Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 21 Allt á að láta aí hendi við Anka Jafnvel samvistir við konn og börn — segir flóttamadurinn dr. Nal Oum í þessu samtali vid Elínu Pálmadóttur um ástandið í Kambódíu Dr. Nal Oum við yíirheyr.sJurnar í Ósló. Ilermenn Rauðu kmeranna eru flest ungir drengir. sem hlýða stjórnvöldunum An^ka skilyrðis- laust og sýna enga miskunn. að því er fram kom af frásögnum fióttamannanna við yfir- heyrslurnar í Ósló. frægðar í fortíð Kambódíu, þegar allt byggðist á akuryrkju. Ef allt borgarlíf, þar sem borgarbúar eiga athvarf, hyrfi, yrði auðveldara að skipuleggja nýja stétt landbúnaðarfólks. Samt tala yfirvöldin enn um „verkalýðsstétt“. Næsta skrefið í þessu nýja þjóðfélagi er svo að' skapa byltingarstétt í sveitum, sem verði skilyrðislaust hlýðin Angka, algerlega trú, vinnusöm stétt, sem gerir engar kröfur. Til að ná því markmiði, verður að breyta einstaklingunum og skafa af þeim öll áhrif frá fyrri stjórnartímum, í svo ríkum mæli að öll persónuleg hugsun sé brotin niður, allar gamlar minningar útþurrkaðar, svo og allar tilfinningar fyrir fjöl- skyldu og heimili. í Kambódíu varð raunin sú að komið var upp endurhæfingarbúðum uni allt landið og þar var líka hægt að fjarlægja alla andstöðu með útrýmingu, hvar sem á henni bar. • Endursköpun í 3 stigum á 2 árum Um leið og borgirnar voru eyðilagðar, var útrýmt öllum erlendum áhrifum, sem talin eru rót alls ills. Það þýddi líka endalok allra viðskipta og notk- unar á peningum, sem aðeins er talið að spilli einstaklingnum. Og með því að tæma borgirnar og drífa fólkið út á land, mátti leysa fæðuskortinn, því að þá þurfti ekki að fæða borgarbúa, sem ekkert framleiddu. En ein aðalkenning nýju leiðtoganna er, að hver maður skuli lifa á eigin framleiðslu og fá ekkert annars. Þannig hefur landið algerlega einangrast og skrúfað er fyrir allar samgöngur. Mark- mið nýju stjórnarinnar er að binda endi á þróunina í landinu í 2000 ár og veita trúarbrögðun- um rothögg, en skapa í staðinn algert einræði, þar sem frelsi og einkaframtak fyrirfinnst ekki af neinu tagi. Reiknað var með að þessi endursköpun tæki tvö ár, eftir að búið væri að útrýma öllum forystumönnum frá fyrri tíma í öllum greinum, sem gert var raunar á nokkrum fyrstu dögum eftir uppgjöfina. Skrefin voru sem sagt þrjú: 1) útrýming borgarbúa og nauð- ungarflutningar allra út á land, 2) skipulag á allri þjóðinni í vinnuhópa á tiltölulega skömm- um tíma, og þar með vald til að láta alla gera aðeins eitt — að framleiða, 3) allsherjar vinnu- búðir um landið. Því stigi var náð í marz-apríl 1976. Ekkert tilheyrði neinum lengur, heldur Angka, allt niður í heimilis- áhöld, hvert ávaxtatré o.s.frv. Heimamáltíðir ekki leyfðar lengur. Ekkert mátti snerta. Það var að stela eignum Angka. Maður átti að láta allt af hendi með gleði. Hluti af því var að láta af samvistum við konu og fjölskyldu. Eftir að búið var að tæma borgirnar var fólkinu skipt niður í 100—150 manna hópa og komið fyrir í þorpum víðs vegar um landið. Því var ekki leyft að víkja af þeim stað. Herferð til að rækta hrísgrjón var hafin og annað hvert kvöld voru haldnir hugmyndafræðifundir. Ennþá var það eftir af eignaréttinum, að sumum var leyft að rækta svolítinn grænmetisblett og byggja smákofa fyrir fjölskyld- una. En öll fæða, þ.e. hrísgrjón og salt, var skömmtuð og úthlutað hverri fjölskyldu. Smám saman var samneyslunni komið á til fulls. Yfirvöld tóku allt land og komu á sameiginleg- um svefnstöðum og matarstöð- um. Fullorðnir og börn borðuðu sitt á hverjum stað. Nú tilheyrði allt hinum alvalda Angka, án undantekninga. Öllum var gert að afhenda allar sínar persónu- legu eigur og láta byltingunni eftir eiginkonur, eiginmenn og börnin. — Landsmönnum var nú skipt í þrjá vinnuhópa. í fyrsta hópnum þeir hraustustu milli 17 og 60 ára, öðrum þeir, sem heftir voru á einhvern hátt svo sem vanfærar konur, og í þriðja hópnum gamalmenni og börn. Hver hópur hafði sínar skyldur. I norðausturhéruðunum- var skipulagið kömið enn lengra á árinu 1976. Þar var 1000 fjöl- skyldna þorpi skipt í nokkurs konar herdeild, flokk og þriggja manna samvinnuhóp. Yfir hverjum er skipaður leiðtogi, sem ber ábyrgðina, og á þann hátt er komið á áhrifamiklu eftirliti. Allir hafa auga með öllum. í hverjum hópi, sem í eru yfir 30 manns, er njósnari, sem gefur Angka skýrslu, og ber ábyrgð með lífi sínu. Hann er kallaður „ananasaugað". Heilaþvotturinn fór mjög hratt vaxandi. Þeir fáu mennta- menn, sem enn voru á lífi þegar kom fram á 1976, voru sendir úr þorpunum í betrunarbúðir. Þar voru þeir látnir gangast undir ýmiss konar yfirheyrslur, áttu að fylla út skýrslur og lofað að verða sendir aftur heim í þorpið, ef þeir segðu satt og rétt frá um hvað þeir hefðu gert, hvaða störf stundað o.s.frv. En þetta var auðvitað gildra. Sjálfur var ég 5. janúar 1976 fluttur í slíkar búðir nálægt Battambang. Þar voru 3096 manns í bröggum, umkringdir hermönnum. Eftir máltíð, þá bestu sem við höfðum fengið lengi, voru lesnar nýjar þjóðarreglur yfir okkur og síðan farið fram á það að við létum skoðanir okkar í ljós. Nokkrir ungir menn, — en ungt fólk talar gjarnan frjálslega — létu í óskir um að háskólar yrðu opnaðir, að fólki yröi heimilað að trúa á Búdda og að fólk fengi að leita að týndum ættingjum. Þetta var gildra og þeir voru allir fluttir burtu í trukk og heyrðist ekki frá þeim framar. Fimm próf voru sett fyrir okkur, en við vissum að þetta var gildra. Samt voru svörin sýni- lega ekki öll nógu góð, því alltaf var tínt úr. Allir vissu hvað það þýddi, Angka vildi hitta þá. Þeir hurfu alveg. En ég slapp og fór aftur í þorpið. • Þrælað og ekkert tímaskyn — Daglegt líf? Þið verðið að ímynda ykkur fólk, sem sett hefur verið í vinnubúðir og misst allt tímaskyn svaraði læknirinn. Aðeins tvær máltíðir á dag því varð maður að fara til vinnu kl. 6 á morgnana án þess að fá nokkuð á borða. Síðan var unnið með tóman maga á hrísgrjónaekrunum í brennandi hita eða ausandi rigningu til kl. 11.30 og svo aftur frá 13.00 til 17.30. Og stundum á kvöldin frá kl. fimm til kl. 9 eða 10. Aðeins þeir sem vinna, fá skammtinn sinn. Börn og sjúklingar fá aðeins hálfan skammt, sem er 150 g af hrísgrjónum á dag eða stundum til tveggja daga. Öll þjóðin vinnur þannig 10—12 klukkustundir á dag. Aðeins þrír frídagar á ári, þegar haldið er upp á byltinguna. Einn slíkur dagur veitti mér tækifæri til að flýja. I árslok 1975 var hrís- grjónaskammturinn, sem hafði verið 600—800 grömm minnkað- ur niður í 300 g á dag. Hver fjölskylda fékk í fyrstu kíló af salti á mánuði. Ekkert kjöt, engin fituefni, ekki einu sinni fisk, sem var þó helsta undir- stöðufæðan áður og hægt að veiða í ám og vötnum. Engan sykur var heldur að fá. í hádegishléinu vorum við öll að leita að einhverju ætilegu, laufi, rótum, trjákvoðu og villtum bambussprotum. • Engin læknishjálp — Meðan fólksflutningarnir miklu stóðu yfir, var auðvitað enga læknishjálp að hafa, hélt læknirinn áfram frásögn sinni. Fólkið hrundi niður. Ég sá sjálfur marga deyja. Fyrir utan þá sem ég sá bemlínis drepna. Til dæmis sá ég 50 km frá Phnom Penh hvar svartklæddur Rauður kmeri var að skjóta krjúpandi mann aftan við einn bílinn. Hann hafði reynt að fara aftur í röðina og fá annan skammt af hrísgrjónum, var mér sagt. Og í desember 1975 var okkur skipað af Rauðu kmerunum að ganga hálfhring kring um líkahrúgu. í árslok 1975 var þó búið að koma upp sjúkrastofum í sumum þorp- anna, en ákaflega lélegum, enda hafði ómenntað starfsfólk verið látið læra eitthvað á 3 mánaða námskeiðum. Lyfin sem notuð voru, voru heimagerð jurtaseyði og jafnvel hrísgrjónavín. í einni slíkri sjúkrastofu var þó ungur kmeri, sem hafði verið að byrja að læra læknisfræði. Hann kannaðist við mig og í stað þess að segja til mín, leitaði hann til mín til að biðja mig að þýða fyrir sig leiðbeiningabók á frönsku um fæðingarhjálp, því hann átti að sjá um fæðingar- deildina. Að vísu var þessi fæðingarstofa auð og tóm. Eng- ar fæðingar fóru þar fram, sem ekki kom mér á óvart, þar sem 90% af konum höfðu misst tíðir vegna hungurs og ills atlætis. Þessi ungi maður botnaði ekkert í þessu og var að spyrja mig hvernig á þessu gæti staðið. — Sveitafólkið í þorpunum virtist þola betur þetta harð- ræði, sagði læknirinn ennfrem- ur. Malaría er sá sjúkdómur, sem stærstan toll tekur. Og þar sem engin lyf eru þarna til við henni, er hætt við að margir falli þannig í valinn. Hvað læknishjálp snertir virðast kmerarnir líka vilja snúa þróun- inni aftur um margar aldir og láta heimagerðu lyfin taka við af nútímalyfjum. Ekki svo að skilja að það skipti máli. Fólkið hrynur niður hvort eð er. Ég sá hvað var að gerast. Margir voru illa bólgnir af vannæringu, líkaminn hrörnaður og hárið grátt. Sumir voru svo illa haldnir að húðin var öll sprung- in. • Hvorki lestur né skrift — Menntun? Alla fyrri menntun á að þurrka út. Þegar ég flúði voru engir skólar fyrir börnin. Þeim á ekki að kenna að lesa og skrifa, heldur að ala þau upp með söng og hljóðfæra- slætti til að verða byltingar- Framhald á bls. 31 Ilinn 17. apríl fyrir þremur árum féll Kambódía í hendur Rauðu kmeranna og þeir tóku höfuöhorgina Phom Penh. Þá hófst flóttamannastraumurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.