Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978
39
Hannes Pálsson
Minningarorð
Fæddur 5. janúar 1906.
Dáinn 28. maí 1978.
Hannes Pálsson var fæddur að
Hofi í Öræfum árið 1906 og var því
72 ára er hann lézt, eftir 'tiltölu-
lega skamma sjúkdómslegu. For-
eldrar hans voru Jóhanna G.
Jónsdóttir og Páll Jónsson, ættuð
úr Skaftafellssýslum. Bjuggu þau
að Hofi í Öræfum, þar sem á þeim
tíma voru 7 bændur búandi. Það
þarf ekki mikið hugmyndaflug til
að geta sér til hvernig sú veröld
var er blasti við ungum sveini,
einu af 14 börnum búenda á lítilli
jörð í einni afskekktustu veit
landsins rétt eftir síðustu aldamót.
Það varð hlutskipti hans að skilja
við sína nánustu, þar sem hann er
tekinn í fóstur 5 ára að aldri að
Hnappavöllum í Öræfum. 16 ára
gamall flyst hann úr Öræfum og
ræðst til Snorra Halldórssonar
læknis að Breiðabólstað á Síðu.
Eftir tvítugsaldur færir hann sig
um set og rær nokkrar vertíðir frá
Vík í Mýrdal. Síðan rær hann og
starfar hjá Gunnari Ólafssyni
nokkrar vertíðar en Gunnar rak
umsvifamikla verslun, útgerð og
fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. A
þessum árum dvelst hann að
nokkru í Reykjavík. Árið 1934
hefur hann störf hjá Skipaútgerð
ríkisins þar sem hinn harðskeytti
baráttumaður Sigurjón Ólafsson
alþingismaður hafði á hendi verk-
stjórn. Fyrstu starfsárin var þetta
lausavinna, en svo fór þó að þetta
varð hans ævistarf, trúfesta í
starfi var það sem einkennandi
var fyrir hann, eins og bezt sést á
hinum langa starfsferli hans hjá
Skipaútgerðinni, þar sem hann var
orðinn með lengstan starfsaldur af
þeim sem þar starfa. Hann taldi
það skyidu sína að leggja sig allan
fram og beita þeirri elju og þeim
dugnaði, sem var hans aðalsmerki,
í þágu þess félags er hann hafði
svo lengi starfað hjá. Starfsdagur
hans var orðinn langur og oft
unninn við hin verstu skilyrði. Hið
tæknivædda þjóðfélag hefir á
einhvern hátt ekki náð að létta
mönnum þau störf sem þar eru
unnin. Sú gæfa er þó sumum
mönnum gefin að fá að starfa með
fullum þrótti þar til jafnvel hinn
sterkasti strengur brestur.
Frænda- og vinagarð átti hann
mikinn í hinni fögru sveit er hafði
fóstrað hann. Hann ræktaði vel
þennan garð og mest af sínum
frístundum dvaldi hann meðal
frænda og vina austur í Skafta-
fellssýslum. Fróður var hann mjög
um allt er þar mátti eygja. Börn
áttu hjá honum gott athvarf og
sóttust mjög eftir nærveru hans,
ekki sízt barnabörnin er hann
veitti elsku og umhyggju meiri en
venjulega gerist. Heimilið var
honum kærast og kona hans,
Sigríður Hannesdóttir, var honum
traustur lífsförunautur. Þar er
hans sárast saknað. Blessuð sé
minning hins mæta manns.
Þórir Jónsson.
Fáein kveðjuorð
Aðeins nokkur fátækleg kveðju-
orð til afa, hans sem reyndist
okkur alltaf svo vel. Alltaf var
hann óþreytandi í leik við okkur
börnin, og þær voru ófáar „flug-
ferðirnar," sem farnar voru í
sófanum hans.
Hann hafði alltaf nægan tíma
fyrir okkur, þó að vinnudagurinn
væri oft langur og strangur. Hann
vann erfiða verkamannavinnu
alveg til dauðadags, orðinn 72 ára,
enda lífsbaráttan oft hörð, sér-
staklega hin fyrri ár. Oft var
brosað að ráðríki hans, þó svo að
allir viðurkenndu réttsýni hans,
enda hélt hann starfi sínu sem
verkstjóri til síðasta dags.
Ávallt var hugur hans hjá
langafabörnunum og yngstu
barnabörnunum, tvíburunum
Ingu Hrönn, Hönnu Siggu og
Ingimar Braga, sem var auga-
steinn hans, en hann var nýlega
farinn í sveit á æskuslóðir afa síns
austur í Skaftafellssýslu, þegar
Hannes afi dó.
Við kveðjum elskulegan afa og
þökkum honum fyrir allt. Við
minnumst hans með söknuði.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Sigga Jóna.
Er ég mætti til vinnu minnar
hjá Skipaútgerð ríkisins að morgni
hins 29. maí, barst mér til eyrna
sú válega fregn að fyrrverandi
verkstjóri minn, Hannes Pálsson,
hefði látist daginn áður. Þessi
dapurlegu tíðindi komu mér að
vísu ekki alveg á óvart þar sem ég
vissi að hann hafði um nokkurn
VIÐ KYNNUM ENN EINN NÝJAN FRA KENAULT
HVORKl OF STÓR
NÉ OF LÍTILL
Þessi nýji bíll frá Renault hefur framhjóladrifog sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum
sem gefur mjög góða aksturseiginleika. Hann er rúmgóður og einstaklega
sparneytinn, eyðir aðeins 6,3 1 á 100 km.
Renault 14 er bíllinn sem hentar í öllum tilvikum.
RENAULT
Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976
KRISTINN GIIÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
tíma átt við hastarlegansjúkleika
að stríða. Hins vegar var það von
mín til hins síðasta, að honum
tækist að komast yfir þessi
veikindi, þótt kominn væri á efri
aldur. Svo mikill lífsþróttur og
starfsorka fannst mér einkenna
hann allt til þess tíma er hann
veiktist í síðastliðnum mánuði. En
enginn má sköpum renna, og hinn
miskunnarlausi máttur dauðans,
sem við mannanna börn verðum
öll að beygja okkur fyrir, fyrr eða
síðar, varð ekki hrakinn af hólmi
frekar en fyrri daginn. Það er ekki
meining mín með þessum línum að
skrifa hér nein eftirmæli eftir
Hannes Pálsson. Enda allt of
ókunnugur hans einkalífi, atferli
og uppruna til þess að geta gefið
þar nokkrar tæmandi lýsingar á.
En innri kenndir knýja mig til
þess. að senda þessum ágæta
yfirboðara mínum, sem ég þó
miklu fremur kysi að kalla vinnu-
félaga, nokkur kveðjuorð að leiðar-
lokum. Svo margt gott átti ég
honum að unna og er áreiðanlega
ekki einn um að hafa þá sögu að
segja. Kynni mín af Hannesi
hófust fyrst er ég fór að vinna hjá
Ríkisskipum fyrir um það bil tíu
árum síðan. En þar var hann
verkstjóri um áratuga skeið. Eg
minnist þess að í fyrstu kom hann
mér fyrir sjónir sem fremur
kaldranalegur stjórnandi. En eftir
nánari kynni komst ég brátt að því
að undir hrjúfu yfirborði hans
leyndust eiginleikar sem ekki
verða metnir tii fjár á veraldar
vísu. En það voru óeigingirni og
hreinlyndi, þó einkum og sér í lagi
viljinn til að rétta þeim hjálpar-
hönd er minna máttu sín eða á
einhvern hátt höfðu orðið undir í
lífsbaráttunni. Það var aldrei
háttur hans að ráðast á garðinn
þar sem hann var lægstur ef til
ágreiningsefna kom. Þvert á móti
lagði hann jafnan lítilmagnanum
lið, en gætti þess þó ætíð að víkja
ekki af vegi réttlætisins. Vissulega
er það oft vanþakklátt starf að
vera yfir aðra settur, og vart mun
Hannes hafa farið varhluta af
þeim raunveruleika frekar en
aðrir í hans stöðu, enda starfs-
vettvangur hans í stormasömu
umhverfi, þar sem aðstöður allar
voru oft af erfiðasta tagi, og eitt
er víst að á honum brotnuðu
margar þær bárur er burt hefðu
skolað mörgum öðrum þeim er
hærra vilja hreykja sér í þrepum
þjóðfélagsins.
Nú þegar ég kveð Hannes
Pálsson hinstu kveðju vil ég þakka
honum innilega fyrir allar okkar
samverustundir jafnt i meöbyr
sem mótlæti þau ár er leiðir okkar
lágu saman, og óska honum
farsældar í fyrirheitna landinu.
Eftirlifandi konu Hannesar svo og
öðrum ættingjum votta ég samúð
mína. Megi minningin um göfugan
eiginmann og góðan heimilisföður
verða þeim huggun í þungbærri
sorg.
Steinar Guðjónsson..