Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 ÓLAFUR Björnsson prófessor á aö haki nakrfeilt fjögurra áratuga starf að íslenzkum efnahajfsmálum sem ráöunaut* ur ríkisstjórna mikinn hluta þessa túmabils, þingmadur í 15 ár samfleytt ox varaþingmaður um skeið áður, prófessor í viðskiptafræðideild Jláskóla íslands og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum. Morgunhlaðið hefur átt samtal við Ólaí Björnsson prófessor, um viðhorfin í efnahagsmálum nú og þann verðbólguvanda. sem við höfum átt við að glíma samfleytt frá því í heimsstyrjöldinni síðari og fram á þennan dag. en þó aldrei alvarlegri en nú síðustu 4—5 árin. Fyrsta spurning blaðsins til Óláfs Björnssonar var sú. hverjar hann teldi grundvallarástæður þess. að okkur hefur gengið svo erfiðlega að fást við verðhólguvandann öll þessi ár og þá sérstaklega nú hin síðari. Ég er sammála því, að það er óæskilegt að hafa vexti svo háa sem nú er. En meðan ekki tekst að koma verðbólgunni niður er óraunhæft að lækka vexti. Vaxta- hækkun síðustu missera hefur haft veruleg áhrif í þá átt að draga úr eftirspurn eftir fjármagni og sá samdráttur sem varð í sparifjár- myndun á árunum 1974—1976 hefur minnkað. Það er á miklum misskilningi byggt, að vextir auki á verðbólgu. Það væri hægt að lækka vexti og spara atvinnuveg- unum útgjöld, ef framboð á sparifé væri óháð þeim kjörum, sem sparifjáreigendum bjóðast. En það er ekki þannig, og atvinnuvegirnir yrðu engu bættari af því að hafa ekkert rekstrarfé á þessum lágu vöxtum. Það hefur verið upplýst, að fyrirgreiðsla lánastofnana var komin niður í % af því sem hún var við atvinnuvegina í kringum 1970. Með þeirri vaxtahækkun sem Ólafur Björnsson prófessor r l * • Mesín místök ríkisvaldsins í áratngi að stefnan í peningamálnm hefnr ekki verið samræmd efnahagsstefnn á öðrnm sviðnm — Það er erfitt að gera því skil í stuttu máli, sagði Olafur Björns- son, en ég held að tvennt valdi mestu. Fyrra atriðið er sveiflur í verðlagi útflutningsafurða. Við erum mjög háðir utanríkisverzlun, sem er ríkasti þátturinn í okkar þjóðarframleiðslu. Afkoma út- flutningsatvinnuveganna versnar, þegar miklar sveiflur verða vegna verðbreytinga og aflabrests, verð- lagið er ósveigjanlegt niður á við en ekki upp á við. Nauðsynlegt revnist því að bæta útflutningsat- vinnuvegum tekjutap, sem þeir verða fyrir vegna aflabrests og verðfalls og þá hefur gengislækk- un að öllu jafnaði verið valin. Það hefur lengi verið ljóst, að æskilegt er að safna í sæmilega öfluga verðjöfnunarsjóði, þegar vel geng- ur. En okkur hefur aldrei tekizt að gera það í nægilega stórum stíl. Þetta er fyrra atriðið. Hið síðara sem að mínum dómi veldur mestu um verðbólguvanda okkar er sú stefna í peningamálum, sem hér hefur verið rekin lengst af og sem hægt hefði verið að nota sem tæki gegn verðbólgunni en hefur ekki verið notað í því skyni og jafnvel fremur til þess að magna hana en hitt. Þetta eru að mínum dómi meginástæðurnar fyrir verðbólgu- þróuninni. Sumir mundu nefna þriðja atriðið, kröfugerð verka- lýðssamtakanna, sem sé meiri og óábyrgari en í nágrannalöndunum. En ég er ekki viss um að það sé rétt. Kröfugerðin hér er hærri í prósentum, en ég lít svo á, að það sé fremur afleiðing en orsök. — En hvað um olíuhækkunina á árinu 1973? Er hún ekki að þínum dómi að einhverju leyti undirrót óðaverðbólgunnar. scm staðið hefur síðan? — Það er enginn vafi á því, að hún átti þátt í því að ýta undir verðbólguna á þessum árum, segir Ólafur Björnsson. Og ennfremur að innflutningsverðlag hækkaði á þessu árabili meir en dæmi hafa verið til um áður. — Þú nefndir stefnuna í pen- ingamálum. Ertu sammála þeirri vaxtastefnu. sem nú er rekin? — Ég álít, að þeir neikvæðu raunvextir, sem hér hafa verið við lýði hafi aukið verulega á verð- bólguþróunina. Þegar fólk tapar kannski 10—20% á ári af höfuð- stól sparifjár síns með því að geyma það í banka leitar það annarra leiða til þess að tryggja féð og fer þá út í verðbólgufjár- festingu. Ég tel, að það séu einhver mestu mistök ríkisvaldsins í ára- tugi að stefnan í peningamálum hefur aldrei verið samræmd stefn- unni á öðrum sviðum. Þetta er ekki einni ríkisstjórn að kenna umfram aðra, heldur hefur þetta í raun gengið sem rauður þráður í gegnum efnahagsstefnu allra ríkisstjórna frá stríðsárum. Hitt er svo annað mál, að gagnger stefnubreyting í peningamálum gæti dregið úr atvinnuöryggi. Og allar skyndibreytingar í þessum efnum eru varhugaverðar. framkvæmd hefur verið, hefur tekizt að stöðva þá þróun. Það er betra að greiða hærri vexti og fá þá rekstursfé. Það er nú einu sinni staðreynd, að sparifé er það eina, sem lánastofnanir hafa til ráðstöf- unar til útlána. — En nú eru vextir býsna háir hér og samt kvarta atvinnuveg- irnir undan skorti á rekstursfé. — Raunvextir eru enn í núlli, eða neikvæðir um allt að 15% segir Ólafur Björnsson, og ég efast um, að þetta fari að öðru óbreyttu upp á við. En ef það er rétt, að sú þjónusta sem lánastofnanir veita atvinnuvegunum séu um % af því sem var f.vrir nokkrum árum, þarf engum að koma á óvart, þótt atvinnuvegir kvarti undan skorti á rekstrarfé. — Eru vextir eini þátturinn í peningamálastefnunni. sem veru- legu máli skiptir eða hægt er að bcita sem tæki í baráttunni gegn verðbólgunni? — Vextirnir eru ekki eina tæk- ið. sem þarna skiptir máli. Maður getur hugsað sér aðrar leiðir, t.d. verðtryggingu eða þess háttar. Ef tækist að koma hér á skipulögðum verðbréfamarkaði væri það eitt af því, sem gæti haft heilbrigð áhrif í þessu sambandi. Þá eru öll sjálfkrafa útlán út frá þessu sjónarmiði óhepp%leg. En stjórnmálalegir örðugleikar geta verið mjög miklir við að afnema þau. Halli á ríkisbúskap er líka að jafnaði verðbólguvaldur. Sjálf- krafa öfl eru að verki, sem valda því, að á samdráttartímum hlýtur að verða halli á ríkissjóði eins og var 1974 og 1975. Tekjur dragast sjálfkrafa saman, en útgjöldin eru bundin. — Nú er innlánsbinding við- skiptabankanna í Seðlabankan- um notuð til þess að fjármagna endurkaupalán Seðlabankans. Heíur þessi aðferð á fjármögnun þeirra lána ekki verðbólguhvetj- andi áhrif? — Sú skylda hvílir á Seðla- Leifur Ljónsösk ur frumsýndur Astmar Einar ásamt kcnnara sínum. Lokaprófetónleikar í Norræna húsinu LEIKKLUBBURINN Saga á Akureyri frumsýnir í dag barnaleikritið „Leifur Ljónsöskur" eftir Torben Jetsmark. Leikritið er þýtt af Höllu Guðmundsdóttur, en leikstjórar eru Þórir Steingrímsson og Theódór Júlíusson. Leikmynd bún- ingar og svið er unnið í hópvinnu af leikurum, en umsjón með því verki hefur verið í höndum Þráins Karlssonar. Sextán leikarar taka þátt í sýningunni, en helztu hlutverk eru í höndum Helga Más Barðasonar, Jó- hönnu Birgisdóttur, Snjó- laugar Brjánsdóttur og Magnúsar Arsælssonar. Þetta er þriðja verkefni Leikklúbbsins Sögu, en hann skipa einkum ung- menni á aldrinum 15—20 ára. Frumsýningin verður í Dynheimum og hefst klukk- an 14.00, en áætlað er að sýna verkið nokkrum sinn- um til viðbótar á Akureyri og í bígerð er síðan að heimsækja nágranna- byggðirnar. Mæðradagur- inn í Kópavogi MÆÐRADAGURINN er í dag. Af því tilefni gengst Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs fyrir kaffisölu og kökubasar að Ilamraborg 1 í Kópavogi. Þá munu börn ganga um bæinn og selja bióm nefndar- innar. Ástmar Einar Olafsson lýkur prófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar á þessu vori. Fullnaðarprófstón- leikar verða í Norræna húsinu í dag klukkan 17.00. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Schubert, Brahms og Schönberg. Tónleikunum lýkur svo með verki eftir John A. Speight sem sér- staklega er samið fyrir Ástmar í tilefni þessara tónleika. Ástmar Einar Ólafsson hóf nám í tónskólanum haustið 1972 og hefur kennari hans frá upphafi verið Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir, segir í frétt frá skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.