Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 36

Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 Lögbannsbeidni gegn frambods- þáttum sjónvarps TRÚNAÐARMENN V-listans í Roykjaneskjörda-mi IökÖu í gœr fram kröíu um lögbann við framhoðsþáttum þoim, sem fyrir- hugaðir oru í sjónvarpinu moð þátttöku þoirra flukka. sem nú eiga monn á Alþingi. Ilór er um að ra“ða þættina ..Setið íyrir svörum" scm á að sjónvarpa 13. og 14. júní, framboðsfund í sjónvarpssal, sem á að vcra á dagskrá 18. júní og hringborðs- umræður. sem eiga að vera á dagskrá 21. júní. Sigurður Helgason lögfraeðingur í Kópavogi, sagði í samtali við Mbl. í gaer, að lögbannsbeiðnin væri lögð fram vegna þess óréttis að aðeins þeir flokkar, sem nú eiga menn á Alþingi, fengju að taka þátt í þessum sjónvarpsþáttum en aðrir framboðsaðilar fengju þar hvergi að koma nærri. „Upphaflega var okkur úthlutað 5 mínútum í þeim framboðskynn- ingum, sem eru á dagskrá sjón- varpsins þessi kvöldin, en því var breytt í 10 mínútur eftir kröftug mótmæli okkar, sem að V-listan- um í Reykjaneskjördæmi standa," sagði Sigurður. „Við höfum ákveð- ið að sætta okkur við þessar tíu mínútur í framboðskynningunni, en getum alls ekki sætt okkur við það að fá ekki að eiga neinn hlut aö frekari framboðsþáttum í sjónvarpinu." Flokkakynning ríkis- fjölmiðlanna hófst í gær Útvarpsráð hefur samþykkt hvernig háttað skuli framboðs- kynningu í sjónvarpi og hljóð- varpi fram að alþingiskosningum 25. júnf og hófst raunar kynning flokka í gærkveldi. er óháðir kjósendur í Reykjaneskjördæmi, Sjálfstæðisflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru kynnt. Kynning flokkanna er mislöng, þ.c.a.s. þeir flokkar. sem aðeins bera fram í cinu kjördæmi. fá 10 minútur til cigin ráðstöfunar. þcir. sem bj<»ða fram í tveimur kjördæmum. fá 15 mfnútur og þeir flokkar. scm bjóða fram í' öllum kjördæmum, fá 30 minútur. en það eru 5 flokkar. Þessar flokkakynningar í sjón- varpi voru teknar upp í Hamra- hlíðarskólanum fyrir helgina. Dregið var um það, hvenær hver flokkur skyldi kynntur og eins og áður sagði hófst kynningin í gærkveldi. I kvöld verða þessir flokkar kynntir: óháð framboð á Vestfjörðum, Framsóknarflokkur- inn, F.vlkingin og Stjórnmála- flokkurinn, sem fær 15 mínútur, þar sem hann er með framboð í tveimur kjördæmum. Á miðviku- dag verða þessir flokkar kynntir: Alþýðubandalagiö, Alþýðuflokkur, Kommúnistaflokkur Islands og framboð óháðra í Suðurlandskjör- dæmi. I hljóðvarpi hefst flokkakynning 12. júní og lýkur 16. júní og fær hver flokkur 10 mínútur til eigin umráða. Á mánudaginn 12. júní verður k.vnntur einn flokkur, en tveir flokkar á þriðjudag og miðvikudag, 4 flokkar á fimmtu- dag og tveir flokkar á föstudag. Hafa þá verið kynntir samtals 11 flokkar en það er fjöldi þeirra lista, sem í kjöri verða á landinu. Þessar kynningar verða sendar út eftir kvöldfréttir um klukkan 19.35 og standa kynningarnar í 10, 20 og 40 mínútur, eftir því hve margir flokkar verða kynntir hvert kvöld. Röð flokkanna verður dregin út á miðvikudaginn 7. júní og á þannig að verða unnt að prenta í dagskrá, hvaða flokkur verður kynntur hvert kvöld. Hinn 18. júní verður svo fram- boðsfundur í sjónvarpssal, sem einnig verður hljóðvarpað. Verður fundurinn haldinn á tímanum 15 til klukkan 18 á sunnudegi. Þar er gert ráð fyrir að fluttar verði stuttar ræður og verði fundurinn í hefðbundnum stíl og er takmark- ið að umferðir verði fimm. Dagana 13. og 14. júní verða svo forystumenn frá þeim 5 flokkum sem bjóða fram í öllum kjördæm- um látnir sitja fyrir svörum um stefnu og markmið flokka þeirra. Spyrjendur verða valdir af and- stöðuflokkunum. Geta því spyrjendur orðið 5, en óákveðið er, hvort þeir sem sitja fyrir svörum verða einn eða tveir og er það á valdi flokkanna sjálfra, hve marg- ir svara fyrir hvern flokk. Þá er eftir að geta þess að hljóðvarp verður aðsjálfsögðu opið alla kosninganóttina, sem talning atkvæða fer fram. Sjónvarp verður einnig opið og að öllum líkindum eitthvað lengur en við sveitar- stjórnarkosningarnar, þegar línur skýrast alla jafna fyrr en í alþingiskosningum. Síðast við al- þingiskosningar hætti sjónvarp um klukkan 05. Uppselt á dagskrá með tón- verkum Jóns Þórarinssonar MORGUNBLAÐIÐ fékk þær upp- lýsingar á skrifstofu Listahátíðar í gær, að miðasala á dagskrárliði hátíðarinnar gengi með ágætum. Mest seldist skiljanlega af miðum á tónleikana í Laugardalshöll en sala miða á aðra dagskrárliði gengi einnig mjög vel. Þannig væri uppselt á tónleika í Norræna húsinu nk. sunnudag, þar sem leikin yrði tónlist eftir Jón Þórar- insson. Einungis væru til miðar á efri svölum í Þjóðleikhúsinu á leikrit Jökuls Jakobssonar og fáir miðar eftir á tónleika Manuelu Wiesler í Iðnó. Þá kom það fram í samtali Mbl. við skrifstofuna, að uppselt hefði verið á tónleika Strokkvartetts Kaupmannahafnar sl. sunnudagskvöld. Sameiginlegir framboðs- fundir á Vesturlandi FRAMBJÓÐENDUR Vesturlands- kjördæmis vegna alþingiskosning- anna hafa ákveðið átta sameignin- lega framboðsfundi í kjördæminu. Fyrsti fundurinn verður í Stykk- ishólmi 8. júní, annar í Grundar- firði 9. júní, þriöji á Hellissandi 10. júní, fjórði í Búðardal 12. júní, fimmti í Breiðabliki, Miklaholts- hreppi, 15. júní, sjötti að Loga- landi 19. júní, sjöundi í Borgarnesi 20. júní og síðasti fundurinn verður á Akranesi 22. júní. í tilefni Listahátíðar í Reykjavík opnaði Heimilis- iðnaðarfélag Islands list- sýningu í verzlun félagsins í Hafnarstræti 3 hinn 5. júní s.l. Á sýningunni eru listmunir eftir Jónínu Guðnadóttur leirkerasmið og Jens Guðjónsson gull- smið. Jónína Guðnadóttir stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Is- Listahátíð: Jens Guðjonsson við vinnu sína. Jens Guðjónsson stund- aði gullsmíðanám í Reykja- vík og var síðan 2 ár við nám við Gullsmíðaháskól- ann í Kaupmannahöfn. Hann hefur haft eigin vinnustofu í Reykjavík síð- an 1964 og tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Á þessari listsýningu Heimilisiðnaðarfélagsins sýnir Jens eingöngu silfur- smíð, bæði skartgripi og skúlptúr. Það sem helst einkennir muni hans er hraunáferð, sérstakir litir og íslenskir steinar. Jónína Guðnadóttir og Jens Guðjónsson með listsýningu lands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Konstfach í Stokkhólmi. Hún hefur unnið á eigin verkstæði síðan 1969. Áður hefur Jónína bæði haldið einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum. Jónína sýnir nú eingöngu leirmuni sem unnir eru í steinleir, en notar hraun, oxíð og lág- brenndar leirtegundir til skreytingar. Að sögn Jónínu verða hlutir hennar yfirleitt þannig til að hún leikur sér að efninu þangað til hlutur- inn mótast. Einstöku sinn- um teiknar hún þó hlutina áður. Jónína Guðnadóttir hjá nokkrum verka sinna. í viðtali við Morgunblað- ið sagði Jens að hann væri yfirleitt hættur að teikna hlutina áður en hann skap- aði þá. „Þetta byggist á því að ég er með margt í höndunum og kem því auga á svo margt nýtt með því að velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Jens. Jónína og Jens eru bæði í félaginu Listiðn en það eru samtök listiðnaðar- fólks. Sýningin verður opin út júnímánuð og er sýningar- tími á venjulegum verslun- artíma eða daglega frá kl. 9—18 og laugardaga kl. 9-12. Frá doktorsvörninni. ólafur Jensson læknir ásamt andmælendunum. Doktorsritgerð um arfgenga blóð- sjúkdóma á íslandi Ólafur Jensson læknir varði á laugardají ritgerð sína fyrir doktorsnafnhót í læknisfra'ði sem hann nefnir „Studies on Four Hereditary Blood Disorders in Iceland“ í hátíðarsal Háskólans. Andmælendur af hálfu lækna- deildar voru prófessor dr. med. Káre Berjf frá háskólanum í Ösló <>K prófessor dr. med. John Edwards frá Háskólanum í Birminjíham. Aðspurður um efni ritgerðar- innar sagði Ólafur hana vera yfirlit um nýjar ritgerðir, um fjóra arfgenga blóðsjúkdóma á íslandi, sem birtar hafa verið í Lækna- blaðinu og í erlendum blöðum. Nánar um arfgengar breytingar. á rauðum blóðkornum og hvítum og einn blæðingasjúkdóm. Ólafur kvaðst eiga að baki 18—20 ára starf við rannsóknir á þessu sviði ásamt aðstoðarmönn- um. Það hefði reynst allhentugc að rannsaka þessa sjúkdóma hér á landi, m.a. vegna þess að ágætar upplýsingar lægju hér fyrir skráð- ar. Hann hefði átt góða samvinnu við aðila erlendis, aðallega á Norðurlöndum og í Englandi. Til þessa starfs kvaðst hann hafa notið styrks frá Vísindasjóði, vísindadeild Námssjóðs sjúkra- samlagslækna og frá Nove-fyrir- tækinu í Danmörku. Hann sagði að með þessum rannsóknum hefði stórum byrjun- aráfanga verið náð en fleiri þættir málsins þyrftu athugunar við og rannsóknum yrði því haldið áfram. Rúllurnar fundnar RANNSÓKNARLÖGREGLA rík- isins hefur upplýst þjófnað á rafmagnshandfæravindu úr bát í Hafnarfjarðarhöfn í apríl s.i. Kom í Ijós að maður einn úr Garðabæ hafði tekið vindurnar og var önnur þeirra heima hjá honum en hin var komin um borð í bát vestur á fjörðum. 855 þús. kr. fyrir sölu mæðrablómsins MÆÐRASTYRKSNEFND í Reykjavik efndi til almennrar sölu mæðrablómsins á mæðradaginn, sunnudaginn 8. maí s.l. Alls keyptu Reykvíkingar mæðrablóm fyrir samtals 855.175 krónur. Ágóðinn mun gera 40 efnalitlum eldri konum kleift að dveljast í sumarhótelinu að Flúðum í Árnes- sýslu vikuna 12.—18. júní n.k. Mæðrastyrksnefnd vill þakka borgarbúum fyrir góðar undirtekt- ir nú sem fyrr. Mæðrastyrksnefnd vill skýra frá því að efnalitlar eldri konur í Reykjavík, sem ekki hafa áður notið hvíldarviku að Flúðum í boði nefndarinnar og ekki eiga ella kost á slíkri sumarhvíld, geta nú sótt um þátttöku í hvíldarvikunni að Flúðum. Eru þær beðnar að snúa sér til skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar að Njálsgötu 3. Hafnarfjörður: Samkomulag um kjör forseta og bæjarráðs „ÞAD ER fundur í bæjarstjórn- inni á morgun og ég reikna með að þar verði kosinn forseti bæjar- stjórnar, kosið verði bæjarráð og bæjarstjóri ráðinn, en um þessar kosningar hefur náðst samkomu- lag milli okkar og óháðra borgara, sagði Árni Grétar Finnsson, fyrsti bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, í samtali við Mbl. í gær. Árni sagði að málefni Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar hefðu tekið allan tíma bæjarfulltrúa um helg- ina og því hefði ekki unnizt tími til frekara samkomulags milli sjálfstæðismanna og óháðra borg- ara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.