Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 21 Pétur vann glímuna BIKARGLÍMA íslands fór fram aö Laugum í Suður-Þingeyjasýslu á lauRardaginn. Keppendur voru sjö og þar af aðeins einn úr Reykjavík, Halldór Konráðsson, Víkverjum. Sem og oft áður reyndust þeir bræður Pétur og Ingi Yngvasynir HSÞ öðrum sterkari og að þessu sinni var það sem sigraði og hlaut hann 5 vinninga, en Ingi var á hælum hans með 4,5 vinninga. í þriðja sæti var einn bróðirinn enn, Kristján Yngvason, og hlaut hann 4 vinninga. E.vþór Pétursson var í fjórða sæti með 3,5 vinninga. Aðrir keppendur voru Halldór Konráðsson, Hjörleifur Sigurðs- son og Björn Yngvason. JilÚ FÆR HBMURINN AÐ SJÁ GLÆSILEGA KNATTSPYRNLT — NÚ FYRST fær heimurinn að sjá glæsilega knattspyrnu, sagði Þjálfari Brasilíumanna á blaöamannafundi eftir að riðlakeppninni var lokið. — Geysimikil pressa og taugaspenna hefur hvílt á liðunum og hefur paö bitnað á leik peirra, bætti Coutinho við. Nú þegar HM-keppnin er hálfn- uð liggur Ijóst fyrir hverjir þurfa að pakka saman og bíta í það súra epli aö halda heim á leiö. Þaö kom í hlut Skotlands, Frakklands, Svíþjóðar, Ungverjalands, Túnis, Mexico, Spánar og fran. Átta þjóöir eru eftir í hinni hörðu I IDróttlr I Leik frestað „vegna veðurs" EKKERT varð af leik KA og Víkings í 1. deild á laugardaginn, en hann átti að fara fram á Akureyri. Var ástæðan sögð sú, að Vængir heföu ekki treyst sér til að fljúga með leikmenn Víkings til Akureyrar vegna veðurs. Eflaust hafa Vængjamenn eitthvað til síns máls en samt kemur þessi skýring undarlega fyrir sjónir þegar vitaö er að Flugfélag íslands flaug allan daginn til Akureyrar, þar af þrjár ferðir fyrir leikinn. Vængjavél fór frá Akureyritil Reykjavíkur klukkan 9 á laugardagsmorguninn og Omar Ragnarsson flaug norður á eins hreyfils vél þennan sama morgun. Var ekki að sjá að veður hamlaöi flugi í þessum tilfellum. Óvíst er hvenær leikur KA og Víkings getur farið fram. Og kom það reyndar ýmsum á óvart aö hann skyldi ekki leikinnn á sunnudag. barattu um eftirsðttustu viður- kenningu knattspyrnunnar, heims- meistaratitilinn. Lokakeppnin verður uppgjör, sem allur heimur- inn bíður eftir. í A-riðli eru Evrópuþjóðirnar ítalía, V-Þýskaland, Austurríki og Holland. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Perú og Brasilía eru í B-riðli ásamt Pólverjum. Lengi hefur verið deilt um hvort Evrópu- þjóðir eða Suður-Ameríkuríkin leiki betri knattspyrnu, nú fæst góöur samanburður. Sigurvegar- inn í hvorum riðli fyrir sig kemst í úrslitaleikinn sem fram fer á Mar Del Plata leikvanginum 25. júní. Liðin í öðru sæti leika um 3.—4. sætið 24. júní, einnig á Mar Del Plata í Buenos Aires. Nú gildir að ná sér í stig og liðin munu leggja allt í sölurnar í riölakeppninni. Strax á miövikudag verða stórleik- ir, í A-riðli leika saman V-Þýska- land og Ítalía og í B-riðli Argentína og Pólland. Þá má búast við spennandi viöureign í leikjum Perú og Brasilíú og Hollands og Austur- ríkis. Næstu tvær vikur munu augu milljóna manna um allan heim verða límd við sjónvarpsskerminn er þeir fylgjast meö lokabarátt- unni. Bein útsending er til allra landa (nema íslands) t lit gegnum gervihnött. Þar hefur mikil breyting orðið á síðan fyrsta keppnin fór fram í Uruquay fyrir 48 árum. Erfitt er að spá um úrslit en ítalir hafa leikið vel og eru sigurstrang- legir. V-Þjóðvzrjar, núverandi heimsmeistarar, eru heldur ekki langt undan. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki sýnt neina snilli nema á móti Mexico, þá skulum viö ekki gleyma því að þjálfari þeirra, Helmut Schön, spilar líka á ýmislegt utan vallar. Því hefur t.d. verið haldið fram aö hann hafi fyrirskipaö sínum mönnum að ná aðeins jafntefli við Túnis. Sigur kostaði breytingar á umhverfi, flutning á annan staö og aö leikið yröi á öðrum stað. Þetta vildi Schön forðast, það mátti engin röskun verða hjá liðsmönnum. Gleymum því ekki að 1974 í HM, þá töpuðu V-Þjóðverjar fyrir A-Þjóðverjum 1—0. Helmut brosti aðeins, þrátt fyrir skammir þýskra blaðamanna, og sagöi: — Við erum að forðast áð lenda á móti Hollendingum fyrr en í úrslitaleiknum. Síðar kom á daginn að hann hafði rétt fyrir sér. Enginn skyldi heldur afskrifa Hollendinga og Pólverja. Bæði þessi lið hafa mjög leikreyndum leikmönnum á að skipa sem þola vel þá miklu pressu sem ávallt fylgir svona stórkeppni. Með hverjum leik eykst spennan. Hverj- ir taka við gullbikarnum 25. júní? Þar mun tíminn skera úr. • Hinn glæsilegi heimsbikar allur úr skíragulli. Eftirsótt- ustu verðlaun í knattspyrnu- heiminum. IMánar er fjallað um HM á bls. 26,27 og 28 Sögulegt mark • Sögulegt mark. 1000. mark í sögu heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu skorað úr vítaspyrnu af Hollendingnum Rensenbrink á móti Skotum. Alan Rough gerir heiðarlega tilraun til að verja en tekst ekki. Aðeins tveim mínútum síðar skoraði Cubillias frá Perú 1001 mark HM. Úvæntur sigur Hannesar í Dunlop golfkeppninni HANNES Eyvindsson GR sigraði örugglega í Dunlop keppninni í golfi sem fram fór um helgina á vegum Golf- klúbbs Suðurnesja. Sigur Hannesar var verð- skuldaður og var hann sex höggum á undan næsta manni. Hannes er nú að skipa sér í röð okkar fremstu kylfinga og verður fróðlegt að fylgjast með árangri hans í næstu mótum. Þátttaka í Dunlopmótinu Góðir ffmar hjá Ágústi ÁGÚST Ásgeirsson ÍR keppti í síðustu viku á þremur frjálsíþrótta- mótum í Tékkóslóyakíu. Hann keppti tvisvar í 1500 metra hlaupi og einu sinni í 800 metra hlaupi og fékk bezt tímana 3,49,8 mínútur í 1500 metrunum og 1,52,2 mínútur í 800 metrunum. Þetta eru beztu tímar íslendings á þessum vegalengdum í ár. Ágúst er nú staddur í Austur-Ber- lín, þar sem hann.keppir í vikunni. var mjög góð og allir okkar sterkustu golfleikarar tóku þátt í mótinu. Alls voru leiknar 36 holur í keppninni og urðu úrslit þessi án forgjafar: Hannes Eyvindsson GR 77 _ 74 - 151 Eiríkur Þ. Jónsson GR 77 - 80 - 157 Ragnar Ólafsson GR .81 -- 78 - 159 Gylfi Kristinsson GS 84 - 75 - 159 Með forgjöf sigraði Hannes Eyvindsson einnig, lék á 141 höggi sem er þrem höggum undir pari vallarins. Tíu fyrstu menn í keppninni hlutu stig til landsliðs. - þr. • Eiríkur .lónsson t.v. óskar Ilannesi Eyvindssyni til hamingju með sigurinn í keppninni. Eiríkur varð í öðru sæti. Ljósmynd Óskar Sæm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.