Morgunblaðið - 06.06.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978
17
Gudmundur Hallvarðsson, formaóur Sjómannafélags Reykjavíkur
200 mílur koma til álita í f ram-
tíðinni - setið á varnarorðum!
Ræda fíutt á Sjómannadaginn
Bjargvættir fortíðar sigldu
um sæinn.
sóttu lífsbjörK í Mííinn
fyrir byggðir og bæ.
Voru fyrstir að fanga
farsæld langa og stranga.
sókndjarfir sí og æ.
Góðir áheyrendur, þannig
hljómar fyrsta kvaeðið af þrem
eftir Geir Sigurðsson sem hann
orti í tilefni samkeppni sem háð
var fyrir um þ.b. 40 árum um
ljóð og lag er nota átti sem
sjómannasöng á þessum hátíðis-
degi. í þessu kvæði felast
allmargar staðreyndir um
íslenska sjómannastétt, sem
flestum er hreyft á slíkri stundu
sem nú og alþjóð samþykkir í
hjarta sínu en falla síðan í
gleymskunnar dá við sólsetur
Sjómannadags. Sjaldnast
minnast fulltrúar sjómanna á
kjör stéttarinnar á slíkri stundu
enda Sjómannadeginum ætlað
annað hlutverk, þ.e. að kynna
landsfólki störf sjómannsins. Þó
get ég ekki látið hjá líða að
minnast á jafn veigamikinn þátt
í tekjum fiskimannsins og fisk-
verðsákvörðunin er. Hin síðari
ár hefur fiskverðsákvörðunin
verið í nokkru jafnvægi við
almennar hækkanir launafólks í
landi og verið þess valdandi að
fiskimenn hafa að mestu haldið
sinni sneið úr þjóðarkökunni.
Hinn 1. júní átti fiskverð að
liggja fyrir, ennþá biða sjómenn
þeirrar ákvörðunar og verður
enn einu sinni að ítreka þá kröfu
sjómanna að lög- og samnings-
bundnum ákvæðum í þessu efni
sé fylgt. Sem kunnugt er
ákvarðast fiskverð að miklu
leyti eftir rekstrarreikningi
fiskvinnslunnar í landinu. Allur
gangur er á þeirri rekstraraf-
komu, en einsýnt virðist að út úr
þessum meðaltalsrekstri sem til
grundvallar fiskverði er lagður,
verði teknir fleiri fiskvinnslu-
aðilar en þegar er gert.
Hallarekstur atvinnutækja á
stöðum sem þjóðfélagið telur
rétt að halda í byggð verður að
greiða úr Byggðasjóði eða
öðrum sameiginlegum sjóðum
landsmanna, en ekki að greiðast
af hiut fiskimanna og útgerðar-
manna úr fiskverði. Samtök
sjómanna verða að gera sig
meira gildandi en nú er ásamt
öðrum aðilum sem hagsmuna
eiga þar að gæta, um ráðstöfun
fjár til reksturs og framleiðni
ásamt aukandi aðgerðum í
fiskvinnslu og útgerð. Má þar
m.a. nefna fjárfyrirgreiðslu þess
opinbera til flestra aðila fisk-
vinnslunnar í landinu í því skyni
m.a. að efla afköst og auka nýtni
fiskvinnslunnar en því fé er að
mestu ráðstafað í steinsteypu.
Öryggismál sjómanna þarfnast
stöðugrar árvekni og þar lang-
þýðingarmest að sjómenn sjálfir
fylgist með öryggisútbúnaði
skipa sinna. Með lagasetningu
um tilkynningarskyldu ísl. skipa
hefur verið stigið stórt spor í
öryggismálum sjómannastéttar-
innar. Verður því ekki trúað að
áfram finnist slóðar sem ekki
gæta þeirra reglna er fyrrnefnd
lög kveða á um. Ég vil ekki láta
hjá líöa um leið og ég minnist
á öryggismálin, að færa félögum
Slysavarnafélags Islands fyrr og
nú um land allt árnaðaróskir og
þakkir í tilefni af 50 ára afmæli
þess og gifturíku hálfrar aldar
starfi. 200 sjómílna fiskveiðilög-
saga Islendinga er orðin
staðreynd. Minnist þess nokkur
nú, að nokkru eftir að 50
sjómílna fiskveiðilögsagan var
orðin staðreynd, undirrituðu 50
íslendingar þ. á m. forsvars-
menn sjómanna og útvegs-
manna skjal þar sem skorað var
á þáverandi ríkisstjórn að færa
fiskveiðilögsöguna út í 200
sjómílur. Þessi áskorun var
tekin upp af stærsta stjórn-
málaflokki landsins, þá í stjórn-
arandstöðu og svo fór að allir
urðu sammála um og árangur
sést nú. Þá lá á borði ríkis-
stjórnar margumrædd svört
skýrsla fiskifræðinga sem ekki
mátti sjá dagsins ljós af póli-
tískum ástæðum.
Svo einkennilega var brugðist
við áskorun 50-menninganna af
stjórnvöldum þá, að þetta
uppátæki fyrrnefndra aðila var
flokkað undir barnaskap. Og
þáverandi stjórnarherrar áttu
svör á reiðum höndum og sögðu
m.a. að fyrst bæri að ljúka
Hafréttarráðstefnunni. Henni
er ekki lokið enn. Annar talaði
un að 200 mílur kæmu til álita
í framtíðinni, og hinn þriðji
hafði gaman af og talaði um að
fiskveiðilögsaga íslendinga
myndi ná langt upp á Græn-
landsjökul. Sá virtist ekkert vita
um miðlínu eða fyrirsjáanlega
þróun þeirra mála. Og þá var
setið sem fastast á rituðum
varnarorðum fiskifræðinga
okkar um ástand þorskstofna
við Island. Því mæli ég þessi orð
hér, að íslenskir fiskimenn vilja
fá allar upplýsingar strax og
þær liggja fyrir um ástand og
horfur fiskistofna við landið
hvort sem skýrslan er svört eða
blá, slíkt er þeirra mál en ekki
skrifborðsmanna einna.
Sjómenn vilja taka þátt í öllum
skynsamlegum ráðstöfunum til
eflingar fiskstofnum við landið
svo og þeim takmörkunum á
veiðisvæðum sem verða má til
hins sama. í þessu máli mætást
sjómenn allir í anda þótt
fjarlægðir skilji á milli. Einnig
í því, að efnahagsleg ofveiði
fyrri ára sem öll þjóðin hefur
notið góðs af, verði nú ekki
aðeins mætt með rýrnandi hlut
fiskimanna, heldur af þjóðinni
allri.
Ég vil að lokum senda
sjómönnum öllum og fjölskyld-
um þeirra kveðjur mínar og
árnaðaróskir.
Sæmundur R. Ágústsson við nýju ljósritunarvélina.
Stensill bætir
vid húsnædi sitt
„VIÐ höfum að undanförnu ekki
getað annað eftirspurn, en með
tilkomu nýju tækjanna og bættri
aðstöðu, vonumst við til að geta
boðið upp á betri þjónustu og tekið
að okkur fleiri verkefni." Svo
mælti Magnús H. Jónsson, einn
eigenda fjölritunarstofunnar
Stensils, á blaðamannafundi sem
nýlega var haldinn í tilefni af því
að húsnæði Stensils hefur verið
stækkað og tækjakostur endurnýj-
aður.
Fjölritunarstofan Stensill var
stofnuð fyrir þremur árum, og var
hún í upphafi einkafyrirtæki
Magnúsar H. Jónssonar, en 1976
eignaðist Sæmundur R. Ágústsson
hlut i fyrirtækinu. Varð Stensill
hlutafélag hinn 1. febrúar síðast-
liðinn. Að sögn eigenda Stensils
hefur það oft verið þeim baggi að
engin aðstaða var til að taka á
móti viðskiptavinunum, nema inn
á milli véla í vélasal. Nýja
húsnæðið mun bæta verulega hér
úr, en þar verður hægt að veita
mun betri fyrirgreiðslu en áður.
Húsrýmið eykst um helming og
hefur Sturla Már Jónsson innan-
hússarkitekt teiknað innrétting-
arnar í nýia húsnæðinu.
Tækjakostur Stensils h/f hefur
aukizt og batnað með aukinni
umsetningu og nú fyrir stuttu tók
fjölritunarstofan í notkun nýja
ljósritunarvél, sem eigendur fyrir-
tækisins segja vera þá fullkomn-
ustu á markaðinum. Hún tekur á
venjulegan pappír og skilar ljós-
ritum í sumum tilfellum betri en
frumritið er.
Nú kjósum við Kalmar
m — valið er auðvelt
□ Staðlaöar innréttingar í allt húsið í fjölbreyttu úrvali.
□ 30 mismunandi tegundir hurða í 12 verðflokkum er staðreynd.
□ Lítiö viö í sýningarhúsnæði okkar í Skeifunni 8 þar sem við sýnum
12 mismunandi geröir innréttinga.
Verið velkomin.
kalmar
innréttingar hf.
SKEIFAN 8. REYKJAVIK SIMI 82645