Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 — Minning Snæbjörn Framhald af bls. 25. góðar forlagadísir, og því vil ég trúa, verið þar að verki, minnst þess allt i einu, að til væri maður kominn á elliár, sem stundum á langri ævi hafði óskað sér þess að hafa eignast minningar frá bernsku litlu telpunnar hennar Annie Florence, eins og hinna barnanna, og það var þá eins og velkomið klapp á vanga, notalegt öldnum manni, að kynni tókust nú með okkur, eins og uppbót fyrir langa bið — sem urðu upphaf vináttu okkar og manns hennar, Kenneths Lister's, og barna þeirra. Þótt persónuleg kynni hefðu dregist svo á langinn, sem að framan var greint, var mér áður ljóst af bréfum Snæbjarnar, hve vel hann kunni að meta alla umönnun Sigríðar, manns hennar og barna þeirra, en það var rúman áratug, sem hann var aðnjótandi fórnfúsrar, umönnunar þeirra, sem var mér ávallt aðdáunarefni í heimsóknum mínum. Þau hjónin fluttust til Islands fyrir rúmu ári, eftir að Sigríður hafði tekið við starfi deildarstjóra í Borgarspítal- anum, en maður hennar starfar hjá kunnu bílafyrirtæki hér i bæ. Una þau hér vel hag sínum. Var það í rauninni gamall draumur Sigríðar, sem hér rættist, en hún hafði alla tíð haldið sínum ís- lenzka ríkisborgararétti, fullviss um, að heim til íslands myndu sporin liggja. Snæbjörn Jónsson var þríkvæntur. Hann gekk að eiga enska konu, Rachel Crawford 1939, en þau skildu eftir skamma sambúð. Þriðja kona hans var Lára Árnadóttir og voru þau gefin saman 1942. Eftir að Snæbjörn hafði flutzt til Englands var hún þar nokkurn tíma, en undi þar ekki, og fluttist til ættingja og vina í Þingeyjarsýslu. Þau héldu hjúskapartengslum sínum, þótt þau tækju upp þá háttu að búa sitt í hvoru lagi í ellinni. Ég kynntist Láru vorið 1913 á Húsavík. Man ég hana vel og foreldra hennar. Vinátta tókst með mér og föður hennar og skrifuðumst við á nokkur ár. Árni var hagmæltur, átti til glettni og gamansemi, og kunni frá mörgu að segja og voru kynni okkar á alla lund hin ánægjulegustu. Lára átti við vanheilsu að stríða allmörg ár. Hún lést haustið 1976, 76 ára að aldri. Ég vil að síðustu votta innilega samúð mína börnum Snæbjarnar öllum í tilefni andláts hans, barnabörnunum og öðrum aðstandendum, þeirra meðal eftir- lifandi systkinum hans, en þau eru: Þuríður, vistkona á Grund, 88 ára, Ásmundur trésmíðameistari, Sólvallagötu 56, 85 ára, og Vilborg, Víðimel 77, 83 ára. Axel Thorsteinson. — Utvarp Framhald af bls. 4 15.00 Miðdegistónleikari íslenzk tónlist a. Fjórar etýður eftir Einar Markússon. Guðmundur Jónsson leikur á píanó. b. Sönglög cftir Skúla Hail- dórsson. Magnús Jónsson syngur við undirleik höfundar. c. Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Fjölni Stefáns- son. ■ xi A söguslóðum , í hiarta Hvort heldur þú kýst ys og þys stórborg- arinrvar eða kyrrð og friðsæld sveitahérað- anna - þá finnur þú hvort tveggja í Luxemborg, þessu litla landi sem liggur í hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland Þýskaland og Belgía - og fjær Holland - m Sviss og ftalía. Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðir tveggja heimstyrjalda Verdun og Ardennafjöll. Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskinið og skoðar þig um á söguslóðum. Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð skemmtun og upplifun sögulegra atburða. FLUCFÉLAC ÍSLANDS LOFTLEIBIR Rut Ingólfsdóttir og Gísli Magnússon leika. d. Divcrtimento fyrir sembal og strengjatríó eftir Ilafliða Hallgrimsson. Helga Ingólfsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson leika. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Þorgeir Ástvaldsson kynnir. 17.20 Sagani „Trygg ertu, Toppa“ eftir Mary OÍIara Friðgeir H. Berg íslenzkaði. Jónína H. Jónsdóttir byrjar lesturinn. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttauki. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.40 Um daginn og veginn Kjartan Itagnars sendiráðu- nautur talar. 20.00 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 Raddir vorsins við Héraðsflóa Gísli Kristjánsson talar við Örn Þorleifsson bónda í Húsey í Hróarstungu. 21.25 Tónlist eftir Carí Nielsen a. „Helios“, forleikur op. 17. Konunglega hljómsveitin í Kaupmannahöfn leikur( Jcrzy Semkow stjórnar. b. Klarínettukonsert op. 57. Kjell Inge Stevenson og Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins leikat Herbcrt Blomstedt stjórnar. 22.05 Kvöldsagant Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur les siðari hluta(6). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldtónleikar a. Sinfóníuhljómsveit Lund- úna lcikur Gymnópedíur nr. 1 og 2 eftir Erik Satie í hljómsveitarbúningi eftir Debussy! André Prévin stjórnar. h. Anna Moffo syngur söngva frá Auvergne við undirlcik hljómsveitar< Leo- pold Stokowsky stjórnar. c. Sinfóníuhljómsveit út- varpsins í Berlín leikur „Keisaravalsinn“ eftir Johann Strauss< Ferenc Fricsay stjórnar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. — Bjarnaborg Framhald af bls. 17. sínu að mestu, en átti eftir nokkrar húseignir, lét hann Bjarnaborg. Hann hafði leigt allar íbúðirnar 15 að tölu í Bjarnaborg, en stundum gengið erfiðlega að innheimta leiguna, enda óduglegur við inn- heimtu, að því er Jón segir. Hann bauð Reykjavíkurborg stórhýsið til kaups en bæjarstjórn hafnaði. Það var ekki fyrr en löngu srðar aö borgin keypti Bjarnaborg. Þá hafði Bjarni makaskipti við bændahöfð- ingjann Þorvald á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og fékk Bjarna- borgina í skiptum fyrir Þoryaldseyr- ina. Gekk Einar skáld Benediktsson frá samningum og telur Jón, að þar hafi faöir hans gert mikla skyssu. Nú er Bjarnaborg í eigu Reykja- víkurborgar og býr þar fólk, sem útvega hefur þurft húsnæði á vegum Félagsmalastofnunar borg- arinnar, mest einstaklingar eða barnlaus hjón, enda íbúöirnar litlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.