Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1978 Sjálfetæðisflokkur um efnahags- og kjaramál; Samráð um k jaramál—vísitölukerf i endurskodað—fr jálslegri g jaldeyris- reglur—vextir í samræmi við verðbólgu Sjálfstæðisflokkurinn mun láta baráttu gegn verðbólgunni sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru á næsta kjörtímabili, segir í greinargerð um stöðu og stef nu í efnahags- málum, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Sjálfstæðisflokknum og birt er í heild á bls. 16 í Morgunblaðinu í dag. Helztu atriði, sem fram koma í þessari greinar- gerð, erui • Stofnað verði til samráðsvettvangs launþega, vinnuveitenda og ríkisstjórnar um kjaramál í því skyni að stuðla að gerð raunhæfra kjarasamninga. • Vísitölukerfið verði endurskoðað og leitað nýrra leiða til þess að tryggja að tekjur launþega séu í eðlilegu samræmi við þjóðartekjur og hag atvinnuvega án síhækkandi verðlags og kaupgjalds. Verðjöfnunarsjóðir útflutningsatvinnu- vega verði efldir. Gengið verði rétt skráð á hverjum tíma og stefnt að vaxandi stöðugleika þess. Frjáls sparnaður verði örvaður með því að halda vöxtum í samræmi við stig verðbólgu. Mismunun á vaxtakjörum og öðrum kjörum útlána milli atvinnugreina verði að fullu afnumin. Afurðalánakerfið sé endurskoðað og dregið úr sjálfvirkum útlánum. Frelsi í verðtryggingu fjár- skuldbindinga verði aukið. Eftir því sem verðbólgan fer minnkandi verði lánakjör íbúðabygginga og atvinnu- vega gerð hagstæðari og myntbreyting framkvæmd til staðfestingar fengnum árangri. Stefnt sé að verulegum tekjuafgangi ríkissjóðs og skuldalækkun í góðæri. Skattar verði lagðir fyrst og fremst á eyðslu en ekki tekjur. Virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda verði komið á. Stuðlað verði að virkri samkeppni og frjálsri verðmyndun. Gjaldeyrisreglum verði breytt í því skyni að gera þær sem frjálslegastar, ekki sízt reglum um ferðagjaldeyri. Ingí Tómas B jörns- sonskattstjóri í Vestmannaeyjum FJARMALARAÐHERRA hefur sett Inga Tómas Björnsson í embætti skatt- stjóra í Vestmannaeyjum, en umsækjendur um stöðuna voru þrir, auk Inga þeir Jóhann Pétur Andersen, viðskiptafræðingur, Vest- mannaeyjum, og Jón Hauks- son, lögfræðingur, Vestmannaeyjum. Ingi Tómas Björnsson er fæddur 11. september 1946 í Neskaupstað, sonur Ingu Láru Ingadóttur og Björns Guðnasonar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1966 og lauk prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla ís- lands 1972. Hann starfaði um skeið hjá Félagsstofnun stúdenta en hefur verið aðalbókari Vest- mannaeyjakaupstaðar frá nóvem- ber 1973. Ingi Tómas Björnsson er kvænt- ur Brynhildi Friðriksdóttur og eiga þau tvö börn. Hástúkuþing í Reykjavík 1982? Sveinn Kristjánsson kjörínn stórtemplar Gestur Steinþórsson Gestur Steinþórs- son skipaður skatt- stjóri í Reykjavík Fjármálaráðherra hefur skipað Gest Steinþórsson til að vera skattstjóri í Reykjavík írá og með 1. ágúst n.k. Gestur Steinþórsson er fæddur 7. júní 1941 á Hæli í Gnúpverja- hreppi, sonur Steinþórs Gestsson- ar alþingismanns og konu hans Steinunnar Matthíasdóttur. Gest- ur varð stúdent frá Menntaskólan- um að Laugarvatni 1964 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1974. Hann starfaði sem lögfræð- ingur Sjóvátryggingafélagsins, en hóf störf á Skattstofu Reykjavíkur í júní 1976 og var skipaður varaskattstjóri í Reykjavík í júní 1977. Kona Gests er Drífa Pálsdóttir og eiga þau tvö börn. Stórstúkuþingi lauk í Reykja- vfk sunnudaginn 11. júní. Þar var samþykkt að svara jákvætt til- mælum um að hástúkuþing verði haldið á íslandi 1982. Hástúku- AHt að 15% hækkun á brauðum VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað hækkun á brauðum og gildir hækkun- in frá og með deginum f dag. Hækkunin er á bilinu 11,6 til 15%. Seydd rúgbrauð 750 grömm hækka úr 95 í 106 krónur eða 11,5%. Maltbrauð 675 grömm hækka úr 94 krónum í 108 krónur eða 14,9%. Fransk- brauð hækka úr 96 krónum í 110 krónur eða 14%. Eiríkur Árni sýnir í Keflavík NÚ STENDUR yfir í sýningar- sal iðnaðarmanna í Keflavík sýning á 50 olíu . pastel- og vatnslitamyndum eftir Eirík Árna. Listamaðurinn hefur starfað sem myndlistar- og tónlistar- kennari á íslandi og í Svíþjóð. Síðustu ár hefur hann stundað kennslu við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Eiríkur Árni hefur stjórnað Karlakórnum Þrestir í Hafnar- firði um árabil. 1976 stofnaði hann sinn eigin kór „Söngflokk- ur Eiríks Árna" og hefur stjórn- að honum síðan. Þetta er sjöunda einkasýning hans. Hún verður opin til 18. júní frá kl. 18—22 virka daga og frá kl. 14—22 um helgar. Þjóðvujinn krefet brott- reksturs eða „endur- hæfíngar" starfemanna Reykjavíkurborgar Þjóðviljinn hefur sett fram kröfu um það, að starfsmenn Reykjavíkurborgar verði annað- hvort „endurhæfðir" eða neydd- ir til þess að segja upp störfum. Þetta kemur fram í ritstjórnar- pistli í Þjóðviljanum sl. laugar- dag. Þar segir m.a.: „Guðrún Helgadóttir sagði fyrir kosningarnar eitthvað á þá leið, að annaðhvort þyrfti að endurhœfa embœttismenn borg- arinnar eða reka þá. Sumir þeirra væru löngu búnir að gleyma að starf þeirra ætti að felast i þjónustu við fólkið í borginni en ekki við flokksgæð- inga Sjálfstæðisflokksins. Engin ástæða er heldur til að gleyma þessum ummælum Guð- rúnar." Þjóðviljinn segir ennfremur: „Meirihlutaflokkarnir í borgar- stjórn hljóta nú að setja reglur um það, að enginn af æðstu embættistmönnum borgarinnar verði ráðinn lengur en til 4—6 ára. Þeim, sem eftir sitja, hlýtur að verða gert Ijóst, að annað- hvort sé að endurhoefa sig þannig að þeir séu færir um að framkvæma vilja meirhluta- flokkanna eða að sjá sóma sinn í.því að segja upp störfum, ef þeir ætla að halda áfram íhaldsþjónkun sinni og grafa undan nýjum meirihluta." þing er haldið á fjögurra ára fresti. Það verður í Hollandi í sumar og þar verður næsti þingstaður ákveðinn. Góðtempl- arar hafa alþjóðlega samkomu annað hvert ár en ekki er nema önnur hvor þeirra alþjóðaþing reglunnar. Á stórstúkuþinginu nú var samþykkt að votta Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra virðingu og þakklæti fyrir fordæmi það sem hann hef ur gef ið með því að veita ekki áfengi á vegum ráðuneytis síns. Einnig þakkaði þingið stuðning hans við stefnu og hugsjónir bindindis- manna. Indriði Indriðason, sem var stórtemplar síðasta kjörtímabil, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I stað hans var Steinn Kristjáns- Framhald á bls. 30. 12,7% hækk- un á f iski til neytenda VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað fisksölum að hækka fisk til neytenda sem svarár þeirri hækkun. sem yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins ákvað á dögunum. Hækkunin er 12.7% á algeng- ustu tegundunum. þorski og ysn. Kostar nú hausuð ýsa 305 krónur kg en ýsuflök án þunnilda 558 krónur kg. Nætursöltuð flök kosta framvegis 575 krónur kg. Slippstöðin: Nokkrir starfs- menn neituðu yfirvinnu Akuroyri 12. júní NOKKRIR starfsmenn Slipp- stöðvarinnar h.f. neituðu að vinna yfirvinnu um fyrri helgi og þessa til að mótmæla óhag- stæðu hlutfalli milli dagvinnu og yfirvinnu eftir bráðabirgðalög- unum. Þessar vinnustöðvanir komu ekki teljandi niður á verkefnum stöðvarinnar. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.