Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.06.1978, Blaðsíða 47
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 47 Upptök mesta hótel- bruna í Svíþjóð ókunn Utan seilingar. Carter Bandaríkjaforseti gerir árangurs- lausar tilraunir til að handsama flugdisk sem starfsmenn Hvíta hússins hentu til hans, er allt starfsliðið snæddi máltíð í garði Hvita hússins einn sólríkan júnídag. Pravda átelur Carter forseta Moskva, 12. júní, Ruter — AP. MÁLGAGN sovézka kommúnista- flokksins Pravda gagnrýni Cart- er Bandaríkjaforseta í dag harð- lega fyrir stefnu hans í mannrétt- indamálum og sagði hana „hræsnisfulla baráttu, sem til þess eins væri gerð að íela þau vandamál. sem að kapítölsku rikjunum steðjuðu“. Þá sagði Pravda að gagnrýni Carters á mannréttindamál í Sovétríkjunum væri samkvæmt Helsinki-sáttmálanum afskipti af Móðgaðir sovét- fulltrúar ganga úr veizlum í Peking Peking, 12. júní, AP. FULLTRÚAR Sovétríkjanna og A-Evrópu gengu út úr veizlu sem haldin var í alþýðuhöllinni í Peking í gærkvöldi og er það í annað sinn sem slíkt gerist á fjórum dögum, en ástæðan voru ummæli varaforsætisráðherrans Li Hsien-Nien, sem ásakaði Rússa fyrir að reyna með öllum hætti að færa út kvíarnar á S-Kvrrahafs- svæðinu. Fulltrúarnir gengu út í þann mund er Kínverjar buðu forsætis- ráðherra Fijii-eyja velkomin í opinbera heimsókn, en Ratu Sir Kamisese Mara hafði komið til Peking fyrr um daginn og var veizlan haldin til heiðurs honum. Áður höfðu sovézku fulltrúarnir gengið út í mótmælaskyni s.l. fimmtudag þegar annar varafor- sætisráðherra Kína, Teng Hsiao- ping, ásakaði Sovétríkin um íhlut- un í Afríku. Þetta er í þriðja sinn sem móðgaðir Sovét-fulltrúar ganga úr opinberum veizlum í Peking á þessu ári. innanríkismálum landsins. Gagn- rýni Pravda nú er til komin vegna skýrslu, sem Carter afhenti- bandaríska þinginu nýlega um ástand mannréttindamála í Sovétríkjunum og hversu miklu mannréttindaákvæði Helsinkisátt- málans hefðu breytt þar um. Á sunnudag sagði Pravda að ræða Carters í síðustu viku um sambandið við Sovétríkin væri „óleyfileg uppákoma", sem minnti á orðaskipti ríkjanna á meðan kalda stríðið stóð yfir. Um Afríku sagði Pravda: „Full- yrðingar um að umsvif Banda- ríkjamanna í Zaire séu „takmörk- uð“ blekkja engan. íhlutun Banda- ríkjanna í málefni Víetnams hófst einnig með því að þangað voru sendir nokkrir „ráðgjafar", sem örugglega voru ekki fleiri en þeir 325 sem nú eru í Zaire.“ I blaðinu Washington Post segir í dag að 14 þingmenn bandarísku fulltrúadeildarinnar hafi sent Carter forseta bréf þar sem þeir biðja hann ab gera grein fyrir afstöðu sinni til samskipta Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna og afstöðu sinni til málefna Afríku. Starfsmaður í Hvíta húsinu sagði í dag að ræða Carters í fyrri viku markaði mjög greinilega stefnu hans í samskiptunum við Sovétrík- in, en viðurkenndi jafnframt að honum væri ekki kunnugt um stefnu Carters í Afríku-málunum. Stokkhólmi, 11. júní, AP. ENN LOGAÐI í glæðum bruna- rústa hótelsins í Borás í Svíþjóð á sunnudagsmorgunn næstum sólarhring eftir að eldurinn. sem varð tuttugu manns að bana kom upp. Slökkviliðið í Borás í suð vestur Svíþjóð vann að því að ráða endanlega niðurlögum eldsins á laugardagsnótt og sunnudag. Eldsupptök eru enn ókunn en rannsókn gat ekki hafist strax vegna hættu á hruni byggingar- innar sem var sex hæðir. Borin hafa verið kénnsl á öll líkin, tuttugu talsins, þar af þrjú úr sömu fjölskyldu samkvæmt heim- ildum frá spítalanum í Borás. Hin látnu voru öll búsett í Borás, flest ungmcnni á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs sem voru að halda upp á skólaslit í danssal hótelsins þetta örlagaríka kvöld. Meðal hinna látnu voru hjón og dóttir þeirra sem höfðu verið að halda upp á próflok unnusta dótturinnar en hann komst lífs af. Fimmtíu og níu þeirra sem sluppu iifandi voru fluttir í sjúkrahús með brunasár, beinbrot, taugaáfall og önnur meiðsli. Flest- ir fengu þó að fara út af spítalan- um á sunnudag. Mikil sorg ríkir í Borás'en þetta er mesti hótelbruni sem orðið hefur í Svíþjóð. Allir fánar voru dregnir í hálfa stöng í bænum, skemmtunum og fundum var frestað og fólk gekk sorgbitið um götur bæjarins til að votta hinum látnu virðingu sína. Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning, sem stödd eru í opinberri heimsókn í Sovétríkjun- um, sendu strax samúðarskeyti, þar sem þau tjáðu aðstandendum hinna látnu samúð sína. Eldurinn kom upp í hótelinu í Hæsta verð fyrir bók sem um getur London, 12. júní, Reuter. FORNBÓKASALI í London til- kynnti í dag að hann hefði haft milligöngu um að selja Texas-há- skóla Gutenberg biblíuna og hefði skólinn greitt 2,4 milljónir dala fyrir og er það hæsta verð fyrir bók eða handrit sem um getur. Fornbókasalinn, Bernard Quar- itch, sagði að hann hefði selt biblíuna fyrir sjóð kenndan við Carl og Lily Pforzheimer, sem Framhald á bls. 32 Borás aðfararnótt laugardagsins á fyrstu hæð hússins. Sjónarvottar segja að eldurinn hafi breiðst út á nokkrum mínútum þar til öll byggingin stóð í björtu báfi, veitingas^lurinn á annarri hæð og næturklúbbur og danssalur á þriðju hæð. Um hundrað og fimmtíu manns voru staddir í hótelinu þegar bruninn varð. Anddyri hótelsins hafði nýlega verið klætt óeldfimu efni. Að sögn lögreglustjórans í Borás, Olofs Nordgren, er talið að eldurinn hafi komið upp í anddyri veitingasalarins og breiðst þaðan út. Slökkviliðsstjórinn í Borás: Ragnar Brodell, sagði að hótelið hefði orðið alelda á fimm mínút- um. Hótelið var byggt fyrir ellefu árum. Eldurinn kom upp klukkan 2.30, þegar gestir voru að stíga síðasta dansinn. Starfslið hótelsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins áður en kallað var á slökkviliðið. Sumir gestanna köstuðu sér strax út um glugga og lentu á bifreiðum fyrir utan, aðrir misstu meðvitund fljótlega og flestir hinna látnu virðast hafa kafnað í reyknum. Nordgren lögreglustjóri sagði í dag að engar sannanir væru fyrir því að eldsprengja hefði valdið brunanum og neitaði með öllu sögusögnum um handtökur grun- aðra brennuvarga. Danir vemda fiski- skip i Eystrasalti Bonn 10. júní. AP. Reuter VESTUR-ÞYZKA utanríkisráðu- neytið tilkvnnti í dag að Danir hefðu ákveðið að veita fiskiskip- um landa Efnahagsbandalags Evrópu aukna vernd, svo skipin geti veitt óáreitt út af Borgundar- hólmi. Hafsvæði þetta er innan landhelgi sem Pólverjar tóku sér fyrr á árinu, en dönsk og vestur-þýzk skip hafa haldið áfram veiðum á svæðinu í trássi við pólsk lög. Ákvörðun Dana fylgir í kjölfar nokkurra árekstra sem orðið hafa á miðunum milli pólskra varðskipa og fiskiskipa og hafa nokkur skip verið færð til hafnar í Póllandi vegna meintra landhelgisbrota. SíÓast var skip fært til hafnar nú um helgina og var það vest- ur-þýzka skipið „Capella", sem fært var til Kölberg. Neyddist vestur-þýzka stjórnin til að greiða jafnvirði tæpra sjö milljóna króna áður en skipinu var leyft að snúa aftur til Vestur-Þýzkalands. Þá var afli skipsins gerður upptækur en hann var metinn á tvær og hálfa milljón króna. Að sögn eigenda skipsins var það að veiðum út af Borgundar- hólmi ásamt nokkrum öðrum dönskum og vestur-þýzkum skip- um er pólskt varðskip bar að. Lagði pólska skipið upp að fiski- skipinu og stuttu síðar réðist hópur landhelgisgæzlumanna til uppgöngu. Var skipshöfninni skip- að með vopnavaldi að sigla þegar í stað til pólskrar hafnar. Þaðan var skipinu síðan bannað að sigla fyrr en greidd hafði verið áður- nefnd upphæð. Sögðu eigendur fiskiskipsins að Pólverjarnir hefðu verið mjög harðir í afstöðu sinni til landhelgisbrotsins, en þeir Þetta gerðist 1971 — Herinn tekur völdin í lýðveldinu Jemen. 1970 — Stjórn Brazilíu iætur 40 pólitíska fanga lausa í skiptum fyrir sendiherra Vestur-Þjóð- verja. 1907 — Rússar hvetja til aukafundar Allsþerjarþings SÞ til að fá ísraelsmenn til að skila herteknum svæðum. 1956 — Síðustu hersveitir Breta fara frá Súez-skurði og afhenda Egyptum skurðinn sem Bretar ráku í 74 ár. 1910 — París lýst óvarin borg. 1917 — Bandaríski hershöfðing- inn Pershing kemur ásamt herráði sínu til Parísar. 1916 — Smuts hershöfðingi tekur bæínn Wilelsthal í Þýzku Austur Afríku. 1900 — „Boxara-uppreisnin" gegn Evrópumönnum hefst í Kína. 1819 — Óeiröir róttækra bældar niður í París. 1721 — Engiand gerist aðili að Madridsamningi Spánverja og Frakka. 1667 — Floti hollenzka flotafor- ingjans De Ru.vter brennir Sheerness Englandi til ösku, siglir upp ána Medway, ræöst á skipasmiðastöð og stelur báti konungsfjöiskyldunnar. 1653 — Brezkur floti sigrar Hollendinga. 1612 — Matthías af Bæheimi kjörinn keisari. 1502 — Kólumbus finnur eyna Martinique i Vestur-lndíum. Afmæli dagsins: Richard Barn- field, enskt skáld (1574 — 1627) — Fanny Burney, ensk skáld- kona (1752—1840) — Thomas Arnold, brezkur sagnfræðingur (1795-1842) - William B. Yeats, írskt skáld (1865—1939). Innlent: Verzlun gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs (einokun aflétt) 1787 — D. Jón Sveinsson landlæknir 1803. Orð dagsins: Við höfum tvö e.vru og aðeins eina tungu til þess að við getum heyrt meira og talað minna — Diogenes, grískur heimspekingur (um 412-325 f.Kr.). hefðu samt komið vel fram við áhöfnina. Vestur-þýzki utanríkisráðherr- ann Hans-Dietrich Genscher sagði í dag að stjórn sín væri mjög ánægð með ákvörðun dönsku stjórnarinnar að auka vernd út af Borgundarhólmi. Sagðist hann vona að ákvörðunin kæmi í veg • fyrir frekari átök á miðunum. Danska stjórnin heldur því fram að fiskiskip frá löndum Efnahags- bandalagsins hafi fullan rétt til veiða og áiítur að landhelgi Póllands nái aðeins til línu miðja vegu milli Borgundarhólms og pólsku strandarinnar. Pólverjar líta hins vegar svo á að fiskiskip frá Vestur-Þýzkalandi hafi alla tíð frá því landhelgi Póllands var færð út veitt innan hennar. í janúar færði Pólland landhelgina út og afmarkast hún nú af línu sem dregin er um mitt Eystrasalt. Austur-Þýzkaland og Svíþjóð færðu landhelgi sína út á sama tíma og miða þeir einnig landhelgi sína við miðlínu Eystra- saltsins. Braut Sky- labs rétt Houston, Texas 11. júní. Reuter. VÍSINDAMÖNNUM heppnaðist í dag aö rétta braut bandarísku geim- stöövarinnar Skylab, og fyrir bragöið mun Skylab vera á braut umhverfis jöröu nokkrum mánuöum lengur en talið var. Geimstööin fór út af braut fyrir nokkru vegna óvæntra breytinga á sólblettum út í himingeimnum og jókst pá aðdráttarkraftur jarðar til muna. Var um tíma óttast að fara mundi fyrir Skylab svipað og fór fyrir sovéska njósnagervihnettinum Cosmos, sem hrapaði til jarðar fyrr á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.