Morgunblaðið - 04.06.1978, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978
„Kerfið sífellt fjar-
skyldara höfuó-
atvinnuveginum"
fíabbað vid Gauja á Gullberginu í Vestmannaeyjum
Guðjón Pálsson skipstjóri á Gullbergi. Myndin er tekin á
sjómannadaginn 197fi. Ljósm. Mbl.i SigurKeir Jónasson.
Guðjón Pálsson skipstjóri og
útvejfsbóndi á Gullberginu frá
Vestmannaeyjum er einn
traustasti aflamaóur landsins,
en á s.l. ári hefur hann og
skipshöfn hans aflað fyrir
hundruð milljóna króna. Við
röhhuðum við Guðjón um það
scm honum finnst efst á bauni
í málefnum útgerðarinnar.
„Frá mínu brjóstviti tel ég að
mun minni loðna hafi gengið
hér s.l. vetur en við áttum von
á, en hitt er óvíst hvort sá angi
loðnugöngunnar sem tapaðist
djúpt út af Stokksnesi hafi
skilað sér til hrygningar upp að
landinu.
Hins vegar var mun meiri
þorskur hér við Eyjar og austur
í Meðallandsbugt en var s.l. ár
og þetta voru allt fullvaxnir
„Jónar Jónssynir", en það var
sáraiítið af „Matthíasi".
Mér finnst þróunin í loðnu-
veiðunum boða það að við
megum í framtíðinni fara að
gæta okkar á því að ofveiða ekki
loðnustofninn og þeim mun
fremur þurfum við að hyggja vel
að ef ljóst er að stofninn hefur
misfarist í klaki. Það var aftur
á móti gleðilegt að fram kemur
þorskur sem jafnvel átti að vera
búið að veiða.
Varðandi flota okkar af
stærri gerðinni tel ég að við
séum nú þegar komnir með nógu
stóran skuttogaraflota á meðan
fiskstofnarnir eru ekki búnir að
jafna sig eftir þá ásókn sem
verið hefur sleitulaust í þá og ég
tel einnig að við séum með nær
fullskipaðan loðnuflota til þess
að veiða það sem eðlilegt getur
talizt. Það er því ljóst að við
höfum ekki efni á að láta
útlendinga hafa mikið þar sem
við erum með flotann vannýttan
hluta úr árinu.
Síldarstofninn tel ég að sé í
stórum og hröðum vexti og ég
tel það eftirlit eðlilegt sem er í
sambandi við síldveiðarnar. I
mörgum tilvikum vinnum við
ekki skynsamlega og t.d. ætti í
mun ríkari mæli að gera síld-
veiðarnar arðbærari en þær eru
nú og þetta á við um margs
konar veiðiskap annan. T.d.
varðandi síldina er nú gott
tækifæri til þess að sigla með
aflann. Markaðirnir í Evrópu
eru það góðir í dag að það myndi
skila miklu meiri tekjum í
þjóðarbúið en síldarútvegsnefnd
getur fengið eftir sínum leiðum.
A meðan Norðursjórinn er
lokaður fyrir síldveiðuuuum
verður fersksíldarverðið mjög
hátt á mörkuðum nærliggjandi
landa og það eigum við að
notfæra okkur. Við eigum að
stuðla að því að skapa hátt verð
á síld, hreinlega að gera það
hefðbundið að síldarverð sé
hátt. Síldin býður þann mögu-
leika, en um þessar mundir eru
greiddar 9-13 kr. danskar fyrir
kg af síld.“
„Nú er svokallaður dauður
tími hjá loðnuflotanum."
„Dauða tímabilið er'ákaflega
erfitt. Það er verið að tala um
að það sé hægt að senda stærri
skipin sem hafa vélarafl og
mikið lestarrými á kolmunna,
en þar sem við búum við svo
lélegt hráefnisverð miðað við
aðrar þjóðir, þá er það alls ekki
arðbært. Fyrir kolmunna-kílóið
af Færeyjamiðum fá Danir 50
aura danska, eða yfir 20 kr. ísl.,
á sama tíma og við fáum 10.80
kr. fyrir kílóið. Þó sigla íslenzku
og dönsku skipin sömu vega-
lengd í land með aflann miðað
við Faxaflóa.
Þetta lága fiskverð veldur því
að útilokað er að fjárfesta í
þessum hlutum. A þessum
dauða tima sem er um það bil
frá 10. maí til 15. júlí þegar
sumarloðnan byrjar, er hugsan-
legt að gera þessa báta út á
aðrar veiðar, en til þess þarf
margt að breytast í okkar
Framhald á bls. 62.
Gullbergið að koma til hafnar.
Þorsteinn Pétursson er nú
yfirvélstjóri á Goðafossi en alls
hefur hann siglt á 14 skipum
Eimskipafélagsins og einum
þremur fiskiskipum. Þorsteinn
er hér að líta eftir í vélarrúmi
Goðafoss. Ljósm. Mbl.i Krist-
ján.
„Hefði
alveg
eins getað orðið
húsasmiður"
fíætt vid Þorstein Pétursson, yfir-
vé/stjóra á Godafossi
— Það var fyrir hreina
tilviljun að ég lenti á sjónum.
Ég hafði holzt hugsað mér að
verða húsasmiður en á þeim
tíma var ekki hægt að komast
í það nám. Ég fór að vinna í
Stálsmiðjunni en likaði ekki
hávaðinn þar og fékk starf sem
rennismiður í Vélsmiðjunni
Steðja. Upp úr þessu fór ég í
Vélskólann en byrjaði á Trölla-
fossi 1948 og lauk prófi frá
skólanum 1953. Frá því ég
byrjaði hef ég verið á 14
Fossum en hætti þó á þeim um
tíma og fór á fiskibát. Hélt að
ég gæti verið eitthvað meira
heima en sú varð ekki raunin
og ég fór aftur til Eimskip. —
En það að ég varð vélstjóri var
fyrir hreina tilviljun og ég gæti
alveg eins verið húsasmiður nú,
sagði Þorsteinn Pétursson,
yfirvélstjóri á Goðafossi er við
tókum hann tali um borð í
Goðafossi þar sem hann lá í
Sundahöfn. Þorsteinn er
kvæntur og eiga þau hjónin 3
hörn og barnahörn þeirra
hjónanna eru þrjú.
— Mér hefur yfirleitt líkað
vel að vera á sjónum en þessar
löngu fjarvistir frá heimili eru
versti ókosturinn og þær verða
ailtaf leiðinlegastar fyrir fjöl-
skylduna. Og verri eru þær fyrir
konuna og börnin heldur en
mennina. Við á þessu skipi
siglum mest með fisk á Ameríku
og Rússland og erum oftast
mánuð í burtu. A minni skipun-
um er ástandið heldur betra, því
þeir eru ekki eins lengi í burtu,
en sá tími, sem þeir stoppa í
höfn, er hins vegar stuttur.
Tíminn í höfn er reyndar
stuttur hjá okkur líka. Við
eigum t.d. í erfiðleikum með að
skipuleggja fríin okkar, því að
bæði er erfitt að fá vélstjóra til
að leysa af og hitt að það er
oftast mjög óákveðið hvaða
verkefni bíða skipsins.
„Starfandi sjómenn
sinna of lítið félags-
málum stéttarinnar“
— Ég hætti hreinlega um
tíma á farskipunum, mikið
vegna þessara löngu fjarvista en
þá voru túrarnir fimm til sjö
vikur. Auðvitað ætlaði ég að
hafa mig upp úr þessu og hætta
en skellti mér á bát. Þetta var
á þeim árum, sem síldin var og
ég hélt að þetta gæfi meiri
möguleika til að vera heima en
sú varð ekki raunin heldur var
maður í burtu allt sumarið. Það
fór þvi svo að ég byrjaði aftur
hjá Eimskip.
— Þessar löngu og miklu
fjarvistir okkar sjómanna gera
það að verkum að við getum lítið
tekið þátt í starfi að félagsmál-
um stéttarinnar. Sjómanna-
stéttin verður af þessum sökum
sundruð. Þeir menn, sem vinna
að okkar málum í landi, eru því
miður ekki í nægum tengslum
við starf okkar og sinna of lítið
sjómannsstörfum til að finna
hvaða mál brenna heitast á
starfandi sjómönnum. Við, sem
störfum á sjónum, þurfum
sjálfir að vera í þessu og þessu
þarf einhvern veginn að breyta
en ég geri mér grein fyrir því að
það er erfitt. Aukinn frítími
gæfi vitanlega meiri möguleika
hvað þetta snertir en mér dettur
einnig í hug að sjómenn þyrftu
að fjalla meira um sín mál
skriflega innbyrðis.
„Launin þuría aö vera
há til að menn tolli
til lengdar á sjónum“
— í fyrstu fara menn oftast
á sjóinn af hreinni ævintýraþrá.
Menn vilja kynnast einhverju
nýju og sjá sig um. Það er
óneitanlega kostur við sjó-
mennskuna sem vinnu, að mað-
ur er á vinnustaðnum og þarf
ekki að fara langar vegalengdir
til og frá vinnu. Ef góður
félagsandi er um borð í skipun-
um þá heldur það í mennina.
Laun sjómanna þurfa að vera
töluvert hærri en í iandi til þess
að menn tolli í þessu til lengdar.
Vitanlega geta menn tollað í
þessu í stuttan tíma á lægri
launum en sífelld mannaskipti
eru hvorki til góös fyrir áhafm
irnar né útgerðina. Það fer líka
ekki hjá því að maður, sem er
mikið fjarverandi frá heimili
sínu getur aldrei skapað sér
vinnu heima fyrir eða unnið að
lagfæringum á heimilinu. Allt
hefur þetta í för með sér aukinn
kostnað. Að vísu eigum við að fá
frídaga fyrir unna helgidaga
erlendis en eins og ég sagði áðan
þá er ekki gott að fá vélstjóra
til að leysa af og þá hafa margir
ekki efni á því að taka þessa
frídaga og þá sérstaklega hinir
yngri.
Framhald á bls. 62.