf hann störf við afgreiðslu millilandaflugvéla, fyrst hjá flugmálastjórn og síðar hjá Loftleiðum hf. Þessum störf- um gegndi hann óslitið þar til hann náði eftirlaunaaldri, en þá varð hann að hætta störfum í samræmi við afskriftareglur vel- ferðarþjóðfélagsins. Það kom fljótt á daginn að Júlíus undi illa aðgerðarleysi eftirlaunalífsins, enda hafði hon- um aldrei fallið verk úr hendi frá því hann var barn að aldri. Hann braust þess vegna fljótt út úr hinum helga steini og tók til starfa á nýjan leik. Hann réði sig aftur í vinnu til flugmálastjórnar og tók að sér að halda umhverfi flug- stöðvarbyggingarinnar á Keflavík- urflugvelli hreinu. Þessi störf annaðist hann af mikilli prýði fram á síðasta dag. Dugnaður og þrautseigja þessa gamla manns, sem burðaðist með pokann sinn um lóðina, hvernig sem viðraði voru aðdáunarverð. Hætt er við að margur ungur maðurinn hefði veifað læknisvott- orðum þegar kaldast blés á heið- inni, hefði hann staðið í sporum Júlíusar, sem var orðinn slitinn og lúinn, eins og gefur að skilja, og heilsan þar að auki farin að bila. Júlíus kvæntist aftur árið 1963 eftirlifandi eiginkonu sinni, Olgu Elíasdóttur. Olga er fædd og uppalin í Bolungarvík, dóttir hjónanna Jónínu Sveinbjörnsdótt- ur og Elíasar Magnússonar, skip- stjóra og útgerðarmanns. Júlíus og Olga bjuggu í Keflavík nær allan sinn búskap, Þar áttu þau einkar hlýlegt heimili og notalegt ævikvöld. Þar var gott að koma. Þau voru prýðilega sam- rýmd og undu glöð við sitt. Þau Júlíus og Olga hafa verið í hópi bestu vina sem fjölskylda mín hefur eignast um dagana. Kynnin hafa staðið lengi eða í rúma tvo áratugi. Þau tóku börn okkar ástfóstri, enda barngóð með af- brigðum. Segja má að þau hafi gengið börnum okkar í afa og ömmu stað, ef svo má að orði kveða. Öll þau ár sem við vorum búsett á Keflavíkurflugvelli var það föst regla að Júlíus og Olga kæmu í heimsókn til okkar síðla á að- fangadagskvöld. Einhvern veginn var það þannig að okkur fannst að hátíðin gengi ekki almennilega í garð fyrr en gömlu hjónin birtust í dyragættinni. A slíkum stundum var gaman að blanda geði við Júlíus, sem var maður margfróður og skemmtileg- ur. Hann átti mjög auðvelt með að halda uppi samræðum, enda af þeirri kynslóð sem vandist á að nota öll skilningarvitin og kunni þar af leiðandi að orða hugsanir sínar, hvort heldur var með tungu eða penna, og fáa menn hefi ég séð skrifa fallegri rithönd en Júlíus Ingimarsson. Nú er Júlíus vinur okkar allur, en minningin um góðan dreng mun lifa. Ég og fjölskylda mín sendum eiginkonu Júlíusar og öllum öðrum sem um sárt eiga að binda samúðarkveðjur. Pétur Guðmundsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og liliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og mcö góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.