Morgunblaðið - 04.06.1978, Page 19

Morgunblaðið - 04.06.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 51 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vana afgreiðslustúlku vantar strax. Ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar í verzluninni. Hjá Báru, Hveriisgötu 50. Húsvarðarstarf Starf húsvarðar í verbúðinni Ásgarður, Höfn, Hornafirði, er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfiö gefa Bragi Bjarna- son, sími 97-8211 og Hermann Hansson, sími 97-8205. Verbúöir hf. Höfn, Hornafiröi. St. Jósefs- spítalinn í Hafnarfirði vantar hjúkrunarfræðing, sér menntaöan í skurðstofustörfum. Ennfremur vantar nú þegar í spítalann ræstingarstjóra. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 54325 eöa 50188. Hafnarfjörður VOGUE í Hafnarfirði vantar starfskraft í afleysingarvegna sumarfría, þarf aö vera 25 ára eða eldri. Væntanlegir umsækjendur hafi samband við verzlunarstjórann. Verkstjóri Óskum aö ráöa verkstjóra aö frystihúsi voru á Drangsnesi sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa Jón Alfreðsson Hólmavík, sími 95-3155 eða Guðmundur B. Magnússon, Drangsnesi. Hraöfrystihús Drangsness h.f. Mælingamenn Óskum eftir aö ráöa verkfræði- eöa tækniskólanema í mælingavinnu. Mælinga- menn vanir mælingum fyrir jarövinnuverk- taka koma einnig til greina. Upplýsingar í síma 86394. Vestmanna- eyjabær Staða félagsmálafulltrúa við fyrirhugaða félagsmála- stofnun Vestmannaeyjabæjar er laus til umsóknar. Staöan hefur ekki verið skipuö áður, og er því að mestu ómótuð, en áætlað er að félagsmálafulltrúi verði starfsmaöur félagsmálaráös. Félagsmálafulltrúi skal vinna að framkvæmd þeirra félagsmálaþátta, sem verða kunnar í nýjum reglu- gerðum félagsmálaráðs og þau störf önnur sem honum verða falin. Nauðsynlegt er aö umsækjandi hafi Háskólaprói í félagsfræði eða aðra sambærilega menntun, einnig er æskilegt aö hann hafi haldgóða þekkingu og reynslu af félagsmálum sveitarfélaga. Umsókn er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituöum eigi síðar en 30. júní 1978. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Vestmanna- eyjabær Staöa bæjarritara Vestmannaeyjabæjar er laus til umsóknar. Starfið er margþætt, en í meginatriðum eftirfarandi: Bæjarritari er fulltrúi og staögengill bæjarstjóra. Bæjarritari er skrifstofustjóri á bæjarskrifstofunum. Bæjarritari undirbýr gerð fjárhagsáætlana og gerir mánaðarlegar greiðsluáætlanir. Bæjarritari sér um ársfjóröungslegt uppgjöf bæjar- sjóðs og bæjarstofnana. Bæjarritari annast ýmiss önnur störf á vegum bæjarins. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið háskólaprófi í lögfræði eöa viðskiptafræði, eða hafi aðra sambæri- lega menntun. Umsækjandi þarf að hafa til aö bera starfsvilja og þrek. Reynsla af mannaforráðum og/ eða fjármálastjórn er nauðsynleg. Umsóknir merktar: „Bæjarritari", er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum, sem einnig veitir allar upplýsingar eigi síðar en 15. júní 1978. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Lausar stöður við embætti ríkisskattstjóra Nokkrar stöður fulltrúa viö embætti ríkisskattstjóra eru lausar til umsóknar. Lögfræöi-, viöskiptafræði- og endurskoö- unarmenntun er nauðsynleg. Fulltrúar sem gegna þessum stööum mega vænta þess aö verða sendir til starfa utan embættisins hvenær sem þörf krefur. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist embætti ríkisskattstjóra fyrir 30. júní 1978. Reykjavík 2. júní 1978, Ríkisskattstjóri. Hjólbarða- verkstæði Okkur vantar góðan mann til að sjá um rekstur hjólbarðaverkstæöis. Góð laun í boöi fyrir réttan mann. Okkur vantar einnig mann vanan alhliöa hjólbaröaviögerðum. Tilboð sendist í pósthólf 62 Kópavogi. Framreiðslumenn Þeir framleiðslumenn sem eru atvinnulausir og hafa áhuga á vinnu eru vinsamlegast beðnir aö hafa samband viö skrifstofu félagsins 5., 6. og 7. júní n.k. milli kl. 14.00 og 16.00. Stjórnin. Sölumaður Innflutningsverslun vill ráða til starfa, nú þegar, eöa sem fyrst, duglegan sölumann, sem getur unniö sjálfstætt. Æskilegt er, að hann hafi þekkingu eöa áhuga á bygginga- vörum. Umsóknir, sem gefi allar nauðsynlegar upplýsingar t.d. um aldur, menntun, málakunnáttu, fyrri störf og kaupkröfu, sendist Mbl. fyrir 10. júní merktar: „Viður — 8729“. Laus staða Staða sérfræðings hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Sérfræöingur þessi á að vinna að hafísrann- sóknum og veita forstööu upplýsingaþjón- ustu um hafís á íslandsmiðum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Veðurstofu Islands, Bústaðavegi 9, Rvk. fyrir 1. júlí 1978. Veöurstofa íslands Gjaldkeri Okkur vantar nú þegar gjaldkera í af- greiðslu farmbréfa. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri mánudag- inn 5. júní frá kl. 1 e.h. Hafskip hf. Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Verkfræðistofa óskar eftir að ráöa mann meö menntun á sviði Rafmagnsverkfræði eöa Rafmagns- tæknifræði. Starfiö tekur til hönnunar raforkukerfa, og raf- og fjarskiptakerfa í verksmiöjur og stærri byggingar. Hér er um að ræða fjölbreytt og lifandi starf, sem veitir hæfum manni góöa framtíðarmöguleika. Æskilegt er að umsækjandi sé vanur aö vinna á rafreikni, sé framtaksamur og sjálfstæöur í störfum með góða málakunnáttu. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og mögulega meðmælendur sendist fyrir 25. júní merkt: „Verkfræðistofa — 8882“. Atvinna óskast Rafvirki óskar eftir atvinnu í sumar. Allt kemur til greina. Getur byrjaö strax. Tilboö sendist Mbl. merkt: „Rafvirki — 3547“. Verkstjori vanur viðgeröum á þungavinnuvélum. Stórt verktakafyrirtæki vill ráða vanan verkstjóra á verkstæöi. Tilboð merkt: „Verkstjóri - 4493“ leggist inn á auglýsingadeild blaös- ins. Afgreiðsla Gleraugnabúðin Laugavegi 46, óskar eftir starfskrafti. Aldur 25 til 35 ára. Uppl. á staönum. Þl ALGLYSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR ÞL AUG- LÝSIR I MORGUNBLAÐINl VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.