Morgunblaðið - 04.06.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978
55
Ingólfur Konráðsson
frá Vöglum — Minnmg
Fæddur 12.desember 1914
Dáinn 20.marz 1978
Vorið 1921 fluttist fátæk fjöl-
skylda að Gilhaga í Vatnsdal, sem
var heiðarbýli fyrir ofan Haukagil.
Þessi fjölskylda var Konráð Jóns-
son og kona hans Ragnheiður
Guðmundsdóttir með tvo unga
syni sína, þá Ingólf á 7. ári og
Eggert eins árs. Einnig fluttust
með þeim hjónum fósturforeldrar
Ragnheiðar, Ingólfur Guðmunds-
son og Helga Davíðsdóttir, bæði
orðin roskin. Því minnist ég á
þetta, að þarna urðu mín fyrstu
kynni af þessu fólki, sem ég gleymi
ekki. Ég var á 10. ári og faðir minn
lánaði 2 eða 3 hesta til flutninga
á fólki og búslóð, sem var lítil, og
ég var látinn fara með til að taka
hestana til baka. Ég gleymi aldrei
þessari ferð í aur og bleytu og
kalsa veðri. Konurnar höfðu báðar
hesta til að sitja á og reiddi
Ragnheiður yngri drenginn en
aðrir urðu að ganga. Ingólfur
Guðmundsson hélt oftast í hend-
ina á nafna sínum, sem var nú
helst til þreklítill til að labba
þessa löngu leið, en það er vel 1
klst. gangur í góðu færi. En
ömurleg var aðkoman að Gilhaga-
bæ, sem þá hafði verið í eyði í eitt
ár. Þegar útihurðin var opnuð
blasti við svellbunki og vatnstjörn
inn öll göng. Inn í bæinn fór ég
ekki en óhug setti að mér, að fólk
skyldi þurfa að setjast að í slíkum
húsakynnum. En slíkt varð nú
gjarnan hlutskipti fátæklinganna
hér áður fyrr.
Þarna hófust kynni okkar
Ingólfs frænda míns, sem héldust
með vináttu til hinsta dags hans.
Eins og að líkum lætur voru mikil
samskipti milli bæjanna og þau
góð. Ingólfur fór ungur að vinna
eftir mætti, en jörðin er harðbýl
og eftir 10 erfið ár fluttist
fjölskyldan frá Gilhaga að Vögl-
um, sem er annað fjallabýli til og
kosta rýrt. Þá voru drengirnir
orðnir 4, en dóttir fæddist stuttu
seinna. Eftir það veiktist móðirin
+
Eiginmaöur minn, faöir og fengdafaöir.
FILIPPUS BJARNASON,
fyrrv. brunavöröur,
Reynimel 38,
veröur jarösunginn frá Neskirkju þriöjudaginn 6. júní kl. 13.30. Blóm og
kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Nanna Hallgrímadóttir,
Edda FiMppusdóttir, Magnús Sigurósson,
Svanhildur Gunnarsdóttir, Sturlaugur Grótar Filippusson.
t
Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ÓLAFUR G. JÓHANNSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
Rauóagerói 42,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. júní kl. 3. Blóm afbeöin.
Sigríður Magnúsdóttir,
Bára Ólafsdóttir,
Ingíbjörg Olatsdóttir, Páll Sigurgeirsson,
___________ barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaöur minn og faöir,
HANNES G. PÁLSSON,
verkstjóri,
Meöalholti 9,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni þriöjudaginn 6. júní kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á
liknarstofnanir. Sigríöur Hannesdóttir,
Hafdís Hannesdóttir,
Þórir Jónsson.
+
Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaöir,
ÞORVALDUR FAHNING,
Bólstaöarhlíö 40,
veröur jarösunginn í Fossvogskirkju mánudaginn 5. júní kl. 3.00 e.h.
Sigríður Eyjólfsdóttir,
Rúnar Þorvaldsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir,
Hilmar Þorvaldsson, Sigrún Aöalsteinsdóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir, Robert Pennington.
+
Maðurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir,
LOFTUR GESTSSON,
Skúlagötu 72,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. júní kl. 15.00.
Sesselja Guðjónsdóttir,
María Loftsdóttir, Þórarinn Baldursson,
Guömundur Loftsson,
Óskar Loftsson.
+
Viö þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför,
EGGERTS ÞORLEIFSSONAR,
járnsmiös,
Skólageröi 39.
Magðalena Andrésdóttir,
Bjarni Eggertsson,
Sveinbjörg Eggertsdóttir,
Þorleifur Eggertsson,
Guörún Eggertsdóttir, Sigurður Pétursson,
barnabörn.
Vesturhópi og var þar stundum
einn síns liðs. Síðustu árin fór svo
að halla undan fæti með heilsuna,
enda ekki alltaf hugsað um hana
sem skyldi. Hann var svo heppinn
eftir að heilsan bilaði fyrir alvöru
að til hans réðst stúlka, sem
reyndist honum vel. Og þó hún
væri ekki óslitið hjá honum kom
hún til hans aftur s.l. vetur og þá
með festarmann sinn með sér og
sáu þau um skepnuhirðingu að
mestu en hann annaðist litlu
stúlkuna hennar sem besta móðir
á meðan. Og það sýnir betur en orð
fá lýst þakklæti hans til þeirra, að
örfáum dögum áður en hann dó
gekk hann frá afsali á jörðinni til
þeirra því hann gerði sér ljóst að
hverju dró með heilsu sína.
Ég vil geta þess að Ingólfur var
ágætur hestamaður og var vart til
svo lélegur hestur, sem ekki fór á
kostum, er hann var sestur á bak
honum. Hann átti og úrvals
hrossakyn sem var eftirsótt af
öðrum.
Að lokum færi ég frænda
mínum og vini hinstu þakkir og
kveðjur frá okkur hjónum og
börnum okkar öllum. Ég veit að
við eigum eftir að hittast og þá
verður hann eflaust með gráa
gæðinginn sinn, en ég með hestinn
Tuma sem ég sakna alla daga.
Ingólfur varð bráðkvaddpr í
örmum vina sinna heima á Grund.
Konráð Eggertsson
Haukagili
og dó eftir tiltölulega stutt veik-
indastríð.
1925 keypti Konráð Gilhaga af
föður mínum en á hann ekki nema
3 til 4 ár og seldi þá aftur. Vagli
keypti hann um þær mundir, er
hann flutti þangað, en hættir svo
búskap eftir konumissinn og seldi
þá Rúneberg Ólafssyni jörðina.
Ingólfur kaupir svo Vagli 1935 eða
1936.
Ingólfur kvæntist 1936 Jakobínu
Þorsteinsdóttur frá Stóra-Hvarfi í
Víðidal og hófu þau búskap í
Vöglum það ár. Jakobína var
mesta sæmdarkona og tók fullan
þátt í kvenfélagsstörfum Vatns-
dælinga til dauðadags og var mjög
félagslynd. Þau hjón áttu ekki
lund saman og slitu samvistum.
Eignuðust þau 2 syni, Helga
fæddan 1937 og Hjörleif 1940.
Seinna eignaðist Ingólfur dreng er
Guðmundur hét og fluttist hann
með móður sinni vestur í Bolung-
arvík og reyndist nýtur maður sem
bræður hans, en lést ungur af
slysförum frá konu og barni.
Eftir að þau hjón slitu sambúð
er Ingólfur mikið á vegum Ragn-
heiðar systur sinnar í Þórorms-
tungu og víðar óg stundar þá
gjarnan vinnu á ýmsum stöðum og
einkum við byggingar, Jakobína
heldur áfram búskap með sonum
sínum og fer svo er stundir líða að
Helgi tekur við jörð og búi og
móðir hans stendur fyrir búi með
honum meðan heilsa endist.
Ingóifur var völundur til allra
verka og smiður á járn og tré sem
ættmenn hans og því eftirsóttur til
allra verka. Oft rétti hann mér
hjálparhönd ef mér lá á og var
tvisvar hjá mér vetrartíma við
fjárgæslu og var ekki kastað til
höndum því hann hafði yndi af vel
fóruðum skepnum. Ekki má
gleyma því hversu barngóður hann
var og er ekki ofmælt að hann vildi
helst alltaf hafa litla hendi í lófa
sér hvort sem var úti eða inni og
lá honum þá aldrei svo mikið á að
ekki yrðu bæði barn og fóstri
, samferða. Svona var þetta á mínu
heimili og annars staðar er ég
þekkti til.
Um árabil var Ingólfur á Kistu
í Vesturhópi hjá Eggerti bróður
sínum og mun hafa ráðið sér
sjálfur að mestu og stundaði þá
allmikið smíðar, aðallega skeifna-
smíði. Var mjög kært með þeim
bræðrum alla tíð.
Fyrir allmörgum árum festi
hann kaup á jörðinni Grund í
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
Austurbær
Kjartansgata
Upplýsingar í stma 35408
Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöar, er veröa til
sýnis þriöjudaginn 6. júní 1978, kl. 13—16 í porti
bak viö skrifstofu vora, aö Borgartúni 7:
árg.
Ford Cortina fólksbifreið 1974
Volkswagen 1200 fólksbifreið 1973
Chevrolet Blazer 1971
Ford Bronco 1973
Volkswagen Micro Bus fólksbifr. 1975
Volkswagen pallbifreið 1974
Ford Transit Bus fólksbifr. 1971
UAZ 452 torfærubifreið 1971
Land Rover lengri gerð, benzín 1970
Land Rover benzín 1970
Willys jeppi 1966
Dodge W 200 pic-up 1971
Skoda 110 L fólksbifreið 1971
Opel Rekord fólksbifreiö 1971
Tempo mótorhjól 1972
Tilboðin veröa opnuð sama dag kl. 16.30 aö
viöstöddum bjóöendum. Réttur áskilinn aö hafna
tilboöum sem ekki teljast viöunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006